Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 8
MANNLÍF
„Hæ, þú þama Ijósmyndari taktu mynd af mér,“ æptu þeir allir í kór, þegar okkur
bar að garði. Mynd: Ari.
Ég get flogið eins og fuglinn! Sjáðu, sagði sú stutta og stökk! mynd: Ari.
Ljósmyndarinn vakti mikla athygli, og eins og sjá má á þessari mynd þá
beittu þau öllum ráðum. Mynd: Ari.
Dagheimili
Kópasel sótt heim
Gamalt skíöahótel upp viö Lækjarbotna rekið sem dagheimili af
Kópavogsbæ. Börnunum ekið í rútu á hverjum morgni í sveitarsæl-
una. Börnin una sér vel úti í náttúrunni, og leika sér upp um fjöll og
firnindi.
Kópasel, „barnaheimilið á
milli harða og mjúka fjallsins,
rétt við lautina okkar“, eins og
sumir krakkarnir á Kópaseli
lýsa barnaheimilinu sínu, var
áður skíðahótel en er nú rekið
af Kópavogsbæ sem dagheim-
ili og er mjög óvenjulegt
barnaheimili, á heillandi stað
fyrir utan bæinn uppi við
Lækjarbotna.
Á Kópaseli eru daglega 42
börn á aldrinum 4-6 ára með 9
starfsmönnum. Krakkarnir fara í
rútu á hverjum morgni og dvelja
til klukkan 2 á Kópaseli en þá
kemur rútan aftur og sækir þau.
Viðveran er skert, því foreldrarn-
ir verða að sækja þau um 3 leytið,
þannig að aðeins 3 börn af þess-
um 42 eru úr forgangshópnum
eða börn einstæðra foreldra.
Þetta barnaheimili er mjög
sérstakt á margan hátt. Þegar
komið er að því rekur maður fyrst
augun í að ekki er girt í kringum
barnaheimilið, og geta börnin því
verið frjálsari. Þau hafa tækifæri
til að sjá veröldina fyrir utan
leikvöllinn án þess að horfa í
gegnum grindur. Þau koma öll
saman á Kópasel í rútunni, svo
ekki er alltaf verið að rjúfa dag-
skrána með því að fólk er að
koma, en það hefur sýnt sig að
það hefur truflandi áhrif á börn-
in.
Krakkarnir hafa tækifæri til
margs, fara í fjallgöngur, vera á
sveimi í kringum rollur og hross,
leika sér í leiktækjum, eða vera
inni. f byrjun hvers dags er hald-
inn fundur, starfsfólk og börn
koma saman og tjá sig um hvað
þau ætla að gera yfir daginn.
Hugmyndin er að láta krakkana
gera sér grein fyrir öllum þeim
möguleikum sem staðurinn býð-
ur upp á og síðan bera ábyrgð á
eigin vali. Fóstrurnar passa síðan
upp á að krakkarnir festist ekki í
einhverju einu hlutverkinu því
þau verða að prófa allt.
Að minnsta kosti tvisvar í viku
er farið í gönguferðir með nesti,
upp í fjöllin, hellisferðir í Heið-
mörk eða tölt um nágrennið, og
eru krakkarnir upprennandi
„fjallageitur". Þau styrkjast mjög
fljótt í klifrinu og blása ekki úr
nös þótt lagt sé á brattann, enda
eru fjöllin orðin þeirra helstu
leiksvæði. En látum myndirnar
tala sínu máli.
-sp
Lagt á brattann!
Þarna eru krakkarnir allir samankomnir ásamt starfsfólki undir „harða fjallinu". Mynd: Ari.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 16. júlí 1985