Þjóðviljinn - 30.08.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Blaðsíða 1
AUSTURLAND AWINNULÍF UM HELGINA GLÆTAN Dalvík KEA segir 100 manns upp Kaupfélag Eyfirðinga sagði öllu starfsfólki frystihússins upp á mánudaginn. Ástœðan er fyrirsjáanlegur hráefnisskortur. Mikil andstaða hjá starfsfólkinu. Hefur sent bœjaryfirvöldum undirskriftir með áskorun um að koma í vegfyrir siglingar. Það var öllu starfsfólki sagt upp á mánudaginn vegna fyrir- sjáanlegs hráefnisskorts. Þetta eru um 100 manns sem við neyðumst til að segja upp þar sem þegar hefur verið ákveðið að láta Baldur sigla og nú er ráðgert að Dalborgin sigli einnig, sagði Gunnar Aðalbjörnsson frystihús- stjóri hjá KEA á Dalvík í samtali við Þjóðviljann í gær. Dalborg hefur verið á veiðum undanfarna viku og afli hennar er aðallega koli. Þar sem verð á kola hér á landi er mjög lágt ráðgerir útgerðarfélag skipsins, Söltun- arfélagið, að sigla með aflann, en margfalt hærra verð fæst fyrir kola erlendis. Á íslandi fást að- eins 17 krónur fyrir kílóið af fyrsta flokks stórkola, en gert er ráð fyrir að á Englandi fáist um 60 krónur fyrir sama gæðaflokk. Kaupfélag Eyfirðinga meirihluta í Söltunarfélaginu, 63%. „Það ræðst líklega á morgun hvort skipið siglir með þennan afla. Við erum búnir að gera öllum útgerðaraðilum á staðnum tilboð um að borga 24 krónur fyrir kílóið og nú bíðum við bara eftir svari. Ef því verður ekki tekið verða vel rúmlega 100 manns atvinnulaus hér fram í lok september,” sagði Gunnar. Mikil andstaða er á Dalvík gegn því að togarar verði látnir sigla með afla. Starfsfólk frysti- hússins hefur sent bæjaryfirvöld- um undirskriftir með áskorun um að láta það ekki gerast að fólkið missi atvinnu sína vegna þessa. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi. Á Dalvík eru gerðir út fjórir togarar og eiga þeir allir lítið eftir af sínum kvóta. Kaupfélag Eyfirðinga er eigandi að togurun- um fjórum að meira eða minna leyti. Eins og áður segir á KEA meirihluta í Dalborginni þar sem það á meirihluta í Söltunarfé- laginu. Auk Kaupfélagsins á Dal- víkurbær í Söltunarfélaginu. Togarinn Baldur sem ákveðið hefur verið að láta sigla er í eigu Upsastrandar, en þar á Söltun- arfélagið helming. Togararnir Björgvin og Björgúlfur eru eign Útgerðarfélags Dalvíkur. Kaup- félagið á 49% í því á móti Dalvík- urbæ. Björgvin er á rækju- veiðum, en Björgúlfur er stopp. Smærri bátar eru flestir á rækju og eru sumir þegar búnir með kvótann sinn. -gg Náttúrukoss. Sigurður Hreggviðsson í Garði í Mývatnssveit og helst engan þýðast nema hann. Við aðra getur hún verið hinn mesti hrafninn hans Ólafía K. Nielsen láta vel hvort að öðru enda bestu prakkari eins og allra góðra hrafna er siður. Ljósmynd ab Húsavík. kunningjar. Sigurður hefur alið Ólafíu upp að mestu leyti og hún vill___________________________________ Kennarar Ragnhildur vill vinnuþrælkun Kennarar mega vinna meiri yfirvinnu til að hala uppí kjaraskerðinguna. Ráðherra beinirþví til skólastjóra aðþeirhaldi yfirvinnunni ískefjum til að ofmikið vinnuálag bitni ekki á nemendum. Ragnhildur Helgadóttir hefur, í kjölfar láglaunastefnu ríkis- stjórnarinnar, ákveðið að aflétta yfírvinnuþaki kennara á grunn- skóla- og framhaldsskólastigi. I Þegarþettaþakvarsettákenn- ara á fyrrnefndum skólastigum var tilgangurinn sá að engum kennara yrði falin meiri yfirvinna , en sem næmi 30% fullrar vinnu- skyldu. Nú þegar illa gengur að fá kennara til vinnu vegna lágra launa, virðist eiga að leysa málið að einhverju leyti með því að leyfa aukna yfirvinnu á þá kenn- ara sem eftir eru. í fréttatilkynningu frá mennta- málaráðuneytinu um þetta mál segir að ráðuneytið hafi ákveðið að fella ákvæðin um takmörkun yfirvinnu kennara úr gildi frá og með upphafi skólaárs 1985/1986. Ráðuneytið beinir jafnframt þeim tilmælum til skólastjóra að mikið vinnuálag kennara bitni þeir haldi yfirvinnu innan ekki á kennslunni. skynsamlegra marka, svo að of -1H Suður-Afríka Námsmenn í Evrópu mótmæla Botha sent mótmœlaskeyti vegna banns COSAS Stúdentafélög um alla Evrópu sendu Botha forsætisráðherra kúgunarstjórnarinnar í Suður-Afríku mótmælaskeyti í gær vegna þess að apartheid-stjórnin bannaði í fyrradag starf- semi suður-afríska stúdentafélagsins COSAS. Námsmennirnir krefjast þess að starfsemin verði leyfð að nýju og stjórnin láti af ofbeldis- aðgerðum sínum gegn svarta minnihlutanum í landinu. Iðnnemasamaband íslands sendi Bot- ha mótmælaskeyti af sama tilefni í gær, og ætlunin var að senda Jóni Reyni Magnússyni ræðismanni Suður-Afríku á íslandi afrit af því. Sjá einnig baksíðu Vogalax Mjög góðar heimtur Endurheimturnar hafa verið mjög góðar hjá okkur í sumar, sagði Viktor, starfsmaður haf- beitarstöðvarinnar Vogalax í spjalli við Þjóðviljann í gær. Rösklcga 2600 laxar hafa gengið upp að stöðinni, og það jafngildir 12,5 prósent endurheimtum sem er afar gott hlutfall. Að sögn Viktors voru endur- heimturnar í fyrra 7,5 prósent. Búið er að slátra fiskinum og senda erlendis, nema klakfiskin- um. „Það eru að koma þetta einn og upp í níu laxar á dag, en þetta er eiginlega búið í ár“, sagði Viktor að lokum. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.