Þjóðviljinn - 06.09.1985, Side 3

Þjóðviljinn - 06.09.1985, Side 3
FRÉTTIR ,Mœðranefndin‘ Umræða fyrir opnum tjöldum Rannveig Traustadóttir einn nefndarmanna: Þurfum að taka mið afbreyttuþjóðfélagi. etta plagg okkar var hugsað til að vekja upp umræðu um þann vanda sem blasir við flokkn- um, en það var aldrei hugsun okkar að það væri til opinberrar birtingar, heldur viljum við að umræðan sjálf fari fram fyrir opnum tjöldum, segir Rannveig Traustadóttir bæjarfulltrúi í Hafnarflrði en hún átti sæti í starfsnefnd framkvæmdastjórn- ar sem lagði fram skýrsluna um Alþýðubandalagið og unga fólkið og kölluð hefur verið „mæðra- nefnd“. „Það er sjálfsagt ýmislegt í þessu plaggi sem andstæðingar flokksins telja sig geta notað gegn flokknum en það er þá vegna þess að þeir eru ekki vanir því að gagnrýni eins og þarna er sett fram sé leyfð í æðstu stofnunum innan þeirra raða. Þetta plagg ber einmitt vott um það lýðræði sem getur viðgengist innan Alþýðu- bandalagsins.“ Rannveig sagði að umræður í framkvæmdastjórn um þessa skýrslu hefðu verið mjög mál- efnalegar bó vissulega hefðu ver- ið skiptar skoðanir um innihald og túlkun og menn hefðu al- mennt verið á því að halda þyrfti þessari umræðu áfram. Æsku- lýðsfylkingin væri með skýrslurn- ar til umfjöllunar en umræðu í framkvæmdastjórn um málið væri alls ekki lokið. „Vinstri menn hafa undanfarin ár átt í hörðu stríði við að verja það sem áunnist hefur í velferð- armálum og félagslegri þjónustu. Menn eru óánægðir yfir þessu hlutverki að birtast einhliða útá- við sem verjendur kerfisins. Sú von og þrá eftir betra þjóðfélagi sem sameinar okkur öll rekur okkur um leið til að endurskoða stöðu okkar við nýjar aðstæður í þjóðfélaginu. Þær aðferðir og leiðir sem við höfum reynt að fara passa ekki lengur við þann veru- leika sem blasir við okkur í dag. Þetta er það sem við stöndum frammi fyrir og þurfum að ræða af fullri hreinskilni. Sá flokkur sem ekki getur breytt sjálfum sér, hann á mjög erfitt með að bjóða upp á breytingar á samfélaginu," sagði Rannveig Traustadóttir._|g Umrœða Vinnuplagg ,mæðranefndarí Umrœðupunktarnir í vinnuplagginu fyrir framkvœmdastjórn AB Ilok júlímánaðar var haldinn fundur í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins þarsem m.a. var spjallað um stöðu flokksins meðal kjósenda og hvernig gæti betur tekist að ná til ungs fólks. Nokkrir félagar í framkvæmda- stjórn voru skipaðir í undirbún- ingshópa til að setja niður um- ræðupunkta fyrir næsta fund framkvæmdastjórnar. Nefndarmenn luku verki sínu skilvíslega fyrir næsta fund og var vinnuplagg jjetta til umfjöllunar á næsta framkvæmdastjórnar- fundi. Nú brá svo við að þetta innanhússplagg var birt í Helgar- póstinum í gær og til ýtarlegrar umfjöllunar. Nefndin sem hér um ræðir hefur verið kölluð „mæðranefndin" trúlega vegna þess að þrjár mæður sátu í henni: Guðrún Helgadóttir, Kristín Ól- afsdóttir og Rannveig Trausta- dóttir. Ýmsir fleiri munu hafa litið við á fundi nefndarinnar en ekki Svavar Gestsson eins og stendur í vinnuplagginu fyrir