Þjóðviljinn - 01.09.1985, Page 11

Þjóðviljinn - 01.09.1985, Page 11
Á þessari mynd sést frá Rauðasandi og inn að Skor. Þarna inn undir fjöll- unum eru tóftir bæjarins að Sjöundá þar sem hinir voveiflegu atburðir gerðust er urðu Gunnari Gunnars- syni að yrkisefni í skáldsögunni Svartfugl. Á vetrum er landslag og umhverfi á þessum slóðum kynngimagnað, og notar Gunnar sór það mjög í sögunni. En fegurðin ríkir ein á sumrum. Ljósm. Bríet Héðins- dóttir. Stjornvöld eru haldin rótgróinni kú Itú rfó bíu Bríet Héöinsdóttir er leik- húsmanneskja. Leikari, leikstjóri og á síöari árum höfundur rómaöra leik- gerða. Bríet hefur aö undanförnu veriö aö semja leikgerð upp úr hinni klass- ísku skáldsögu Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl, og mun setja það sjálf á sviö í Iðnó á komandi vetri. En Bríet er nýkomin frá Englandi þar sem hún m.a. dvaldist um tíma hjá BBC og kynnti sér leiklistardeild- ina þar. Útvarpsleik- húsið hefur sett ofan „Við vorum þarna þrír íslenskir leikstjórar í senn: Hallmar Sigurðs- son (sem raunar var þar á vegum Ríkisútvarpsins) og við Inga Bjarnason. Það var tekið fjarska vel á móti okkur. Við fengum að vaða þarna um allt, yera viðstödd upptökur og fundi sem leiklistar- stjóri heldur með samstarfs- mönnum þ.e. leikstjórum sínum. í hverri viku eru t.d. haldnir fundir um verkefnaval. Það er aðdáan- legt, hversu vel þeir hlúa að rithöf- undum sínum og hve mikið þeir gera til að örva þá til starfa. Þeir líta greinilega á þetta sem höfuð- markmið útvarpsleikhússins og eru stoltir af þessu uppbyggingarstarfi sínu. Sama verður maður var við þegar maður les um útvarpsleik- húsið þýska, sem einnig er eitt það ffemsta í veröldinni.” „Margt gæti leiklistarstjóri ís- lenska útvarpsins af þessu lært. Raunar rennur manni til rifja hversu mjög útvarpsleikhúsið okk- ar hefur sett ofan. Ef maður flettir samantekt, sem gerð hefur verið (af Óskari Ingimarssyni) um leikrit flutt í útvarpi frá upphafi, undrast maður hve stórhuga og menningar- legir forsvarsmenn leiklistarinnar hafa verið allt frá upphafi - 1931; fljótlega var farið að flytja heilu verkin og þau ekki af verri end- anum (Brúðuheimilið, Galdra- Loftur t.d.) - og þá var allt flutt beint! Engin segulbönd eða stál- þráður! Fólk af minni kynslóð man líka þá tíð, að útvarpsleikhúsið var hið eiginlega Þjóðleikhús ís- lendinga: á laugardagskvöldum sat fjölskyldan, börnin nýböðuð - og hlustaði á leikritið. Auðvitað breyttist þetta endanlega með komu sjónvarpsins. Þá voru leik- ritin flutt á fimmtudagskýöld - en nú eru þau aðeins flutt annað hvert fimmtudagskvöld og aðrir flutn- ingstímar eru á reiki! Þetta hringl er slæmt og dregur úr hlustun - sama segja þeir á BBC: „aldrei að sleppa föstum flutningstíma, sem leikritin hafa haft, reynslan sýnir, að maður fær hann aldrei aftur”. „Leikhús hugans” „En hnignun útvarpsleikhússins okkar er ekki aðeins sjónvarpinu og breytilegum flutningstímum að kenna - og ekki verður heldur áhugaley&i almennings um kennt. Skoðanakannanir og almanna- rómur herma, að enn eru útvarps- leikrit mjög vinsælt efni. Þarna er lélegri stjórnun um að kenna. Einn þátturinn í því er sá sem ég nefndi áðan: skortur á íslenskum verkefn- um. Ríkisútvarpinu ber beinlínis skylda til að sinna íslenskri leikrit- un miklu betur. Auðvitað eru leikrit tiltölulega dýr dagskrár- liður, en útvarpsleikrit eru þó lang- ódýrasta leiðin til að koma leik- ritum á framfæri við almenning.” „Útvarpsleikhús getur ekki að- eins verið klakstöð fyrir verðandi sviðsleikritahöfunda - heldur hef- ur það ótvírætt gildi í sjálfu sér; útvarpsleikrit er sjálfstætt listform. Það gefur höfundinum mikið frelsi - með einni setningu eða hljóði er