Þjóðviljinn - 23.07.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 23.07.1985, Page 13
Þetta bam kom í heiminn með opið sár á hrygg og mun ekki lifa af. Búist er við að hundruðvanskapaðrabarnamuni fæðast í Bhopal á naestunni. höfðu indversk- stjórnvöld þver- tekið fyrir að framleiðsla yrði þar hafin að nýju. Þá er m.a: spurt um það, hvað verður um það fólk sem áður hafði lifibrauð sitt af því að starfa við þennan háskasam- lega iðnað. Forystumenn ind- verskra verkalýðsfélaga telja að Union Carbide beri skylda til að sjá fyrir því fólki sem er eftir skilið á vonarvöl. En auðhringur- inn þvær hendur sínar - og rey nist nógu erfitt til að fá hann til að viðurkenna eigin ábyrgð gagn- vart fórnarlömbum slyssins og aðstandendum þeirra. Union Carbide hefur látið fara fram rannsókn á slysinu á eigin vegum og hefur það rækilega komið fram að öryggisráðstafanir allar voru mjög í skötulíki í verk- smiðjunni. En Union Carbide varpar allri sök á hina indversku stjórn útibúsins í Bhopal, hún hafi sýnt glæpsamlega vanrækslu að því er öryggisráðstafanir varð- ar. Stjórn verksmiðjunnar heldur að sínu leyti stíft fram sakleysi sínu gagnvart indverskum stjórnvöldum - hún heldur því fram að „móðurfyrirtækið" í Bandaríkjunum hafi aldrei gert nokkrum manni á Indlandi grein fyrir því hve hættulegt eitrið var sem framleitt var í Bhopal. Og hafi Union Carbide sparað mjög öryggisráðstafanir - ekki síst í samanburði við það sem gert er til öryggis í verksmiðjum í Bandaríkjunum sjálfum. Indversk verkalýðsfélög fninna á það, að þegar fyrir tveim árum hafi þeir varað eindregið við því hættuástandi sem ríkti í verk- bandarískra lögfræðinga, sem hafa fengið umboð frá ættingjum allmargra hinna látnu til að reka skaðabótamál fyrir þeirra hönd fyrir bandarískum dómstólum - og ætla sér sjálfir að græða óspart á öllu saman. A meðan berjast hin örsnauðu fórnarlömb slyssins í Bhopal af miklum vanmætti fyrir rétti sín- um til þeirra skaðabóta og þeirrar neyðarhjálpar sem hefur verið boðin til þessa. Þetta fólk bjó flest í hreysahverfi sem smám saman hefur verið að vaxa og þokast nær og nær verksmiðjunni - með samþykki yfirvalda. Og flest verður til að leggja stein í þess götu. Eftir slysanóttina skelfilegu voru hundruð líka husluð í fjölda- gröfum. Engu að síður krefjast indversk yfirvöld af hverjum þeim sem sækir um hjálp dánar- vottorðs ættingja eða læknisvott- orðs. Mikill er fjöldi þeirra sem ekki geta með nokkru móti lagt fram slíka pappíra og fá því ekki þær tíu þúsund rúpíur (ca 33 þús- und krónur) sem greiddar eru til ættingja þeirra sem létu lífið, eða þær ca. 500 krónur sem greiddar eru alvarlega slösuðum. Spílling og svik Um nokkurra mánaða skeið hefur verið úthlutað ókeyþis mjólk til bágstaddra í Bhopal. Það er hluti neyðarhjálpar ind- verskra stjórnvalda. En þessi mjólkurpeli á dag á hvern fjöl- skyldumeðlim, einatt blandaður India telur, að þær fjölskyldur skipti þú^undum sem fá ekki einu sinni þesáa aðstoð. Sykur og mat- arolía og annað, sem átti að fylgja með neyðarhjálpinni, sjást varla. Sarna blað telur að í mörgum hverfum komi urn þriðjungur þessarar matvælaaðstoðar aldrei fram. Læknisaðstoð og lyf eru þó ókeypis fyrir alla en mjög er undir hælinn lagt hvaða aðstoð er veitt - og sjúkrahúsin yfirfull. Enginn virðist vita hve margir þeir eru sem biðu varanleg ör- kuml í slysinu - sumir segja tíu þúsund, aðrir segja ekki færri en sextíu þúsund. Allir hafa brugðist þessu fólki, segir í grein í Stern um þetta mál: Hjálparstofnanir sem litu á slysið sem einskonar náttúruhamfarir eins og flóð, sem líður hjá eftir fáeina daga, og gerðu ekki ráð fyrir því að nauðsynlegt væri að búa til hjálparáætlun til lang- frama; Indversk stjórnvöld, sem