Þjóðviljinn - 11.09.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Page 4
LEIÐARI Vitlausasta hugmynd ársins Sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, þótti á sínum tíma nokkuð efnilegur sem gæslu- maður sjávarútvegs á íslandi. Nú virðist hins vegar allur glans af honum runninn. Menn eru samdóma um, að hann hefur gjörsamlega misst tökin á sjávarútvegsmálum þjóðarinnar. Um það er ekki einungis skrafað og skeggrætt í öðrum flokkum en hans eigin, heldur gera nú harðir Framsóknarmenn sér þann dagamun að samþykkja mergjuð mótmæli gegn þeirri stefnu em Halldór hefur rekið. Ekki nóg með það, held- ur lýsa jafnvel samráðherrar - og það úr hans eigin flokki - því skorinort yfir í blöðum að þeir telji stefnu hans kolranga. Þetta kom einstaklega vel fram í ályktunum frá kjördæmisþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi. Flokksmenn Halldórs Ásgríms- sonar lýstu því þá vafningalaust yfir í harðyrtri ályktun að kvótastefna ráðherrans sé óalandi og óferjandi. Og það er til marks um hversu djúpt sú skoðun nær í Framsóknarflokknum, að sjálfur forsætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, sat ráðstefnuna og andmælti ekki ályktun vestfirskra framsóknarmanna. í viðtali við Þjóðviljann í gær bætti svo forsætisráðherra um betur og lýsti því yfir, að hann vildi hverfa frá kvótaskiptingu Halldórs svo fljótt sem auðið væri! Það má ef til vill fallast á, að það eru nokkuð undarleg vinnubrögð hjá forsætisráðherra að vera með nöldur og karp í fjölmiðlum gagnvart verkum samráðherra síns, og kann að segja sína sögu um hvers eðlis samvinnan er meðal ráðherra stjórnarinnar. Hitt er sönnu nær, að Steingrímurog vestfirskir Framsóknarmenn eru í samfylgd obba íslensku þjóðarinnar í fordæm- ingunni á kvótakefinu. Það er nefnilega staðreynd, að þó þau vernd- unarsjónarmið sem liggja kvótastefnunni að baki séu virðingar verð, þá hefur framkvæmd hennar algerlega farið í handaskolum. Þar er fráleitt hægt að sakast við nokkurn annan en Halldór sjálfan. Þessu til staðfestu er rétt að rifja upp atburði sumarsins: Afburða fiskgengd leiddi til þess að um tíma var landburður af afla. Þetta leiddi til þess, að fólk í landi hafði ekki undan að vinna fiskinn. Hann lá undir stórskemmdum, bæði um borð í togurunum útí sjó og þó sérílagi í frystihúsunum; þar voru menn um tíma að vinna vöru, sem var hreinlega hálfúldin. Manneklan leiddi til þess að aflinn var unninn í ódýrustu pakkningarnar. Af því hlaust auðvitað stórtap á alla vegu, ekki síst vegna þess að dýrari pakkningarnar sem halda uppi hinum verðmæta Ameríkumarkaði fengust ekki. Við borð lá, að sá mikli markaður okkar stórskemmdist fyrir bragðið. Á meðan á þessu stóð var stöðugt á það bent, bæði hér í Þjóðvilj- anum og annars staðar, að með þessu yrðu afleiðingarnar ekki einungis hrikalegt tap á sjáv- arútveginum, heldur væri líka fyrirsjáanlegt að kvótinn myndi á mörgum stöðum yrjast upp fyrir tímann. Atvinnuleysi landverkafólks myndi þá að sjálfsögðu sigla í kjölfarið. Hér í Þjóðviljanum var meðal annars bent á, að sjávarútvegsráð- herra gæti auðveldlega stemmt stigu við þess- ari ósvinnu með því að gefa út reglugerð sem takmarkaði aflamagnið sem bærist á land í aflahrotum sem þessari. Við þessum varnaðar- orðum okkar og fleiri ábyrgra aðila skellti Hall- dór Ásgrímsson eyrum skolla, enda var hann um þær mundir upptekinn við að sitja útí Eng- landi á fánýtri ráðstefnu að röfla um hvali. Afleiðingin er að koma í Ijós núna: aflinn er að verða búinn á fjölmörgum