Þjóðviljinn - 06.09.1985, Qupperneq 9
Suður-Afríka
Óeirðir
í hverfi
tivítra
Jóhannesarborg - í fyrsta sinn
síðan yfirstandandi iota hófst
fyrir 19 mánuðum náðu
óeirðirnar í Suður-Afríku inn í
borgarhluta þar sem hvítir
menn búa. Gerðist það í Höfð-
aborg i fyrrinótt þegar uþb. 100
unglingar af blönduðu litarafti
réðust inn í hverfi hvítra
manna og fleygðu bensín-
sprengjum og grjóti að heimil-
um hvítra.
íbúarnir hröktu unglingana á
burt með skothríð úr haglabyss-
um og skammbyssum. Tveir
særðust. f öðrum hluta borgar-
innar börðust unglingar við lög-
reglu eftir að þeir höfðu kveikt í
bálkesti á mikilli umferðargötu.
Að sögn lögreglu féll enginn í
óeirðunum síðasta sólarhring en
36 voru handteknir á ýmsum
stöðum í landinu.
Þetta líka...
Rúmenska stjórnin hefur kom-
ið á nýju afkastahvetjandi
launakerfi í lykilgreinum. Fari
framleiðsla fram úr áætlun
geta starfsmenn átt von á 10-
20% kaupauka en nái þeir ekki
að framleiða upp í áætlun eiga
þeir á hættu að missa allt að
helmingi launa sinna. Gildir
nýja kerfið til áramóta.
Bólivía
Verkfallið lýst
hafa farið í Bretlandi síðan í
síðari heimsstyrjöldinni.
Lögreglumenn með gasgrímur bíða átekta.
Lyfgegn kmbba
í beinum og ristli?
London - Á alþjóðaráðstefnu
um krabbameinsrannsóknir
sem haldin er í London skýrði
Robert Baldwin sem stundar
rannsóknir við háskólann í
Nottingham frá því að honum
og aðstoðarmönnum hans
hefði tekist að lækna mýs af
tveimur tegundum krabba-
meins sem fram til þess hafa
verið taldar ólæknandi.
Baldwin sagði að þeir hefðu
læknað bein- og ristilkrabbamein
í músum með sérstakri lyfjagjöf
sem drepur illkynjað æxli en
lætur heilbrigðan vef ósnortinn.
Nú væri ætlunin að hefja tilraunir
með slíka lyfjagjöf á mannfólki
sem þjáðist af þessum tegundum
krabbameins.
Beinkrabbi og krabbamein í
ristli hefur fram til þessa verið
talin ólæknandi nema þeirra yrði
vart á forstigi og þá aðeins með
skurðaðgerðum. Ristilkrabbi er
næstalgengasta tegund krabba-
meins á eftir lungnakrabba.
Baldwin sagðist ætla að gera til-
raunir með samskonar lyfjameð-
ferð gegn lungnakrabba. Hins
vegar mætti búast við að amk.
fimm ár gætu liðið þangað til
þessi meðferð væri komin í al-
menna notkun.
Bandarískir sérfræðingar
skýrðu einnig frá því á ráðstefn-
unni að þeir hefðu náð góðum
árangri í leit að meðferð við hvít-
blæði og stæði til að hefja tilraun-
ir á sjúkrahúsum með lyfjagjafir
gegn þeim sjúkdómi á næsta ári.
HEIMURINN
ologlegt
Að sögn breska blaðsins New
Statesman hefur breska
stjórnin gert neyðaráætlanir ef
til stríðs kæmi og samkvæmt
þeim er gert ráð fyrir því að
bandaríska hernum verði falin
stjórn ákveðinna landshluta.
Segir blaðið að ætlunin sé að
láta reyna á þessar áætlanir á
heræfingum sem hefjast nú
um helgina. í þeim taka þátt 65
þúsund breskir hermenn og
1.000 bandarískir og eru þetta
mestu heræfingar sem fram
REUTER
Umsjón:
ÞRÖSTUR HARALDSSON
Andóf
Hvar er
Sakharof?
