Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 24.08.1985, Side 5
Náungi nokkur, sem er mið- aldra og vel spikaður, enda þykist hann tilheyra þessari upplýstu millistétt einsog flestir aðrir, vaknar með pólitík í kollinum á morgnana og fer með hana £ mag- anum í bælið á kvöldin. Hann hugsar um pólitík, talar um póli- tík, elskar pólitík og hatar. Þetta er fyrirbærið homo politicensis, - og í stað þess að fá sér staðgóðan morgunmat, treður hann sér í pípu, nær fyrst í Þjóðviljann og les upp til agna. Síðan fer hann og rakar af sér stöku hárin í hvolpa- fullu andlitinu inná salerni (að öðru leyti með þétt, vel greitt alþýðubandalagskj álkaskegg). Fer fram í eldhús, fær sér litla sígarettu, amríska, jafnhattar Morgunblaðið uppá borðið og byrjar að fletta. Rétt áður en hann missir af strætó, skoðar hann berustu stelpuna í spegli Tímans, athugar niðurlagið á leiðaranum og fyrirsögn á les- endabréfi eftir Halldór á Kirkju- bóli. Svo er þessi maður rokinn í vinnuna. Þegar hann hefur komið sér fyrir á bakvið skrifstofuborðið í vinnunni segir hann eina dæmi- sögu um hræsnina í Mogga dags- ins, fimmaurabrandara úr „klippt og skorið" í Þjóðviljanum, lætur falla styggðaryrði um spillingu Framsóknarflokksins og fær léð Alþýðublaðið hjá kratanum á vinnustaðnum (þetta er stór vinnustaður). Það má segja að hið daglega líf hefjist þarna. Ég þarf varla að taka fram að þessi maður þykist vera listelskur í rúmu meðallagi, les bara jóla- bækumar sem Árni Bergmann mælir með, gengur brösulega að þekkja Mozart frá Megasi, en segir Megas betri og finnst Bjössi bolla ekki besti leikarinn. Þetta er nefnilega bæði krítískur náungi og hortugur. Hann hefur meiraaðsegja lesið Einarana - og þykist vita allt um nútímabók- menntir, en það geti bara enginn skrifað alminnilega nema Kiljan. Þið þekkið týpuna? Þetta er orð- hákur. Með allt á hreinu. Leið þrjú Þessum manni kynntist ég í leið þrjú á dögunum. Hafði áður séð hann á fundum og við skipst á einsatkvæðisorðum. Orð hans voru yfirleitt einhver hæðnisyrði um mál síðasta ræðumanns - og mér gafst aldrei tóm til annars en að muldra einhvers konar jáyrði niðrí barminn. Sjálfur er ég feim- inn að eðlisfari og hafði ekki haft uppburði í mér til að taka hann tali, þartil í strætó á dögunum, að ég herti upp hugann, afþví fóík á blöðunum á að leggja sig eftir ymnum í grasrótinni og hún grænkar og grær í strætó. Um- ræðuefnið: Alþýðubandalagið og annað sem leikur á tungu vinstri- mannsins nú um stundir. Og af- því það er laugardagur, og allar líkur á því lesandi góður að þú getir sofið þetta úrþér í fyrramál- ið, langar mig til að gefa þér inn- sýn í þetta samtal sem fram fór í leið þrjú: Kreppan - Alþýðubandalagið á í kreppu. (Það er þessi hortugi sem heftir orðið) - Þú segir tíðindi þykir mér, hefur einhver þrætt? - Nei, en þið eruð alltof hrœdd- ir við að taka á henni í Þjóðviljan- um. - Kjaftæði, við erum alltaf öðru hvoru að fjalla um krepp- una, - og svo opnar þú varla blað- INN SÝN Náungi í leið þrjú ið án þess að sjá einhver skrif frá fólki í þessari hreyfingu og kring- um hana. Þetta er opið blað og lýðræðislegt, við hikum hvergi við að taka á vandanum. - Iss,þetta erubara silkihansk- ar og stungur á milli lína, - svo eru ekkert fœrri í halelújakórn- um. - Heyrðu góur, þú sem hefur allt á hreinu, áttu ekki uppskrift að því hvernig frjó umræða um kreppu Alþýðubandalagsins á að fara fram? - Jú. Þegar hér var komið sögu ætl- aði ég að ganga á djöfsa, en vagnstjórinn hrópaði Háaleitis- braut (þeir gera þetta fyrir þýska túrista) og ég varð að þjóta. Skyrgreiningin Þegar leið þrjú kom árdegis, klukkan 8.45, á þriðjudaginn var upp Framnesveginn, hrökk ég í kút. Það var kominn nýr litur á vagninn, fagurgulur. Þegar ég stíg uppí strætóinn sé ég orðhák- inn frá því deginum áður og laust sæti við hliðina á honum. Og af- því ég var hálf smeykur um að hafa