Þjóðviljinn - 20.07.1985, Blaðsíða 7
HEIMURINN
Flugleið indversku þotunnar þann örlagaríka dag 23. júní. Nú eru á lofti kenningar um að það hafi ekki verið sþrengja
heldur leifar af sovéskri geimeldflaug sem grönduðu henni.
„Svarti kassinn" borinn frá borði eftir
að honum var bjargað af hafsbotni.
Nú er verið að rannsaka hann á Ind-
landi.
Flugslys
Var það sovésk geimeldflaug?
Bombay - Bandarískur flug-
málasérfræðingur sem tekur
þátt í rannsókn flugslyssins
við strendur írlands fyrir tæp-
um mánuði þegar indversk far-
þegaþota fórst og með henni
329 manns sagði í dag að ekki
væri útilokað að leifar sov-
éskrar eldflaugar á leið inn í
gufuhvolfið hefðu grandað
flugvélinni.
Fram til þessa hefur verið talið
að sprengju hafi verið komið fyrir
í farangursrými vélarinnar og eru
indverskir sikkar grunaðir um
verknaðinn. í síðustu viku tókst
að ná „svarta kassanum“ svo-
nefnda úr flakinu en í honum er
hljóðriti sem tekur upp öll sam-
skipti flugmannanna. Rannsókn
hans hefur ekki leitt neitt það í
ljós sem skorið getur úr um á-
stæðuna fyrir slysinu en þeirri
rannsókn er ekki lokið.
Breska blaðið Daily Mail varp-
ar fram þeirri skýringu að eld-
flaug sem bar sovéskum
geimförum í Soyuz geimfari elds-
neyti hafi verið send til baka og
átt að brenna upp í gufuhvolfinu
en lent á indversku vélinni. Hefur
blaðið eftir bandarískum sér-
fræðingi að hann vilji alls ekki
útiloka þennan möguleika.
Yfirmaður flugöryggismála á
Indlandi er hins vegar ekki sér-
lega trúaður á þessa skýringu og
finnst hún „heldur langsótt“.
Fyrrum flugmaður hjá indverska
hernum bendir á að hafi eldflaug
hitt flugvélina hljóti hún að hafa
sést á ratsjá en ekkert hafi komið
fram um að vart hafi orðið við
slíkan hlut á ratsjám.
Hvalveiðar
Hrefnan
friðuð
Bournemouth - Á fundi Alþjóða
hvalveiðiráðsins var sam-
þykkt í gær að friða hrefnuna.
Atkvæði féllu á þann veg að 25
ríki voru tillögunni samþykk,
eitt á móti - ísland - og 10 sátu
hjá. Norðmenn sem mestra
hagsmuna eiga að gæta í
hrefnuveiðum neituðu að taka
þátt í atkvæðagreiðslunni.
Ástæðan sem Norðmenn gáfu
upp fyrir neitun sinni var sú að
vísindamenn þeirra þyrftu meiri
tíma til að safna gögnum um
stofnstærð hrefnunnar.
Alþjóða hvalveiðiráðið hefur
ekki vald til að framfylgja veiði-
banni en talsmaður dýraverndar-
samtaka sem sat fundinn taldi ól-
íklegt að Norðmenn hundsi
ákvörðun ráðsins. „Við teljum að
Norðmönnum muni reynast afar
erfitt að halda áfram hvalveiðum,
þessi ákvörðun er síðasti naglinn í
líkkistuna fyrir hvalveiðar
þeirra“, sagði Charles Secrett úr
samtökunum Vinir jarðarinnar.
Nicaragua
Bandaríkin „vara við“
Ítalía
Stífla brast
Stava, Ítalíu - Óttast er að yfir
260 manns hafi farist þegar
stífla brast í Dólómíta fjöllun-
um nyrst á Ítalíu. Flóðið sem
varð, sópaði með sér þremur
hótelum og 10-20 íbúðarhús-
um.
Slysið varð í gærmorgun og
þegar stíflan brast streymdu
250.000 teningsmetrar af vatni og
leðju úr uppistöðulóninu á 20
sekúndum. Botn dalsins neðan
stíflunnar er þakin leðju á fjög-
urra km kafla.
í hótelunum þremur dvöldu
um 250 gestir. Ekki er vitað hve
margir voru heimavið þegar flóð-
ið skall á hótelunum en í gærdag
höfðu um 50 lík fundist.
