Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Með alvæpni um götur í svörtu hverfunum; myndin er tekin í Soweto, útborg Johannesburg, í síðustu viku. Suður-Afríka 441 í haldi, 9 dánir Breska stjórnin: afléttið neyðarlögunum. Hvíta húsið: leiðinlegt en skiljanlegt. Afríska þjóðarráðið: hefjum stórsókn Mið-Ameríka Nýjar tillögur frá Contadora Panamaborg - Utanríkis- ráðherrar hinna svokölluðu Contadora-ríkja luku í gær tveggja daga fundi og sögðust mundu kynna ríkisstjórnum í Mið-Ameríku og Banda- ríkjunum nýjar tillögur til mála- miðlunar í styrjöidum og skærum í Nicaragua, El Salva- dor og víðar. Ráðherrafundurinn hvatti stjórnir Bandaríkjanna og Nicar- agua til að endurhefja viðræður sín í milli, en uppúr því samtali slitnaði í síðasta mánuði. Ráð- herrar Mexíkó, Kólumbíu, Pa- nama og Venesúela hittast aftur við embættistöku Perúforseta í Lima 28. júlí og segjast munu kynna tillögur sínar snemma í ág- úst. Ráðherrahópurinn ætlar að senda skýrslur til Sameinuðu þjóðanna og til fundar Bandalags Ameríkuríkja í spetember, og undirbýr ennfremur fund sinn með fulltrúum stjórna Mið- Ameríku og Efnahagsbandalags- ins í Lúxembúrg í nóvember. Mexíkanski utanríkisráðherr- ann tjáði blaðamönnum í gær að hópurinn legði áherslu á raunhæf skref í friðarátt. Vín Ráðherra frá! 84 víntegundir á bannlistum Bonn - Forystumenn austur- rískra bænda héldu í gær blaðamannafund í höfuðborg Vestur-Þýskalands og kröfð- ust þess að landbúnaðar- ráðherra Austurríkis, Gunther Halden, segði af sér vegna frostlagarvínsins, sem nú er komið vel á veg með að setja vínbændur í Austurríki á hau- sinn. Bændurnir telja að stjórnvöld hafi brugðist við að kanna vín- gæði, og halda því fram að í Austurríki starfi vínmafía sem með óvönduðum blöndunar- trikkum ófrægi hið ágæta orðspor austurrískra vínakra. Bænda- leiðtogarnir benda á að liðnir séu þrír mánuðir síðan fyrst varð vart við frostlagarefnið í víninu. Málið hefur snarhöggvið á sölu austurrísks víns í Vestur-Þýska- landi og víðar, og hafa vesturþýsk stjórnvöld gefið út bannlista með nöfnum 84 víntegunda frá ýmsum héruðum í Austurríki. Heilbrigðisráðherra Austur- ríkis hefur hvatt til hófdrykkkju heimavína þangaðtil rann- sóknum er lokið. Johannesburg/London/Wash- ington - Fimmtíu þúsund manns söfnuðust í gær saman í Kwathena, blökkumannbæ austan Jóhannesarborgar, til að fylgja til grafar 15 dauðum í óeirðunum í Suður-Afríku síð- ustu vikur. Þarlend lögregla upplýsti í gær að síðan neyðar- ástandi var lýst yfir í 36 hverf- um og bæjum blökkumanna aðfaranótt sunnudags væri 441 stjórnarandstæðingur í haldi en níu manns hafa látist í óeirðum síðan neyðarlögin tóku glldi. Við jarðarförina í Kwathena hvatti Desmond Tutu, biskup og friðarverðlaunahafi, til stillingar en skoraði jafnframt á stjórnina að hætta aðförum sínum og taka Kaupmannahöfn - Lögreglan hefur sleppt útlendingunum sex sem voru handteknir í gær eftir sprengingarnar í mið- borginni, og er slóð sprengju- manna ófundin ennþá. Enn liggja sex á sjúkrahúsi eftir sprengjutilræðið, þaraf einn þungt haldinn, en alls þurfti að gera að sárum 27 fórnarlamba hermdarverks íslamska Jihad. upp viðræður við leiðtoga blökkumanna. Við annan tón kvað í útvarpsávarpi Oliva Tombo sem er forseti ANC, Afr- íska þjóðarráðsins sem aðhyllist vopnaða baráttu gegn alræði hvíta minnihlutans. Hann skoraði á blökkumenn að snúa óeirðunum uppí nýja sókn gegn ríkisstjórninni og breiða óróann úf til bæjarhluta hvítingja í tilefni neyðarástandslaganna. Óeirðir halda áfram, einkum í austurhluta Höfðaborgar og kringum Johannesburg. Þeir sem nú sitja inni í krafti neyðarlaganna fá hvorki að ræða við lögfræðinga né vandamenn og má lögreglan halda þeim inni óháð venjulegum réttar- farsreglum. Danska stjórnin kallaði saman öryggisráð sitt sem sjaldan fund- ar,og að þeirri samkomu afstað- inni lýsti Poul Schluter því yfir að öryggisreglur í landinu yrðu endurskoðaðar og hertar. Dönsk dagblöð fordæmdu tilræðið ein- róma í gær og hræðast framhald hryðjuverka í Danaveldi sem hingaðtil hefur verið laust við þá óáran. Utanríkisráðherra breta, Ge- offrey Hoew, gagnrýndi stjórn Suður-Afríku harðlega í ræðu í gær og krafðist þess að neyðarást- andi yrði aflétt, pólitískum föng- um sleppt (þarámeðal Nelson Mandela sem setið hefur inni í 21 ár ) og aðskilnaðarlög í landinu afnumin í áföngum. Þykir þetta ein skarpasta gagnrýni sem höfð hefur verið uppi hjá breskri ríkis- stjórn í garð Suður-Afríku stjórn- ar. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði hinsvegar í gær að þótt at- burðir eftir gildistöku neyðarlaga væru hörmulegir hefði neyðarást- andið verið sett til að koma á lögum og reglu eftir óeirðir síð- ustu mánuði: „Neyðarástandið er skiljanlegt". í Politikcn er óttast að sprengj- urnar kunni að magna útlend- ingahatur meðal dana, sem þekktir eru að gestrisni við fólk í nauðum og tóku meðal annars við tæplega fjögur þúsund írönsk- um flóttamönnum í fyrra. Sænskir gyðingar hafa beðið þarlenda lögreglu að vera vel á verði. Þetta gerðist ...Tveir hafa verið ákærðir í Nýja-Sjálandi fyrir að hafa sökkt flaggskipi grænfriðunga, Rainbow Warrior, fyrir hálfum mánuði og þarmeð myrt einn af áhöfninni, hollendinginn Fernando Pereira. Nýsjálenska löggan hefurekki gef- ið upp nöfn hinna ákærðu en nær- stöddum þykir sennilegt að hér sé um að ræða karl og konu sem segj- ast vera svissnesk og komu fyrir atburðina í Auckland-höfn á báti frá Nýju-Kaledóníu, róstunýlend- unni frönsku. ...Öldungadeildin í Bermúda sam- þykkti í gær þingsályktunartillögu um að þingmönnum verði hér eftir heimilt að sinna landsins gagni og nauðsynjum klæddir hinum víð- frægu bermúðsku stuttbuxum. „Þetta er upphafið að endinum” sagði forseti þingdeildarinnar, Hugh Richardson, hatrammur andstæðingur berlæraðra þing- manna. ...Ráðstefnu olíuríkjanna I OPEC lyktar að líkindum með minni- háttar breytingum á oliuverði. Bú- ist var við að frá Genf bærust tið- indi um talsverða lækkun til að standast samkeppni við oliuríki utan samtakanna. Fréttaskýr- endur telja að ráðherrarnir hafi ákveðið að halda áfram feluleik þeirra og olíufélaganna sem halda verði niðri og kaupa mjög lítið af olíu frá OPEC-ríkjum. Ráðherrarn- ir sjái frammá að olíufélögin verði að kaupa í tæka tíð fyrir veturinn til að þurfa ekki að hiaupa til í spreng og taka hvaða verði sem býðst þegar haustar. ...Innanlandsflugfélög í Austurríki hafa bannað AIDS-sjúklingum að ferðast með véium sínum. Ríkis- stjórnin hefur beðið félögin að endurskoða ákvörðun sína í Ijósi þess að sjúkdómurinn smitast ekki við nærveru sjúklings eina saman. ...Efnahagsvandræðin í Suður- Ameríku eru hin skæðustu í hálfa öld, sagði bankastjóri Samamer- iska þróunarbankans í gær. Hann sagði atvinnuleysi og hrörnandi lífskjör í mörgum ríkjum vera að nálgast pólitísk og félagsleg þol- mörk. Stór hluti kreppuvandans er að kenna tollverndarstefnu iðn- ríkjanna og landbúnaðarstyrkjum, háum vöxtum og regðu fyrirtækja í iðnríkjum við fjárfestingar í Suður- Ameríku. REUTER Umsión: MÖRÐUR ÁRNASON Kaupmannahöfn Sprengjumenn enn ófundnir Uglur til Aþenu? Rambó gleður stríðsmenn Líbanskir byssumenn flykkjast á nýjustu hasarmynd Silvester Stallone. Beirút - Nýjasta hasarmynd bandarísku spennuhetjunnar Silvester Stallone, Rambo, er að slá öll aðsóknarmet í Estral- bíói við Hamra-stræti i vest- urhluta Beirút, yfirráðasvæði shíta-herjanna. Sýningarstjórinn Wafiq segir áhorfendur aö mestu úr hópi stríðsmannanna, sem taka sér hvíld frá eigin bardögum til að horfa á einsmannsherinn Rambó hefna amerískra ófara í Víetnam gegn vondum litlum gulum köllum. Kvikmyndin er einskonar framhald á First Blood sem ís- lenskir spennumyndaneytendur kannast við úr Regnboganum, og þykir enn reaganískari og kald- astríðslegri en hin fyrri. Hinir ís- lömsku shítar hafa hingaðtil ekki látið í ljós mikla hrifning af bandaríkjamönnum, en byssu- væddir áhorfendur í Estralbíóinu segjast dást að hugrekki Ramb- ós, stríðstækni hans og ekki síst samsama þeir sig hetjunni þar- sem hún er svikin og yfirgefin af yfirmönnum og stjórnvöldum. Bíóstarfsmaðurinn Abdúllah segir Rambó heilla stríðmennina uppúr skónum „vegna þess að hann trúir á skotvopn sitt eitt saman og heimur hans er búinn til úr hráu ofbeldi. Hann er banda- rískur Messías, - og kanarnir hafa verið að leita að svona manni allt frá gíslamálinu í fran” segir Abdúllah, „- það er pólit- íska hliðin, en sé litið hernaðar- augum á Rambó er hann fyrir- mynd bardagamannsins“. Miðvikudagur 24. júli 1985 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.