Þjóðviljinn - 11.09.1985, Blaðsíða 2
FRET71R
Akureyri
Iðnaðaimenn flýja suður
Heimir Ingimarssonformaður byggingarnefndar: Ástandið í byggingariðnaði afar bágborið.
Gísli Konráðssonframkvœmdastjóri ÚA: Gœtumþurft að segja okkarfólki upp
Astandið í byggingariðnaði hér
á Akureyri er afar bágborið
og iðnaðarmenn hafa flúið stað-
inn í stórum stíl á undanförnum
misserum vegna samdráttar hér
fyrir norðan. Ætli þeir fari ekki í
þensluna fyrir sunnan í staðinn,
sagði Heimir Ingimarsson for-
maður byggingarnefndar á Akur-
eyri í samtali við Þjóðviljann fyrir
helgina.
„Markaður fyrir íbúðarbygg-
ingar virðist vera orðinn mettur.
Umsóknir um lóðir eru fáar og
framkvæmdir hefjast seint á þeim
lóðum sem veittar eru. Skýringin
á þessu gæti hugsanlega verið sú,
að á síðasta áratug og framá
þennan var ofþensla í byggingar-
iðnaðinum og þessi samdráttur
bara rökrétt framhald á henni.
Nú er miklu meiri eftirspurn eftir
leiguhúsnæði en áður. En ég trúi
ekki öðru en að við séum komnir
á botninn. Þetta gæti hugsanlega
versnað enn í vetur en við förum
að stefna upp á við með vorinu og
þá fáum við þessa menn aftur
norður", sagði Heimir.
Ástand í atvinnumálum Akur-
eyringa er nú mjög ótryggt. Tog-
ÁTVR
Sjalfs-
afgreiðsla
í nýja
miðbænum
Keypt verslunarpláss í
Hagkaupshöllinni fyrir
rúmar36 miljónir.
Útsölum í Laugarási og
við Snorrabraut verður
lokað. Stækkað við
Lindargötu.
Framkvæmdum
í Mjóddinnifrestað
Ríkissjóður hefur keypt 727
ferm. verslunarpláss í mark-
aðshöll Hagkaupa í nýja miðbæn-
um sem nú er að rísa úr jörðu,
fyrir rúmar 36 miljónir króna.
Þar á að setja upp áfengisverslun
með sjálfsafgreiðslu.
í Mjóddinni í Breiðholti hefur
Póstur og sími og ÁTVR staðið í
byggingaframkvæmdum og er
búið að steypa sökkul fyrir 3ja
hæða húsi sem m.a. á að hýsa
áfengisútsölu og lager fyrir ríkið.
Þeim framkvæmdum hefur verið
slegið á frest að sögn Snorra Ol-
sens í fjármálaráðuneytinu.
Hann sagði að verslunarplássið
í Hagkaupahöllinni þætti nokkuð
dýrt en ákveðið hefði verið að
festa kaup á því eftir mikla leit að
hentugu húsnæði fyrir áfengisút-
sölu miðsvæðis í borginni.
Ákveðið hefur verið að loka
áfengisútsölunum í Laugarási og
við Snorrabraut þegar útsalan í
Hagkaupahöllinni verður opnuð
um mitt þarnæsta ár. Þá er verið
að undirbúa stækkun á áfengis-
útsölunni við Lindargötu og er
ætlunin að koma þar upp sjálfsaf-
greiðslu. Enn er óvíst hvenær út-
salan í Mjóddinni tekur til starfa
en þar mun ÁTVR hafa yfir að
ráða rúmum 1700 ferm.
-íg-
arar Utgerðarfélags Akureyringa
eru að verða búnir með kvóta
sinn í ár, Harðbakur, Sléttbakur,
Svalbakur og Kaldbakur eiga all-
ir mjög lítið eftir' af kvóta.
