Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.07.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR 2. deild 1. deild Þvílíkt mark! Breiöablik-UMFN 2-0 (2-0) ** Það er þess virði að horfa á jafn tilþrifalítinn og lélegan leik og þennan þegar maður verður vitni að öðru eins marki og hinn ungi Jón Þórir Jónsson skoraði fyrir Blikana á 37. minútu. Heiðar Heiðarsson átti háa sendingu fyrir mark Njarðvíkinga og á víta- teigslínunni stóð Jón Þórir. Hann tók boltann viðstöðulaust á lofti - vinkill- inn inn, takk fyrir! Öruglega eitt al- besta mark sumarsins og þó lengra væri leitað. Breiðablik var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og gerði þá útum leikinn - reyndar á lokamínútunum. Jón Þór- ir var aftur á ferðinni er hann skoraði úr vítaspyrnu mínútu fyrir hlé - Hák- on Gunnarsson hafði þá verið felldur í kjölfar hroðalegra varnarmistaka gestanna. Fyrr í hálfleiknum hafði Breiðablik fengið þrjú dauðafæri eftir hornspyrnur á sömu mínútunni - en það, mörkin og gott færi Þórðar Karlssonar á 15. mín, þegar Sveinn Skúlason markvörður Breiðabliks bjargaði frá honum á síðustu stundu, var það eina umtalsverða í leiknum. Tvö þokkaleg færi gáfust í seinni hálf- leik, Njarðvík átti bæði en Sveinn varði frá Hauki Jóhannessyni, besta manni UMFN, og Jóni Halldórssyni. Guðmundur Baldursson bar af á vell- inum, eins og landsliðsmaður í firma- keppni. Maður leiksins: Guðmundur Bald- ursson, Breiðabliki. -VS Bjöm stal senunni KA-Skallagrímur 3-0 (0-0) ★ ★★ Þrenna Tryggva Gunnarssonar færði KA sigur í annars fremur jöfnum leik. Það var þó ekki Tryggvi sem var hctja kvöldsins á Akureyrar- velli - það var Björn Jónsson fyrirliði Skallagríms sem fór í markið á 16. minútu þegar Kristinn Arnarson markvörður Borgnesinga meiddist á úlnlið og varð að yfirgefa völlinn. Björn stóð sig frábærlega og verður ekki sakaður um mörkin. Fyrri hálfleikur var jafn, KA ívið sterkara ef eitthvað var. Tvö færi á lið, Björn varði vel frá Steingrími Birgissyni tvívegis og hinum megin áttu Gunnar Jónsson skalla og Vald- imar Halldórsson skot rétt framhjá. Tryggvi fékk stungusendingu frá Þorvaldi Þorvaldssyni, náði að snúa á Björn og skora, 1-0, á 57. mínútu. Friðfinnur Hermannsson bjargaði á marklínu KA sjö mínútum síðar en síðan varði Björn tvisvar mjög vel í viðbót. Þegar fimm mínútur voru eftir gaf Njáll Eiðsson fyrir mark Skallagríms, Tryggvi var óvaldaður á markteigshorni fjær og skoraði, 2-0. Hann fullkomnaði þrennuna mínútu fyrir leikslok, komst innfyrir vörn Borgnesinga og skoraði af miklu harðfylgi. Maður leiksins: Björn Jónsson, Skallagrími. -K&H/Akureyri Oskabyrjun ÍBV-KS 5-1 (2-0) *** Eyjamenn fengu óskabyrjun gegn Siglfirðingum og norðaustan rokinu á breiðum Helgafellsvellinum í gær- kvöldi. Strax á 2. mínútu sendi varnarmaður KS boltann beint á tærnar á Tómasi Pálssyni sem þakk- aði fyrir sig með góðu skoti af vítateig, 1-0. Eyjamenn áttu alveg fyrsta hálf- tímann og á 10. mínútu tók Ómar Jóhannsson aukaspyrnu úti á kanti. Fast skot með jörðu sigldi í gegn, Gísli markvörður varði en Hlynur Stefánsson fylgdi vel og skoraði, 2-0. Tómas átti stangarskot á 17. mín. og komst í gegn uppúr því en skaut fram- hjá og Viðar Elíasson skallaði rétt framhjá á 31. mín. KS byrjaði seinni