mis- skilning: Nokkur atriði til umhugsunar frá „mæðranefndinni", sem kosin var á fundi framkvæmdastjórnar 29. júlí sl. Verkefni nefndarinnar er að fjalla um AB og unga fólkið. Af hverju á AB svo litlu fylgi að fagna meðal ungs fólks og hvað getur flokkurinn gert til að ná til þessa hóps? Eftirtalin störf- uðu með nefndinni: Guðrún Helga- dóttir, Kristín Ólafsdóttir, Rannveig Traustadóttir, Svavar Gestsson og Guðný Túliníus og Hrannar Arnar- son frá ÆFAB. Hér á eftir eru „niðurstöður“ nefndarinnar settar fram í þrennu lagi. 1. Af hverju á AB svo litlu fylgi að fagna meðal ungs fólks? 2. Hvað getur AB gert til að ná til ungs fólks? 3. Eftir hvaða leiðum er best að ná til unga fólksins? 1 upphafi er rétt að taka það fram að meginniðurstaða nefndarinnar er sú að það vandamál sem flokkurinn stendur frammi fyrir varðandi ungt fólk er ekki einangrað við þennan aldurshóp, heldur er hér um að ræða vanda flokksins varðandi kjósendur almennt. Það er því nauðsynlegt að skoða „vandamálið með unga fólkið" sem hluta að stærra vandamáli, vand- amáli sem mikilvægt er að flokkurinn skoði í heild sinni. 1. Af herju á AB svo litlu fylgi að fagna meðal ungs fólks? - Almennt um pólitíska strauma og unga fólkið. I dag er straumurinn til hægri og lúxusinn er í tísku. Ungt fólk vill koma sér áfram, leggur hart að sér í námi og í atvinnulífinu, í harðri sam- keppni hvert við annað um vel iaunaðar stöður, sem gefa aðgang að lúxusnum. Engir feitir bitar eru innan opinbera geirans lengur og því eru það einkafyrirtækin sem ungt fólk mænir á sem framtíðarmöguleika. Hægri öflin styðja einkafyrirtækin og stuðla þar með að því að framtíðar- draumarnir geti ræst. - AB og unga fólkið. Ungt fólk veit í raun mjög lítið um AB; stefnu flokksins, hugmynda- fræði, baráttumál, hugsjónir o.s.frv. Flokkurinn hefur verið of upptekinn af því að verja kerfið og fyrri gerðir sínar í ríkisstjórnum og borgarstjórn. AB hefur ekki teflt fram sinni hug- myndafræði (sósíalismanum) gegn hugmyndafræði hægri aflanna (frjáls- hyggjunni), heldur látið hægri öflun- um eftir að útskýra fyrir unga fólkinu hvað sósíalisminn er. Ungt fólk hefur ekki trú á pólitískum flokkum. Flokk- arnir eru, í þess augum, spilltir, gam- aldags, leiðinlegir og ólýðræðislegir. Sérstaklega „gömlu“ kerfisflokkarn- ir. AB er þarna engin undantekning, flokkurinn er leiðinlegur ólýðræðis- legur og staðnaður kerfisflokkur, sem fyrst og fremst eyðir kröftum sínum í að verja það sem er eða það sem var. Sá flokkanna sem stendur einna dyggastan vörð um kerfið eins og það er, bendir ekki fram á veginn til nýrra möguleika eða nýrra framtíðarvona. Hefur í augum flestra brugðist því að berjast fyrir bættum kjörum launa- fólks. í ofanálag er flokkurinn karla- flokkur, þeir sem koma fram fyrir hönd flokksins eru karlar á miðjum aldri eða þar yfir. Þetta er sú ímynd sem ungt fólk (og annað fólk) hefur af flokknum. Það er afar lítið í starfi flokksins og stefnumálum sem er spennandi, skemmtilegt, nýtt, ferskt og aðlað- andi í augum ungs fólks. 