Þjóðviljinn - 11.09.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Page 13
________________HEIMURINN_____ Bretland Biimmgham í logum Birmingham - Miklar óeirðir urðu í fyrrinótt og aftur í gær- dag í hverfinu Handsworth í Birmingham sem er næst- stærsta borg Bretlands. í það minnsta tveir létu lífið en lík þeirra fundust í rústum húsa sem brennd höfðu verið til grunna. Ekki er fullljóst hvernig óeirðirnar hófust en þær lýstu sér í því að hópar unglinga fóru um stræti hverfisins, reistu vega- Luxemborg - Utanríkisráðherr- araðildarlanda EBE komu sér í gær saman um takmarkaðar refsiaðgerðir gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Um leið og þær verða opinber- lega tilkynntar verður stjórn- inni í Pretoríu afhent yfirlýsing þar sem ma. er hvatt til þess að stjórnin taki upp viðræður við kjörna leiðtoga blökkumanna. Breska stjórnin vék sér þó undan því að undirrita samkomulagið. Að sögn fransks embættis- manns sem sat fund ráðherranna felur ákvörðun þeirra í sér bann við allri vopnasölu og kjarnorku- búnaði, olíusala verður stöðvuð og bann er lagt við öllum sam- skiptum á sviði menningarmála og íþrótta. Loks gerir ákvörðunin ráð fyrir því að hernaðarsérfræð- ingar sendiráða aðildarlandanna í Suður-Afríku verði kallaðar heim. Breska stjórnin áskildi sér þó rétt til að fara ekki eftir því síðastnefnda. Á það vildi franski ráðherrann ekki fallst og gerði kröfu til þess að allir kölluðu hernaðarfulltrúa sína heim. Á- kvað þá breski fulltrúinn að und- irrita ekki samkomulagið en hinir ráðherrarnir níu standa áfram að refsiaðgerðunum. Ráðherrarnir vildu hins Vegar ekki fallast á tillögur Frakka um bann við innflutningi á tálma sem þeir kveiktu í, hentu bensínsprengjum, brutust inn í og rændu verslanir og kveiktu í bflum og húsum. Aðeins 12 lög- regluþjónar voru í hverfinu þegar óeirðirnar hófust í fyrrinótt en þeim var fjölgað upp í 600 á skömmum tíma. Eftir nokkurra tíma átök tókst lögreglu að stilla til friðar en í gærdag blossuðu þau upp aftur. Ástæðan var heimsókn innanrík- isráðherrans, Douglas Hurd, í hverfið þar sem einkum býr gullmyntinni Krugerrand, og þeir vildu heldur ekki banna nýjar fjárfestingar í landinu né hætta að veita útflytjendum til Suður- Afríku lánafyrirgreiðslu. Margt af því sem ráðherrarnir ákváðu í gær er þegar bannað í ýmsum að- blökkufólk og fólk ættað frá Asíu. Tekið var á móti ráðherr- anum með grjótkasti og brátt logaði allt í óeirðum aftur þar sem bflum var velt og kveikt í húsum. Þetta eru verstu óeirðir sem orðið hafa í breskri borg síðan sumarið 1981 þegar mannskæðar kynþáttaóeirðir urðu í 20 borgum landsins. Handsworth er fátækt hverfi þar sem ríkir mikið atvinnuleysi, að meðaltali 55- 60% sem er fjórfalt meira en ildarríkjum EBE. Embættismenn í Luxemborg sögðu að þessi ákvörðun væri fyrst og fremst táknræn til þess að undirstrika óþolinmæði banda- lagsins með hve hægt miðar að afnema aðskilnaðarstefnuna. í landsmeðaltalið. Harðast bitnar atvinnuleysið á unglingum sem hafa lítið við að vera annað en að hanga í sjoppum og á krám og svelgja í sig eitur og áfengi. Um það bil 30 lögreglumenn slösuðust í átökunum en enginn þó