Þjóðviljinn - 30.08.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.08.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Kvennaboltinn Valur varði titilinn ✓ Sanngjarn sigur á meistaraefnum IA. Kristín skoraði sigurmarkið snemma. Valsstúlkurnar komu mjög á óvart í gærkvöldi með því að ná að verja titil sinn sem bikar- meistarar kvenna í knattspyrnu. Meistaraefni Skagamanna voru lögð að velli í Laugardalnum, 1-0, í hörkuspennandi úrslitaleik. Lítið gerðist fyrstu mínúturnar en á 13. mín. gaf Halldóra Gylfa- dóttir góða sendingu á Kristínu Aðalsteinsdóttur. Hún skaut við- stöðulausu skoti að marki Vals, Erna Lúðvíksdóttir varði mjög vel en hélt ekki knettinum og Valsstúlkurnar bægðu hættunni frá. Valur tók smám saman við sér og eftir harða hríð að marki f A á 18. mínútu tókst Skagastúlkun- um að hreinsa frá. En þær sofn- uðu illilega á verðinum, Kristín Arnþórsdóttir komst inní send- ingu og skoraði með góðu skoti, 1-0. Vala Úlfljótsdóttir mark- vörður var ekki í markinu og því greið leið fyrir Kristínu. HM unglinga Átta eftir Síðustu leikirnir í riðlakeppni heimsmeistaramóts unglinga- landsliða í knattspyrnu fóru fram í Sovétríkjunum í gærkvöldi. Nú eru átta lið eftir og í 8-liða úrslit- um mætast Brasilía-Kólombía, Mexíkó-Nígería, Kína-Sovétríkin og Spánn-Búlgaría. -VS/Reuter Skagastúlkur tóku nú heldur betur við sér og sóknir þeirra þyngdust. Fimm mínútum eftir markið átti Laufey Sigurðardótt- ir gott skot úr aukaspyrnu rétt yfir mark Vals. Látlaus sókn lokamínútur hálfleiksins en ekki tókst þeim að koma boltanum í markið. Bæði lið komu mjög ákveðin til seinni hálfleiks. Strax á 2. mínútu splundraði samspil Laufeyjar og Ragnheiðar Jónasdóttur vörn Vals. Ragnheiður skaut hörku- skoti en Erna var einu sinni enn á réttum stað og varði. Vanda Sig- urgeirsdóttir fylgdi vel á eftir en skaut himinhátt yfir. Skagastúlkurnar héldu áfram að sækja og um miðjan seinni hálfleikinn varði Erna tvisvar mjög vel. Valur átti ágætar skyndisóknir öðru hvoru - Kristín Arnþórsdóttir átti mjög gott skot rétt yfir á 25. mín. og strax á eftir bjargaði Vala frá henni með góðu úthlaupi. Leikurinn var ágætlega leikinn á köflum en taugaspennan var greinilega mikil hjá báðum liðum og kom þð niður á spilinu. Lið ÍA var mjög jafnt í leiknum, en þetta var ekki dagur Skagastúlknanna og hafa þær oft leikið betur. Vals- liðið kom ágætlega út. Þetta er með þeirra betri leikjum og þær verðskulduðu sigurinn. Kristín og Erna voru mjög góðar í annars jöfnu liði. Til hamingju, Valsstúlkur! -MHM England Siggi og Sheff. Wed. „Ef Manchester United hefði ekki byrjað keppnistímabilið svona glæsilega væri Sheffield Wednesday besta lið landsins í dag,“ segir í pistli um ensku knattspyrnuna sem Reuter- fréttastofan sendi frá sér í gær. Greinarhöfundur spáir því að Sheff. Wed. geti hæglega tekið forystuna í 1. deildinni á morgun með því að sigra nýliða Oxford, því Man. Utd. eigi erfiðan útileik fyrir höndum gegn Nottingham Forest. Handbolti Valur og Kolbotn Valsmenn mæta Kolbotn frá Noregi í 1. umferð IHF- keppninnar í handknattleik í haust. Þetta er í annað skiptið á þremur árum sem Kolbotn dregst gegn islensku félagi - Víkingar mættu norska liðinu fyrir tveimur árum og voru þá slegnir út. Fyrri leikur Vals og Kolbotn fer fram hér á landi. Valsstúlkurnar taka þátt í Evr- ópukeppni bikarhafa og drógust gegn bikarmeisturum Belgíu. Fyrri leikurinn verður í Belgíu. FH tekur þátt í Evrópukeppni meistaraliða og Víkingur í Evr- ópukeppni bikarhafa en bæði lið sitja hjá í 1. umferð. -VS Síðar í greininni segir: „í tveimur síðustu sigurleikjunum hafa tveir kornungir leikmenn leikið á miðjunni, Tony Gregory, 17 ára gamall „lærlingur“, og Siggi Jonsson, 18 ára gamall ís- lendingur, í staðinn fyrir Andy Blair og Gary Shelton sem eru meiddir.