stöðum út um allt land, atvinnuleysi blasir við og rústun heilla byggðarlaga. Gegn þessu hrikalega ástandi sem vofir yfir mörgum byggðarlögum hefur Halldór Ásgríms- son af ótrúlegu hugviti teflt fáránlegustu hug- mynd ársins: hann vill láta þá sem klára kvótann fyrir tímann byrja að nota kvóta næsta ársl! Það er svona álíka og ætla sér að stinga upp í launþega með því að borga þeim fyrirfram laun næsta árs, og leyfa þeim svo að éta það sem úti frýs. Hugmynd Halldórs Ásgrímssonar verð- skuldar svo sannarlega sæmdarheitið vit- lausasta hugmynd ársins! -ÖS Eðli mannsins Er sterkasta hvöt mannsins ágóðahvötin og er ástæðan fyrir því að félagshyggjumenn vilja sporna gegn markaðshyggjunni óheftri sú ein að henni fylgir öfund sem er af hinu illa? Þessi og reyndar margar aðrar spurningar leita á hugann við lestur helgar- viðtals DV við Magnús Ólafsson fyrrum NT-ritstjóra. Þar gefur hann m.a. þá lýsingu á sjálfum sér að hann sé markaðshyggju- maður „vegna þess að hann telji manninum það eðlislægt að fá að kaupa og selja á því verði sem um semst“! Margt hefur nú verið sagt í gegnum tíðina um „eðli“ manns- ins og t.a.m. hafa frjálshyggju- postular nútímans klifað á því að samkeppnisandinn sé í samræmi við „eðlið“ en ekki samhjálpin. Ýmsir þeirra seilast svo langt að vitna í Darwin sáluga máli sínu til stuðnings og tengja þá hugsjónir sínar um samkeppni og sjálfs- bjargarhvöt ásamt skeytingar- leysi um hag náungans við kenn- ingu hans um „The survival of the fittest", eða úrval hinna hæfustu. Þetta er reyndar orðið slagorð í munni frjálshyggjumanna sem hins vegar hafa ekki haft fyrir því að kanna hvað liggur að baki fyrr- greindri kenningu. Vinstri markaðshyggja Allt um það er hér komin ný skýring á ,.eðlinu“. „Ágóðahvöt- in er sterkasta hvöt mannsins. Það er hvöt sem leiðir til aðgerða og framkvæmda", segir Magnús. Hins vegar segist hann einnig vera vinstri maður: Óheft við- skiptafrelsi hafi ýmsar óæskilegar aukaverkanir, svo sem óeðlilega tekjumismunun, sem aftur leiði til öfundar sem sé stórhættuleg hvöt. í litlum þjóðfélögum séu þessar aukaverkanir hættulegri en ella og því álítur hann að opin- berar hliðarráðstafanir séu nauð- synlegar samfara markaðsfrels- inu. „Að því leyti er ég vinstri maður“, segir Magnús. Stjórnmálamenn og fjölmiðlar Magnús segist ekki geta tekið undir gagnrýni Ingvars Gísla- sonar um að íslenskir blaðamenn heiðri jafnan skúrkinn en geti þess lítt sem vel sé gert. Hann nefnir þá Davíð, Albert og Jó- hannes Nordal sem brautryðj- endur í umgengni við fjölmiðla. „Þeir geta fundið einhver eftir- tektarverð viðfangsefni sem fjöl- miðlar slá svo upp - og þeir njóta svo góðs af tilstandinu. Við þetta finnst mér ekkert að athuga. Það eru breyttir tímar og vinnubrögð- in eru ný. Þegar menn hafa lært á þessi vinnubrögð fjölmiðla geta þeir notfært sér þá“, segir Magn- ús. Hann segir Framsóknarmenn t.d. ekki hafa komið auga á þá staðreynd að það sé sama hvað pólitíkusar geri, sé ekki sagt frá því í fjölmiðlum þá skipti það engu máli. Þeir forðist eins og heitan eldinn að taka upp eftir- tektarverð og vinsæl mál: „Hver man eftir framsóknarmanni sem gerir eitthvað sniðugt - eins og Davíð, eins og Albert, eins og Jón Baldvin? Um þetta snúast nútímastjórnmál“. Nú kann það að vera satt en einhvern veginn hélt klippari að nútímafjölmiðlun snerist um annað en einstaka blöðrur sem stjórnmálamenn kjósa að blása upp og sprengja sjálfum sér til framdráttar. Steinrunninn flokkur í augum klippara er vandinn sem