Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.09.1985, Blaðsíða 6
SÆNSKA og NORSKA í stað dönsku til prófs. Nemendur mæti í Miðbæjarskólann sem hér segir: 9. sept. 5. bekkur kl. 17 6. bekkur kl. 18 10. sept. 7. bekkur kl. 17 8. bekkur kl. 17.30 9. bekkur kl. 18 11. sept. 1. áfangi framhaldsskólastigs kl. 17 2. áfangi framhaldsskólastigs kl. 17.30 3. áfangi framhaldsskólastigs kl. 18 Val á framhaldsskólastigi kl. 18.30 Stöðupróf verður 23. sept. kl. 18. Dagvistarheimilið Ægisborg óskar eftir fóstru og starfsmanni. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810. Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress. Haföu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 81333 Laus hverfi: Fossvogur A-lönd Leifsgötu-Eiríksgötu Laufásveg Efri hluta Laugavegar og Hverfisgötu Þaö bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviljann Betrablad FERÐAVASABÖK FJÖLVÍS 1985 ÓMISSANDI í FERÐALAGIÐ! Viö hófum meira en 30 ara reynslu i utgafu vasaboka, og su reynsla kemur viðskiptavinum okkar að sjaifsögðu til góða. Og okkur hefur tekist einkar vel með nýju Ferðavasabokina okkar og erum stoltir af henni. Þar er að finna otrulega fjölbreyttar upplysingar, sem koma ferðafólki að ometanlegu gagni jafnt heima sem erlendis. Meðal efnis t.d.: 40 íslandskort - Kort af öllum hringveginum - Heimshluta- kort - Sendiráð og ræðismannaskrif- stofur um allan heim - Ferðadagbók - Ferðabókhald - Öryggiskort - Gjald- eyristöflur - Kaupstaðakort - Evrópu- vegirnir - Neyðar- og viðgerðaþjón- usta - Vegalengdatöflur - Bandaríska hraðbrautakerfið - o.m.fl. sem of langt er upp að teija. Að undanförnu hefur verð á æðardún farið hækkandi. Lætur nú nærri að bændur fái 15-16 þús. kr. fyrir hvert kg. af full- hreinsuðum og fjaðurtíndum æðardún. Þjóðverjar eru enn stærstu kaupendurnir en þcir eru kröfuharðir um hreinlcika dúns- ins. Fyrir 15-20 árum voru dún- hreinsunarmál og gæðamat hér á landi mjög í molum. Á þeim árum var Æðarræktarfélag ís- lands stofnað og lét það þessi mál þegar mjög til sín taka. Arið 1970 voru sett lög um gæðamat á æðar- dún og 1972 gaf landbúnaðar- ráðuneytið út erindisbréf fyrir matsmenn á æðardún. í lögunum er kveðið svo á, að sýna þurfi vottorð frá lögskipuðum dún- matsmönnum til að fá útflutn- ingsleyfi fyrir æðardún. Nokkrir æðarbændur hreinsa dún sinn sjálfir með góðum ár- angri, en mikill hluti fram- leiðslunnar er þó hreinsaður í Dúnhreinsunarstöð SÍS á Kir- kjusandi í Reykjavík. Árið 1970 Ein af „kollunum" hennar Sigurlaugar frá Vigur. Æðardúnninn Hækkar í verði 15-16 þús. kr. fyrir kg. var Dúnhreinsunarstöðin flutt frá Akureyri til Reykjavíkur og þá um leið endurskipulögð og endurbætt verulega. Að gefnu tilefni skal á það minnt, að samkvæmt lögum um gæðamat á æðardún frá 1970, á allur æðardúnn, sem út er fluttur, að vera veginn og metinn af lög- skipuðum dúnmatsmönnum. Þá er ráðherra einnig heimilt að láta meta dún, sem fer á innlendan markað. Æðardúnninn er verðmikil út- flutningsvara. Því hlýtur það að vera hagur bæði æðarbænda og útflytjenda að sem allra best sé vandað til meðferðar og hreins- unar á honum og að lögunum um gæðamat sé fylgt því að skammt getur reynst í sölusamdrátt og verðlækkun ef óorð kemst á vöruna. Það er því eindregin krafa Æðarrækarfélags íslands til útflytjenda æðardúns, með allan æðardún, sem fluttur er úr landi, verði farið eins og lög segja til um, svo að vörugæðin verði sem best tryggð. -mhg