Þjóðviljinn - 01.09.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 01.09.1985, Qupperneq 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ AB Norðurlandi eystra Alþýðubandalagsfólk á Akureyri! Vinna er að hefjast við endurbætur og viðhald á Lárusarhúsi. Þeir sem vilja hjálpa til hafi samband við Ingibjörgu í síma 25363 eða Hilmi í síma 22264. Munið! Margar hendur vinna létt verk. - Hússtjórn Garðbæingar Kynnisferð verður farin sunnudaginn 1. september um Garðabæ. Lagt af stað frá Safnaðarheimilinu kl. 13.30. Örugg og traust fararstjórn. Hafið meðykkurnesti. Þátttökugjald kr. 100fyrirfullorðna. Tilkynnið þátttöku í símum 45914 (Jón), 42202 (þorgeir), 43809 (Hilmar). Nefndin AB félögin á Suðurnesjum Almennur félagsfundur verður haldinn 2. september kl. 20.30 í Húsi verslunarfélagsins Hafnargötu 28. Dagskrá: Atvinnumálanefndin gerir grein fyrir störf- um sínum. Frummælendur Elsa Kristjánsdóttir og Oddbergur Eiríksson. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Nefndin Alþýðubandalagið Akranesi Opna húsið á mánudagskvöldum. Byrjað aftur. N.k. mánudags kvöld verður léttur rabbfundur um vetrarstarfið kl. 21.00. Stjórn arfundur kl. 20.00. Stjórnin AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur mánudaginn 2. september kl. 20.30, að Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: 1) Vetrarstarfið 2) Dagskrá bæjarstjórnar. Stjórnin ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Haustfagnaður 7. september Stórkostleg skemmtun Kaffihús, pólitísk umræða milli þekktra vinstri forkólfa, upplestur úr skáldsögum og síðast en ekki síst hörku spurningakeppni á milli þingflokks Alþýðubandalagsins og fréttasnápa Þjóðviljans. Allt þetta og e.t.v margt fleira verður á dagskrá haustfagnaðarins milli kl. 13 og 20 laugardaginn 7. september. Sagan er ekki öll sögð enn því um kvöldið kl. 22.00 hefst dúndrandi dansiball þar sem kunnir músíkantar og gleðimenn munu troða upp. Semsagt dúnd- randi fjör frá kl. 13-03 að Hverfisgötu 105 þann 7. sept! Fjörfiskarnir eSt. Jósepsspítalinn Landakoti Lausar stöður: Barnaheimili Starfsmaður óskast á skóladagheimili (börn 5-9 ára) frá 1.9. Upplýsingar veitir forstöðumaöur í síma 19600-260 milli kl. 9-16. Einnig óskast starfsmaður á dagheimili fyrir böm á aldrinum 3ja-6 ára. Upplýsingar í síma 19600-250 milli kl. 9-16. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á lyflækningadeildir l-A og ll-A, handlækningadeildir l-B og ll-B og barnadeild. Fastar næturvaktir koma til greina. Boðið upp á að- lögunarkennslu fyrstu vikurnar. Hjúkrunarfræðingar óskast á aukavaktir á lyflækninga- og handlækningadeildir. Einnig vantar skurðstofu-hjúkrunarfræðing. Námsstaða er fyrir hendi fyrir hjúkrunarfræðing sem vill öðlast starfsreynslu á skurðstofu. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir við eftir eftir- taldar deildir: - Lyflækningadeild ll-A - Handlækningadeildir ll-B og lll-B - Barnadeild Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsing- ar í síma 19600 frá kl. 11 -12 og 13-14 alla virka daga. Starfsfólk Starfsfólk í ræstingu vantar við allar deildir spítalans. Upplýsingar veitir ræstingastjóri í síma 19600-259. Starfsmaður Óskum að ráða starfsmann til starfa í þvottahúsi okkar að Síðumúla 12. Upplýsingar gefur forstöðu- kona þvottahússins í síma 31460. Reykjavík, 31. 