Þjóðviljinn - 20.07.1985, Page 2
Þykkvibœr
Þurfum að henda
kartöflum
Páll Guðbrandsson sagðisig úrstjórn Grœnmetisverslunarinnar.
Við erum að brjóta okkur út úr kerfinu.
Við höfum aldrei átt svona
mikið af kartöflum áður á
þessum árstíma og erum búnir að
henda geysimiklu magni. Bæði af
slæmum og góðum kartöflum,
sagði Páll Guðbrandsson fram-
kvæmdastjóri hinnar nýju
pökkunarstöðvar í Þykkvabæ í
samtali við blaðamenn Þjóð-
viljans.
„Við erum búnir að selja og
nýta um það bil 50% af haust-
mælingartölunni, og eigum í
kringum 250-300 tonna birgðir,
sem er nokkuð öruggt að selst
ekki upp fyrir nýja uppskeru"
sagði Páil ennfremur og taldi
ástæður fyrir þessum miklu
birgðum vera aðallega þær að í
Eyjafirði og á Hornafjarða-
svæðinu var óvenju góð upp-
skera, langt um fram það sem
áður hefur verið og einnig að fjöl-
skyldufólk hefur verið óvenju
iðið við að rækta sjálft sínar eigin
kartöflur".
„Við erum svona að brjóta
okkur út úr kerfinu", sagði Páli
ennfremur en eins og kunnugt er
hefur hann sagt sig úr stjórn
Grænmetisverslunar Land-
búnaðarins vegna sölubanns
hennar á kartöflum frá Pykkva-
bæ. Jón Magnússon fram-
kvæmdastjóri dreifingaraðila
Þykkvabæjar í Garðabæ tjáði
okkar að dreifing gengi mjög vel
og þar væri unnið á fullu við að
selja kartöflur sem pakkaðar eru
í nýjar umbúðir í glænýrri
pökkunarstöð í Þykkvabæ, en
hún var tekin í gagnið fyrir tíu
dögum.
-vd
Borgarfjörður
Snaipur
jarðskjálfti
Upptök í Lang-
jökli
Um klukkan hálf sex í gær varð
allsnarpur jarðskjálfti, sem mun
hafa átt upptök sín í Langjökli.
Jarðskjálftinn mældist 4,3 á
Richterskvarða og fannst mjög
greinilega á ýmsum stöðum í
Borgarfirði. í Hvítársíðu fundu
margir fyrir skjálftanum; myndir
og munir innanhúss fóru af stað
og titringurinn fór um hús og hí-
býli. Þá munu hestar hafa fælst
enda dýrin skynug á hamfarir
náttúrunnar og næmari á slíkt en
maðurinn.
Að sögn vísindamanna hefur
nokkur óróleiki verið á þessu
svæði síðustu vikur, en þó mun
ekki ástæða til að óttast frekari
eða öflugri skjálfta né gos á þess-
um slóðum.
-pv
löntœknistofnun
Utibú á
Akureyri
í athugun
Iðnaðarmiðstöð
Norðurlands
í bígerð
í nýjasta blaði Iðntækni-
stofnunar íslands kemur fram að
i athugun sé að setja á fót útibú
frá Iðntæknistofnun á Akureyri.
Utibúið mundi vinna með svipuð-
um hætti og tæknimiðstöðvar á
Norðurlöndum og yrði tengiliður
við þá aðila sem veita iðnfyrir-
tækjum þjónustu hér á landi.
Jafnframt myndu starfsmenn
útibúsins aðstoða fyrirtæki á
Norðuriandi við að skilgreina að-
steðjandi vandamál, leysa gegn
greiðslu verkefni sem þeir ráða
við, en vísa öðrum til Iðntækni-
stofnunar í Reykjavík. Lagt hef-
ur verið til að útibúið heiti Iðn-
aðarmiðstöð Norðurlands.
