Þjóðviljinn - 20.07.1985, Blaðsíða 9
Listasafn íslands
Frumherjarnir fjórir
Nú er langt liðið á sýningu þá
sem staðið hefurfrá því snemma
í sumar í Listasafni íslands. Hún
ber heitið „Fjórir frumherjar” og
var upphaflega á dagskrá síðast-
liðið haust, en vegna verkfalla
opinberra starfsmanna var hún
fluttfram yfirhörpu. Þettaeraf-
mælissýning ítilefni aldarlangrar
sögu safnsins og er ætlað að
gefa yfirlit yfir list þeirra manna
sem ruddu íslensku nútíma-
málverki braut um og eftir síðustu
aldamót. Þeir voru Þórarinn B.
Þorláksson, Ásgrímur Jónsson,
Jón Stefánsson og Jóhannes S.
Kjarval. Á sýningunni eru 111
verkeftirfrumherjanafjóraog eru
þau öll í eigu Listasafns (slands.
Sýningunni fylgir vegleg skrá,
um 90 blaðsíður að stærð og
geymir hún greinar um lista-
mennina eftir fjóra listfræðinga
og eru textar bæði á íslensku og
ensku. Lífshlaup málaranna eru
rakin í ártölum og loks er skrá yfir
verkin á sýningunni, aldur þeirra,
stærð og gerð. Formála að
sýningarskránni ritar Selma Jóns-
dóttir forstöðumaður LÍ. Að Iok-
um má þess geta að sýningar-
skráin er skreytt fjölda litmynda
af listaverkum þeim sem prýða
salina og eru þær óvenjuvel
prentaðar.
Danskœttað
raunsœi
Það er ekki auðvelt að koma
saman sýningu eins og þessari svo
HALLDÓR
B. RUNÓLFSSOt
Flugþrá, frá 1935-54, eftir J.S. Kjarval.
eitthvað nýtt og markvert komi
fram um list þessara ástsælu lista-
manna. E.t.v. eru þeir of hjart-
fólgnir þjóðinni til að nokkur fari
að hrófla við stöðu þeirra eða
sess. En oft er það svo að menn
sem eru settir á stall sökum ágætis
síns, dúsa upp frá því í eilífri logn-
mollu og umlykur hún persónu
þeirra eins og áfallinn geisla-
baugur. Þeir eru hálfpartinn
teknir í heilagramannatölu og um
leið eru verk þeirra og störf hafin
upp yfir alla gagnrýni og reyndar
alla umfjöllun sem ekki er hlaðin
hástemmdu lofi.
Við íslendingar erum sérlega
slæmir með svona lagað og kem-
ur þar bæði til fámenni og frænd-
semi. Við eigum erfitt með að
skilja að menning sé háð stöðugu
endurmati, einkum ef það er
okkar eigin menning. Þess vegna
bera þeir lítið úr bítum sem sjá
sýningar á borð við Fjóra frum-
herja, utan unga kynslóðin sem
enn hefur ekki litið verk snilling-
anna augum. Það er nefnilega
ekki meira gert en hengja upp
myndir eftir málarana fjóra
þannig að þær fari vel á veggjum
og myndi einhvers konar mynd-
rænt harmóní við veggi safnsins.
Þó er það svo að sýningin á
enginn eftirbátur Þórarins á
fyrstu tugum aldarinnar.
Bjartar
sumarnœtur
Vissulega er ekki hægt að
herma nein óþjóðleg einkenni
upp á þennan ágæta málara, enda
tekst honum afar vel að samhæfa
það sem hann hefur lært og það
sem hann uppgötvar síðar
frammi fyrir íslenskri náttúru.
Þarskilure.t.v. milli hans ogÞór-
arins B. Þorlákssonar. Þórarni
vannst aldrei tími til að vinna úr
hinum akademíska lærdómi og
þess vegna heldur hann áfram að
beita honum á landslag sem ekki
féll alls kostar að reglum klass-
ískrar, evrópskrar myndgerðar.
Impressionistarnir koma Ás-
grími hins vegar til hjálpar og
jafnvel þótt hann hafi aldrei not-
að tækni þeirra ómengaða lærir
hann af þeim vinnubrögð sem
óneitanlega hentuðu betur ís-
lenskum aðstæðum. En þrátt
fyrir ólíkar aðferðir eru þeir Ás-
grímur og Þórarinn á höttunum
eftir því sama, nefnilega skrán-
ingu íslenskra ljósbrigða björt-
um sumarkvöldum. Að því leyti
verkum frumherjanna býr yfir
ýmsum óvæntum fróðleik. Ef-
laust er það vegna þess að saman
eru komin verk eftir fjóra ólíka
listamenn sem þrátt fyrir allt eiga
margt sameiginlegt, s.s. ást á ís-
lensku landslagi. Margt merki-
legt kemur á daginn einkum hvað
stflbrögð varðar. T.d. er fróðlegt
að sjá hve mjög danskt raunsæi
ræður ríkjum í rammíslenskum
málverkum Ásgríms. Þar er hann
Þingvellir, árið 1900, eftir Þórarin B. Þorláksson.
Laugardagur 20. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9