Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 1
VIÐHORF MENNING HEIMURINN Stjórnarstefnan Fyrirtækin sleppa! Skattastefna ríkisstjórnarinnar íframkvœmd: Eignaskattarfyrirtœkjanna á höfuðborgarsvœðinu hœkkuðu um 20%. Sömu skattar hœkka um 30% hjá einstaklingum. Álögð gjöld íReykjavík. Einstaklingarnir 3.7 miljarðar. Fyrirtœkin 1.7 miljarður. Eigna- og tekjuskattur fyrir- tækja á Reykjanesi og í Reykjavík hækkar mun minna á milli ára en sömu skattar einstak- linga. Eignaskattar á fyrirtæki á höf- uðborgarsvæðinu hækka um 20% en sömu skattar á einstaklinga hækka yfir 30% á milli ára. Tekjuskattar á fyrirtæki á Reykjanesi eru meira að segja 2% lægri í krónum talið sam- kvæmt nýframlagðri álagningar- skrá heldur en þeir voru í fyrra. Skattskrárnar í ár sýna greini- Iega að fyrirtækin bera minni hluta af skattbyrðinni en oft áður. Þar koma til margvíslegar lagasamþykktir stjórnvalda á ný- liðnum vetri þar sem stór hluti hagnaðar fyrirtækja var gerður skattfrjáls. Álögð gjöld á einstaklinga í Reykjavík samkvæmt skatt- skránni eru um 3.7 miljarðar en álögð gjöld á fyrirtæki um 1.7 miljarður. Álögð gjöld á einstak- linga á Reykjanesi rúmir 2.3 milj- arðar en á fyrirtæki um 485 milj- ónir. Álögð gjöld á börn í Reykjavík eru rúmar þrjár miljónir króna Systurnar Vala og Þórunn Valdimarsdætur eru einu konurnar sem starfa sem aðstoðarmenn hjá Flugumferðarstjórn. Þess má geta að Vala hefur háskólapróf í ensku og Þórunn er cand. mag. ísagnfræði! Vala er fyrsta konan sem hóf störf hjá stofnuninni. Það var árið 1979. Mynd Ari. sem er um 30% hækkun frá fyrra ári og álögð gjöld á börn í Reykjanesi nema rúmum 3.8 miljónum kr. ~*g- Sjá bls. 3. Grundarfjörður Tvisvar fullfermi á viku Togarinn Runólfur SH 135 frá Grundarfirði hefur komið með fullfermi af þorski tvisvar sinnum nú á rúmri viku, um 140 tonn í hvort skipti. Runólfur hefur verið að veiðum út af Vestfjörðum. Þetta kom fram í samtali við Sig- urð Lárusson formann verkalýð- sfélagsins Stjarnan á Grundar- firði. „Það er alveg á mörkunum að vinnslan ráði við svo mikinn afla á þessum stutta tíma. Fiskurinn er ekki nýttur sem skyldi. Hann er unninn í ódýrar pakkningar á England. Bein og ormur er ekki hreinsað eins vel og ef þetta ætti að fara á Bandaríkjamarkað, þetta er hreinsað í fljótheitum. Það hefur verið gott fiskerí all- an þennan mánuð og svolítið hef- ur verið unnið á laugardögum undanfarið. Það vantar alltaf fólk í vinnsluna,“ sagði Sigurður. gg Ríkisstjórnin Krónan hrapar niður 4.3% gengissig frá undirritun kjarasamninga. 9% gengisfall frá áramótum. Ríkisstjórnin lofaði að fallið yrði ekki meira en 5.7% fram að áramótum. Farið að volgna í kringum samningana. Vilhjálmur Egilsson: Efríkisstjórnin gerirfleiri vitleysur einsog með fóðurgjaldið - þá er þetta sprungið. Hamborg Fíll sníkir rúnnstykki Þriggja tonna fíll af indversk- um uppruna slapp fyrir skömmu úr vörslu ferðasirkuss í Hamborg í Þýskalandi við dagrenningu. Fíllinn, sem bersýnilega var svangur í morgunsárið, gerði sér lítið fyrir og rann á lyktina úr bakaríi í grenndinni og barði þar að dyrum með rananum. Skel- fingu lostnir bakararnir úðuðu í fflinn glænýjum rúnnstykkjum, eftir að hafa náð sér eftir komu hins óvænta viðskiptavinar. Að sögn eiganda fflsins er hann með öllu hættulaus, en stundum dá- lítið svangur... velþekkt tilfinn- ing. -Reuter/ÖS Frá því að kjarasamningarnir voru gerðir um miðjan júní sl. hefur gengi íslensku krónunnar sigið um 4.3%. Forsendur þessa gengissigs eru þær, að dollarinn bandaríski hefur lækkað veru- lega í verði miðað við aðra gjald- miðla, eða um 15% síðan í febrú- ar á þessu ári. Sem kunnugt er var við síðustu kjarasamninga gert samkomulag um að gengið yrði ekki fellt um meira en 5.7% fram að ára- mótum. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum er ekki gert ráð fyrir að gengið muni síga meira en þetta samkomulag segir til um, en ekki er að vita hvað gerist ef gengi dollarans heldur áfram að lækka svo verulega. Gengi krónunnar hefur sigið um 9% frá áramótum. Vilhjálmur Egilsson hagfræð- ingur VSÍ sagðist ekki telja að gengissig muni hafa áhrif á grundvöll síðustu kjarasamn- inga. Hann sagði að það sem mestu máli skipti í því sambandi væri að framfærsluvísitalan héld- ist innan þeirra banda sem reiknað var með við gerð samn- inganna. Það væri ekki nema ef ríkisstjórnin myndi gera fleiri vit- leysur eins og að hækka kjarnfóðurgjaldið, að vísitalan myndi fara yfir þau mörk sem sett voru. Slíkt yrði mjög neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina og þá væri enn minna að marka stóru orðin þeirra en áður. 88

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.