hægt að fara fram og aftur í bæði tíma og rúmi - og hlustandinn skapar allt sem á vantar með ímyndunarafli sínu, ef það er örvað á réttan hátt. Þetta er leikhús, sem hver og einn nýtur út af fyrir sig; því hver skapar sitt eigið umhverfi í huganum. Enda hefur útvarpsleik- húsið oft verið nefnt „leikhús hug- ans”. Það er það form leiklistar, sem næst er bókinni.” Þurfum meiri klassík „Ástæðan fyrir því, hve lítt ís- lenskir rithöfundar hafa sinnt þessu formi, er áreiðanlega ekki þeim að kenna - og ég er sannfærð um, að þessu mætti breyta á skömmum tíma. Höfundar fengju þá tækifæri til að ná til stærri hóps á einu kvöldi, en þeir gera oftsinnis á mörgum árum! Menn hafa á síð- ustu árum undrast það, sem hefur verið kallað „gróska í íslenskri leik- ritun” hjá sviðsleikhúsunum. Ég skal segja þér, að þetta hefur ekki gerst fyrir neina tilviljun. Forráða- menn leikhúsanna vita bara sem er, að íslenskt leikhús getur ekki án íslenskra leikrita verið og hafa lagt kapp á að afla slíkra verka með ýmsum hætti - þótt auðvitað mættu þau alltaf gera betur. En öll slík viðleitni skilar sér.” „Reynsla sviðsleikhúsanna sýnir líka, að aukning innlendra verka leiðir til aukinna vinsælda - og ekki veitti útvarpsleikhúsinu af nú orð- ið.” „Annað atriði í sambandi við verkefnaval útvarpsins vil ég líka endilega minnast á: það er ekki vansalaust hversu sjaldgæft það er, að við fáum að heyra sígild erlend leikbókmenntaverk í útvarpi. Mörg hafa þegar verið þýdd en liggja óbætt hjá garði: nægir að nefna verk Shakespeares í heilu Iagi, sem Helgi Hálfdanarson er nú búinn að gefa okkur og bókstaflega heyrast alls ekki í útvarpi, sem er þó kjörinn vettvangur til kynningar á þeim. Með markvissum flutningi sígildra verka gæti útvarpsleik- húsið unnið ómetanlegt menn- ingarstarf í þágu almennings. Auk þess fengjum við - leikararnir - þá miklu meiri þjálfun í flutningi slíks texta (t.d. bundins leikmáls) og þannig gæti útvarpið lagt fram stór- an skerf til íslenskrar leikmenntar. Það er líka haugalygi að fólk hafi ekki gaman af þessu.” Útvarpsráð er skrípa- samkunda „Annars er leiklistarstjóra vor- kunn, sem og öðrum dagskrár- mönnum útvarps. Þeim er ekki treyst til að bera ábyrgð á vali sínu og mannskap, heldur eiga undir högg að sækja hjá þessari skrípa- samkundu sem kallast útvarpsráð. Mikið skammaðist ég mín, þegar ég þurfti að segja frá því hjá BBC hér í sumar, og raunar fór ég undan í flæmingi. Þar þykir það hrein villi- mennska að pólitískt kjörnir nefndarmenn ritskoði útvarpsefni - hvað þá skipti sér af mannaráðn- ingum! Hugur þeirra kom líka í ljós nú fyrir skemmstu, þegar þeir fóru bara í verkfall eins og skot þegar þeir sættu því, sem á íslandi er dag- legt brauð. Nú fyrir stuttu er raun- ar komið á daginn að leyniþjón- ustan breska virðist hafa þar ein- hver afskipti af útvarpinu. Ja, mik- ill andskoti!” Málfrelsi minnihlutahópa „í Ríkisútvarpinu íslenska er ekkert málfrelsi, sem rís undir nafni. Það er hvergi kallað „mál- frelsi” - þótt valdhafar, hvort sem þeir nefnast „meirihluti” eða eitthvað annað, geti sagt það sem þeim sýnist. Það geta þeir í Sovét og Suður-Afríku líka! Mælikvarði á málfrelsi, er auðvitað málfrelsi minnihlutahópa hvers konar, mál- frelsi allra! Menn sem ekki eru inn undir h j á ríkj andi st j órnmálaflokk- um, eða kannski bara engum stjórnmálaflokki, njóta hvorki málfrelsis né til dæmis þeirra mannréttinda að vera kjörgengir í sömu störf og hinir samkvæmt menntun sinni og hæfni. Þetta veit hvert mannsbarn á íslandi. Og þetta köllum við lýðræði!” „Ég er hrædd um að allir stjóm- málaflokkar séu samsekir um það hvernig útvarpsráð vinnur (þó virðist Kvennaframboðið eitthvað vera að reyna að malda