“ Skagamaðurinn ungi Sigurður Jónsson hefur leikið þrjá síðustu leiki Sheff. Wed. í 1. deild, þrjá sigurleiki, og á greinilega góða möguleika á að tryggja sér fast sæti í þessu öfluga liði. Grein Re- uters staðfestir að enskir eru farnir að veita honum athygli og vonandi tekst bæði Sigurði og Sheff. Wed. að halda áfram á þessari braut. -VS Staóan 11. deildarkeppninni i knattspyrnu eftir leikina i gærkvöldi: Fram...........15 9 3 3 29-21 30 Valur......... 15 8 5 2 22-10 29 KR..............15 8 4 3 30-21 28 Þór A..........15 9 1 5 24-19 28 lA.............15 8 3 4 30-16 27 (BK............15 8 2 5 25-16 26 FH............ 15 5 2 8 19-27 17 Víðir......... 15 3 3 9 16-32 12 Þróttur....... 15 3 2 10 15-28 11 Víkingur.......15 1 1 13 12-32 4 16. umferð er leikin um helgina. Valur-Víðir kl. 14 á morgun, Fram-Þróttur og Þór-KR kl. 14 á sunnudag, ÍBK-ÍA kl. 15 á sunnudag og Víkingur-FH kl. 18.30 á mánudag. Guðmundur Torfason, besti maður Fram, gnæfir yfir KR-ingana Hálfdán Örlygsson og Hannes Jóhannesson. Mynd: E.ÓI. 1. deild Spennan eyki Sanngjarnt jafntefli KR og Fram. Fram aftur á toppinn en fjögur liðfylgjafast á eftir. Hún magnast enn, spennan í 1. deildinni. Gömlu Reykjavíkur- risarnir KR og Fram sáu til þess með því að gera nokkuð réttlátt jafntefli, 1-1, á KR-vellinum í gærkvöldi. Fram er á toppnum á ný en með fjögur lið alveg á hæl- unum. Leikurinn í gærkvöldi var harður, hraður, jafn og spenn- andi. Ekki alltaf fyrirtaks knatt- spyrna en samt virkilega góðir kaflar. Fátt skildi liðin að - Fram- arar þó bæði beittari og með ör- uggari vörn þegar á heildina er litið. KR-vörnin galopnaðist strax í byrjun, Guðmundur Torfason nýtti sér það og renndi boltanum inní teiginn á Pétur Ormslev sem skoraði af öryggi, 1-0 fyrir Fram. Pétur er svo sannarlega á réttri hillu sem sóknartengiliður. Framarar voru ákveðnari fyrstu tíu mínúturnar en KR náði síðan góðum kafla og þannig skiptist þetta á allan leikinn. Hinn út- sjónarsami Jón G. Bjarnason gaf góða sendingu fyrir Frammarkið á 21. mínútu en Ásbjörn Björns- son hitti boltann hörmulega í upplögðu færi. Á 40. mín. skall- aði Guðmundur Torfason yfir KR-markið af markteig eftir snyrtilega fyrirgjöf Péturs. KR-ingar voru grimmir framanaf KR-Fram 1-1 (0-1) * * * Mark KR: Ásbjörn Björnsson 61. mín. Mark Fram: Pétur Ormslev 4. mín. Stjörnur KR: Jón G. Bjarnason * * Stefán Jóhannsson * * Björn Rafnsson • Gunnar Gíslason * Sæbjörn Guðmundsson * Stjörnur Fram: Guðmundur Torfason * * Ómar Torfason • Pétur Ormslev • Sverrir Einarsson * Þorsteinn Þorsteinsson • Viðar Þorkelsson • Dómari Ragnar Örn Péturson * * Áhorfendur 1328 seinni hálfleik en Fram var rétt komið í 2-0 á 60. mín. þegar Guðmundur Torfa lék skemmtilega af endamörk- um og gaf á Kristin Jónsson sem skaut framhjá í fljótfærni af markteig. Og í næstu sókn jafnaði KR. Björn Rafns- son sendi fyrir frá hægri, Gunnar