Hrímbakur sem áður hét Bjarni
Herjólfsson er á sóknarkvóta, en
það þýðir að ekki er hægt að
flytja óveiddan kvóta hans yfir á
Hótel Djúpavík er nýtt hótel,
var opnað í júní. Hlutafélagið
Hannibal Magnússon hf. á hótelið
en hjónin Ásbjörn Þorgilsson og
Eva Sigurbjörnsdóttir eru í for-
svari fyrir því. Hótelreksturinn
gengur mjög vel en að sögn Ás-
bjarnar eru kerfiskarlar í
Reykjavík að svíkja þau og pretta
svo verið getur að þau verði að
hætta rekstrinum. Þau eru að
kanna möguleikana á því að reka
þarna fiskeldisstöð. Norska fyrir-
tækið Marinor as. hefur sýnt
mikinn áhuga á samstarfi. Þjóð-
viljinn talaði við Ásbjörn Þorgils-
son.
„Þegar við fengum þá hug-
mynd að setja á fót hótel á
Djúpuvík var okkur bent á að við
yrðum að láta gera kostnaðar-
áætlun. Það kostaði stórfé en við
gerðum það samt. Við vorum
hálfpartinn hvött af ferðamálar-
áði og framkvæmdastofnun að
fara út í þetta og því sóttum við
um 900 þúsund kr. lán úr Byggða-
sjóði, sem við fengum, og 2 milj-
ónir og 276 þúsund úr Ferðam-
álasjóði. Við fengum seint og um
síðir 1 miljón og síðan ekki sög-
una meir. Þeir voru einnig svo
vantrúaðir á þetta fyyirtæki að
þeir kröfðust 1 miljónar kr. veðs í
húsi í Reykjavík en ekki á Djúpu-
vík, til þess að vera stikkfrí ef illa
gengi hjá okkur. Nú, þar sem við
fengum ekki það stofnlán sem
okkur vantaði þá eiga þau skyld-
menni okkar sem lánuðu okkur
veð í húsunum sínum á hættu að
missa þau“, sagði Ásbjörn.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
hin skipin. Að sögn Gísla Kon-
ráðssonar framkvæmdastjóra
gengur ekkert að fá keyptan
kvóta annars staðar frá og ekki er
að vænta lausnar frá Halldóri Ás-
grímssyni sjávarútvegsráðherra.
„Ef fer sem horfir má búast við að
við verðum að segja okkar fólki
„Ef við hefðum fengið allt
stofnlánið hefði þetta fyrirtæki
vel getað borgað sig. í sumar hef-
ur alltaf verið fullt hjá okkur. Við
erum með 60 manna matsal og 9
tveggja manna herbergi. Um
2000 manns hafa komið í sumar.
En ekki einn einasti kjaftur úr
Ferðamálaráði eða Fram-
kvæmdastofnun hefur komið og
skoðað þetta eftir að allt varð til-
búið.
Við erum í stórlegum van-
skilum og líklega verðum við að
hætta hótelrekstrinum og nota
hundruð manns vinna hjá fyrir-
tækinu.
Um síðustu mánaðamót voru
90 manns á atvinnuleysisskrá á
Akureyri og eitthvað hefur bæst
við síðan. Hlutfall karla á
atvinnuleysisskrá hefur hækkað
síðan í júlí, en þá voru mun fleiri
konur á skrá en karlar. gg.
húsið fyrir starfsmenn fiskeldis-
stöðvar sem við erum að hugsa
um að setja á stofn í samráði við
norska fyrirtækið Marinor as..
Menn frá þessu fyrirtæki hafa
komið hingað og skoðað staðinn
og segja að hann hafi upp á margt
að bjóða. Norðmennirnir hafa
einnig boðist til þess að kosta
ungt fólk sem ynni við fiskeldis-
stöðina hér til náms í fiskeldi í
Noregi, ef allt gengur vel hér í
Djúpuvík", sagði Ásbjörn Þor-
gilsson að lokum.
- SA.
Fyrst sjálfsafgreiðsla er á döf-
inni hjá Ríkinu hlýtur að fara að
styttast í sjálfsalana.
SVR
Nýr litur
prófaður
Enn er verið að gera tilraunir
með nýja liti á strætisvögnum
Reykjavíkur og í gær kom á göt-
una vagn með nýjum lit. Er sá
litur valinn að ráði sérfræðinga
sem segja að hann eigi að sjást við
verstu aðstæður betur en aðrir
litir. Fer nú að styttast sá tími sem
stjórn SVR og borgarbúar hafa til
að skipta um lit á vögnum sínum
því taka verður ákvörðun fyrir
15. október. Þá verða nýir Scania
vagnar, sem nú eru í smíðum,
málaðir en þeir munu síðan koma
á götur borgarinnar á næstu mán-
uðum.
