Þjóðviljinn - 30.08.1985, Blaðsíða 3
FRETTIR
Verndarhúsið
Við eigum húsið
Björn Einarsson, stjórnarmaður íVernd: „Húsið er langþráður
draumur og verður ekki selt“. Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður
Verndar: „Borgarstjóri hefur ekkert samband haft við okkur“.
Mei, húsið er ekki til sölu, sagði
Jóna Gróa Sigurðardóttir um
Vemdarhúsið við Laugateig.
„Stjórnarfundur ákveður svona
hluti og ég sé enga ástæðu til að
halda stjórnarfund á næstunni.
Borgarstjóri hefur ekki haft neitt
samband við okkur.“
Jóna Gróa sagöi enn fremur:
„Það er alltaf verið að tala um
fanga í sambandi við Verndar-
húsið. Fólk verður að fara að
skilja það að þetta eru frjálsir
menn. 35-40% okkar manna hafa
ekki komist í kast við lögin heldur
hafa átt við áfengis- eða fíkni-
efnavanda að stríða og hafa þegar
farið í meðferð. Hinir hafa marg-
ir hverjir fengið skilorðsbundinn
dóm ungir en ekki setið í fangelsi.
Þeir sem hafa verið í fangelsi eru
búnir að afplána sinn dóm og því
frjálsir menn nú. Það sem mér
finnst að fólk ætti að huga að er
að það vantar meira fjármagn til
þess að hægt sé að byrja endur-
hæfinguna inni í fangelsunum,
þannig er hægt að minnka hóp
síbrotamanna, það er okkar
markmið," sagði Jóna Gróa for-
maður Verndar.
Björn Einarsson stjórnarmað-
ur í Vernd sagði: „Við eigum
þetta hús en ekki Davíð. Hann
hefur ekkert leyfi til þess að lofa
fólki að Vernd muni ekki vera
með starfsemi sína í þessu húsi.
Málið er komið í hnút vegna um-
mæla Davíðs Oddssonar. Húsið
hefur ekki verið auglýst til sölu.
Þetta hús er langþráður draumur
okkar. Mennirnir munu flytja í
húsið í september. Að lokum;
þetta eru ekki fangar. Á enda-
laust að halda áfram að refsa
mönnum sem búnir eru að af-
plána sinn dóm?
SA
Teigahverfi
Björn Einarsson stjórnarmaður í Vernd fyrir framan hið umtalaða hús Verndar
við Laugateig 19. Ljósm. E.ÓI.
Landbúnaður
Fiskvinnslufyrirtæki hafa ekki látið mikið fyrir sér fara á vörusýningum en á Heimilissýningunni í Laugardalshöll
sem opnuð var formlega í gær kynnir Síldarvinnslan í Neskaupstað sem og Síldarsöltunarstöðin Hafnarsíld á
Höfn í Hornafirði ýmsa Ijúffenga síldarrétt. Það var ekki annað að sjá en að sýningargestum líkaði framtakið vel.
Mynd: Sig.
Hólaskóli hefur
kennslu í skógrækt
Bændaskólinn á Hólum í
Hjaltadal hefur ráðið til sín
sérfræðing í skógrækt að hálfu á
móti Skógrækt ríkisins, og er ætl-
unin að tengja skógræktina bún-
aðarnáminu og landbúnaðinum í
auknum mæli.
Starfann hlaut Þorbergur
Hjalti Jónsson, en hann hefur ný-
lokið námi í skógrækt við Há-
skólann í Aberdeen í Skotlandi.
Fyrr á öldum var Hjaltadalur
viði vaxinn en það fór með hann
eins og svo marga aðra staði sem
til forna voru viði vaxnir. Um
1910 hófst skipulögð trjáplöntun
í landi Hóla og síðan hefur trám
verið plantað þar reglubundið.
Nú er þar kominn skógur í vexti á
um 100 hektara svæði.
Með ráðningu Þorbergs er þess
vænst að skógrækt eflist enn í hér-
aðinu, jafnframt því sem hafin
verður skipulögð kennsla í skóg-
rækt við Hólaskóla.
gg
Heimilið er of stórt
Guðrún Björk Tómasdóttir íbúi á Teigunum: Myndum sœtta okkur
við 8 manna Verndarheimili. Vernd brástfrœðsluhlutverki sínu.
M
ér finnst það ekki hafa kom-
ið nógu vel fram í umljöllun
um hús Verndar í Teigahverfinu
að við íbúarnir höfum alltaf sagt
að við getum ekki frekar en önnur
hverfi neitað að taka við heimili
fyrir 8 fyrrverandi fanga. En 23ja
manna heimili er of stórt í hverf-
ið, sagði Guðrún Björk Tómas-
dóttir íbúi á Teigunum í samtali
við blaðið.
„Það getur enginn talið mér trú
um það að það sé mannbætandi
fyrir þessa fanga að hrúga þeim
saman 23 í eitt hús. Ekki væri
viturlegt að setja saman 23 stór-
reykingamenn og segja þeim að
hætta að reykja, það sér hver
heilvita maður. Hvert sem við
íbúarnir í hverfinu höfum leitað
ber öllum saman um það að þetta
sé of stór eining. Vernd hlýtur
bara að vera að hugsa um pen-
ingahliðina á þessu máli, því það
er náttúrlega ódýrara fyrir Vernd
að reka bara eitt stórt heimili. Ef í
hverfinu ætti að vera 8 manna
heimili, myndi enginn kvarta yfir
því. Við myndum eflaust ekki
taka eftir því,“ sagði Guðrún.