-vd
Reykjanes
Guðlax rekur
Óli í Stapakoti fann 50 kílóa guðlax í Njarðvíkum
egar Ólafur Júlíusson í Stapa-
koti suður með sjó var á leið
til vinnu sinnar í Narðvíkunum á
mánudagsmorguninn varð hon-
um litið til fjöru þegar hann ók
fram hjá Fitjum. I vatnsborðinu
sá hann þá mara í hálfu kafi
undarlegt ferlíki. Ólafur Júll,
vaskur maður einsog þeir Reyk-
nesingar margir, hafði engin um-
svif heldur vippaði sér niður í
fjöru og dró dýrið á land. Kvik-
indið reyndist þá vera guðlax,
sem var um það bil að gefa upp
öndina.
Frá þessu er sagt í ritinu
Reykjanes, sem kom út fyrir
skömmu. Guðlaxinn er sjald-
gæfur hér við land, en þó kemur
fyrir að hann rekur á fjörur. Ann-
ars á hann ætt sína og óðul í sunn-
anverðu N-Atlantshafi og Mið-
jarðarhafi. Hann er afskaplega
fagur ásýndum, dimmblár á baki,
grænleitur á hlið og slær á hann
purpuraslikju. Uggarnir eru svo
blóðrauðir og hvítir, gómstórir
blettir eru um bolinn.
Guðlaxinn sem Óli Júll fann í
fjörunni á Fitjum var 51 kfló að
stærð og 110 sentimetra langur.
Á bolinn var hann 75 sentimetrar
á hæð. Eins og sést á myndinni,
sem Hákon Aðalsteinsson, út-
gefandi Reykjaness tók, er þetta
hinn voldugasti fiskur.
-ÖS
Ólafur Júlíusson í Stapakoti með guðlaxinn sem hann fann í fjörunni að Fitjum. Mynd Hákon Aðalsteinsson.
Þeir skáru bita úr Re-
agan og komust að
raun um að hann væri
illkynja.
Djúpivogur
Langabúð
friðuð
Ákveðið hefur verið að friða
svokallaða Löngubúð á Djúpa-
vogi, sem er elsta uppistandandi
húsið í þorpinu, byggt á önd-
verðri 19. öld. Kaupfélag Beru-
fjarðar var með starfsemi í
Löngubúð þar til nú í sumar, að
opnuð var ný verslun í nýju 600
fermetra húsi um miðjan júní sl..
Hið öfluga danska verslunar-
fyrirtæki Örum & Wulff byggði
Löngubúð sem fyrr segir á önd-
verðri 19. öld, en árið 1920 keypti
Kaupfélg Berufjarðar húsið
undir verslun sína ásamt öðrum
húsum Örum & Wulff. Áhuga-
mannasamtök manna á Djúpa-
vogi og í nærsveitum hafa þegar
hafið framkvæmdir við að færa
húsið f sitt upprunalega horf og
hafa hlotið til þess fjárstyrki frá
Menningarsjóði Sambandsins,
Húsfriðunarsjóði, og Þjóðhátíð-
arsjóði auk framlaga frá einstak-
lingum.
Kísilmálmverksmiðjan
Reyð-
firðingar
skora
á Sverri
Kvarta undan
villandi kostnaðar-
samanburði
Fimmtudaginn 11. júlí 1985
var haldinn fundur í Valhöll,
Eskifirði um málefni kísilmálm-
verksmiðju.
Á fundinum voru fulltrúar frá
bæjarstjórnum Eskifjarðar og
Neskaupstaðar og frá hrepps-
nefndum Egilsstaða- og Reyðar-
fjarðar-hrepps. Eftirfarandi á-
lyktun var samþykkt samhljóða:
„Fundurinn átelur þann ein-
hliða og villandi fréttaflutning,
sem verið hefur að undanförnu
um kostnaðarsamanburð á Kísil-
málmverksmiðju á Reyðarfirði
og á Grundartanga. Fundurinn
skorar á iðnaðarráðherra og
stjórn Kísilmálmvinnslunnar h.f.
að hraða undirbúningi að bygg-
ingu kísilmálmverksmiðju við
Reyðarfjörð í samræmi við lög
um verksmiðjuna".
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 20. júlí 1985