2. Hvaö getur AB gert til að ná til ungs fólks? - Það sem AB getur fyrst og fremst teflt fram gegn þeirri hægri hug- myndafræði, sem nú hefur slegið í gegn, er hugsjón sósíalismans. Sá flokkur sem hefur hugsjón sem hann trúir á, getur hriflð fjöldann með sér. Hugsjón sósíalista um nýtt og betra samfélag jafnaðar og réttlætis er okk- ar svar til unga fólksins. Jafnframt er nauðsynlegt að benda á hversu mannfjandsamleg frjáls- hyggjan er. - ÁB verður að breyta starfshátt- um sínum; verða lýðræðislegra, skemmtilegra, nútímalegra o.s.frv. - Breyta verður ímynd flokksins útávið, t.d. að fleiri komi fram fyrir hönd flokksins en þungbúnir og ábúðarmiklir „gamlir" karlar. Ungt fólk og konur verða að koma fram í dagsljósið. Dæmi um misheppnaða tilraun til að breyta ímynd flokksins. Á síðasta landsfundi voru 2 konur kosnar í stjórn AB, en þær hafa ekki sést né heyrst síðan. 3. Eftir hvaða leiðum er best að ná til ungs fólks? Nýjar leiðir - ekki hefðbundnar bæklingaútgáfur. Finna leiðir sem ná til ungs fólks t.d. tónlist- myndbönd, eitthvað ferskt og nýtt. Fólk sem kemur fram fyrir hönd flokksins verð- ur að huga að málfari sínu, gamli kansellístíllinn gengur ekki. En umfram allt: Það þýðir ekki að setja upp leiktjöld. Ef gefa á mynd af skemmtilegum lýðræðislegum flokki með bjarta framtíðarsýn, heilsteypta hugmyndafræði og skýra stefnu, þá verður flokkurinn að vera þannig í raun. Skólabækurnar. Það vantar 7 milljónir til að borga þær fyrir nemendur í 9. bekk. Spurningin er nú hversu mikið nemendur þurfi að borga. Mynd. Sig. Námsgagnastofnun Vantar 7 milj. í skólabækur Vonumst til að geta staðið við skuldbindingar við skólana. að er talað um að það vanti 7 miljónir vegna þessa, sagði Ásgcir Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Námsgagnastofn- unar þegar Þjóðviljinn bar það undir hann hvort rétt væri að stofnunina skorti talsvert fé til þess að greiða skólabækur 9. bekks grunnskóla, sem er sam- kvæmt lögum nú orðinn síðasti áfangi í skyldunámi skólabarna. „Þetta hefur verið í meðferð hjá menntamálaráðuneytinu,“ sagði Ásgeir, „og ég er bjartsýnn á að þessu erindi verði sinnt fljót- lega. Ég vil undirstrika að hér er um stofnbúnað að ræða og það er það sem veldur því að þessi upp- hæð er svona há. Þetta verður að gerast fljótlega, því það kemur að því að við þurfum að standa skil á greiðslum vegna þess bókakosts sem við höfum verið að senda í skólana undanfarið. Og ég er bjartsýnn á að við getum staðið við okkar skuldbindingar við skólana og útvegað það sem á vantar ennþá. Þessi lagaákvörð- un er tiltölulega seint á ferðinni og þess vegna er mikið álag á okkur hér.“ Hefur þú orðið var við að ung- lingar séu farnir að kaupa sér bækur á eigin kostnað? „Ég get nú ekki sagt til um það, en það er slæmt ef svo er. Kenn- urum er alveg frjálst að velja aðr- ar bækur til kennslu en þær sem við getum útvegað og þá verða unglingarnir að kaupa þær á eigin kostnað, það hefur gerst áður. En ég hef ekki trú á því að þau kaupi bækur sem skólinn á rétt á að fá hjá okkur.