Sauðfjárbœndur Opinber rannsókn á gæmverði Ályktanir á Hvanneyrarfundinum Blaðið hefur birt nokkrar af á- lyktunum þeim, sem stofnfundur Landssamtaka sauðfjárbænda samþykkti, en engan veginn allar. Vinsa mætti úr þær, sem undir- ritaður sjálfur telur merkastar, birta þær einar en láta aðrar eiga sig. Engin trygging er þó fyrir því, og raunar harla ólíklegt, að lesendur almennt séu blaðamanni samdóma um mat hans á tillög- unum, og gildir það auðvitað um mat blaðamanna á fréttum yfir- leitt, þegar velja þarf úr, m.a. vegna rúmleysis. Því hefur verið ákveðið að lauma þessum ályktunum inn í Landið, þótt það gerist smátt og smátt, enda hér um þau mál ein að ræða, sem ekki eru háð augna- blikinu. Vöruvöndun Fundurinn leggur áherslu á að mjög brýnt er að bæta meðferð kjöts í sláturhúsum, bæði hvað varðar hreinlæti og aðra með- ferð. Helstu leiðir til úrbóta er að halda vönu starfsfólki, sem vinn- ur sérhæfð störf, og sjá því fyrir verkþjálfun. Einnig verði úreltar reglugerðir ekki látnar koma í veg fyrir eðlilega markaðsöflun svo sem um bógbindinguna. Kjötmatið og neytendur Fundurinn... skorar á land- búnaðarráðherra að flýta því að koma á kjötmati, sem bæði neytandi og framleiðandi geta treyst hvað varðar fituþykkt og vöðvagæði og tryggt sé að flokk- unin breytist ekki frá sláturhúsi til neytandans. Bent er á þá stað- reynd, að fyrir hendi sé ósam- ræmi í framkvæmd matsins milli sláturhúsa og skorað á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir úrbótum sem fyrst. Varðandi heilbrigðisstimpil bendir fundurinn á hvort ekki sé hægt að breyta stimplinum því hann sé villandi fyrir neytendur og e.t.v. misnotaður af seljend- um. Nýting sláturúrgangs Fundurinn hvetur til betri nýt- ingar á sláturúrgangi og bendir á að hann er nauðsynlegt hráefni í loðdýrafóður og einnig að fram- leiðsla á gæludýrafóðri innan- lands er gjaldeyrissparandi fram- leiðsla. Ullarmat Fundurinn bendir á lágt verð á ull og gærum og telur að sérkenni íslensku ullarinnar og hin þjóð- hagslega þýðing hennar, hafi ekki skilað bændum þeim tekj- um, sem gera verður krpfur til. Þá bendir fundurinn á að til þess að bændur bæti gæði ullar- innar verði að færa matið nær framleiðandanum og tryggja fljótari greiðslu til bænda en ver- ið hefur í mörgum tilfellum og krefst þess að sömu reglur gildi um staðgreiðslu á ull og kjöti. Ullarmat í landinu verði sam- ræmt betur en verið hefur og eðli- legra sé að ullarmatið verði ríkis- mat, óháð ullarkaupendum. Þá bendir fundurinn á að niður- greiðslur á ull til verksmiðja verði sem ákveðið hlutfall af verði til bænda en ekki sem krónutala á kg án tillits til gæða. Gæruverð - opinber rannsókn Fundurinn bendir á mjög lágt verð á gærum og krefst þess að fram fari opinber rannsókn á verðmyndun áþeim. Bendir jafn- framt á að ullin af Mokkagærum borgi gæruna til bænda. Þá krefst fundurinn þess að batnandi hagur sútunarverksmiðjanna skili sér í hærra verði til bænda. Grundvallar- verð Fundurinn beinir því til ríkis- stjórnarinnar að tryggja þarf fjár- magn svo að afurðafélögin hafi möguleika á að greiða bændum fullt grundvallarverð fyrir fram- leiðsluna, eins og þeim ber að gera samkv. lögum um sölu og meðferð á búvörum, sem Alþingi samþykkti 1. júní sl. Einnig telur fundurinn eitt brýnasta hagsmunamál sauðfjárbænda vera að fá verulega hækkun á rekstrarlánum. -mhg 6 SÍÐA — ÞJÓÐViLJINN Föstudagur 6. september 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.