Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.07.1985, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsfmi: 81348. Helgarsími: 81663. Þriðjudagur 16. júlí 1985 159. tölublað 50. árgangur DJÓÐVIIJINN Jafnréttisráð Auglýsendur hundsa lögin Nýlegtbrotíauglýsingu kœrt til Jafnréttisráðs. Málið til umfjöllunar. Stöðugar kyngreiningar íauglýsingum. Framkvœmdastjóri Jafnréttisráðs: Höfum ekki getað verið að eltast viðþessa aðilja vegna manneklu. í júní birti eitt af dagblöðunum skóauglýsingu þar sem skórnir voru hafðir í „traðk“ stöðu ofan á berum kvennmannslíkama. Auglýsingin var kærð fyrir jafn- réttisráði, þar sem hún þótti brjóta í bága við jafnréttislög. Þjóðviljinn hafði samband við Elínu Pálsdóttur hjá Jafnréttisráði og innti hana um afdrif kærunnar. „Pað var haldinn fundur hjá Jafnréttisráði út af kærunni, fundurinn var haldinn nýlega þegar sumarfríin standa sem mest yfir svo allir gátu ekki mætt. Vegna þess hefur endanleg ákvörðun ekk verið tekin í mál- inu. Ég veit ekki hvernig verður tekið á þessu máli, því nýju jafnréttislögin voru ekki gengin í gildi þegar auglýsingin var birt. Nýju jafnréttislögin voru sam- þykkt á alþingi þann 19. júní 1985 og með þeim eru fleiri gerðir ábyrgir í sambandi við auglýsing- ar. Nú eru það þau sem auglýsa, þau sem gera auglýsinguna og þau sem birta hana sem bera ábyrgð á henni. Lögin hafa ekki verið kynnt, þar sem þau eru al- veg ný. Við hjá jafnréttisráði ætl- um að gera átak í að kynna nýju lögin fyrirtækjum, auglýsinga- stofum og fjölmiðlum, þannig að allir aðilar munu vita sín tak- mörk. Þegar kærur hafa borist til okk- ar, höfum við sent viðkomandi fyrirtækjum bréf, og í flestum til- fellum hefur verið tekið fullt tillit til skoðana okkar. Við höfum tekið eftir að stöðugt er verið að kyngreina þann starfskraft sem fyrirtæki auglýsa eftir í fjölmiðlum og er yfirleitt leyninúmer sett undir auglýsinguna. Því miður höfum við ekki getað verið að eltast við þessa aðila vegna manneklu hjá okkur,“ sagði Elín Pálsdóttir að lokum aðspurð um kyngreindar auglýsingar. -sp Friðjón Steinarsson og eiginkona hans Regína Laskowska. Mynd: Ari. Mannréttindi Við ætlum að flytja úr landi Öldungar 24 íslendingar 100 ára Um síðustu áramót vorufleiri aldargaml- ir á lífi en nokkru sinni hérlendis í byrjun þessa árs voru á lífi 24 íslendingar sem voru 100 ára eða eldri, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Fullyrða má að aldrei hafi áður svo margir öldungar verið á lífi samtímis hér á landi, en hafa má í huga að nú eru íslendingar ásamt Japönum taldir langlífastir allra þjóða. Til samanburðar má geta þess að í árslok 1970 voru á lífi 3 aldargamlir íslendingar. Á síð- asta ári héldu sautján íslendingar upp á hundrað ára afmæli, þar af fjórir karlar og 13 konur. Éinnig má telja einsdæmi að á Hrafnistu í Reykjavík eru nú þrír vistmenn aldargamlir og eru það þau Guð- mundur Árnason 101 árs, Jónína Schiöth 101 árs og Herdís Jóns- dóttir 100 ára. Frá þessu er sagt í Heilbrigðismálum, tímariti Krabbameinsfélagsins. -vd Læknaskrá Nær Pólskum manni meinuð landvist. Á marga ættingja hérlendis. 