sé ekki fólginn í því að stjórnmálamenn kunna ekki að notfæra sér fjölmiðlana á þennan hátt heldur hinu, að fjölmiðlarnir láta nota sig þannig. Magnús rek- ur hins vegar fylgistap Framsókn- ar til þess að forystan kunni ekki á nýja stílinn. Hann telur reyndar að Framsóknarflokkurinn eigi enn eftir að minnka: „Miðað við ríkjandi ástand á hann heldur ekki annað skilið enda nær steinrunninn flokkur. Og það er synd vegna þess að innan flokks- ins eru margir mjög hæfir menn“, segir hann og nefnir eftir nokkra umhugsun fjögur stykki: Guð- mund Bjarnason, Finn Ingólfs- son, Steingrím og Halldór. „Flestir aðrir hafa nákvæmlega engan skilning á nútímastjórn- málum og notkun fjölmiðla. Það er hreint ekki einkennilegt að fylgi flokksins er eins og það er.“ NT og DV Ekki er mikið fjallað um NT í viðtalinu en þeim mun meira um ágæti DV. Magnús segist aldrei hafa litið á NT sem málgagn Framsóknarflokksins enda hafi það ekki verið það. Ástæðan fyrir því að NT rak vinstri pólitík þessa 17 mánuði segir Magnús ekki hafa verið þá að bjarga Framsókn frá algeru hruni. „Ég áleit að það væri stærri markaður fyrir frétta- blað á vinstri vængnum. f öðru lagi var ég sem Framsóknarmað- ur þeirrar skoðunar að hættulega lítil skil væru milli flokkanna í augum almennings", segir hann. Klippari getur ekki verið sam- mála Magnúsi um að DV sé hið óháða fréttablað sem það gefur sig út fyrir að vera. Fjölmiðlar eru fyrst og síðast háðir eigend- um sínum og það fékk Magnús reyndar sjálfur að reyna þegar hann var látinn fara af NT eftir 17 mánaða ritstjórn. Markaðurinn ráði Að lokum látum við flakka hér smákafla úr viðtalinu: DV spyr: - Ert þú vinstri mað- ur í Framsóknarflokknum? „Bíddu nú hægur - sjáðu til: í eðli mínu er ég markaðshyggju- maður.“ - Sem þýðir þá væntanlega að sem ritstjóri myndirðu reyna að selja blað sem daðraði við þá for- dóma sem þú telur lesendur hafa - ekki satt? „Áttu við að ef ég teldi að kyn- þáttafordómar væru ríkjandi hér - að ég myndi þá daðra við að- skilnaðarstefnu eða eitthvað í þá áttina?“ - Já. „Þétta er náttúrlega aldagömul spurning, - en markaðurinn verður að fá að ráða.“ - Til þess að blaðið lifi? „Já, til þess að blaðið lifi.“ -ÁI DlðÐVIUINN Málgagn sósíálisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Rltstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttaatjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Páll Valsson, Sigríður Pétursdóttir, SævarGuð- björnsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Ljósmyndlr: Einar ólason, Valdís öskarsdóttir. Útllt og hönnun: Filip Franksson, Svava Sigursveinsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Utkeyrsla, afgreiftsla, auglýsingar, ritstjórn: Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Síftumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Umbrot og setning: Prentsmiftja Þjóftviljans hf. Utbreiftslu8tjóri: Sigríður Pétursdóttir. Prentun: Blaftaprent hf. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga f lausasölu: 35 kr. Clausen. Sunnudagsverft: 40 kr. Afgreiftslustjóri: Baldur Jónasson. Askriftarverft á mánufti: 400 kr. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttit, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Jenny Borgedóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum Húsmæftur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnflörð. frá kl- 9 fil 12- b®'00 sími: 81663. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 11. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.