Köln - Sovéski andófsmaður-
inn Lev Kopeléf sem búsettur
er í Vestur-Þýskalandi skýrði
frá því í dag að svo virtist sem
nóbelsverölaunahafinn And-
rei Sakharof og kona hans, Je-
lena Bonner, væru horfin frá
Gorkí þar sem þau hafa verið í
útlegð og vissi hann ekkert um
hvar þau væru niðurkomin.
Kopeléf sagði að þau hjónin
hefðu ekki sést í íbúð sinni í meira
en þrjár vikur og svo virtist sem
íbúð þeirra væri mannlaus og
myrkvuð. Einnigværi vaktmaður
sem vanalega stóð andspænis
götunnar hættur að sjást.
Kopeléf bætti því við að móðir
Jelenu sem átti afmæli 18. ágúst
sl. hafi ekki fengið afmælisskeyti
frá dóttur sinni en það hefur
aldrei brugðist hingað til. Stjúp-
sonur Jelenu, Alexei Semjonof,
sem býr í Bandaríkjunum hóf á
föstudag hungurverkfall nærri
sendiráði Sovétríkjanna í Was-
hington til þess að mótmæla
þeirri ákvörðun sovéskra yfir-
valda að neita Sakharof um leyfi
til að flytjast úr landi.
La Paz - Á síðari degi allsherj-
arverkfallsins í Bólivíu mættu
starfsmenn sumra verslana og
banka til vinnu eftir að forseti
iandsins, Victor Paz Est-
enssero, hafði lýst því yfir að
verkfallið væri ólöglegt.
Leiðtogi verkalýðssambands
Bólivíu, Jose Justiniano, sagði að
þessi yfirlýsing forsetans væri
ekki sanngjörn í ljósi þess að
hann hefði sjálfur gerst brotlegur
við stjórnarskrá landsins þegar
hann greip til efnahagsráðstafana
í síðustu viku en þær voru
kveikjan að verkfallinu.
Justiniano sagði að yfirlýsing
Victor Paz Estenssoro forseti Bólivíu
- tók við vonlausu efnahagsástandi
og glímir nú við verkalýðinn.
Frakkland
Sprengjur gegn Suður-Afríku
París - Frönsk hermdarverka-
samtök sem nefna sig Action
Directe lýstu á hendur sér
ábyrgð á fjórum sprengjutil-
ræðum í París í fyrrinótt en þau
beindust öll að fyrirtækjum
sem sögð eru eiga í við-
skiptum við Suður-Afríku.
Sprengjurnar sprungu svo til
samtímis kl. 2 að staðartíma í
fyrrinótt. Þær ollu verulegum
skemmdum á skrifstofum fyrir-
tækjanna fjögurra en engu
manntjóni utan hvað tveir hlutu
minniháttar meiðsl.
Fyrirtækin sem tilræðunum var
beint gegn voru Renault-
bílaverksmiðjurnar sem selur ár-
lega 10 þúsund bíla til Suður-
Afríku, innflutningsfyrirtæki sem
flytur inn kol frá Suður-Afríku,
Pechiney-álhringurinn sem
kaupir þúsundir lesa af hráefnum
frá Suður-Afríku árlega og bygg-
ingarfyrirtæki sem tók þátt t
byggingu kjarnorkuvers í Koe-
berg í S-Afríku fyrir þrern árum.
í yfirlýsingu sem Action Dir-
ecte skildu eftir á tröppum frétta-
stofu einnar í París er gefið í skyn
að vænta megi fleiri tilræða og
þar eru talin upp ýmis fyrirtæki
sem eigi hagsmuna að gæta í
Suður-Afríku, svo sem bankar,
námufyrirtæki og varnarmála-
ráðuneyti landsins.
Chile
6 féllu í mótmælaaðgerðum
Santiago - Að minnsta kosti
sex manns létu lífið, tugir
manna særðust og 577 voru
handteknir í víðtækum mót-
mælaaðgerðum gegn herfor-
ingjastjórninni í Chile í fyrri-
nótt. Til átaka kom í öllum
helstu borgum landsins þegar
lögregian reyndi að stöðva
mótmælaaðgerðir sem boðað-
ar höfðu verið.