Lambakjöt
Komið á
markað
Stefnt að slátrun
frá ágústlokum til jóla
Fyrir skömmu voru haldin tvö
námskcið fyrir sláturhússtjóra, í
Borgarnesi og á Hvammstanga.
Fyrir námskeiðunum stóð Bú-
vörudeild SÍS en það hefur verið
fastur liður í starfsemi hennar
undanfarin ár að gangast fyrir
slíkum námskeiðum.
Markmiðið með námskeiðun-
um er að samræma vinnubrögð í
sláturhúsum kaupfélaganna og
koma þar að þeim nýjungum sem
á döfinni kunna að vera hverju
sinni. Leiðbeinendur á nám-
skeiðunum voru tveir: Sigurður
Örn Hansson, forstöðumaður
Rannsóknarstofu Búvöru-
deildar, og David Jennings frá
Nýja-Sjálandi, en hann er sér-
fræðingur í pökkun og meðferð
lambakjöts. - mhg.
Einvígi
Jafntefli í 20 leikjum
Moskvu -1 gær tefldu þeir Karp-
of og Kasparof þriðju skák sína í
einvíginu um heimsmeistaratitil-
inn og iyktaði henni með jafntefli
eftir 20 leiki. Skák þessi var á dag-
skrá á laugardaginn en þá fór
heimsmeistarinn Karpof fram á
frestun.
Áskorandinn Kasparof var
með hvítt og lék fram drottning-
arpeði. í þriðja leik vék hann sér
undan nimzo-indverskri vörn
sem tefld var í fyrstu skákinni.
Karpof svaraði með drottningar-
bragði sem er sígild vörn og kom
oft fyrir í einvíginu sl. vetur.
Skákskýrendur sem fylgdust
með skákinni í gær létu sér detta í
hug að hvöss taflmennska Kaspa-
rofs í fyrstu skákinni hafi haft
þann tilgang að koma heims-
meistaranum á óvart en að nú sé
áskorandinn byrjaður að kanna
þolrifin í Karpof. Greinilegt þótti
að Kasparof hefði lesið sér vel til
um byrjanir því í 7. leik bryddaði
hann upp á nýjung sem Karpof
þyrfti að hugsa lengi um. Þessi
nýjung reyndist fremur hættulaus
en svo virtist sem Kasparof hefði
tekist það sem hann ætlaði sér: að
þenja eilítið taugakerfið í
heimsmeistaranum.
í 18. leik hófust uppskipti og að
þeim afstöðnum var harla lítið
eftir annað en að takast í hendur
ogsemja um jafntefli. Við birtum
skákina:
Hvítt: Kasparof
Svart: Karpof
1. d4 - Rf6
2. c4 - c6
3. Rf3 - d5
4. Rc3 - Be7
5. Bg5 - h6
6. Bxf6 - Bxf6
7. Db3 - c6
8. e3 - Rd7
9. Hdl - 0-0
10. Bd3 - b6
11. cxd - cxd
12. e4 - dxe4
13. Bxe4 - Hb8
14. 0-0 - b5
15. Hfel - Db6
16. Bbl - Bb7
17. Dc2 - g6
18. d5 - exd5
19. Rxd5 - Bxd5
20. Hxd5 - Hfd8
Jafntefli.
— ÞH/rcuter
upp“, sagði Gísli. Hátt í þrjú
Hótel Djúpavík á Ströndum hefur verið vinsælt í sumar. Hótelstjórinn kveðst þurfa að hætta rekstri vegna tregðu
ferðamálayfirvalda á að veita aðstoð. Ljósm.: jis.
Djúpavík
Kerfið sveik okkur
Tilraun gerð með hótelrekstur á Djúpuvík á Ströndum i sumar. Ásbjörn
Porgilsson hótelstjóri: allt útlitfyrir að við verðum að hœtta rekstri vegna þess að
kerfiskarlar íReykjavík hafa ekki veitt okkur lán. Fiskeldisstöð íundirbúningi