Þjóðviljinn - 11.09.1985, Side 6

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Side 6
Vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1986 Vegna úthlutunar úr Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1986 óskar svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík eftirfarandi upplýsinga: 1. Yfirlit yfir stöðu þeirra framkvæmda í Reykjavík sem ólokið er og úthlutað hefur verið til úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra. 2. Sundurliðaða framkvæmdaáætlun vegna ólokinna verkefna í Reykjavík og áætlun um fjármögnun hvers verkefnis. Sérstaklega skal sundurliða hvern verkáfanga fyrir sig og möguleika hvers framkvæmdaaðila á fjár- mögnun til framkvæmdanna (þ.e. eigin fjármögnun eða önnur sérstök framlög). 3. Beiðnir framkvæmdaaðila Reykjavík um fjármögn- un úr Framkvæmdasjóði fatlaðra árið 1986. Nauðsynlegt er að ofangreindar upplýsingar berist svæðisstjórn eigi síðar en 18. september n.k. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Hátúni 10 105 Reykjavík Blaðberar óskast strax í eftirtalin hverfi: Laufásvegur og nágrenni Hagamelur Grenimelur Reynimelur Selvogsgrunnur Fossvogur A-lönd Kópavogsbraut Skjólbraut niómnuiNN Sl'mi 81333 Meinatæknar Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða meinatækni til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Mjög góð vinnuaðstaða. Allar nánari upplýsingar um launakjör, húsnæði o.fl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-5270. • Blikkiðjan Iðnbúð 3, Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 46711 Rafvirki óskast nú þegar til afgreiðslu — lager- og sölustarfa. Söluumboð LÍR, Hólatorgi 2. Sjúkraþjálfarar hjúkrunarfræðingar Sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðinga vantar að Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Húsnæði fyrir hendi. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar gefa forstööumaður í símum 97-7402 og 97-7565 og hjúkrunarforstjóri í síma 97-7403. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað hana og þeim sigrum, sem unnist hafa í því stríði? Fimmta hvert dauðsfall af völdum berkla - Já, berklaveikin mun hafa náð hámarki sínu hérlendis árið 1925. Þá dóu yfir 200 manns úr berklum og var það rúmlega fimmta hvert dauðsfall á landinu. Þótt Vífilsstaðahælið væri þá búið að starfa í 15 ár var þar háð algjör varnarbarátta. Fleiri veiktust og dóu en bjargað varð og skal það þó ekki vanmetið, sem hægt var að gera sjúklingun- um til hjálpar á þessum árum. Meðal annars voru sumir sjúk- lingar blásnir, brenndir og höggnir, eins og það var kallað. Svo höfðu menn ákaflega mikla trú á hreinu lofti. Því voru glugg- ar hafðir mikið opnir og engir þröskuldar undir hurðum svo Íoftið gæti blásið í gegn. Og meira að segja var byggður sérstakur leguskáli, þar sem sjúklingar voru látnir liggja í svefnpokum eða undir teppum í góðu veðri. En þrátt fyrir allar aðgerðir voru berklarnir svo aðgangsharðir að þeir sjúklingar, sem fóru hingað á hælið, voru þar með kvaddir hinstu kveðju af vinum og vanda- mönnum, sem ekki bjuggust við að líta þá lífs á ný. Svo kom Kristneshælið, sem var nýr og merkur áfangi í þessari baráttu. Og loks komu svo berklalyfin, sem ollu algerum straumhvörf- um, þótt þá væri raunar farið að draga úr berklaveikinni. Fyrsta lyfið kom á markaðinn árið 1944 en í