Þjóðviljinn - 20.07.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 20.07.1985, Side 3
FRETT1R Alskatturinn Sýnd veiði en ekki gefin Hjörleifur Guttormsson: Islenska ríkið gœti orðið af auknum skatttekjum vegna breytinganna Þessir skattasamningar eru sýnd veiði en ekki gefin fyrir íslenska ríkið, sagði Hjörleifur Guttormsson fyrrv. iðnaðarráð- herra þegar Þjóðviljinn ieitaði álits hans á þeim nýju skatta- samningum sem ríkisstjórnin undirritaði í fyrradag við Alu- „Ég hef nú ekki séð samning- inn og vitneskja mín um efnisat- riði hans kemur í gegnum fjöl- miðla, þannig að ég hef fyrirvara um nákvæma túlkun á honum. En það ber að hafa í huga að samningurinn er gerður við þær aðstæður að búið er að létta þrýstingi af Alusuisse með samn- ingunum frá því í nóvember síð- astliðnum. Með þeim var samið um undirverð á raforku og fallist á margar breytingar á skattaregl- um sem allar voru Alusuisse í vil. Það sem mestu skiptir fyrir samn- ingsstöðuna var sú afdráttarlausa syndakvittun sem Alusuisse var veitt vegna skattsvika liðinna ára. Þegar nú er samið um breytt skattkerfi er ekki byrjað á sléttu, heldur hefur Alusuisse fengið mikilvæg atriði í forgjöf. Varð- andi þessa samninga sérstaklega snýst spurningin m.a. um það hvort breytingarnar skili íslenska ríkinu auknum skatttekjum en ella til lengri tíma litið. Ég held að það sé engan veginn víst að svo fari. Þó að eigið fé fyrirtækisins verði nú aukið í eitt skipti eru eignir ÍSAL færðar upp á móti og afskriftatími lengdur. Ef sá gróði sem iðnaðarráðherra og samn- ingamenn eru að gera sér vonir um útúr ÍSAL skilar sér ekki í reikningum fyrirtækisins á kom- andi árum, gæti svo farið að ís- lenska ríkið yrði beinlínis af auknum skatttekjum vegna þess- ara breytinga. Margt er auk þess í þoku enn um þessa samninga- gerð, s.s. viðmiðunarverð á að- föngum, svo sem rafskautum á súráli og hef ég allan fyrirvara um viðmiðanir sem þar eru upp tekn- Varðandi það markmið samn- ingamanna að draga úr líkum á deilum um bókhald og reiknings- skil ISAL, vil ég benda á að ekki er víst að það útaf fyrir sig tryggi betur hagsmuni íslenska ríkisins og miðað við reynsluna af sam- skiptum Alusuisse við dótturfyr- irtæki sitt ÍSAL á liðnum árum, er fyllsta ástæða til þess fyrir ís- lensk stjórnvöld að vera vel á verði gagnvart þeirri svikamyllu sem þar hefur verið í gangi og auðhringurinn hefur áreiðanlega tilhneigingu til að viðhalda útfrá sínum hagsmunum.“ -pv. Fiskverkunarfólk Bónusálagið yfir á fastakaupið VMSÍhefur engin viðbrögð fengið frá VSI vegna kröfugerðarinnar: Einfaldari bónusútreikninga. Premíukerfið verðifellt niður. Vinnuaðstaðan bœtt Við fengum engin viðbrögð við þessari kröfugerð okkar en vinnuveitendur hafa óskað eftir nýjum viðræðufundi á miðviku- daginn kemur, sagði BoUi Thor- oddsen hagfræðingur ASÍ um fyrsta viðræðufund fuiltrúa Verkamannasambandsins með VSÍ í fyrradag þar sem lagðar voru fram ítarfegar kröfur um nýjan bónussamning fyrhr fisk- verkunarfólk. „Ein af höfuðkröfum VMSÍ er að bónusálagið verði yfirfært á fastakaupið sem nemur 30 krón- ur