alvarlega. Lögreglan sagði að ástandið hefði einna helst líkst borgarastyrjöld þar sem hún hefði þurft að fikra sig áfram götu eftir götu til þess að koma á friði aftur. yfirlýsingunni sem send verður til Pretoríu verður stjórnin þar hvött til að sleppa úr haldi öllum pólitískum föngum, þmt. Nelson Mandela, og taka upp viðræður við kjörna fulltrúa blökku- manna. Kína Enginn stalínismi í Britannicu Peking - Kínverjar hafa gefiö út fyrstu þrjú bindin af hinni þekktu alfræðiorðabók Enc- yciopaedia Britannica á kín- versku. Útgáfan er að mestu leyti óbreytt frá ensku frumút- gáfunni að því undanteknu að kaflanum um stalínismann er sleppt og kaflarnir um helstu leiðtoga Kínaveldis eru auknir. AIls verður orðabókin gefin út í tíu bindum og til að byrja með verður upplagið 65 þúsund bindi en af þeim fara 50 þúsund á inn- lendan markað og afgangurinn á erlendan markað. Ritstjórí kínversku útgáfunn- ar, Xu Weizeng, sagði að rit- stjórnin hefði ekki treyst sér til að birta kaflann um stefnu og störf Stalíns þar sem hann hefði þótt „of umdeilanlegur". Kaflar sem fjalla um Kína og kínversk mál- efni hafa verið umskrifaðir og bætt við kaflana um kínverska leiðtoga. Til dæmis er kaflinn um Deng Hsiao Ping uþb. þrefalt lengri en í ensku útgáfunni en þó heldur styttri en kaflinn um Pétur mikla rússakeisara. REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Þetta líka... ...ísraelski herinn lét í gær lausa 119 fanga og voru það síðustu fangarnir sem handteknir voru meðan á hernámi ísraelsmanna stóð í Suður-Ltbanon og enn voru í haldi. Alls handtók ísraelski her- inn uþb. 10 þúsund manns í Suður-Líbanon á þeim þremur árum sem hernám hans stóð... ...Sovéskt skip bjargaði þremur fiskimönnum frá Jamaíca úr hafsnauð á Karíbahafi en þeir höfðu verið níu daga á reki eftir að utanborðsmótor á bátnum þeirra sökk. Fiskimennirnir sögðu að tvö bandarísk skip hefðu siglt framhjá þeim án þess að rétta þeim hjáip- arhönd og skipverjar á öðru þeirra hefðu mas. hlegið að þeim... Subur-Afríka EBE fer að fordæmi Reagans Bretar véku sér undan að taka þátt í sameiginlegum refsiaðgerðum síðasta mánuði sendi EBE þrjá utanríkisráðherra og einn háttsettan embættismann í „kynnisferð“ til Suður-Afríku. Þeir mæltu heimkomnir gegn sameiginlegum refsiaðgerðum bandalagsins en nú hafa slíkar aðgerðir verið samþykktar, að vísu afar takmarkaðar. Noregur Kare er ekkert yfir sig hrifinn Vinstriflokkarnir eru sigurvegarar kosninganna en geta bölvað kosningakerfinu Oslo - Það ríkti enginn fögn- uður í herbúðum norsku stjórnarinnar í gær þótt henni hafi tekist að merja eins þing- sætis meirihluta yfir vinstri flokkunum. Káre Willoch for- sætisráðherra sagði í gær- morgun að nú yrði mjög erfitt að stjórna Noregi. Síðan óskaði hann Verkamannaflok- knum til hamingju meö góðan árangur í kosningunurn. Verkamannaflokkurinn bætti við sig tæplega 4% atkvæða og fimm þingmönnum og var aukningin mest í dreifbýlinu sem hefur orðið útundan í þeirri upp- sveiflu sem olíugróðinn hefur leitt yfir norskt atvinnulíf. Sósíal- íski vinstriflokkurinn má lfka vel við kosningaúrslitin una, flokk- urinn bætti ekki við sig ýkja miklu fylgi en