hálfleik af krafti og tvisvar datt boltinn ofaná Eyja- slána. En ÍBV náði skyndisókn á 55. mín, Tómas gaf á Jóhann Georgsson sem skaut tvisvar, og í seinna skiptið fylgdi Ómar og skaut í slána og niður, inn, 3-0. Héðinn Svavarsson skaut í stöng á 63. mín. og Ómar fylgdi óvaldaður og skoraði aftur, 4-0, en á 68. mín. komst Friðfinnur Hauksson inní sendingu til markvarðar ÍBV og kvittaði, 4-1. Hlynur stakk Siglu- fjarðarvörnina af þremur mínútum síðar og setti punktinn yfir i-ið, 5-1. Maður leiksins: Ómar Jóhannsson, ÍBV. -SE/Eyjum Leiftur lyftir sér Leiftur-Völsungur 1-0 (1-0) ** Já, Ólafsfirðingar eru komnir af botni 2. deildarinnar í fyrsta skipti. Það er kannski ekki hægt að segja að þessi annar sigur í röð hafi verið sá sanngjarnasti - en mörkin te|ja og Leiftur á orðið góða möguleika á að halda sér ■ deildinni - Völsungur eru hins vegar að heltast úr lestinni á toppnum vegna slaks gengis á úti- völlum. Harka, barátta og taugaspenna settu mark sitt á leikinn. Sigurmarkið kom strax á 12. mínútu. Róbert Gunnarsson átti háa sendingu fyrir mark Völsungs, Stefán Jakobsson skallaði þó ýtt væri á bak hans og Helgi Jóhannsson (Ólafsfirðingur) skoraði úrslitamarkið öðru sinni - nú með skalla yfir varnarmann og Gunn- ar markvörð. Tvisvar í byrjunarliði - tvisvar sigurmark! Lítið var af færum annars í fyrri hálfieik, Leiftur sótti heldur meir undan vindinum. Völsungar sóttu síðan grimmt í seinni hálfleik og Helgi Jóhannsson (Akureyringur) sem nú er bakvörður, bjargaði tvisvar á marklínu Leifturs. Mikill darraðar- dans var í vítateig Leifturs í lokin, Jón Leó Ríkharðsson slapp síðan einn í gegn á 87. mín. en skaut framhjá - Leiftur slapp með skrekk og 3 stig. Maður leiksins: Guðmundur Garð- arsson, Leiftri. -bj/Ólafsfirði Fylkir neðstur ÍBÍ-Fylkir 2-1 (1-1) *** ísfirðingar eru komnir af mesta hættusvæði 2. deildarinnar en Fylkis- menn sitja eftir í neðsta sætinu. Sann- gjörn úrslit þegar á heildina er litið, IBÍ var með undirtökin nema síðari hluta fyrri hálfleiks þegar Fylkir pressaði stíft. Fylkir náði forystu á 24. mínútu þegar Óskar Theodórsson fékk stungusendingu og afgreiddi boltann í Isafjarðarmarkið. Lykt af rangstöðu. Örnólfur Oddsson jafnaði átta mínút- um síðar, potaði af markteig eftir aukaspyrnu Guðjóns Reynissonar. ÍBÍ var sigurstranglegra allan tím- ann en sigurmarkið iét standa á sér. Það kom loks 12 mínútum fyrir leiks- lok, og þá enn meira rangstöðumark en Fylkismarkið. Jóhann Torfason var einn fyrir innan Fylkisvörnina og nýtti sér gott færi og skoraði, 2-1. Atli Geir Jóhannesson og Örnólfur voru bestir í liði ÍBf. Hjá Fylki var Anton Jakobsson driffjöðrin. Maður leiksins: Atli Geir Jóhann- esson, IBÍ. -gk/ísafirði Framfæri forgörðum Mannifærri mest allan seinni hálfleik en Víkingar sluppu vel með 2-0 tap Það er langt síðan maður hefur séð jafnmörg dauðafæri fara forgörðum og í Laugardalnum í gærkvöldi þegar Framarar sigruðu Víking 2-0. Hinir marksæknu framlínumenn Fram só- uðu þá á annan tug góðra mark- tækifæra, skutu ýmist framhjá eða Ögmundur Kristinsson í Víkings- markinu varði vel. Víkingar fengu hins vegar varla gott tækifæri til þess að skora og tíunda tapið í röð varð ekki umfiúið. Það var mikill gæðamunur á liðun- um í fyrri hálfleik. Framarar