í móinn) - þeir telja sig líklega fulltrúa mennings og þar með sjálfkrafa vera orðnir hæstiréttur í öllum málaflokkum, hvort sem þeir hafa hundsvit á þeim eður ei. Og hæla sér af!” „Haraldur Blöndal sat núna í vor inni á krá og gumaði af því, að hann hefði gert athugasemdir við það, að Gísli Rúnar Jónsson leikstýrði leikriti eftir Stoppard. Þegar furðu lostinn sögumaður minn spurði „hvers vegna”, var svarið „Hann er ekkert fyndinn”! Hvað ætli Har- aldur segði, ef honum væru meinuð lögfræðistörf af nefnd, sem aldrei hefði nálægt lögfræði komið á ein- hverjum hliðstæðum forsendum t.d.: „Hann hefur enga réttlætis- kennd.” Það skal sagt leiklistar- stjóra til hróss, að hann mun í þessu tilviki ekki hafa tekið „rök- semdir” útvarpsráðsmannsins til greina.” Dagskrármenn beri ábyrgð „Annars er val á leikstjórum í útvarpinu svolítið skringilegt. Sem dæmi má nefna, að einum fremsta leikstjóra okkar, Þórhildi Þorleifs- dóttur, hefur aldrei verið boðið að koma þar í stjórnklefa. Þá má og nefna einn okkar allra besta út- varpsleikstjóra, Svein Einarsson, sem hefur heldur ekki boðist þar verkefni síðan Jón Viðar tók við. Hvað veldur?” „Hins vegar hefur mörgum byrj- endum gefist tækifæri að undan- förnu og ber að fagna því. En þó dagskrármenn geti auðvitað verið misvitrir eins og aðrir menn, ættu þeir að sjálfsögðu einir að bera ábyrgð á vali á efni og mönnum, samkvæmt lögum og reglugerð og svara síðan sjálfir til saka, ef þeim skyldi v'erða eitthvað á í messunni! Fulltrúaráð almennings, sem auðvitað væri aðeins ráðgefandi, mætti skipa allt öðruvísi - ekki pólitískt! En vald dagskrárstjór- anna og útvarpsstjóra sjálfs ætti helst að vera tímabundið.” „Mikil framför var það, þegar loksins tókst að lögfesta það, að í þjóðleikhússtjóraembættið yrði í hæsta lagi ráðið til 8 ára. Það örvar opna gagnrýni á störf viðkomandi stjórnanda innan stofnunarinnar, kemur í veg fyrir að hann fari að líta á sig sem eiganda leikhússins í stað þess að muna að hann vinnur bara eins og hver annar starfs- maður í þjónustu eigendanna þ.e. okkar, hæstvirts almennings. Nýi fréttastjórinn okkar í Sjónvarpinu lýsti yfir, er hann fékk embættið: „nýir vendir sópa best”. Bíðum nú Bríet Héðinsdóttir í viðtali við Pál Valsson um leiklist og útvarp, útvarpsráð og kúltúrhrœðslu og um Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson bara - eftir tíu ár segir hann áreið- anlega „Æfingin skapar meistar- ann” eða eitthvað því um líkt sem vísar til gildis reynslunnar! Skammtímaráðningar eru sjálfsagt örðugar viðureignar í ríkiskerfinu, eins og er, - en eitthvað verður að gera!” Kúltúrfóbían - En ef við víkjum að leiklistinni almennt, -stöðu hennar og aðstöðu á íslandi í dag? „íslensk stjórnvöld eru haldin rótgróinni kúltúrfóbíu. í þessari litlu borg „Stór-Reykjavík”, sem á eins og kunnugt er, heimsmet í leikhúsaðsókn, er allt gert til að drepa þann mikla áhuga. Hús- næðismál leikhúsanna allra eru í megnasta ólestri. Jafnvel Þjóðleik- húsið, sem hefur þó óneitanlega besta leiksviðið á landinu, (þótt raunar sé það orðið úrelt miðað við nýjustu leikhús) hefur búið við mikil þrengsli fram á þennan dag. Og enn hefur það ekki fengið fast húsnæði til að reka „litla leik- sviðið”, sem því þó ber samkvæmt lögum. Nú hefur bráðabirgðalausn fengist með húsi Jóns Þorsteins- sonar, en hún kvað ekki vera til frambúðar.” „Allir vita um ástandið í Iðnó. Þar rekur eitt elsta menningarfélag landsins (bráðum 90 ára, sem er hár aldur á íslenskan mælikvarða) leikhús, við algerlega óviðunandi aðstæður í þessum timburhjalli við tjörnina. Þetta stendur starf- seminni fyrir þrifum á allan hátt: salurinn er allt of lítill til að leik- húsið geti borið sig, leiksviðið