byrjun sjötta áratugarins komu svo verulega góð og áhrifa- mikil lyf. Þesi lyf ollu algerum þáttaskilum. Tuttugu og fimm r e m a ari - Nú er svo komið að sérstak- lega auðvelt er orðið að lækna berklana með lyfjum og við þurf- um ekki lengur á sérstöku hæli að halda fyrir berklasjúklinga. Að undanförnu hafa fundist þetta 25 ný berklatilfelli á ári en þeir sjúk- ATVINNUUF lingar eru á ýmsum sjúkrahúsum og þurfa raunar ekki allir á sjúkrahúsvist að halda. Stundum líða mánuðir án þess að nýr berklasjúklingur komi hér á Víf- ilsstaði. Þegar rætt er um þessi mál má ekki gleyma Reykjalundi, sem nú er 41 árs. Það voru berklasjúk- lingar sjálfir sem stofnuðu Reykjalund og var ástæðan eink- um sú, að sjúklingum, sem út- skrifuðust af hælunum, gekk oft illa að fá vinnu við sitt hæfi, því að sjálfsögðu gátu þeir ekki í einum svip gengið inn í hvaða verk sem var. Kannski leyndist líka hjá sumum nokkur ótti við þetta fólk. Þarna dvelur það svo lengur eða skemur í einskonar endur- hæfingu, og hefur Reykjalundur og starfsemin þar vakið verð- skuldaða athygli utan lands og innan. Þá er og einnig vert að minnast þess, að stofnað var embætti sér- staks berklayfirlæknis, en því gegndi sá ágæti maður, Sigurður Sigurðsson. Hann beitti sér m.a. mjög fyrir sérstakri lagasetningu um berklavarnir og berklaveiki og ferðaðist vítt og breitt um landið með tæki sín og tól í leit að berklum. Skipt um spor - Mér skilst að hér sé, sem bet- ur fer, orðið fátt um berklasjúkl- inga, a.m.k. miðað við það, sem áður var. Hvaða sjúklingar eru það þá einkum, sem dvelja hér nú? - Árið 1970 var ákveðið að koma hér upp deild fyrir lungna- sjúklinga og jafnframt var nafni stofnunarinnar breytt. Áður var það Heilsuhælið á Vífilsstöðum en nú Vífilsstaðaspítali. Nú er rekin hér lungnadeild með 37 rúmum og húðsjúkdómadeild með 13 rúmum, sú eina á landinu. Þá er hér langlegudeild með 19 rúmum, en flestir sjúk- lingar þar eru lungnasjúklingar. Hér er göngudeild fyrir ofnæmis- sjúklinga og önnur fyrir lungna- sjúklinga, röntgendeild, endur- hæfingadeild o.fl. Flestir sjúklingar hér nú eru með lang- vinna berkjubólgu, lungna- þembu, asma og lungnaæxli. Segja má, að við höfum fengið lungnasjúkdómana í stað ber- klanna. Oftast eru þessir sjúk- dómar af völdum reykinga og því sjálfskaparvíti. Ef íslendingar vildu hætta þessum reykingaósið þá væri fljótlega hægt að leggja niður núverandi starfsemi á Víf- ilsstöðum. - Hverjir hafa verið hér yfir- læknar? - Þeir eru nú ekki margir þó að starfsemin hér hafi staðið í 75 ár. Fyrsti yfirlæknirinn var Sigurður Magnússon, þá Helgi Ingvarsson og loks ég. Fyrsta yfirhjúkrun- arkonan hét Karen Cristiansen, dönsk, en yfirhjúkrunarkonurn- ar voru danskar þar til Magða- lena Guðjónsdóttir tók við 1. sept. 1924. Vífilsstaðaspítali er nú að mestu sameinaður lyflækn- ingadeild Landspítalans og hjúkrunarforstjóri hér er hinn sami og þar, Vigdís Magnúsdótt- ir, en hjúkrunarframkvæmda- stjóri er Bjargey Tryggvadóttir. Komu þeir strax með landnáminu? - Eru líkur fyrir því að berklar hafi lengi legið hér í landi áður en læknar fóru að greina þá sem sér- stakan sjúkdóm? - Berklar virðast ekki hafa verið algengir hér á íslandi fyrr en á ofanverðri 19. öld og læknar geta lítið um þá í skýrslum sínum þótt þeir hefðu átt að þekkja þá erlendis frá. Þó eru taldar líkur fyrir