“ _vd Það er óhætt að segja að skákkapp- arnir í Moskvu tefli fyrir áhorfendur! Stórmeistarajafnteflin, sem svo mjög einkenndu einvígið í fyrra, virðast alls ekki vera á dagskrá. Önnur einvígisskákin, sem tefld var í gær, var æsispennandi. Karpov þurfti nauðsynlegan sigur eftir tapið í fyrstu skákinni og hóf hann taflið með því að leika kóngspeði sínu fram um tvo reiti. Kasparov svaraði með sinni uppáhaldsbyrjun, Sikileyjarvörninni. Það kom snemma í ljós að Kaspar- ov er í miklu baráttuskapi. f stað þess að tefla rólega og freistast til þess að ná jafntefli þá tók hann áhættu og flækti taflið. Þessi taflmennska áskor- andans kom að vonum flatt upp á heimsmeistarann og fann hann ekk- ert gott framhald; varð að leggjast í vörn. Þegar skákin fór í bið eftir 41. leik var allt útlit fyrir að Karpov þurfi að berjast fyrir jafnteflinu. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gari Kasparov Sikileyjarvörn 2. einvígisskákin Æsispennandi skák! 1. e4c5 2. RD d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. 0-0 Be7 8. f4 0-0 Scheveninger-afbrigðið er eitt alg- engasta afbrigði Sikileyjarvarnarinn- ar. Kasparov hefur skrifað bók um afbrigðið og er því öllum hnútum kunnugur. 9. Khl Dc7 12. Bf3 Hb8 10. a4 Rc6 13. Dd2 11. Be3 He8 Þessi sama staða kom upp í 45. ein- vígisskákinni í fyrra. Þá lék Kasparov hér 13. - Rxc4 e5 14. Bxd4 e5 15. Ba7 Ha8 16. Be3 Bd7 og skákinni lauk með jafntefli eftir 36 ieiki. Kasparof verður fyrri til að breyta útaf. 13. _ Bd7 I5- Bxd4 cS 14. Df2 Rxd4 Lykilleikurinn í afbrigðinu. Svart- ur kemur í veg fyrir e4 - e5 og fær meira rými fyrir menn sína. 16. Be3 Be6!? Með þessum leik tekur svartur mikla áhættu. Biskupinn er á leið til c4 en þaðan virðist hann ekki eiga afturkvæmt íbráð. Öruggara var 16,- Bc6. 17. f5 Bc4 18. Bb6 Dc8 19. Hfcl Nú hótar hvítur einfaldlega 20. b3 og við því er aðeins eitt svar... 19. - d5! 20. b3 Ekki 20. exd5? Dxf5 21. b3 Bb4! 22. Ra2 Ba3 23. bxc4 Bxcl. 24. Rxcl e4 og svartur vinnur. 20. - Bb4! 23. Rxcl Dxc4 21. Ra2 Ba3 24. exd5 e4 22. bxc4 Bxcl 25. Be2 Dxc2 Hvítur hefur unnið tvo biskupa fyrir hrók og peð. Hins vegar standa hvítu mennirnir afkáralega og mögu- leikarnir eru því nokkuð jafnir. 26. Dd4 Hbc8 ^8- d6 Dd2! 27. h3 e3 Mjög öflugur leikur sem hótar. 29. - Hxcl. Karpov leikur eina leiknum. 29. Rd3 Dxe2 31. Dxd7 Dd2 30. d7 Rxd7 Þar með hefur Karpov misst frípeð sitt og verður nú að leggjast í vörn. Krafturinn í taflmennsku Kasparovs er aðdáunarverður en manni er spurn: Hvar lék Karpov ónákvæmt!? 32. Hel e2 34. g3 33. Kgl a5 Hvítur á ekki neina haldbæra leiki. Framhaidið var teflt í tímahraki. 34. _ Dh6 38. Hxb7 Hxa4 35. Bf2 Dc6 39. Bel Ha3 36. Dxc6 Hxc6 40 • Hd7 a4 37. Hbl Hc4 41- KÍ2 í þessari stöðu lék Kasparov bið- leik. Skákskýrendur í Moskvu voru sammála um það að Kasparov hafi frumkvæðið. Hins vegar vildi enginn segja til um það hvort yfirburðirnir nægja til sigurs og töldu margir að Karpov eigi góða jafnteflismögu- leika. Biðskákin verður tefld í dag. _ HL

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.