Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 9
VIÐHORF Bætt hugarfar getur hindrað hnattmorð eftir Halldór Pjetursson / „Eg sá ungur hrafnaþing og séþað enn ef ég staulast á þingpalla. Þarsýnast flestir stakir hrafnar, grillir í einstakan auðnutittling. “ Kaupgjaldsmálin eru ofarlega á baugi og skal það síst lastað, en fleira þarf að skjóta rótum. Haldi fólk þessa hnattar áfram að kjósa yfir sig harðsvfraða hnattmorð- ingja, getur að því komið að þörf- in til brauðsins verði ekki jafn brýn og áður. Segja má að öll ránsmorðin í hinum þriðja heimi fari stighækk- andi allt frá ungbörnum til 30 eða 40 ára, þeirra sem komast úr barndómi. Lengra nær nú ekki start lífsins þar. Enginn efast um að það er margt velhugsandi fólk á þessum hnetti en það vantar skilning á þeirri ábyrgð sem hverjum manni er sköpuð og skylt að halda vakandi. Flestum er farið að skiljast að við erum á ystu nöf, spyrja sjálfa sig og aðra hvort þetta geti skeð og hver or- sökin sé.Þeirri spurningu verður hver að svara úr sínum barmi. Stærstu sökina bera þeir sem hala til sín allt sem höfðar til verð- mæta. Síðan er stofnaður al- heimsklúbbur um góssið. Þeir, sem feta í slóðina með hendur á baki og anda að sér kolsýru í stað súrefnis, ættu að athuga sinn gang. Svo framt að þeir styrki hina gömlu forustu eru allar vonir á bak brotnar. Stórklíkan á sér allstaðar hjálparkokka. Nöfnin skipta ekki máli. Menn þessir hnykkja á einlægninni. Fólkið lætur þá hugsa fyrir sig og fær kjúkling í staðinn. Tortímingin Hnattmorð myndast við það eitt að fólkið hefur svikið það hlutverk sem það var skapað til og trúað fyrir. Tortímingin er okkar eigið verk. Það er gamalt máltæki, sem hljóðar svo, „Sæt er lykt úr sjálfs rassi“. Það er öllum sýnilegt hvernig við höfum leikið þennan hnött, þetta góða heimkynni sem okkur var gefið til að fegra, snyrta og okkur sjálf um leið. Þetta bros er nú horfið nema af börnunum, þau fæðast með það en fljótt þvegið af. Okkur verður að skilj- ast að alvaran hefur enga stoð af fólki sem á þá hugsun hæsta að flá, örkumla og drepa hvað ann- að. Allir með okkar mennskuskyn bera ábyrgð á verkum sínum, annars væri lífið ein „Langavit- leysa“, keimur af líkræðu. Lítum bara í Ritninguna og það sem til er af veraldarsögunni. Teljum ekki allt til þjóðsagna um stóra hópa jafnvel heilar þjóðir sem urðu svo siðspilltar að þær þurrk- uðust út svo sköpunin hefði sitt ákveðna rými. Það er ekki skortur á viti heldur hugsunar- leysi, sem veldur því að við stönd- um á brún bjargsins sem ekkert getur veitt nema hrun. Virðumst ekki mega eyða tíma í að hugsa um velferð okkar né annarra, bara gengið blindgötuna galopn- um augum. Það flýr enginn undan sínum verkum né hugsunum. Fyrirgefn- ingartuggan er banvæn hníf- stunga. Hún er aðeins til í þeirri mynd að maður geti sálfur veitt sér hana. Annars væri réttlæti sama eðlis og kjaftæði. Stærsta spurningin verður þó ef hugsjón „Klúbbsins“ rætist, á hverju þessir gullinbrúnu glæp- onar ætla að græða. Þeir geta ekki einu sinni komið klámhöggi á Rússana, hitt er þó enn verra að þeir geta sjálfir ekki dáið, því dauði er ekki til nema sem van- vitska. Allt efnið sem við köllum er bráðlifandi sé farið um það líknarhöndum. Blessuð kjarn- orkan getur aðeins sett líkamsh- róið úr skorðum. Það sem við köllum sál eða anda fer til sinnar fyrri heima. Eftir að lýkur nösum komum við á annað svið með það sem vitund okkar hefur áskotn- ast. Aurarnir verða eftir enda engir bankar þar sem gefa rentu af slíku. Öll saga mannkynsins bendir á að til séu heimar með hærri menningu en við og kann- ski lægri. Móti þessu er barist þótt það sýnist sjálfgefið. Hrafnaþing Hvaðan fengu spámenn þessa hnattar sína speki og ótal mikil- menni á mörgum sviðum? Var eitthvert hjálparafl á ferðinni með hugdettur og hugmyndir sem var hvíslað að okkur á dular- fullan hátt? Þar kemur fram hin samfellda samtvinnun alls þess er við köllum sköpun. Við erum á jarðlífshnetti með líf að láni utan úr geiminum sem skilar sér áfram. Þetta er ekki trúargrufl frá mér, enda talinn heiðinn. Menntun er ekki öll í bók, heldur í samfelldri hugsun og rými sem því fylgir. Okkur hefur farið lítið fram í seinni tíð. Ég sá ungur hrafnaþing og sé það enn ef ég staulast á þingpalla. Þar sýnast flest stakir hrafnar, grillir í ein- stakan auðnutittling. Ég kom ekki á þingpalla fyrr en 1924, þar sá ég marga skörunga, þótt ég væri ekki öllum