Þjóðviljinn - 30.08.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN
Sting á Barbados, þar sem Skjaldbaknadraumurinn var tekinn upp í stúdíói Eddys Grant, sem til forna söng með The
Equals „Viva Bobby Joe” o.fl..
í hóp
Hann gegnir nafninu Sting,
heitir fullu nafni Gordon
Sumner og er stundum kall-
aður Matt af vinum sínum.
Hann hefur verið andlit stórtrí-
ósins Police í þau 8 ár sem
það hefur starfað með heiðri
og sóma, og gerir enn. Félag-
arnir eru bara í fríi hver frá
öðrum í 18 mánuði og blanda
anda, geði og músik með öðr-
um og ýmsum tónlistar-
mönnum.
Nú hefur umræddur Sting
sent frá sér hljómplötu undir
eigin nafni og án Löggu-
félaga sinna. The Dream of
the Blue Turtles heitir hún,
Draumurinn um bláu
skjaldbökurnar.
„Það er út í Hróa að kalla þetta
sólóplötu”, segir Sting og skrifar
á umslagið sem inniheldur
Drauminn um bláu skjaldbök-
urnar, sem er þar að auki í mynd-
skreyttum nærbuxum og fylgir
með bleia áletruð textum Stings
og skreytt enn fleiri myndum.
Heiðurinn af þessum Ijómandi
svarthvítu Ijósmyndum á Max
nokkur Vadukul ásamt Danny og
Chicken sem aðstoðaði... Smart
var eina orðið sem Jimmy Smart
átti yfir árangur þeirra... en hvað
var nú Sting að segja?... ekki
sólóplata, heldur „hópvinna”.
Og víst er um það að meðspilarar
hans eru valdir úr stórum hópi.
Sting gamli gerði sér lítið (?) fyrir
og hélt úti þriggja vikna tónlistar-
verkstæði í New York þangað
sem hann bauð öllum bestu djass-
leikurum staðarins: „Mér hlýnaði
um hjartaræturnar yfir hversu
margir stórkostlegir djassistar
birtust. Þeir voru ekki allir svartir
- það bara vildi þannig til að þeir
sem ég valdi eru svartir. Ég valdi
þá af því að mér fannst þeir bestu
spilararnir og þeir virtust ná sam-
an sín á milli og líka við mig”.
Og hverjir eru svo þessir ágætu
djasslistamenn sem hafa ruglað
reitum saman við Sting undanfar-
ið í hljóðveri og á hljómleikum?:
bassaleikarinn Darryl Jones (Mi-
les Davis), trommarinn Omar
Hakim (Weather Report),
hljómborðsleikarinn Kenny
Kirkland og saxófónleikarinn
Branford Marsalis (báðir í hljóm-
sveit bróður Branfords, Wyntons
Marsalis). Bakraddirsyngjamilj-
ón manns á plötunni, en á hljóm-
leikum hafa þær Dolette McDon-
ald og Janice Pendarvis verið
konurnar á bak við raddbönd
Stings, sem handfjatlar gítarinn
kurteislega í návist áðurtaldra
músikanta, sem eru snillar hver á
sínu sviði.
Og hvernig hljómar nú þetta
allt saman? Bara skolli vel, góðar
glyrnur; ansi Police-lega sem eru
jú engin undur þar eð Sting
semur öll lögin hér og flest fyrir
Police, en Draumurinn um bláu
skjaldbökurnar líður áfram í
djasskenndari sveiflu þótt rokk
og regg á la Police séu engan veg-
inn víðs fjarri. Þar að auki er
djass engin ný stefna fyrir Sting,
hann var djassisti í Newcastle
áður en Stewart Copeland fékk
hann til liðs við sig í Police sem
var í fyrsta skipti sem hann spilaði
í rokkhljómsveit.
Hvað textum við víkur er Sting
meðvitaður og pólitískur eins og í
Police-lögum mörgum hverjum.