Gíslason skallaði innað marki og Ás- björn Björnsson henti sér fram og skallaði í netið af stuttu færi. 1-1. Mikið fjör og spenna það sem eftir var af leiknum en færin voru Fram- ara. Stefán Jóhannsson sá til þess að þeir næðu ekki að knýja fram sigur- á 78. mín. varði hann í horn hörkuskot Ómars Torfasonar ogá81. mín. náði hann að slæma hendi í knöttinn á ótrúlegan hátt þegar Guðmundur Steinsson skaut af markteig eftir góða fyrirgjöf Péturs frá hægri. Jón G. sýndi að hann er með okkar skemmtilegri knattspyrnumönnum þegar hann nær sér á strik. Hann, Sæbjörn Guðmundsson og Björn Rafnsson sáu til þess að varnarmenn Fram gátu aldrei andað rólega. Hjá Fram var Pétur bestur framanaf, vel spilandi og duglegur, en í heild stóð Guðmundur Torfason fremstur Safa- mýrarstrákanna. Baráttuglaður og kraftmikill, en líka laginn með bolt- ann og útsjónarsamur. Hlýtur að eiga stutt í landsliðið. -VS y 7. deild IBK úr leik? Tvö mörk í lokin og jafntefli í Firðinum FH-ingar ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af falli í 2. deild eftir að hafa gert jafntefli við ÍBK í Hafnarfirði í gærkvöldi. Jafn- framt hafa vonir Keflvíkinga um íslandsmeistaratitil að mestu slokknað. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1, og voru bæði mörk- in skoruð á síðustu 7 mínútunum. Keflvíkingar voru sterkari í byrjun leiksins og sóttu meira. Þeir voru þó ekki á skotskónum og jafnaðist leikurinn um miðjan hálfleikinn. Bæði liðin áttu góða kafla, en erfiðlega gekk að finna réttu leiðina fyrir knöttinn. Þó bjarg- aði Valþór Sigþórsson á línu eftir þóf í markteig ÍBK og síðan náði Halldór Halldórsson að slá frá þrumuskot Freys Sverrissonar. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik. Marktækifærin skiptust jafnt á milli liðanna, en annaðhvort skutu sóknarmenn- irnir framhjá, eða þeir náðu ekki valdi á boltanum og misstu hann frá sér. Ef eitthvað var, þá virtust Keflvíkingar öllu sterkari en það voru heimamenn sem náðu for- ustu. Ingi Björn Albertsson slapp við rangstöðugildru ÍBK, fékk boltann og lék inn í vítateig. Þar FH-ÍBK 1-1 (O-O) * * * Mark FH: Jón Erling Ragnarsson 83. mín. Mark (BK: Óli Þór Magnússon 86. mín. Stjörnur FH: Janus Guðlaugsson *_• Jón Erling Ragnarsson * Kristján Gíslason • Kristján Hilmarsson • Stjörnur IBK: Freyr Sverrisson * * Gunnar Oddsson * Jón Kr. Magnússon • Valþór Sigþórsson • Dómari: Eyjólfur Ólafsson * * Áhorfendur: 550 skaut hann, framhjá Þorsteini Bjarnasyni og stefndi boltinn í stöng eða framhjá þegar Jón Er- ling Ragnarsson kom aðvífandi og stýrði knettinum rétta leið. „Ingi Björn var rangstæður“, sagði Valþór Sigþórsson eftir leikinn, „á því er enginn vafi, hann var 2-3 m fyrir innan vörn- ina.“ Það tók Keflvíkinga ekki langan tíma að jafna metin. Jón Kr. Magnús- son átti fallega sendingu á Óla Þór Magnússon sem var úti við vítateigs- horn. Hann skaut góðu skoti sem Halldór réð ekki við. Mikið fjör var á síðustu mínútunum. Þorsteinn varði vel skalla Jóns Erlings af 5 m færi og hinum megin var einniL ha-tto Guðmundur Hilmarsson hreinsaði í horn og boltinn smaug framhjá sam- skeytunum. Jafntefli voru sanngjörn úrslit í þessum leik sem bauð upp á góða kafla og mörg marktækifæri, en þetta var ekki dagur sóknarleikmanna þessara liða. -gsm Föstudagur 30. ágúst 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.