Þjóðviljinn - 01.09.1985, Side 20

Þjóðviljinn - 01.09.1985, Side 20
Seldu skriðdreka fyrir tvo vodkakassa Áhöfn sovésks skriðdreka hvarf sporlaust á heræfingu í Tékkóslóvakíu hausið 1984. Þeir fjórir menn sem voru á skriðdrek- anum fundust fyrst tveimur dögum síðar, þar sem þeir lágu, - sofandi af sér timburmenn úti í skógi. Skriðdrekann höfðu þeir selt fyrir tvo kassa af vodka. Þetta átti sér stað á heræfingu' einn grámyglulegan haustdag, í myrkri, þoku og grenjandi rign- ingu. Ofan á þetta allt hafði her- inn skorið grimmt niður vodka- kvóta hermannanna í tilraun til þess að hemja alkóhólnotkun þeirra. Um níu-leytið þetta kvöld kom skriðdrekinn skröltandi inn í smábæ og stansaði bakvið' þorpskrána. Tveimur tímum seinna komu hinir fjórir sovésku hermenn skjögrandi út úr kránni Klámhundurinn Prince. Ekkert klámí popp- textum! I bandarískum poppiðnaði er nú byrjað að prenta aðvaranir á umsiag poppplatna sem hafa að geyma texta þar sem kynlíf ber of opinskátt á góma. Aðvaranirnar eru í anda þeirra sem eru utan á sígarettupökkum: Þessi texti get- ur verið hættulegur heilsu þinni. Þessi uppákoma er tilkomin vegna þiýstings frá nýstofnuðu foreldraráði sem er hreyfing sem skorið hefur upp herör gegn erót- ískum glennuskap í nútíma popptextum. Það er sagt að margar af virðulegri þingmann- afrúm Washingtonborgar standi á bakvið þessa hreyfingu. For- eldraráðið vísar til að mynda til lagsins „Darling Nikki“ eftir Prince, sem miklu víti til varnað- ar. Foreldraráðið vill meina að það sé sjálfsagður réttur þeirra að vita á hverju unglingarnir nærast í gegnum vasadiskótækin sín og því beri að merkja plöturnar/ kassetturnar eftir innihaldi. Það hefur líka gert kröfu um að text- arnir verði prentaðir á bakhlið umslaganna til þess að létta for- eldrum eftirlitið. Að auki megi ekki láta sérlega grófar plötur iiggja frammi í verslunum. Þessum kröfum hafa talsmenn bandarísks poppiðnaðar vísað frá sér, en það er aldrei að vita hvað gerist ef baráttumönnum fyrir „hreinna" poppi vex fiskur um hrygg. (pv eftir Ny Tid) með vodkakassana tvo, sardínur og fleira ljúfmeti. Skriðdrekinn varð eftir og hefur ekkert til hans sést síðan. Vertinn hafði nefni- lega snör handtök og bútaði hann allan niður og seldi í brotajárn. (pv. eftir NyTid) Sovéskur skriðdreki sem sumir meta til jafns við tvo vodkakassa. nmr Nýja sunnudagsjógúrtin sér fýrir því - þykk og íburðar- míkíl. Gædd ávöxtum og öðmm Qörefnum í ríkum mæli. Tegundímar em tvær; eín með jarðarberjum og banönum - önnur með kryddlegnum rúsínum. Sunnudagsjc -Gleðileg viðbót við góða skapíð. 50ÁRA AUK hf. 3.148

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.