því að þeir hafi verið hér allt frá landnámsöld. Jón Steffensen, prófessor, rannsakaði beina- grindur frá Skeljastöðum í Þjórs- árdal og fann á þeim breytingar, sem talið er að hafi stafað af berklum, en dalurinn lagðist í eyði af völdum Heklugoss í byrj- un 12. aldar. Þá er talið víst að að berklaveikin hafi verið landlæg á menntasetrunum báðum, Skál- holti og Hólum. Meðal annarra mun frægasta lausaleiksbarn ís- landssögunnar, Þórður Daðason, hafa dáið af völdum berkla, ásamt móður sinni og öðrum börnum Brynjólfs biskups. - mhg ____________MINNING_________ Bergþóra Eh/a Zebitz Fœdd 16. apríl 1930 - dáin 31. ágúst 1985 Þó mörg sé tárin moldum þínum yfir, þó mikið skarð oss dauðinn hafi gjört, það mildar harm að mynd í hugum lifir, að minningin er svo hrein og sólarbjört. Steingrímur Thorsteinsson Hún Elva elskuleg vinkona mín og mágkona er látin. Hún fæddist í Odense 16. apríl 1930. Foreldrar hennar voru hjónin Ásta og Wilhelm Zebitz og var hún næst elst af sex systkinum. Þegar hún var nokkra mánaða flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. í glöðum systkinahóp með ástrík- um foreldrum liðu bernsku og æskuárin. Elva var söngelsk og í æsku söng hún ásamt systur sinni og vinkonu á skemmtistöðum bæði hérlendis og erlendis. Hún hlaut ágæta menntun, stundaði nám í kjólasaum og var meistari í þeirri iðn. Ég kynntist Elvu í Kaup- mannahöfn fyrir rúmum þrjátíu árum. Með okkur tókst strax vin- átta sem aldrei bar skugga á. Betri félaga var ekki hægt að hugsa sér Hún var glæsileg stúlka, ljúf í viðmóti og glaðvær. Elva var hamhleypa að hvaða verki sem hún gekk og gædd óvenju frjórri sköpunargleði og listrænum hæfileikum. Það kom fram í öilum hennar störfum, bæði á heimili hennar og annars staðar. Það er bjart yfir minning- um mínum frá árunum sem við Elva dvöldum samtímis í Kaup- mannahöfn. Mér er ríkt í minni ferðalag okkar þegar við leigðum bfl saman fjögur ungmenni og ókum suður til Rómar, sváfum í tjaldi og elduðum matinn á prím- us. Hún giftist 3. mars 1955 bróður mínum, Guðmundi Eggertssyni, sem þá stundaði nám í erfðafræði í Kaupmannahöfn. Það var gæfu- spor fyrir þau bæði. Þau hafa alla tíð verið óvenju samhent hjón. Við í fjölskyldunni nefndum sjaldan nafn annars svo hins væri ekki getið. Fyrstu tólf búskapar- árin bjuggu þau erlendis. Fyrst í Danmörku, síðan í Englandi, Ameríku og á Ítalíu. Alltaf var heimili þeirra hlýlegt og vistleg og bar vott um listræna hæfileika húsmóðurinnar. Árið 1967 lést Hjördís Úlla systir Elvu frá fjórum börnum og þá kom Guðrún dóttir hennar í fóstur til þeirra. Hún var þá 6 ára. Ári síðar fluttu þau til íslands og sama ár fæddist dóttirin, Aðal- heiður Lilja. Elva lagði sig alla fram við að veita þeim gott upp- eldi. Einnig naut Hjördís dóttir Guðrúnar ástríkis hennar. Ég votta fjölskyldu hennar, systkinum og vandamönnum dýpstu samúð á sorgarstund. Ég minnist margra ánægju- legra stunda með Elvu, ekki síst á heimili foreldra minna á Bjargi, þar sem hún dvaldi oft og sýndi allri fjölskyldunni ástúð og vin- áttu. Ég vil að leiðarlokum flytja henni þakklæti okkar fyrir sam- fylgdina með vissu um að henni fylgi guðs blessun á æðra tilveru- stigi. Kristín Eggertsdóttir 6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Ml&vikudagur 11. september 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.