fyrir hverja greidda vinnu- stund þannig að lágmarksdag- vinnukaup verði rúmar 118 krón- ur. Þetta er aðallaunakrafan sem felst í tilfærslu á bónusálagi yfir á fastakaupið", sagði Bolli. Þá er gerð krafa um að svokall- að premíukerfi verði lagt niður en þeir sem unnu eftir því kerfi voru aðeins hálfdrættingar á við bónusfólkið. Mikil óánægja hef- ur ríkt vegna þess hve ójöfnuður er orðinn mikill á rnilli starfa í húsunum og eins á milli húsa. „Við erum að leitast við að reyna að jafna tekjumöguleika fólks í fiskiðnaði þannig að fyrir sama vinnuframlag hafi það sömu laun.“ Krafist er einfaldari út- reikninga í bónus, en þeir hafa verið óþarflega flóknir og einnig að meira tillit verði tekið til nýt- ingu hráefnis, gæði og vand- virkni. „Nýtingin hefur verið greidd eftir mjög flóknu kerfi sem fæstir skilja en við teljum að það megi einfalda þetta veru- lega“, sagði Bolli. Mjög víða í frystihúsum eru í gildi gæðaeftirlitsreglur sem sett- ar hafa verið einhliða af atvinnu- rekendum. VMSÍ telur að slíkar reglur verði að hljóta samþykki þeirra sem eftir þeim vinna og viðkomandi stéttarfélags. Þá er í kröfugerð VMSÍ lögð áhersla á bættan aðbúnað fiskverkunar- fólks. - lg- Tveir gjörvilegir Kópavogsbúar atast á priki sem var staðsett yfir kaldri tjörn. Vinnuskóli Kópavogs stóð fyrir hinni árlegu Hlíðargarðshátíð á dögunum, og bar að múg og margmenni enda var veður gott, sól og norðankalsi. Mynd: Ari. Æskan Reykjavíkumwt bama Amorgun, sunnudag, halda skátafélagið Árbúar fjóröa Reykjavíkurmót barnanna-* í Hljómskálagarðinum. Mótið hefst kl. 14 og stendur til kl. 17. Keppt verður í sippi, snú-snú, kassabflaraHý, spretthlaupi o.fl. o.fl. Skráning í keppnisflokka hefst klukkan 13.30. Mótið er ókeypis keppni, þrautir og skemmtun fyrir alla fjölskvMuna. -sp. Friðarávarpið 36.720 konur skrifuðu undir Tœplega50% íslenskra kvenna skrifuðu undir friðarávarpið Alls skrifuðu 36.720 konur undir friðarávarp kvenna 1985. í gær föstudag afhentu 7 konur, sem staðið hafa að undirbúningi og söfnun undirskrifta, Geir Hall- grímssym utanríkisráðherra list- ana, ásamt bréfi þar sem íslensk stjórnvöM eru hvött til að beita sér fyrir afvopnunarmálum í heiminum. Gerður Steinþórsdóttir borg- arfulltrúi afhenti undirskrifta- listana í Nairobi í gær til Florence Ponez sem er fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og hefur með afvopnunarmál að gera. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að aðstandendur söfnunarinnar væru ánægðar með þátttökuna. „Þetta eru tæplega 50% íslenskra kvenna frá 18 ára aldri, sem skrif- uðu undir ávarpið á tæpum mán- uði“. -sp. Verðhrun ^Nýir verslunarhættir — vörur beint frá framleiðanda J. Nú loksins eitthvað pYRIR Vörur á lágmarksverði I Ledurpils, frá 2.480. Til dœmis: Leöurjakkar, frá 4.980, og aórar geróir af leóri. Stretsbuxur frá 490, bómullarjakkar 980, sokkar, frá 47 kr. Síöar dömuskyrtur frá 1.090, og margt, margt fleira. 1 I Fyrir þig Skipholti 35 (vid hlidina a Tónabioo. Sími S4H76. Laugardagur 20. júlí 19*5 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.