„Mér finnst Vernd hafa brugð-
ist fræðsluhlutverki sínu, því það
þarf náttúrlega að fræða fólk um
svona mál og róa það. Það þýðir
ekki að segja bara gömlu fólki að
vera ekki hrætt. Ég sá hvergi
greinar í blöðunum frá Vernd um
þessi mál. Jóna Gróa formaður
Verndar vildi ekki einu sinni
halda fund um þessi mál með
okkur. Hún vildi frekar tala við
einn og einn í einu. Það er greini-
lega verið að fela eitthvað í þessu
máli. Jóna Gróa vildi ráða þessu
ein og neitaði að kalla saman
stjórn Verndar. Hún segist taka
ákvarðanir fyrir félagið."
Guðrún Björk Tómasdóttir
sagði enn fremur að í sambandi
við húsið fyrir fjölfötluðu börnin
sem íbúarnir í Teigunum mót-
mæltu, vildi hún koma því á fram-
færi að þegar loksins hefði átt að
fara að byggja fyrir þessi börn
hefði orðið fyrir valinu ómögu-
legur staður. „Aðalskipulag
Reykjavíkurborgar segir til um
að þarna á þessari lóð eigi að vera
grænt svæði. Við viljum halda
grænu svæðunum í hverfinu.
Ekki bætti það úr skák að undir
þeirri lóð þar sem átti að fara að
byggja hús fyrir þessi börn liggur
holræsakerfi. Það hefði kostað
mikla peninga að flytja þessi rör í
burtu og allt hefði verið sundur
grafið í langan tíma. Ekki má
gleyma því að húsið átti að rísa
beint fyrir ofan hraðbraut. Þessu
mótmæltum við en bentum jafn-
framt á aðra lóð á miklu kyrrlát-
ari og hentugri stað, en þegar á
reyndi tímdi borgin ekki að sjá af
góðri lóð fyrir þessi fjölfötluðu
börn,“ sagði Guðrún Björk að
lokum. SA
SVR
Strætótímar breytast
Aætlun strætisvagnanna nr. 14
og 19 breytist 1. sept. Leið 14,
Lækjartorg-Sel, breytist þannig:
Aætlun vagnanna á allri leiðinni
verður flýtt um 2 mínútur, þann-
ig að brottfarartími vagnanna frá
Lækjartorgi verður 5 mín. yfir
heilan og hálfan tíma, en frá tíma-
jöfnunarstöð í Skógarseli 26 mín.
yfir hálfan og heilan tíma. Brott-
farartími annars staðar á leiðinni
breytist í samræmi við það. En
síðasta ferð frá Lækjartorgi verð-
ur kl. 24 alla daga.
Leið 19, Laugalækur-Álfa-
bakki, breytist þannig: Brottfar-
artíma vagnanna frá Laugalæk í
síðdegisferðum verður flýtt um 2
mín. Brottfarartími frá Álfa-
bakka breytist ekkert, ekki held-
ur áætlun í morgunferðum. í
fréttatilkynningu frá SVR segir
að fyrstu dagana í september
komi út ný leiðabók-
Háskólinn
Nýtt fyrirtæki stofnað
Markmið að efla tengsl skólans og atvinnulífsins. Mun starfa aðþróun
hugbúnaðar og skylds atvinnurekstrar. Hefurþegar fengið verkefni.
gær var haldinn stofnfundur
nýs fyrirtækis sem ber nafnið
Tækniþróun hf. Hluthafar í því
eru Háskóli íslands, Eimskipafé-
lag íslands, Félag íslenskra iðn-
rekenda, Iðnlánasjóður, B.M.
Vallá hf., Smjörlíki h.f. og
Plastprent hf. Hlutafé er 9.9 milj-
ónir króna og skiptist í þrennt á
milli Háskólans, Eimskipafélags-
ins og hinna hluthafanna.
Tilgangur og markmið fyrir-
tækisins er að vinna að verkefn-
um á sviði tölvutækni til gerðar
húgbúnaðar, þróun rafeindaiðn-
aðar og upplýsingakerfa, svo og
annar skyldur atvinnurekstur. Á
blaðamannafundi sem haldinn
var til kynningar á fyrirtækinu
kom fram að starfsemin er hugs-
uð þannig í megin atriðum að hún
tengi atvinnulífið fastari böndum
við þá þekkingu og reynslu á sviði
rannsókna, sem Háskóli íslands
býr yfir. Ætlunin er að vinna ýmis
verkefni á þessu sviði fyrir hin
ýmsu fyrirtæki sem ekki hafa bol-
magn eða kunnáttu til þess að
gera það á eigin vegum.
Fyrirtækið mun einnig vinna
að markaðsrannsóknum og
kostnaðaráætlunum varðandi
sölu á hugbúnaði og skyldum
vörum á sviði rafeindaiðnaðar.
Nú þegar eru hafin verkefni í
sambandi við hugbúnað fyrir
fiskiskipaflotann og hagræðingu í
rekstri fiskiðnaðarins, auk þess
sem fyrir liggja beiðnir frá raf-
eindafyrirtækjum um þróun á
stórum stýribúnaði. -vd.
Föstudagur 30. ógúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 3