verið of afundinn fyrir hönd Alþýðubandalagsins daginn áður, ákvað ég að beina talinu að öðrum málum og vera svolítið artarlegur við náungann: - Finnst þér ekki fallegur nýi liturinn á þessum strætó, það er ekki þessi helvítis grámugga eins- og á gömlu vögnunum? - Þú segir nokkuð, - Mogginn sá sér leik á borði og krafðist þess að það yrði blár litur á vögnun- um. Það er af því að þeir hafa auga fyrir því, að það er sniðugt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta umrœðuna snúast um ekki neitt, svosem einsog Rauðavatnsmálið fyrir kosningar, og það er snjallt hjá þeim að vera á móti gula litn- um núna. Það tekur athyglina frá einræðisruglinu í borgarstjóran- um og Sjálfstæðisflokknum. Hann var orðinn æstur, hækkaði róminn, roðnaði í framan og ég heyrði fullorðinn mann í sætinu fyrir framan hvísla að sessunaut sínum um leið og hann skákink- aði kolli afturfyrir sig: „kom- mar. “ - Og þetta var svo lítið skárra hjá Alþýðubandalaginu í borg- inni, að fólki finnstþetta bara allt í lagi núna. - Svona, svona (vildi róa hann og koma í veg fyrir langar ræður) það var nú ekkert alvont og þér væri miklu nær að kenna mér uppskriftina að frjórri umræðu einsog þú þóttist hafa á hreinu í gær. - Það er sama málið, maður, skilurðu það ekki? Efþú œtlar að leysa kreppuna, þarftu að ræða um hana, og þegar þú ræðir um hana þá þarftu að analýsera, skýr- greina hana, og frammistaða Al- þýðubandalagsins er ein aðal skýringin. - Lát oss heyra. - Sko, þegar Alþýðubandalag- ið fór í borgarstjórn, fór það að haga sér einsog Sjálfstæðisflokk- urinn. Þeir sögðu meira að segja borgarfulltrúarnir að þeir væru að bera sig saman við íhaldið, það var nefnilega akkúrat ekki það sem fólkið vildi, heldur eitthvað annað en íhaldið. Þess vegna varð laxinn hans Sigurjóns tákn, tákn um að Alþýðubandalagið vœri ekkert skárra. - Heyrðu vinur, þetta er gömul lumma og maður er orðinn dá- lítið þreyttur á þessu. Þetta er líka búið, fortíð, það er annað uppi. Það eru heldur ekki borg- armálin sem spila neina stóra rullu núna, ekki satt? - Það getur vel verið, en þetta er dœmisaga. Og þessi dœmisaga gekk alveg aftur í síðustu ríkis- stjórn. Við sem vildumflokk sem væri öðruvísi en hinir flokkarnir, uppskárum flokk sem varð alveg einsog hinir. Það er bömmerinn. Mér fannst ég vera búinn að heyra þessa ræðu alltof oft í stof- unni heima hjá mér og kunningj- unum, svo ég varð næstum því feginn að vagninn var kominn á stoppistöðina mína við Háaleitis- brautina einmitt á þessu augna- bliki - á „bömmernum“. Sagan endalausa Þegar ég stíg uppí strætisvagn- inn síðastliðinn miðviku- dagsmorgun kl. 8.45 á horninu á Öldugötu og Framnesvegi, hvern haldið þið að ég sjái? Nema þá hortugu Alþýðubandalagsplöt- una sem ég hef hér verið að leika af. Ég ákvað að reyna að ná frum- kvæðinu í þessum þætti samræðn- anna: - Þú verður að viðurkenna, að það eiga allir flokkar í kreppu; ekki bara Alþýðubandalagið, heldur allir flokkamir. Á ég að rekja þær fyrir þig? Meira að segja flokkakerfið ailt er f kreppu! - Aha, ég vissi að þú myndir koma með þennan. Þarna ertu aftur farinn að líkja Alþýðu- bandalaginu við aðra flokka og afsaka þannig. Heldurðu að flokkseigendafélagið í Alþýðu- bandalaginu sé í eðli sínu öðruvísi en önnur flokkseigendafélög? Það skiptir í raun og veru ekki máli, heldur hitt hvar fólkið er, hreyfingin, vinur. Kreppa Alþýðubandalagsins er fyrst og fremst sú, að fólkið hefur snúið sér frá því í alltof ríkum mæli. - Heyrðu vinur, mér finnst æði stutt í klisjurnar hjá þér og þú ert kominn í húrrandi mótsögn. Annars vegar segir þú að kreppa Alþýðubandalagsins sé vegna þess að það hafi orðið einsog hin- ir flokkarnir og hins vegar segir þú að fólkið hafi snúið baki við flokknum, - hvert? Mér er spurn, - ef fólkið fer yfírí aðra flokka af því að Alþýðubandalagið er orð- ið eins og hinir flokkamir, þá er eitthvað í