Þjóðviljinn - 11.09.1985, Side 8
}
\
Hinn vissi
árlegi passi
Septem-hópurinn í Kjarvalssal
Septem-hópurinn sýnir enn
einu sinni, þótt höggviö sé
stórt skarö í raðir hans með
fráfalli þeirra Sigurjóns Ólafs-
sonarog Þorvalds Skúla-
sonar. Það hefuróneitanlega
lækkað risið á hópnum, en um
leið er eins og baráttuviljinn
hafi blossað upp á ný, því
margt ágætt er hægt að segja
umþessa sýningu.
Auk þeirra tveggja sem fallnir
eru frá, vantar Karl Kvaran, en
hann hefur verið einn sá sterkasti
í hópnum; listamaður sem vex
með hverri sýningu. En í staðinn
er Guðmundur Benediktsson
myndhöggvari kominn í hópinn,
hvort sem það er til frambúðar
eða til skammrar dvalar. Víst er
að hópurinn væri snöggtum fá-
tækari án myndhöggvara.
Svo sem oftast nær stendur
Kristján Davíðsson eins og klett-
ur upp úr hópnum, en Jóhannes
Jóhannesson fylgir fast eftir með
betri myndum en ég hef séð hann
sýna á fyrri sýningum Septem.
Pessir tveir listamenn sanna hvor
með sínum hætti að til einhvers er
að halda þessu sýningarformi
áfram.
Valtýr kemur einnig á óvart
með betra pródúkt en hann hefur
nokkru sinni sýnt síðan hópurinn
var endurskapaður. Valtýr hefur
verið að batna í lit og hefur
eitthvað gerst sem veldur stökk-
breytingum til hins betra. Allt lit-
aspil hans er orðið dempaðra og
blæbrigðaríkara og eituráhrifun-
um og innþornuninni hefur hann
varpað fyrir róða.
Um Guðmundu Andrésdóttur
hef ég svo oft fjallað að á það er
ekki bætandi. Hún virðist ekkert
hafa skánað og er það miður þar
sem hún er vinnusöm og dregur
ekki af sér við maleríið.
Guðmundur Benediktsson
sýnir ágæta skúlptúra úr gipsi og
einn úr tré. Guðmundur er vand-
aður listamaður og lætur ekki frá
sér fara slappan hlut. Bitnar það
ögn á frelsi hans til að spretta úr
spori og staðfesta sig sem þrótt-
mikill myndhöggvari en engu að
síður má virða afstöðu hans sem
tryggir jafnan og góðan árangur.
Tveir gestir eru á þessari sýn-
ingu Septem-hópsins. Eru það
Hafsteinn Austmann og Jens
Urup glerskurðarmaður. Urup
sýnir tíu verk, þar af 8 steinda
glugga fyrir Sauðárkrókskirkju
og eru þetta vandlega og fínlega
unnin verk. Hafsteinn Austmann
sýnir olíu- og vatnslitamyndir,
fleiri verk samanlagt en nokkurt
hinna. Samt hefur hann ekki ár-
angur sem erfiði því olíumyndirn-
ar eru orðnar innantómar og
vatnslitamyndirnar segja lítið
meðofhlæði sínu. Hafsteinn virð-
ist ekki bera gæfu til að brydda
upp á nýjungum í verkum sínum,
jafnvel þótt sá stíll sem hann iðk-
ar nú dugi honum illa til átaka.
Ef litið er yfir hópinn í heild
verður þó að segja að fleira gott
er að þessu sinni sýnt en oftast
áður og fleiri virðast heimta góða
uppskeru. Þrátt fyrir það er vafa-
samt að halda áfram svo tíðum
sýningum. Karl Kvaran hefur
gert rétt í því að fresta ögn þátt-
töku, enda sýndi hann í fyrra verk
sín við góðan orðstír í Listmuna-
húsinu og sama er upp á teningn-
um hjá honum nú. Færi ekki illa á
því ef fleiri úr hópnum gerðu hlé
á þessum samsýningum til þess að
sýna einir og sérr í betra tómi.