8. 1985. Nasistinn í sœluhúsinu Þjóðverjinn August Lehrmann fór huldu höfði ó Vestfjörðum í heilt ór eftir hernóm Breta. Hann kom við í gömlu sœluhúsi ö Steingrímsfjarðarheiði og þar var til skamms tíma nafn hans rist í vegg og hakakross hjö. Enn mö sjö hakakrossinn í spýtnadrasli ö gólfinu en nafnið er horfið. Meðal þeirra sem voru fluttir í breskar fangabúðir vegna aðstoðar við Þjóðverjann var vitavörðurinn ó Galtarvita, en af þeim atburðum kviknaði hugmyndin að leikriti JónasarÁrnasonar, Skjaldhömrum. Hakakrossinn er enn á fúinni fjöl á gólfinu en nafnið fannst ekki. Fyrir 20 árum var það enn á veggnum. Ljósm.: GFr. í júní 1964 kom ég í afskekkt sæluhús á Steingrímsheiði sem þá varfjarri bílvegum. Ég var í vinnu með símaflokk og við vorum að ganga meðfram símalínunni yfir heiðina. Menn hafa haft það fyrir sið að rista nöfnsín íviðarþiljursælu- hússins og m.a. sáum við eina merkilega áletrun. Það var þýskt nafn og til hliðar við það var ristur hakakross. Nú erkominn veguryfir Steingrímsfjarðarheiði og sæluhúsið stendur rétt við hann en er nú að hruni komið og fúnar þiljur þess liggja eins og hráviði um allt gólf. Eg átti leið um heiðina í sumar og fór þá að athuga hvort ég fyndi áletrunina. Ekkitókstmérþað en hakakrossinn fann ég á einni hinna fúnu fjala á gólf- inu. En hvaö er svona merkilegt við þessa áletrun, sem kannski leynist enn í spýtnadraslinu á gólfinu? Það er það að sá sem hefur skorið nafn sitt hér í fjöl var þýskur maður sem kallaður var huldumaðurinn á Vestfjörðum. Hann fór huldu höfði um Vest- firði eftir að Bretar hernámu ís- land árið 1940 og fannst ekki fyrr en eftir eitt ár. Fjölmargir íslend- ingar voru svo handteknir vegna aðstoðar við þennan þýska flótta- mann og fluttir í fangabúðir til Bretlands. Þjóðverjinn hét August Lehrmann og saga hans er svo eftirtektarverð að það er mikil eftirsjá í að fangamark hans er horfið úr hinu afskekkta sælu- húsi. Það var til vitnis um síðasta útilegumanninn á íslandi. Ákvað að fara huldu höfði í Virkinu í norðri er sögð saga þessa manns og atburðanna sem fylgdu í kjölfarið. August þessi Lehrmann hafði dvalist á íslandi síðustu misserin fyrir hernámið og stundað verslunarstörf fyrir þýskan umboðssala í Reykjavík að nafni Heiny Scheiter. Hann var staddur í Borgarnesi er frétt- ist um hertöku Breta og ákvað þá að fara huldu höfði. Segir síðan m.a. í Virkinu í norðri: „Hélt hann þá áleiðis tii ísa- fjarðar, en fór hægt yfir. Og er nálega þrjár vikur voru liðnar frá hernámsdegi, var hann kominn vestur að ísafjarðardjúpi. Tók hann sér þá far með Djúpbátnum frá Arngerðareyri til ísafjarðar. Þetta var um mánaðamótin maí- júní. Um nóttina, þegar póstbátur- inn kom til ísafjarðar, hélt Lehr- mann rakleitt heim til Jóhanns Eyfirðings, þar sem hann var kunnugur og baðst gistingar. Var hann illa til reika og veitti Jóhann honum gistingu og beina. Á meðan Lehrmann var á ferðalaginu sunnan að höfðu Bretar útvarpað á íslenzku til- kynningu frá herstjórninni, þar sem allir Þjóðverjar, sem staddir væru á landi hér, voru hvattir til að gefa sig fram. Samkvæmt alþjóðalögum í hernaði er hægt að skoða mann frá óvinaþjóð sem njósnara, ef hann gengur óeinkennisklæddur í landi, sem