Managua, Washington -
Bandaríkin sendu stjórnvöld-
um í Nicaragua aðvörunarbréf
í gær þar sem fram kom að
bandarísk stjórnvöld telja
stjórnina í Nicaragua samseka
um hryðjuverk gegn banda-
rískum þegnum í nágranna-
ríkjum sínum.
I bréfinu er vísað til sprengju-
árásar sem gerð var 19. júní sl. á
kaffihús í San Salvador, höfuð-
borg E1 Salvador, en þar létust 13
manns, þar af sex bandaríkja-
menn. „Við vitum að stjórnvöld í
Nicaragua styðja þá sem stóðu að
þessari árás og höfum ástæðu til
að trúa því að hún hafi verið við-
riðin undirbúning árásarinnar",
segir í bréfinu sem bandaríski
sendiherrann afhenti í Managua í
gær.
I Managua gaf utanríkisráðu-
neytið út yfirlýsingu þar sem á-
söicununum bandaríkjastjórnar
var harðlega mótmælt og sagt að
þær sé einungis hægt að túlka sem
ógnun. Þá ógnun sé svo ætlunin
að nota sem réttlætingu á hernað-
aríhlutun í Nicaragua.
Verið var að leggja síðustu
hönd á undirbúning fyrir hátíðar-
höldin í tilefni af sex ára afmæli
byltingarinnar í Nicaragua og var
búist við miklu fjölmenni á úti-
fund í Managua. „Við eigum von
á fleiri fundarmönnum en nokkru
sinni fyrr“, sagði embættismaður
stjórnarinnar við blaðamenn í
gær. „Við viljum sýna um-
heiminum, og einkum Banda-
ríkjunum, að alþýða landsins
fylkir sé einhuga um byltinguna“.
Nýju Dehli - í gær voru undirrit-
aðir samningar sem binda eiga
endi á fjögurra mánaða róstur í
ríkinu Guajarat í vesturhluta
Indlands. Ekki héldu þeir
samningar þó lengi því eftir
undirritun þeirra blossuðu
óeirðir upp að nýju og þrír lét-
ust en 22 slösuðust.
Á fundi ráðsins í gær var einnig
samþykkt að friða búrhvelið frá
og með árinu 1988. Hvalavernd-
unarmenn fögnuðu þessari
ákvörðun ráðsins en óttuðust að
þau tvö ár sem líða þangað til
friðunin tekur gildi muni nægja
Japönum til að útrýma tegund-
inni. Ekki kom til atkvæða-
greiðslu um friðun búrhvelisins
því hún var samþykkt einróma.
Iægri stétta úr 31% í 49%.
Við það brutust út miklar
óeirðir og stúdentasamtök ríkis-
ins hvöttu félaga sína til að mæta
ekki í skóla. Rúmlega 7 miljómr
urðu við þeirri hvatningu og síð-
an hefur verið mjög róstusamt í
Guajarat. Á fjórum mánuðum
hafa 212 manns fallið í óeirðun-
um.
Indland
Samið í stéttastríði
Kína
Klambylgjan ríður yfir
Deilurnar eru sprottnar upp úr
hinni ströngu stéttaskiptingu sem
ríkir á Indlandi. Hún birtist m.a. í
því að vfirvöld ákveða kvóta eftir
stéttum sem segir til um það hve
margir af hverri stétt fá aðgang að
æðri skólum og atvinnu hjá hinu
opinbera. í vor ákvað forsætis-
ráðherra ríkisins að hækka kvóta
Átökin hafa kostað forsætis-
ráðherrann embættið og var það
eftirmaður hans sem féllst á að
verða við kröfum stúdentanna og
draga kvótabreytinguna til baka.
Allir sem teknir hafa verið hönd-
um í óeirðunum verða látnir
lausir og gerð verður opinber
rannsókn á róstunum.
Þetta gerðist h'ka...
Beijing - Ef marka má kín-
versk blöð berjast yfirvöld þar
í landi harðri baráttu gegn flóð-
bylgju kláms sem flæðir yfir
landið og leiðir til fjölgunar
glæpa, úrkynjunar og andfé-
lagslegrar hegðunar.
Á fyrri hluta þessa árs gerði
lögreglan í Sjanghai upptæk
3.600 eintök af klámfengnu les-
efni og myndböndum. Samt sem
áður eykst áhugi fólks á þessum
Brussel - Áfrýjunardómstóll
í Antwerpen í Belgíu hefur hót-
að hvalaverndunarsamtökun-
um Grænfriðungum dagsekt-
um að upphæð tæplega
700.000 krónum ef skip sam-
takanna gerir frekari tilraunir
til að hindra belgísk skip í að
losa iðnaðarúrgang í hafið.