vann tvo þingmenn og hefur nú sex. Sú aukning veg- ur upp brotthvarf Vinstriflok- ksins af þingi. Samtals hlutu vinstriflokkarnir þrír-49,4% atkvæða og 77 þing- menn kjörna. Borgaraflokkun- um nægðu hins vegar 48,9% at- kvæða til að hljóta 80 menn kjörna. Þessu veldur norska kosningakerfið sem hefur engin uppbótarsæti og býður því heim talsverðu misvægi atkvæða og þingstyrks. Til dæmis fékk SV 5,4% atkvæða og 6 menn kjörna en Miðflokkurinn 6,6% atkvæða og helmingi fleiri þingmenn. Kristilegi þjóðarflokkurinn tap- aði rúmu prósenti í atkvæðahlut- falli en bætti samt við sig manni. Eins og fram hefur komið í fréttum þarf Willoch eftirleiðis að reiða sig á stuðning hins erki- hægrisinnaða Framfaraflokks í ýmsum málum og sagði Willoch að sú staða væri ekki það sem hann hefði helst óskað sér. Hann hefur svarið þess eið að gera enga samninga við Carl Hagen for- mann Framfaraflokksins en að sögn Willochs er stefna hans í efnahagsmálum „fullkomlega ábyrgðarlaus". Willoch sagði líka í gær að það væri óhugsandi að fylgja eftir ein- hverri stefnu í öryggismálum án þess að hafa tryggan meirihluta fyrir slíkri stefnu. Hann kvaðst samt bjartsýnn á að honum tækist að halda stjórnarliðinu saman í mikilvægustu málum sem snerta samstarf Noregs og Nató. Það gæti reynst hægara sagt en gert. Fyrir kosningar hafði Will- och sjö þingsæta meirihluta yfir vinstriflokkunum og ef einhverjir úr hans liði brugðust gat hann reitt sig á stuðning Framfara- flokksins. Nú má ekkert út af bera til þess að hann lendi ekki í minnihluta með þá stefnu sem hann fylgir og vinstrimenn segja að sé afar vinsamleg Bandaríkj- unum. í flokki kristilegra eiga sum stefnumál Verkamanna- flokksins talsverðan hljómgrunn, td. krafan um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd og um stöðvun á framleiðslu og tilraunum með kjarnorkuvopn. Á sviði efnahagsmála gæti Willoch einnig þurft að sveigja af sinni fyrri stefnu því í Miðflokkn- um og Kristilega þjóðarflok- knum hefur gætt vaxandi ó- ánægju með niðurskurð Willochs á ríkisútgjöldum, ekki síst á sviði heilbrigðismála. Ekki er búist við því að Willoch geri neinar meiriháttar breyting- ar á ráðherraliði sínu. Þó að því undanteknu að hann þarf að finna sér nýjan utanríkiráðherra þar sein Svenn Stray hefur hætt afskiptum af stjórnmálum. Einn- ig gæti hann þurft að láta undan kröfum samstarfsflokkanna um mikilvægari ráðherraembætti þar sem þeir bættu við sig þingsætum en Hægriflokkurinn tapaði. Endanleg úrslit í norsku þingkosningunum urðu þessi (tölur i -i flOI Innrvn frá 1981 innan sviga); Verkamannaflokkurinn SV Vinstri Kristilegir Miðflokkurinn Hægriflokkurinn Framfaraflokkurinn % 40,9 (37,1) 5,4 (5,0) 3.1 8.2 6,6 30,4 3,7 (3,9) (9,3) (6,6) (31,8) (4,5) þingsæti 71 (66) 6 (4) 0 (2) 16 (15) 12 (11) 50 (53) 2 (4) Aðrir flokkar og samtök fengu innan við 1 % atkvæða en auk ofannefndra flokka buðu fram maóistar, moskvukommar og klofningsbrot út úr Vinstriflokknum auk staðbundinna fram- boða. Alls voru greidd 3.098.153 atkvæði og samsvarar það að kjörsókn hafi verið 82,7% sem er tæpu prósenti meira en árið 1981. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.