Hann skammar Möggu Thatcher
og hennar nóta fyrir ómannúð-
lega (efnahags) pólitík í laginu
We work the black seam, sem
hann samdi í tilefni af kolanámu-
mannaverkfallinu; í Children’s
Crusade (Barnakrossferð) yrkir
hann um svívirðilega meðferð á
börnum og unglingum í gegnum
tíðina: á 11. öld gengust munkar
tveir fyrir því að safna saman
börnum af götum Lundúnaborg-
ar undir því yfirskini að senda
þau í krossferð til landsins helga
að berja á heiðingjum og frelsa
borgina helgu, en í raun og veru
seldu þeir þau í ánauð til Norður-
Afríku; í fyrri heimsstyrjöldinni
dóu ungir menn í hrönnum en
höfðu ekki hugmynd um hvaða
málstað þeir voru látnir berjast
fyrir - „talandi dæmi um fánýti
þess að fylgja blint fyrirmælum
foringjanna”, segir Sting; þriðji
þátturinn í umræddu lagi er heró-
ínneysla ungs fólks í London (og
víðar) - „ég held að þessir stóru
karlar, sem standa fyrir innflutn-
ingi á heróíni og gefa börnum
fyrstu skammtana til að ánetja
þau, séu sömu karakterarnir og
þeir sem seldu börn í ánauð á 11.
öld - með laginu er ég ekki að
ráðast á neytendur eða smádíl-
era, heldur bissneskarlana sem
stjórna þessu - ég hata þá, og það
er ekki einu sinni nógu stórt orð
yfir tilfinningar mínar gagnvart
þeim”, segir Sting.
í laginu Russians (Rússar) má
eiginlega segja að Sting sé að slá á
Rússagrýluhræðsluna með því að
segja að hann óttist ekki, hvað
sem Reagan segi eða Krússjeff
hafi sagt, að meiri stríðshætta
stafi af Rússum en öðrum, „ef
þeir elski börnin sín”, og af text-
anum heyrist manni að Sting sé
viss um það, þótt mörgum finnist
eflaust hann mætti vera afdráttar-
lausari í orðavali. Sér til liðsinnis í
þessu lagi hafði Sting hugsað sér
að fá Ríkishljómsveitina í Lenin-
grad og hljóðrita það þar en
vegna óyfirstíganlegrar skrif-
finnsku reyndist það ekki hægt,
a.m.k. ekki í tæka tíð, en Sting
hefur mikinn áhuga á að spila í
Rússlandi og hitta þarlenda mús-
ikanta og segir að lausnin á gagn-
kvæmum stríðsótta landanna sitt
hvorumegin „svokallaðs járn-
tjalds” sé að venjulegt fólk reyni
að hafa samband yfirum við
venjulegt fólk - pólitíkusar hafi
margsannað að þeir séu ekki fær-
ir um að slaka á spennunni.
Önnur viðfangsefni Stings eru
mannlegur breyskleiki eins og
egóismi, yfirráðasemi og fyrir-
litning gagnvart tilfinningum
annarra, en þrátt fyrir þessi al-
varlegheit er enginn þunglyndis-
bragur á plötunni í heild og lagið
Love is the seventh Wave segir
okkur líka að eitthvað æðra sé til
sem geti hafið okkur upp úr þess-
um skítafarvegi sem stríðsmórall-
inn í heiminum dregur hugsanir
okkar og gerðir niður í. Og hvað
sem öllu því líður í nútíð eður
framtíð, þá er þetta þrusugóð
skífa.
A
Vinsældalistar Þjóðviljans
FeUahellir (3) 1. Peeping Tom - Rockwell (5) 2. All fall down - Five Star (-) 3. Secret - OND (-) 4.1 got you baby - UB40 (-) 5. Im a lover - Andrea (10) 6. Head over heals - Tears for fears (9) 7. You are my heart you are my soul - Modern Talking (1) 8. Tarzan Boy - Baltimore (-) 9. Give it up - Marilyn (2) 10. Into the groove - Madonna Grammið (1) 1. Low life - New Order (2) 2. Kona - Bubbi Morthens (4) 3. Skemmtun - Með nöktum (7) 4. Nic Cave and the bad seeds - The firstborn is dead (3) 5. Talking Heads - Little creatures (-) 6. And a time to dance - Los Lobos (-) 7. Psychic TV - Theams 2 (5) 8. Screaming, Jay Hawkins - I put a spell on you (10) 9. Pat Metheny Group - First circle (-) 10. Don’t forget that beat - Fats Comet Rás 2 1. (1) Into the Groove - Madonna 2. (2) We Don’t Need Another Hero -Tina Turner 3. (5) Tarzan Boy - Balti Mora 4. (-) Dancing in the Street - David Bowie/Mick Jagger 5. (4) Money for Nothing - Dire Straits 6. (6) Á rauðu ijósi - Mannakorn 7. (3) Life is Life - Opus 8. (13) Peeping Tom - Rockwell 9. (9) Endiess Road - Time Bandits 10. (7) Hitt lagið - Fásinna
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. ágúst 1985