Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.09.1985, Blaðsíða 15
Sæluhúsið er nú orðið mjög hrörlegt og brotið. Ljósm.: GFr. menn í landi. Um næsta flæði losnaði báturinn af skerinu og var þá haldið rakleitt út fjörðinn og norður í Hrafnsfjörð í Jökul- fjörðum. Þar var Lehrmann sett- ur á land, en Svanur hélt til ísa- fjarðar. Lehrmann lagði nú á fjallið og hélt norður yfir og náði til Furu- fjarðar. Þar hitti hann tvo menn á túninu, var annar þeirra Vagn bóndi. Kannaðist hann við loforð sitt að veita Þjóðverjanum for- beina og tók hann í bæ sinn. Hafði Lehrmann þá meðferðis tösku með einhverju af fötum í, lítinn ferðaprímus, kaffiketil og lítið tjald. Lehrmann dvaldist svo þarna um tveggja mánaða skeið. Var hann mikið inni eða heima við bæinn, en fór aldrei út af bænum og hafðist ekkert að, er bent gæti á njósnir. Bóndi reyndi þó jafnan að sjá svo um, að Lehrmann væri ekki úti við, er gesti bar að garði. En nokkurt samneyti hafði hann við motbýlisfólk Vagns, en þar var tvíbýli. Vildi vitavörðurinn losna við hann Dag einn seint í september-mánuði kom Vagn úr Furufirði á litlum vélbáti til ísa- fjarðar og skilaði Lehrmann af sér. Hlutust þá enn vandræði út af dvöl hans á ísafirði og þótti illt í efni til frambúðar, en fólk virtist hafa stofnað til hjálpar við Lehr- mann ýmist af vorkunnsemi eða kunningsskap, en naumast af öðrum hvötum. Fór Lehrmann nú fyrst til frú Hásler og dvaldist hjá henni nokkurn trnia. En um þær mund- ir hitti Jóhann Eyfirðingur að máli Þorberg Þorbergsson, vita- vörð í Keflavík við Súgandafjörð, og bað hann að skjóta skjólshúsi yfir Lehrmann í tvær til þrjár vik- ur. Þjóðverjinn fór nú til Keflavík- ur og dvaldist þar vetrarlangt. Vildi vitavörðurinn losna við hann er dró að áramótum, en tókst ekki, svo að komið var fram í apríl, þegar hann fór alfarinn úr Keflavík. Á þessum tímabili hafði Þjóðverjinn þó farið tvisvar til ísafjarðar og hitt hjálpendur sína, í desember og marz, en snú- ið aftur til Keflavíkur, þegar ekki raknaði úr til annarra bjargráða. Vitavörðurinn tók nú mjög að ugga um hag sinn, þar eð hann hafði tekið manninn í greiðaskyni um stundarsakir, en hafði að öðru leyti óhug á framferði þessu. Þegar Lehrmann kom til ísa- fjarðar að þessu sinni, var vor og sumar framundan. Hann fór því á kreik og hélt vestur á bóginn. Fóru svo leikar, að hann var handtekinn 21. maí vestur í Pat- reksfirði, svo sem fyrr segir. Tveir piltar urðu varir við manninn uppi í fjalli við Patreks- fjörð. Var hann þar í tjaldi. Vildi hann ekkert við piltana tala, en svaraði þó kveðju þeirra og bauð „góðan daginn" á íslenzku. En mjög þótti þeim hátterni hans undarlegt. Piltarnir sögðu frá þessum ein- kennilega manni í fjallinu og var Bretum tilkynnt, að þarna væri grunsamlegur náungi. En í þann mund gaf Lehrmann sig fram við þýzka konsúlatið á Patreksfirði. Var Bretum þegar tilkynnt um komu hans og brugðu þeir skjótt við, handtóku manninn og sendu flugvél eftir honum til Patreks- fjarðar. Farangur Lehrmanns var held- ur fátæklegur, en 260 krónur hafði hann enn í fórum sínum. Lehrmann hafði þá dulizt Bret- um og íslenzkum stjómvöldum í rúmlega eitt ár.“ Fjölda- handtökur Svo segir í Virkinu í norðri. Ekki kemur fram að Lehrmann hafi hafst við í sæluhúsi á Steingrímsfjarðarheiði en eftir lýsingunni að dæma gæti það hafa verið fyrstu þrjár vikurnar sem hann var á flótta. Hefur hann þá farið norður Strandasýslu og gengið síðan yfir Steingrímsfjarð- arheiði í átt að Arngerðareyri. Þess skal að lokum getið að þeir sem handteknir voru af Bret- um á ísafirði þann 8. júní 1941 og fluttir utan voru Tryggvi Jóa- kimsson vararæðismaður Breta og frú hans, Margarethe Hásler Jóakimsdóttir, sem var þýsk, Jó- hann J. Eyfirðingur kaupmaður og Sigurlaug, dóttir hans, frú Gertrud Hásler og Ilse Hásler, kjördóttir hennar 17 ára sem var fædd hér á landi og íslensk í báðar ættir. Ennfremur var handtekinn Þorbergur Þorbergsson vitavörð- ur en þessir atburðir urðu kveikjan að leikriti Jónasar Árnasonar, Skjaldhömmm. -GFr Stúdenta- leikhúsið á hringferð með rokk-söngleikinn EKKO GUÐIRNIR UNGU eftir Claes Andersen. Þýðing: Olafur Haukur Símonarson. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Leikstjórn: Andrés Sigurvinsson. Búðardalur.........31. ágúst kl. 21 Patreksfjörður.......2.sept. kl. 21 Þingeyri.............3. sept. kl. 21 Bolungarvík..........4. sept. kl. 21 Hnífsdalur...........5.sept. kl. 21 Hvammstangi..........6. sept. kl. 21 Blönduós.............8. sept. kl. 21 Eftirlit með innréttingum Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli vill ráða eftirlitsaðila með innréttingu flugstöðvarinnar. Verkið sem nefnist innréttingar FK 5 var boðið út 26. ágúst 1985 og er ráðgert að opna tilboð 19. nóvember 1985 og að verkinu liúki 1. mars 1987. Verkið nær m.a. til: a) Innréttinga og frágangs byggingarinnar. b) Hreinlætislagna, vatnsúðunarkerfis, hitakerfis og loftræstikerfis. c) Raflagna. Byggingarnefndin leitar eftir einum ábyrgum eftirlits- aðila sem hefur á að skipa hæfu starfsliði til verksins. Einstök atriði sem meðal annarra verða lögð til grund- vallar við val á eftirlitsaðila eru: (1) Reynsla við eftirlit með sambærilegum framkvæmdum. (2) Hæfni við stjórnun margþættra framkvæmda, þar með talin á- ætlanagerð. (3) Umsögn fyrri verkkaupa. Góð ensku- kunnátta starfsmanna er áskilin. Verkfræðistofum sem áhuga hafa á verkefninu er boðið að senda auglýsingar til Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Skúlagötu 63, 105 Reykjavík eigi síðar en 16. september 1985 kl. 12.00. Fyrirspurn- um verði beint til skrifstofu byggingarnefndar á Kefla- víkurflugvelli, sími (92) 1277. Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli Sinqer MagiC í spori iramar f 29. ÁGÚST-8 SEPTEMBER í LAUGARDALSHÖLLINNI SYNINGAR - AFSLÁTTUR ^ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SlMI 687910

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.