Tilefni aðgerðanna var að
Augusto Pinochet einræðisherra
hafði hafnað áætlun um endur-
reisn lýðræðis og
stjórnmálafrelsis í landinu sem
nokkrir stjórnmálaleiðtogar
lögðu fyrir hann. Leiðtogarnir
sem flestir eru miðju- og hægri-
menn hvöttu almenning til að
mótmæla friðsamlega og undir-
rita mótmælaskjöl en samtök
vinstrimanna hvöttu fólk til að
fara út á göturnar og láta í sér
heyra.
1 höfuðborginni Santiago var
verslunum lokað snemma í fyrra-
dag og samgöngur lögðust niður.
Skólar hættu og þegar myrkvaði
Washington - Sendinefnd á
vegum vesturþýsku ríkis-
stjórnarinnar er nú í Bandaríkj-
unurn til þess að ræða hugsan-
lega þátttöku vesturþýskra
vísindastofnana í rannsóknum
sem tengjast áætlunum Reag-
ans forseta um „stjörnustríð.“
Mikill áhugi ríkir hjá báðum
ríkisstjórnum á því að samvinna
takist um þessar rannsóknir en þó
er óvíst hvort samningar nást.
Það veltur einkum á þvf hvort
fór rafmagnið af mestallri borg-
inni. Formaður bannaðra verka-
lýðssamtaka lýsti því yfir að að-
gerðirnar hefðu tekist vel.
bandaríkjamenn verða við þeirri
kröfu vesturþjóðverja að þeir fái
aðgang að niðurstöðum
rannsóknanna. Sagt er að banda-
rísk stjórnvöld séu lítt hrifin af
þeirri hugmynd að deila þeirri
tækniþekkingu sem út úr
rannsókninni kemur með öðrum.
Mörg evrópuríki hafa lýst efa-
semdum vegna áætlana Reagans
en þær togast á við ótta evrópu-
ríkja við að heltast úr lestinni í
tækniþróuninni ef þeir taka ekki
þátt í rannsóknunum.
Stjörnustríð
Þjóðverjar vilja vera með
Föstudagur 6. september 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
forsetans hefði að öðru leyti haft
lítil áhrif. Allar verksmiðjur,
námur og olíulindir væru lamaðar
og sama máli gegndi um ríkis-
bankana, járnbrautir, flugsam-
göngur og skóla.
Justiniano varaði stjórnvöld
við þvt að reyna að hindra fjölda-
göngur sem fyrirhugaðar eru í
landinu þegar verkfallinu lýkur.
„Við verkamenn eru andvígir of-
beldi, en sé okkur ögrað munum
við verja okkur með valdi ef þörf
krefur," sagði hann.
í fyrradag var helmingurinn af
hernum séttur í viðbragðsstöðu
til þess að aðstoða lögreglu ef hún
missti stjórn á gangi mála og í gær
var afgangurinn af hernum settur
í viðbragðsstöðu. Herinn í Bóli-
víu er ekki óvanur afskiptum af
stjórnmálum því herforingjar
hafa tekið völdin að meðaltali
einu sinni á ári síðan landið hlaut
sjálfstæði árið 1825.
Mikið efnahagsöngþveiti ríkir í
landinu. Verðbólga hefur þotið
upp á við úr 123% í 14.000% á
þremur árum, ekki hefur verið
greitt af erlendum skuldum
landsins síðan í mars í fyrra og
samdráttur í þjóðarframleiðslu
varð 6,2% í fyrra en því er spáð
að hann nemi 7,2% í ár.
Ritskoðun
Bannaður
þáttur á
dagskrá á ný
London - Stjórn breska ríkisút-
varpsins, BBC, hefur ákveðið
að sýna umdeildan sjónvarps-
þátt þar sem leiðtogar öfga-
samtaka á Norður-íriandi fá að
viðra sjónarmið sín einhvern
tíma í endaðan október.
Þáttur þessi olli miklu fjaðra-
foki þegar stjórn BBC lét undan
þrýstingi frá Thatcher forsætis-
ráðherra og tók hann af dagskrá í
síðasta mánuði. Allir fréttamenn
BBC, 4.000 að tölu, sem og
starfsbræður þeirra á öðrum
sjónvarpsstöðvum í Bretlandi
lögðu niður vinnu í einn sólar-
hring í mótmælaskyni við rit-
skoðun stjórnvalda.