er á valdi ófriðaraðila. Bretar höfðu strax grun um dvöl Lehrmanns hér á landi og þá einnig um aðstoð íslendinga hon- um til handa. Hafði von um skjótan sigur Þjóðverja Hvort sem Lehrmann hefur vitað um tilkynningu Breta eða ekki, þá er eitt víst: Hann hélt enn ákvörðun sinni að forðast að falla í hendur Breta. Samkvæmt frásögn Jóhanns fyrir rétti síðar, kvaðst Jóhann hafa sagt Lehrmann, er þeir áttu tal saman um morguninn eftir komuna til ísafjarðar, að „nýlega væri búið að birta áskorun til Þjóðverja um að gefa sig fram við brezku herstjórnina og að hann myndi verða að gera það. Hafi Lehrmann borið sig mjög aum- lega yfir því, en þó ekki tekið því illa.“ Um kvöldið áttu þeir enn tal saman um veru Lehrmanns þarna á laun. Bar Lehrmann þá fram þá ósk, að ekki yrði komið í veg fyrir að hann gæti komið sér einhvers staðar fyrir á tímabili. Þá kom þar á heimilið kunn- ingjakona Jóhanns og þeirra hjóna, og fékk að vita um hver vandræði væru með Þjóðverjann. Upp úr samræðunum um málið var ákveðið, að Lehrmann gæti fyrst í stað dvalizt í sumarbústað á Gilsbrekku í Súgandafirði. Snemma næsta morgun lagði hann vestur yfir Botnsheiði ásamt sautján ára pilti. Héldu þeir til Gilsbrekku og tóku síðan að vinna þar í görðum. Skömmu síðar flutti fólk til sumardvalar að Gilsbrekku. Dvaldist Lehrmann þar enn um hríð. Virtist hann hafa haft von um skjótan sigur Þjóðverja í styrjöld- inni og þar með vissu um frelsi sitt. Má álykta slíkt af þeim áhuga er hann bar fyrir styrjaldarfregn- um. Það var dag einn, að bóndi af næsta bæ kom í sumarbústaðinn og sagði þær fréttir, að sam- kvæmt útvarpsfregnum væri þýzki herinn kominn inn í París. Varð Lehrmann þá svo upplyftur af tíðindunum, að hann hélt norður yfir heiði til fsafjarðar í von um betri fréttasambönd þar. Eftir nokkra daga hvarf hann svo aftur til Súgandafjarðar og var þar til 23. júlí. Hafði Jóhann Eyfirðingur á þessu tímabili hitt Vagn Guð- mundsson bónda í Furufirði á Ströndum og beðið hann að hýsa Lehrmann um tíma, ef hann skyldi bera þar að garði. Tók Vagn þessu vel og hét að taka á móti manninum. Til Hornstranda Aðfaranótt 23. júlí kom vél- báturinn Svanur frá ísafirði til Súgandafjarðar í þeim tilgangi að sækja Lehrmann og flytja hann norður í Jökulfjörðu, þaðan átti hann að fara gangandi úr Hrafns- fjarðarbotni norður yfir til Furu- fjarðar. Vélbáturinn Svanur hafði áður verið í flutningum milli Súgandafjarðar og ísafjarð- ar og þá einkum flutt þurrkuð og hörð fiskbein til ísafjarðar. Á bátnum var skipstjórinn Sveinn Sveinsson og með honum Kristján H. Jónsson, mágur Jó- hanns Eyfirðings. Svo háttar til í Súgandafirði, að innan kauptúnsins á Suðureyri eru sker mikil og flöt. Liggja þau yfir fjörðinn þveran, en sund nokkur eru milli þeirra og liggur um þau þungur straumur. En um flæðar eru sker þessi í kafi. Nú fór svo, þegar Svanur kom frá sumarbústaðnum, sem er inn- arlega við fjörðinn, að hann renndi upp á eitt skerið innan við Suðureyri og sat þar fastur, því að útfall var. Lá báturinn þar á hliðinni í nokkra klukkutíma, en þeir fé- lagar þrír, Sveinn, Kristján og Lehrmann, létu sem ekkert væri og höfðu engin sambönd við 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 1. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.