er svo frumstætt og lítið að hver ein- asta sýning geldur þess - þeir sem t.d. sáu sýningu Stefáns Baldurs- sonar á Sölku Völku í Búlgaríu, sögðu að þá fyrst hefði hún notið sín, er hún fékk almennilegt leik- svið, - rými. Ég ætla ekkert að minnast á aðbúnað leikaranna - það er í raun aukaatriði hjá þessari staðreynd. Og þó svo margir góðir listamenn hafi nánast gert krafta- verk við þessar aðstæður í Iðnó, er það engin ástæða til að refsa þeim með því að halda þeim þarna. Og ég nenni ekki að hlusta á einhverja væmni um hvað það sé notalegt í Iðnó! Þetta er óviðunandi húsnæði fyrir nútíma leikhús og basta! Við þurfum Borgarleikhús strax!” Aðstaðan stórversnað „Allir svokallaðir „frjálsir leikhópar” í Reykjavík - raunar hef ég aldrei skilið í hverju frelsi þeirra er fólgið umfram annarra leikhúsa - eru bókstaflega talað á götunni. Aðstaða þeirra hefur stór- versnað á liðnum árum. í gamla daga fengum við í Grímu þó inni í Tjarnarbæ ókeypis - það er liðin tíð. Hafnarbíó var rifið utan af Al- þýðuleikhúsinu - hvergi er búið eins illa að leiklistinni og í Reykja- vík, sem hvergi á sér félagsheimili, eins og sj álfsagt þy kir að sé í öðrum bæjum. Leiklistarskóli íslands er á götunni núna... hvar endar þetta?!” „Fjárveitingarvaldið sem hleður á þjóðina miljónaskuldum með óarðbærum fjárfestingum fær móðursýkisleg sparnaðarköst ef minnst er á leiklist - já, og raunar allt sem lýtur að menntun okkar og menningu! Og þó er í reynd um að ræða smápeninga miðað við hin ósköpin. - íslensk pólitík er svo ógeðfelld, að ég hef rökstuddan grun uní að allt almennilegt fólk forðist hana í síauknum mæli - eftir sitjum við með valdasjúka undir- málsmenn sem ráða yfir okkur.” Spurningar um sekt og ábyrgð - Pú ert að vinna að leikgerð úr Svartfugli fyrir Leikfélag Reykja- víkur. Hvað viltu segja mér um hana? „Sem minnst. Svona verk er ekki fullunnið fyrr en á leiksviðinu. Þetta er ekkert leikrit, heldur handrit að sýningu. Svartfugl er heillandi verk. Til grundvallar handritinu liggur þýðing Gunnars Gunnarssonar sjálfs, sem við fyrstu kynni virðist svolítið strembin mið- að við þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar, sem flestir þekkja - en í málfari Gunnars er einhver seiður og dramatískur þungi, sem maður verður altekinn af.” „Verkið er margslungið - og margrætt sjálfsagt. En svo mikið þykist ég skilja, að þetta er ekki sakamálasaga - í reynd alls ekki fyrst og fremst sagan af Bjarna og Steinunni á Sjöundá. Gunnari hefði verið í lófa lagið að segja vanalega þriðjupersónusögu af ástríðu þeirra, sem leiðir þau á glapstigu. En hann velur sér annað form og mér dettur auðvitað ekki í hug að hann geri það af tiiviljun.” „Sagan snýst í reynd um síra Eyjólf - þátt hans í Sjöundár- málunum. Þá sögu notar Gunnar til að velta upp stórum spurningum um sekt og sakleysi, afstæði allrar sekfar, rétt okkar til að dæma með- bræður okkar, um mannlegt réttar- far yfirleitt, um ábyrgð okkar á ná- unganum. Við slíkum spurningum eru engin einföld svör, enda gefur Gunnar Gunnarsson þau ekki. Síra Eyjólfur skýtur endanlega máli sínu til guðs - en hann og vonandi við - við lestur bókarinnar - höfum orðið margs vísari.” „Þetta er svört bók. Enda voru þetta svartir tímar. Nasisminn er í uppgangi þegar Gunnar semur þetta og mér finnst eins og maður skynji hvað hann er að fara. Þetta byggist á því sem er að gerast í hans samtíma, - skynjun hans á því sem er að gerast. Ég hitti Gunnar Gunnarsson einu sinni. Það var í Þjóðleikhúsinu fyrir mörgum ár- um. Þetta var ákaflega elskulegur maður og mér finnst gaman að því núna þegar ég er að vinna að þessu - að hafa hitt hann.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.