og duglegu „tölvustrákarnir" hans Rajivs Gandhi, hafa og leitt hjá sér að taka málið föstum tökum; Og náttúrlega höfuð- sökudólgurinn, auðhringurinn Union Carbide, sem reynir að fela sig á bak við lagakróka til að komast hjá því að greiða þá miklu skuld sem hann hefur stofnað til. Og enn er fólk hrætt í Bhopal. Upp af verksmiðjunni mann- lausri lagði hvítan reyk fyrir nokkru - og fólk í grennd flúði í dauðans ofboði. Talsmenn fyrir- tækisins sögðu, að engin hætta Eiturslysið mesta: Vansköpuð böm fæðast í Bhopal Langur eftirmáli— Union Carbideþvœr hendursínar— Allir hafa brugðistfórnarlömbunum Rúmu hálfu ári eftir eiturslysið mikla í Bhopal á Indlandi heldur fólk áfram að deyja af völdum eitrunar og það sem verra er: þeim börnum fjölgar sem fæðast vansköpuð eða andvana. I þessu máli hafa allir brugð- ist þeim íbúum fátækra- hverfa, sem bjuggu í nám- unda við efnaverksmiðju Union Carbide, þar sem 40 tonn af eitri láku út - hjálp- arsöfnunin, indversk stjórnvöld og að sjálfsögðu auðhringurinn sjálfur. í Bhopal eru þess dæmi, að börn fæðist andvana augnalaus, handalaus og með hnýtta fætur. Og sum þeirra barna sem þar fæðast lifandi eru með skelfilega fæðingargalla eins og t.d. barn sem fæddist með opið sár á baki, sem stöðugt blæðir úr. Og ind- verskir læknar óttast að hér sé aðeins um upphaf á því að hundr- uð eða þúsundir örkumla barna fæðist í Bhopal á næstu mánuð- um. Skelfilegt eitur Talið er víst að það sé eiturefn- ið MIC,sem haft er í skordýra- eitur, valdi þessum fósturskaða - en ekki var áður vitað að það hefði þessi áhrif. Það var eitur þetta sem slapp út úr verksmiðju dótturfyrirtækis auðhringsins Union Carbide í Bhopal í des- ember leið, fjörutíu smálestir af því breiddust yfir borgina eins og dauðaský. 2500 manns létu þegar lífið og um 200 þúsundir urðu fyrir alvarlegu heilsutjóni, margir urðu blindir, en flestir urðu fyrir miklum skaða í lungum. Staðaryfirvöld telja að síðan hafi um 5000 manns látið lífið af völdum eitrunar sem þeir urðu fyrir slysdaginn. Hér er um að ræða versta „iðnaðarslys" sem sögur fara af. Eitrið reyndist skaðvænlegra en flesta hafði grunað og hefur valdið ólækn- andi heilsutjóni í meiri fjarska en áður var talið hugsanlegt. Með þessum dapurlega hætti verður Bhopal að einskonar rannsóknarstöð á langtímavirkni eiturgass - og fylgir það sögunni að bandarískir sérfræðingar í eiturhernaði hafi ferðast þangað til að „læra“. Spurt um ábyrgð Union Carbide hefur nú lokað verksmiðjunni í Bhopal, enda smiðjunni - en ekkert hafi verið gert. Ganesh Pandley, fulltrúi viðkomandi verkalýðssambands, minnir á það, að um skuggalegt samspil hafi verið að ræða milli Union Carbide og yfirvalda í rík- inu Madja Pradesh. Sá orðrómur gekk síðustu misseri fyrir slysið, að Union Carbide ætlaði að flytja framleiðslu sína til Indónesíu, og fylkisstjórnin vildi ekki missa spón úr sínum aski og lét því hjá líða að fylgja eftir kröfum verka- lýðsfélaganna um strangar varúð- arráðstafanir í verksmiðjunni. Hér er semsagt, eins og víðar, spurt um þau tök sem auðhringur hefur á vanmáttugum stjórnvöld- urn sem eru honum háð. Skaðabætur og neyðarhjálp Hér er líka spurt um mikla pen- inga. Union Carbide ætlaði að leysa sig frá skaðabótakröfum með því að bjóða fram „af frjáls- um vilja" tiltölulega smáa upp- hæð. Samningar um þetta við indversk stjórnvöld hafa farið út unt þúfur og búist er við löngum og ströngum málaferlum. Þá koma einnig við sögu málsins „hákarlar" úr hópi harðsnúinna vatni, fæst ekki nema gegn vott- orðum, og þau liggja ekki á lausu sem fyrr segir. Blaðið Times of væri á ferðum, og urðu barasta hissa þegar enginn trúði þeim. AB tók saman. Þriðjudagur 23. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.