léku vel og sóttu stíft en framherjarnir voru svo sannarlega ekki á markaskot- skónum eins og fyrr sagði. Þeir Torfa- synir fengu t.d. báðir færi þar sem þeir voru komnir framhjá markverði en skutu í hliðarnetið. Guðmundur Steinsson lék laglega í gegn og skoraði af öryggi og níu mínútum seinna skoraði Kristinn Jónsson fal- lega eftir að hann og Guðmundur Torfason höfðu samspilað í gegnum Víkingsvörnina sem var oft illa á verði í leiknum. Víkingar mættu hressari til síðari hálfleiks en það voru samt Framarar Skagastúlkur I urslit á einum leik! Skagastúlkurnar eru komnar í úr- slitin í bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnu - og hafa samt aðeins spilað einn leik! Hann fór fram í Keflavík í fyrrakvöld og þar sigruðu þær ÍBK 5-2. Laufey Sigurðardóttir skoraði 3 marka IA og þær Ragnheiður Jónas- dóttir og Vanda Sigurgeirsdóttir eitt hvor. Katrín Eiríksdóttir og Svandís Gylfadóttir skoruðu fyrir ÍBK. f A komst í 4—liða úrslitin án þess að leika, mótherjarnir í 1. og 2. umferð, Víðir og Haukar, gáfu leikina gegn íslandsmeisturunum. Valur vann óvæntan sigur á Breiðabliki, 1-0, í 8-liða úrslitunum í fyrrakvöld og mætir KR í undanúr- slitum. Það stefnir því allt í annan úrslitaleik f A og Vals en Valur er bik- armeistari. Það var Kristín Amþórs- dóttir sem skoraði sigurmarkið gegn Breiðabliki í framlengingu. - VS Mark Duffield, þrisvar „Maður leiksins". Staóan I 2. deildinni í knattspyrnu KA..............10 6 2 2 20-8 20 Breiðablik......10 6 2 2 21-12 20 ÍBV.............10 5 4 1 22-9 19 Völsungur.......10 4 3 3 17-14 15 IBI.............10 3 4 3 12-12 13 Skallagrímur....10 3 4 3 13-18 13 KS..............10 3 3 4 13-16 12 UMFN............10 2 3 5 5-16 9 Leiftur.........10 2 2 6 8-20 8 Fylkir......... 10 1 3 6 6-12 6 Markahæstir: Tryggvi Gunnarsson, KA...........10 Tómas Pálsson, (BV................8 Jón Þórir Jónsson, Breiðabliki....6 Jóhann Grétarsson, Breiðabliki....5 Jónas Hallgrímsson, Völsungi......5 sem fengu færin, ein fjögur á fyrstu 10 mínútunum. En það var eins og ein- hver misskilningur væri á milli hinna þriggja áður markheppnu framherja. Á 52. mín. gerðist atvik er hleypti spennu í leikinn. Viðar Þorkelsson, Fram, var rekinn af leikvelli eftir óþarfa brot. Einum fleiri voru Vík- ingar meira með boltann það sem lifði leiks en án þess að skapa sér nokkurt marktækifæri. Framarar fengu hins- vegar fjölda færa en tókst oft á ótrú- legan hátt að klúðra þeim. Vörn þeirra stóð sig á hinn bóginn vel og var Sverrir Einarsson þar fremstur í flokki. Ögmundurmarkvörðurbjarg- aði Víkingum frá stærra tapi með Fram-Víkingur 2-0 (2-0) ** Mörk Fram: Guðmundur Steinsson 31. mín. Kristinn Jónsson 39. mín. Stjörnur Fram: Kristinn Jónsson ** Sverrir Einarsson ** Ormarr Örlygsson * Ásgeir Eliasson * Stjörnur Víkings: Ögmundur Kristinsson ** Andri Marteinsson * Ámundi Sigmundsson * Dómari Guðmundur Haraldsson * Áhorfendur um 1000. góðri markvörslu í síðari hálfleik en í Víkingsliðið virðist vanta alla sam- vinnu og hugsað samspil. Guðmund- ur Haraldsson dómari átti slæman dag að þessu sinni og lítillar sam- kvæmni gætti í dómum hans. pv Sverrir Einarsson lék á ný í Fram- vörninni og stóð sig mjög vel. Frjálsar Mótmælin bitai ekkiáZolu Zola Budd, suður-afríska stúlkan sem