sammála. Það sem skar úr var að þeir voru í mannsmynd og sýnilega ekki skapaðir í ógáti. Ég hefi heyrt í sumum þessum mönnum síðan þeir fóru héðan. Þeir voru óhræddir við að láta í ljós að stundum hefði þeim yfirsést en jafnfúsir á að stíga hin réttu spor. Þannig myndast fyrirgefning en ekki með ópi né kveinum og eftir- mælum. Manngildið segir til sín þegar vitneskjan um dauðann er afmáð og skilningur á því að sköpunin á sér engin endamörk, heldur leið til hærri þroska. Vald er orða- skvaldur, utan að það leiði til framþróunar. Við erum öll tengd hinni óbilandi keðju sem leiðir til þess að maðurinn endar sem há- þroskavera. Halldór Pjetursson rithöfundur í Kópavogi FRÁ LESENDUM Pennavinir óskast Bréf f ra Ghana Ung stúlka frá Ghana ritaði blaðinu nýlega bréf og óskaði eftir pennavinum á íslandi. Hún er nítján ára, stundar nám í Há- skóla Cape Coast og helstu áhug- amál hennar eru lestur tímarita, bréfaskriftir, frímerkjasöfnun, íþróttir og skoðanaskipti. Hún kveðst hlakka til að heyra frá ís- landi og utanáskriftin fyrir penn- aglaða er: Maeclinda Andxie- Quainoo, University Post Office, Box 0100 Cape Coast, Ghana. Hornaslag en ekki harmaslag Arnþrúður hringdi og var heldur óhress með tilvitnun í kvæði Jóns Trausta, Herhvöt, sem birtist í viðtali við Halldór frá Kirkjubóli ekki alls fyrir löngu. Þar var farið með tvær hendingar og þær sagðar hljóða svona: Heyrðu yfir höfin gjalla harmaslag hins nýja dags. „Þetta er ekki rétt,“ sagði Arn- þrúður, „það var enginn harma- slagur í aldamótamönnunum. Þessar hendingar hljóma svona: Heyrið yfir höfin gjalla hornaslag hins nýja dags. Mér finnst alltaf vont þegar ég verð þess vör að blaðamenn hafa ekki nennt að fletta upp og at- huga hvort rétt er farið með,“ sagði Arnþrúður. Ullarþrælahald og íslensk list Nú er Sigurður A. Magnússon búinn að gefa út The good hous- ekeeping á íslenska listamenn og er það sannarlega skemmtilegt að sjá hve marga veisluvini Sigurður á og þekkir. Þrátt fyrir að auglýsingar séu snar þáttur í lífi manna, er hér um að ræða einhverja skrítnustu auglýsingar uppákomu, sem hér á landi hefurbirst mönnum. Fyrir þann auð sem erlendur maður hefur rakað saman, meðal annars á að þræla út íslenskum prjóna- konum.bæði í verksmiðjum og heimavinnandi, er hann nú að notfæra sér hégómagirnd lista- manna, takandi myndir af þeim, þar sem þeir geislandi af sjálfsá- nægju teygja fram álkur sínar og láta þar með nota sig sem auglýs- ingu fyrir ullarþrælahaldið í landinu. í viðtali í útvarpi lét þessi peningamaður þess getið, að þegar selja á vöru, skipti það rnáli að hún er sköpuð af fólki sem á að baki sér mennt og menn- ingu. Þetta hafa íslenskir kaupsýslumenn aldrei skilið því þeir eru bæði illa gefnir, illa sið- aðir og gjörsneyddir allri tilfinn- ingu fyrir list, svo mjög að þeir telja allt listbrölt til óþurftar. Það er því sem það rennur manni til rifja að sjá íslenska listamenn hlaupa til og gerast auglýsingalýður fyrir verðmæta- sköpun, sem byggir á arðsráni og þrældómi íslenskra prjóna,- kvenna. Prjónakona. Miðvikudagur 24. júlí 1985, ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 VIDHORF Allt annað er vindhögg eftir Ara Tryggvason Frumskilyrði verkalýðsbaráttu á íslandi er órofa samstaða með kúgaðri alþýðu, hvar sem er í heiminum. Herinn burt og úr- sögnin úr Nató eru frumskilyrði þess. Hvers vegna er þetta í raun einn og sami hluturinn? Svarið felst í tilgangi hervæð- ingar Bandaríkjanna og Nató - að verja hagsmuni sína í þriðja heiminum. Sem þýðir „status quo“, þ.e. óbreytt ástand. Léns- veldi nútfmans, gósseigendur og kúgaðir leiguliðar, lítil sem engin uppskipting jarðnæðis. Þar af leiðir, að ánauðugir bændur flosna upp og streyma til borg- anna sem áhrifalaus og kúgaður verkalýður. Þriðji heimurinn í dag - Evrópa fyrir tvö hundruð árum. Hvað hefur sundrað verkalýðs- baráttunni á íslandi? Afstaðan til hersetunnar og aðildarinnar að Nató fyrst og fremst. Enda var verkalýðsbaráttan öflugust og gaf okkur helstu réttindin fyrir þann tíma. Því tel ég að þeir sem raunveru- lega bera hag verkalýðsins fyrir brjósti, séu einmitt þeir sem eru félagar í Samtökum herstöðva- andstæðinga og aðrir sem starfa á svipuðum grunni. Þess vegna fæ ég ekki betur séð en að úrsögnin úr Nató og herinn burt sé frumskilyrði verkalýðs- baráttu. Allt annað er vindhögg. Ari Tryggvason er vagnstjóri í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.