Menn verða að hafa góðar og
gildar ástæður til að sýna, aðrar
en þær að það sé gert af gömlum
vana.
HBR
ísafjörður
Landslag
í Slunkaríki
Á ísafirði er sýningarsalurinn Slunkaríki og þar stendur yfir sýning á
verkum Sólveigar Aðalsteinsdóttur.
Myndimar eru allar af íslensku landslagi, unnar í koparstungu,
vatnslit, teikningu og þurrkrít. Sýningunni lýkur 19. september.
MENNING
Tónlist
Samkeppni um
hönnun tónlistar-
húss hafin
Norrœnum arkitektum boðin þótttaka.
Húsinu valinn staðurí Laugardal
Samtökin um byggingu tón-
listarhússá íslandi hafa efnttil
samkeppni um hönnun húss-
ins og boðið arkitektum á
öllum Norðurlöndunum þátt-
töku. Tilgangur keppninnar er
að fá fram sem besta lausn á
tónlistarhúsi á íslandi og ráða
arkitekt.
Þrennum verðlaunum verður
úthlutað, samtals að upphæð 2.6
miljónirísl. króna. „Samkeppnin
er dýrt fyrirbæri, „sagði formað-
ur samkanna Ármann Örn Árn-
asson,“ en flytur okkur vonandi
viðunandi lausn. Leitað er til alla
íslendinga um fjárstuðning en
tónlistarhúsið verður byggt ef ís-
lenska þjóðin vill. Samtökin
töldu sig ekki í stakk búin til að
fara út í fjársöfnun fyrr en skriður
væri kominn á málið, en nú hafa
samtökin fengið lóð og hafið
samkeppni um hönnun hússins.
Fyrsta þrepið í fjáröfluninni er
landshappdrættið. Samtökin
hafa fengið óvæntan stuðning er-
lendis frá en við miðum við að
byggja okkar hús fyrir okkar fé“.
Samtökin hafa gefið út forsögn
fyrir teikningu hússins sem byggir
á tveggja ára undirbúningsstarfi
forsagnarhóps sem skoðaði og
kynnti sér hin margvíslegustu
tónlistarhús og starfi dómnefn-
dar. Dómnefndina skipa fjórir
arkitektar, hljómburðarfræðing-
ur, tónlistarmaður og byggingar-
maður. Dómnefndin ræddi við
einstaklinga og hópa úr tónlistar-
lífinu og kynnti sér aðstæður og
gerði síðan forsögnina að tillögu
sinni.
Tónlistarhúsinu var valinn
staður í Laugardal, og er kepp-
endum ætlað að staðsetja húsið,
en lóðin gefur mikla og frjálsa
möguleika. Húsið verður 30 til 35
þúsund rúmmetrar eða tæpir 5
þúsund fermetrar sem er svipuð
stærð og Þjóðleikhúsið.
Tónlistarhúsið er ætlað fyrir
tónlist af allri gerð og lögð er
áhersla á að það verði tónlistar-
hús með sveigjanlegum notkun-
armöguleikum. Gert er ráð fyrir
góðri aðstöðu fyrir upptöku
hljóðs og myndar og er því ætlað
að vera aðsetur Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands. Þá er húsinu ætl-
að að hýsa fundi og ráðstefnur. í
því skyni verða innbygðir þýð-
endaklefar og verður þetta fyrsta
húsið á íslandi sem getur tekið
við stórum ráðstefnum.
Aðalsalur hússins á að rúma
1400 manns með hugsanlegum
stækkunarmöguleikum út í and-
dyri. Svið hans er ráðgert á pallal-
yftum svo að hljómsveitargryfja
verði til staðar þegar á þarf að
halda fyrir óperur, söngleiki og
þvílíkt. Það að auki verður minni
salur fyrir 300 manns.
„Þetta hús getur orðið mikil
lyftistöng fyrir íslenskt tónlistarlíf
ef vel tekst til og þörfin á slíku
húsi er mikil því hvergi nokkurs
staðar í heiminum er eins almenn
þátttaka í tónlistarlífí og hér á
landi“.