röksemdafærslunni sem ég skil ekki. - Nei, þú skilur það ekki! En sérðu ekki, að ég sem er allaballi í merg og bein, vil lýðrœði og heiðarlega sósíaldemókratíu í blönduðu efnahagskerfi, þar sem ríkið erminimalt, hefenga ástæðu til að styðja Alþýðubandalagið? í skoðanakönnunum gefur fólk eins og ég sig upp á BJ, Kvennalistann eða hvergi, meira að segja á Jón Baldvin. Ég vil refsa þessari stofnun sem þið á Þjóðviljanum haldið verndar- hendi yfir. - (Nú var mér hætt að lítast á blikuna. Flótti? Léttir strengir?) Ef þú værir ekki svona djöfull traustvekjandi í útliti myndi ég halda að þú værir algjör kverú- lant, gott ef ekki létt geggjaður. Þú ert ein mótsögn - og ja, hald- inn annarlegum hvötum. Refsa! (Sló mér á lær.) - (Nú kom hann mér í fyrsta skipti á óvart, - skáldlegur) Líf- ið er mótsögn. Þama fannst mér hann eitt augnablik vera farinn að gefa sig í vissum skilningi en gat ekki feng- ið botn í tilfinningalífið hjá hon- um, því strætó var kominn uppá Háaleitisbraut - og ég orðinn öskufúll. Framtíðin Eins og gefur að skilja var ég orðinn dálítið þreyttur á þessum náunga, mónótónumræðuefni, og ég var farinn að vona að bíllinn minn kæmi úr viðgerðinni. En til að losna við að hitta hann á fimmtudagsmorguninn ákvað ég að taka strætóinn sem kemur uppá Öldugötuhorn kl. 8.30. En haldiði ekki að helvítið sé á sama stað í vagninum. Hann rífur orðið af mér, sem ætlaði að segja þroskasögu af dóttur minni. - Ég er fulltrúi á kontór, dyra- vörður á hóteli um helgar, skúra á kontórnum þrisvar í viku, konan mín vinnur líka og við eigum tvö börn. - Til hamingju. - (Hann lét einsog hann heyrði ekki háðið) Þetta er þrœlaþjóðfé- lag, þar sem maður þarf að vinna eins og skepna til að hafa þaðbara sæmilegt - og maður hefur ekki efni á þessu, hvorki líkamlegt né andlegt þrek nema í örfá ár. Þess vegna hélt ég íalvöru að verkfallið hjá okkur í BSRB í fyrrahaust vœri byrjunin á einhverju rosa- lega góðu. Flokkakerfið skildi þetta ekki - og allaballinn minn ekki heldur. Veistu, að ég missti trúna á þetta fyrirkomulag í vetur. Það var þá sem flokkurinn fór að missa af fólkinu, hreyfingunni. Hann vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga, með okkur eða hinni deildinni. - Þetta er líka gömul lumma vinur, að flokkurinn hafi svikið, að verkalýðshreyfingin hafi svik- ið og allt það. Komdu með eitthvað nýtt. - (Hann saup hveljur og tók svo að buna út úr sér). Flokkur verður að vita hvað hann vill. Er hann með stóriðju - móti stór- iðju? Er hann á móti pólitísku kommisarakerfi í bankaráðum og svona? Hvað vill Alþýðubanda- lagið? Er flokkurinn með fólkinu sem stendur í verkfalli og r ' ann þá reiðubúinn að vera lóti öllum þeim sem leggja stei; i , ötu þess? Verja ogsœkja? Erf, lur- inn meðþvíaðþað verði e'mn líf- eyrissjóður fyrir alla land:- nn? Ér hann til í að fara í ha:. fyrir raunverulegu atvinnulýðræði og stríði við einræðisöflin sem þreng- ja uppá hvern dag að lýðræði í landinu? Er hann tilí að vera í raunverulegri stjórnarandstöðu með öllum þeim óþægindum sem því fylgja, til dœmis að vera á öðru máli en verkalýðsforystan? Er flokkurinn tilí að leggja fram- tíðaráætlun fyrir fólkið í landinu og þar með gera upp með sjálfum sér hvað hann vill? - Nú þykir mér tíra. Þú ert hættur að tala absalút og farinn að spyrja. Ertu leitandi vinur? Þú ert þá ekki meira afhuga Alþýðu- bandalaginu en þetta. Hvað um framtíðina? Hvaða möguleikar eru fyrir fólk eins og þig, - sérðu einhvers staðar von og ljós? - Framtíðin liggur ( svörunum við þessum spurningum mínum. Framtíðin liggur með öðrum orð- um í umræðunni sem núna fer fram t. d. í Alþýðubandalaginu og nærsveitum. Og af því það var kominn í hann sáttatónn og af því að vagn- inn var kominn á áfangastað, - bauð hann mér heim til sín hvar við ræðum málin. Óskar Guðmundsson Laugardagur 24. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.