Skip samtakanna, Siríus, var
kyrrsett í Antwerpen í síðasta
forboðnu ávöxtum og mun ekki
óalgengt að efnt sé til klám-
myndasýninga víðsvegar um
landið. I Beijing var maður hand-
tekinn fyrir að hafa leigt sal og
selt aðgang að klámfengnum
myndbandasýningum.
Fréttir herma að vandinn hafi
breiðst út um allt land og nái til
alls konar fólks. Til dæmis var
háttsettur embættismaður í úti-
búi landbúnaðarráðuneytisins í
Yunnan héraði í Suðvestur-Kína
mánuði en laumaðist úr höfn í
skjóli náttmyrkurs aðfararnótt
30. júní sl. Skipinu var haldið
vegna þess að eigendur tveggja
skipa sem Siríus hafði truflað við
losun iðnaðarúrgangs höfðu
kært samtökin.
Siríus liggur nú við festar úti
fyrir hafnarborginni Bournemo-
uth á suðurströnd Englands þar
sem fundur Alþjóða hvalveiði-
ráðsins er haldinn.
rekinn úr starfi og úr flokknum
fyrir að horfa á klámvídeó.
Vestrænir sendimenn í Kína
segja að klámið sem er í umferð
myndi teljast saklaust á Vestur-
löndum. „Kvikmyndirnar koma
flestar frá Hong Kong og eru
ósköp saklausar“, sagði einn
þeirra.
En kínversk yfirvöld líta þetta
nýja áhugamál landsmanna hin-
um alvarlegustu augum og segja
að í kjölfar klámsins aukist tíðni
alls kyns glæpa. Því til sönnunar
er sögð sú saga í einu blaðanna að
menntaskólakennari einn hafi
orðið svo uppnuminn af lestri
klámblaða að hann hafi nauðgað
fimm konum. í öðru tilviki kom-
ust 18 menntaskólanemar í tæri
við klám og af þeim leiddust 11 út
á glæpabrautina, að sögn sama
blaðs.
Umrætt blað, Dagblað frelsis-
ins, segir að yfirvöld hafi miklar
áhyggjur af siðferði æskulýðsins
vegna klámbylgjunnar. „Sumt
ungt fólk lætur glepjast af svo-
kölluðu „kynferðislegu frelsi“
vegna áhrifa af kláminu. Með því
stofnar það öllum aga á almanna-
færi í mikla hættu“, segir blaðið.
... Þriðja stærsta tölvufyrirtæki
heims, Burroughs í Bandaríkjun-
um, hefur sagt upp 300 manns
vegna endurskipulagningar í kjölf-
ar minnkandi ágóða af tölvusölu.
Á mánudaginn skýrði IBM frá því
að ágóði fyrirtækisins væri minni
en reiknað hafði verlð með og er
dræmri sölu á tölvum kennt um.
... Sovéskt dagblað birti í gær grein
þar sem sovéskir borgarar eru
hvattir til að eyða peningunum sín-
um í staö þess að safna þeim. „Af
hverju óttumst við að eyða pening-
um?“ spyr blaðið og hvetur fólk tii
að láta ekkert tækifæri ónotað til
að kaupa sér ný föt, nýtt sjón-
varpstæki eða hvað sem hugurinn
girnist, bara ekki lúra á rúblunum.
... Sovéskt geimfar með vísi að
dýragarði innanborðs sneri aftur
til jarðar í gær eftir vikudvöl í
geimnum. Um borð voru apar, rott-
ur, eðlur, fiskar og skordýr og var
verið að kanna áhrif þyngdarleysis
á dýrin.
... Stjórnvöld á Taiwan hafa ákveð-
ið að banna á nýjan ieik innflutning
á hundakjöti en hann var leyfður
fyrir tveimur vikum. Dýraverndar-
samtök höfðu mótmælt innflutn-
ingnum en mörgum eyjarskeggj-
um þykir hundakjöt herramanns-
matur auk þess sem það er sagt
efla kynhvötina.
... 275 manns hafa farist í flóðum
og skriðuföilum í héruðunum Sic-
huan og Guizhou í Kína í kjölfar
mikilla rigninga. Flóðin hafa eyði-
lagt fjölmörg hús og þusundir
hektara akurlendis og eiga 1,5
miljónir manns um sárt að binda
vegna þessara hamfara.
REUTER
Umsjón:
ÞRÖSTUR HARALDSSON
Grœnfriðungar
Belgar hóta dagsektum
Laugardagur 20. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7