keppir fyrir Bretland, hristi af sér tapið fyrir Mary Decker-Slaney í 3000 m hlaupinu um síðustu helgi með því að vinna öruggan sigur í mfluhlaupi á Edinborgarleikunum í gærkvöldi. f byrjun annars hrings kastaði mað- ur sér útá brautina fyrir stúlkurnar, til að mótmæla kynþáttastefnu Suður- Afríku. Zola og hinar smeygðu sér framhjá honum og héldu áfram hlaupinu eins og í ekkert hefði skorist. „Ég var ekki með linsurnar mínar svo ég sá ekki greinilega hvað gerðist. Þetta hafði engin áhrif á mig. Fólk lítur á mig sem tákn fyrir Suður- Afríku - ég er fædd þar og get ekki gert neitt við því svo það besta fyrir mig er að halda ótrauð áfram, sagði Zola eftir hlaupið. Hún sigraði á 4:23,14 mín, en Irina Nikitina frá So- vétríkjunum varð önnur á 4:27,97 mín. Bretarnir frægu, Steve Ovett og Steve Cram, voru í fínu formi í gær- kvöldi. Ovett er greinilega að ná sér á strik á ný - hann vann mfluhlaup karla á 3:55,01 mín, rétt á undan Bandaríkjamanninum Sydney Maree sem hljóp á 3:55,27 mín. Cram vann 1000 metrana á 2:15,09 mín, en David Mack frá Bandaríkjunum varð annar á 2:15,09 mín. Helstu úrslit önnur voru að Fatima Whitbread, Bretlandi, vann spjótkast kvenna með 70,14 metra, Tamara Bykova, Sovétríkjunum, hástökk kvenna með 1,90 metra, Bert Camer- on, Jamaica, 400 m hlaup karla á 46,09 sek, Yuri Sedyk, Sovétríkjun- um, sleggjukast karla með 81,64 metra og Willie Banks, Bandaríkjun- um, þrístökk með 16,87 metra. -VS/Reuter 2. deild Mark og Om efslir Þjóðviljinn velur lið fyrri umferðar Mark Duffield, miðju- og varnar- maðurinn eitilharði úr KS, og Öm Bjarnason, hinn snjalli markvörður Njarðvikinga, hafa oftast hlotið út- nefninguna „Maður leiksins“ þjá fréttariturum Þjóðviljans í 2. deildarkeppninni i knattspyrnu í sumar. Þeir höfðu fyrir leikina í gær- kvöldi verið valdir þrisvar hvor. Alls hlutu 34 leikmenn þessa út- nefningu í fyrri umferð 2. deildarinn- ar, 45 leikjum. Það'er nóg í þrjú lið, en úr þessum hópi höfum við valið „Lið fyrri umferðarinnar" í 2. deild. Það er þannig skipað, í svigum er tekið fram hve oft viðkomandi hefur verið valinn „Maður leiksins". Markvörður: örn Bjarnason, UMFN (3) Varnarmenn: Viöar Elíasson, IBV (1) Mark Duffield, KS (3) Erlingur Kristjánsson, KA (1) Ólafur Björnsson, Breiðabliki (2) Tengiliðir: Guömundur Baldursson, Breiöabl. (2) Björn Olgeirsson, Völsungi (2) Ragnar Rögnvaldsson, iBl (2) Framherjar: Tryggvi Gunnarsson, KA (1) Tómas Pálsson, (BV (1) Kristján Olgeirsson, Völsungi (2) Aðrir sem hlutu útnefningu í fyrri umferð eru: Tvisvar: Kristinn Arnar- son, Skallagrími, og Þorvaldur Ör- Iygsson, KA. Einu sinni: Jóhann Grétarsson, Breiðabliki, Stefán Ól- afsson og Njáll Eiðsson, KA, Jakob Kárason, KS, Ömólfur Óddsson, Jón Oddsson og Haukur Magnússon, ÍBÍ, Ómar Jóhannsson og Jóhann Georgsson, ÍBV, Ómar Sigurðsson, Valdimar Halldórsson og Gunnar Orrason, Skallagrími, Vilhelm Fred- riksen og Sigurður Halldórsson, Völsungi, Þórður Karlsson, UMFN, Orri Hlöðversson og Anton Jakobs- son, Fylki, Guðmundur Garðarsson, Stefán Jakobsson og Róbert Gunn- arsson, Leiftri. f haust, að lokinni 2. deildarkeppn- inni, munum við á sama hátt stilla upp „Liði ársins" í 2. deild. - VS. Miðvikudagur 24. júlí 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.