14tíma gœsluvarðhald upp á vatn og brauð. Friðjón Steinarsson ogRegína pólsk eiginkona hans: Skerðing á mannréttindum aðfá ekki að umgangastfjölskyldu sína. Útlendingaeftirlitið: Höfum ástœðu til að halda að Pólverjinn hafi œtlað að setjasthérað Nú er svo komið að ég og Reg- ína ætlum að flytja af landinu, okkur finnst það vera skerðing á mannréttindum að fá ekki að um- gangastfjölskylduna, sögðu Friðjón Steinarsson tollvörðurog hin pólska eiginkona hans Reg- (na í samtali við Þjóðviljann en venslamanni þeirra var meinuð landvist á íslandi á dögunum. „í byrjun júní kom svili minn, Pólverjinn Mikael Drzysklwíki til íslands frá Póllandi í vinarheim- sókn. Sú heimsókn fór ekki sem skyldi því hann fékk aldrei að koma inn í landið, heldur var hann settur í gæsluvarðhald eins og hver annar fálkaþjófur. í 14 tíma var hann hafður í haldi án þess að fá matarbita, og síðan sendur aftur heim til Póllands, vegna þess að hann hafði ekki landvistarleyfi,” sagði Friðjón Steinarsson tollvörður svili Mika- els. „Við reyndum ítrekað að fá" vegabréfsáritun fyrir svila minn en það gekk treglega, við höfðum satt að segja ekki trú á öðru en að leyfið myndi ganga í gegn. Þegar við svo fengum synjunina voru einungis þrír dagar til hingað- komu Mikaels. Hann býr í sveit og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná símasambandi við hann,” sagði Friðjón. „Synjun Útlendingaeftirlitsins var útskýrð þannig, að Mikael ætlaði að setjast að á íslandi. Það kom okkur spánskt fyrir sjónir, því maðurinn er kvæntur og þriggja barna faðir í Póllandi. Hann kom aleinn og ætlaði ein- ungis að dvelja hér sem ferða- maður. Við teljum það hins vegar til sjálfsagðra mannréttinda að fá að umgangast fjölskyldu sína og við viljum ekki vera þarsem við fáum ekki að njóta sííkra mann- réttinda,” sögðu þau Regína og Friðjón. Þjóðviljinn hafði samband við Jóhann G. Jóhannsson hjá Út- lendingaeftirlitinu og spurðist fyrir um þetta mál. „Við synjuð- um þessari umsókn í samráði við dómsmálaráðuneytið, vegna þess að við töldum þessa umsókn ekki vera fyrirspurn um ferðamanna- dvalarleyfi, heldur langtímavist- un, þau sóttu um 6 mánaða dval- arleyfi. Það vantaði mikið á um- sóknina til að hún uppfyllti nægj- anleg skilyrði. Við hjá útlend- ingaeftirlitinu höfum ástæðu til að halda að Pólverjinn hafi ætlað sér að setjast að, hann á hér marga ættingja og einn sem dvel- ur hér án leyfis. Ef ættingjar hans hefðu sótt um ferðamannaland- vistarleyfi hefðu þau fengið það leyfi.” - En hefði ekki verið hægt að gefa manninum fcrðamannaland- vistarleyfi þegar hann var kom- inn til landsins? „Nei, það tíðkast hér á vestur- löndum að hleypa fólki ekki inn í löndin nema að einstaklingarnir hafi landvistarleyfi og gerum við engar undantekningar út frá þeirri reglu,” sagði Jóhann að lokum. -sp þúsund læknar Konumfjölgar í lœknastétt Læknaskrá 1985 kom út í lok aprfl á vegum Landlæknisemb- ættisins. Þar eru á skrá 862 lækn- ar sem hafa lækningaleyfi hér á landi og 133 læknakandidatar sem eiga ófengið leyfi, en voru við framhaldsnám eða bráða- birgðastörf hér eða erlendis um síðustu áramót. Af þessum 995 læknum og kandídötum eru 124 konur. Konurnar eru tæþ 10% læknanna en 29% kandídatanna. Að sögn landlæknis er ekki vitað nákvæmlega hve margir þessara lækna eru erlendis, en sennilega eru þeir hátt á þriðja hundrað. -vd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.