-aró
Sögusteinn
/íttartölur
Snóksdalíns
Bókaforlagið Sögusteinn,
sem sérhæfir sig í útgáfu ætt-
fræðirita, hefurgefið út í Ijósriti
ættartölusafn Olafs Snóks-
dalín í þremur bindum, alls um
2.100 síður.
Talið er að Ólafur Guðmunds-
son Snóksdalín, verslunarstjóri
og bóndi, f. 1761, d. 1843, hafi
gert a.m.k. 8 handskrifuð afrit af
þessu ættartölusafni og er þessi
útgáfa sennilega sjöunda afritið.
Það er varðveitt í Handritadeild
Landsbókasafns íslands, Lbs.
451-453 fol. Þetta eintak eignað-
ist Jón Pétursson, háyfirdómari,
og lét binda það inn með auðum
innstungublöðum. Hann byrjaði
að færa inn á þau viðbætur og
leiðréttingar, en síðan eignaðist
Hannes Þorsteinsson, þjóðskjal-
avörður, handritið og er stærsti
hluti viðbóta og leiðréttinga eftir
hann.
Hannes hefur sagt um þetta
handrit að það sé „eitthvert hið
allra áreiðanlegasta og fullkomn-
asta ættarsafn íslenskt“ og víst er
að með viðbótum Hannesar á
þessi umsögn fyllilega rétt á sér.
Undirbúningur útgáfunnar,
sem gerð var með sérstöku leyfi
Handritadeildar Landsbókasafns
íslands, reyndist afar tímafrekur
og mikið nákvæmnisverk. Hand-
ritið var illa farið, óhreint og
slitið, og reyndar fyrir alllöngu
óhæft til útlána í lestrarsal.
Kunnáttumenn hafa lokið lofs-
yrði á verkið í sinni endanlegu
mynd - það er fagurlega inn-
bundið og því fylgir endurgerð
nafnaskrá og grein um Ólaf
Snóksdalín og verk hans eftir Sig-
urgeir Þorgrímsson.
Þar sem mikil vinna liggur að
baki hvers eintaks ættarsafnsins
þótti ekki gerlegt að gefa það út
nema í 75 eintökum. Verð bók-
anna þriggja er samt ekki nema
18 þús. krónur (19.600 með af-
borgunarkj örum).
Áhugafólk getur skoðað bæk-
urnar hjá Sögusteini að Týsgötu
8, á mánudögum og miðviku-
dögum milli kl. 4 og 6.
Hallgrímskirkja
Kantötur
Bachs
Mótettukór Hallgrímskirkju
er um þessar mundir að hefja
fjórða starfsár sitt. Síðustu
vikur hefur Mótettukórinn
sungiðjólalög innáplötu
ásamt Kristni Sigmundssyni,
en það er bókaforlagið Örn og
Örlygur sem gefur út. Upp-
tökum er nú lokið og framund-
an er hefðbundið vetrarstarf
kórsins.
Hátíðatónleikar verða haldnir
sunnudaginn 27. október og
verða þá fluttar þrjár kantötur.
Eru þessir tónleikar eins konar
lokaframlag Mótettukórsins á
Bach-árinu. Fleiri tónleikar eru
ráðgerðir eftir áramótin og verð-
ur síðar í haust tekið til við að æfa
nýja og fjölbreytta efnisskrá með
mótettum frá ýmsum tímum.
Söngfólk vantar nú í allar radd-
ir Mótettukórsins þar sem ákveð-
ið hefur verið að stækka kórinn.
Skilyrði fyrir inntöku er að menn
hafi einhverja reynslu af kór-
starfi, séu á aldrinum 16 til 40 ára
og æskileg er kunnátta í nótna-
lestri. Æfingar eru á miðviku-
dagskvöldum og laugardags-
morgnum. Hörður Áskelsson
söngstjóri Mótettukórs Hall-
grímskirkju veitir nánari upplýs-
ingar í síma 32219.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 11. september 1985