Þjóðviljinn - 11.09.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Síða 15
ÍÞRÓTTIR ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Stjörnuliðið Guómundur fyrir Guðmund Með góðum leik í Keflavík ýtti Guðmundur Þorbjörnsson úr Val Framaranum Guðmundi Torfasyni útúr Stjörnuliði Þjóðviljans. Það er eina breytingin á liðinu frá því í 16. umferð og fyrir lokaumferðina lítur það því svona út, stjörnufjöldi í svig- um: Markvörður: Þorsteinn Bjarnason, IBK (12) Varnarmenn: Guöni Bergsson, Val (16) Freyr Sverrisson, (BK (14) Valþór Sigþórsson, (BK (14) Tengiiiðir: Karl Þórðarson, (A (15) Siguróli Kristjánsson, Þór (16) Ómar Torfason, Fram (20) Ámi Sveinsson, lA (15) Framherjar: Guðmundur Þorbjörnsson, Val (14) Ragnar Margeirsson, fBK (18) Halldór Áskelsson, Þór (16) Þeir Guðmundur Torfason, Fram, og Guðjón Guðmundsson, Víði, hafa fengið 14 stjörnur hvor og standa næstir liðinu. Guðmundur Steinsson, Fram, kemur þar á eftir með 13 stjörnur en síðan koma fjölmargir leikmenn með 10-12 stjörnur. -VS ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ England Reid byrjar Isafjörður Engin skipting ,4 fyrrakvöld var haldinn aðalfundur knattspyrnudeildar IBI og þar tóku við stjórnartaumunum sjö valinkunnir menn sem lcngi hafa stutt knattspyrnuna á ísafirði með ráðum og dáð. Það kemur aldrei til að IBI verði skipt í Hörð og Vestra i knattspyrnunni og stjórnin mun kappkosta að gera upp skuldir dcildarinnar eins fljótt og hægt er“, sagði Ólafur Helgi Ólafsson, formaður ÍBÍ, í samtali við Þjóðviljann í gær. Knattspyrnuáhugamenn á ísafirði geta því varpað öndinni léttar en eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær voru komnar á kreik hugmyndir um að ÍBI hætti í 2. deild og Hörður og Vestri færu í 4. deildina í staðinn. Skuldir knattspyrnudeildar ÍBf vegna kostnaðarsamra ferðalaga í 2. deild eru miklar og útfrá því voru hugmyndirnar um skiptinguna sprottnar. _y§ Knattspyrna Þeir voru hressir í gær, þrátt fyrir rigninguna, piltarnir í unglingalandsliðinu og eru staðráðnir í að veita hinu sterka liði Englendinga harða keppni. Mynd: E.ÓI. Landsleikur Island-England Evrópuleikur á Laugardalsvelli Stein lést í Cardiff! eftir að Skotar höfðu gert jafntefli við Wales. Wales úr leik nema Island taki stig á Spáni Peter Reid frá Everton leikur í kvöld sinn fyrsta „alvörlandsleik" fyrir Englands hönd - gegn Rúm- eníu á Wembley í undankcppni HM í knattspyrnu. Rcid, sem er 29 ára gamall, stóð sig mjög vel í Ameríkuferð landsliðsins í júní og í framhaldi af því gefur Bobby Robson landsliðseinvaldur hon- um tækifæri til að festa sig í sessi. Glenn Hoddle, miðvallarspil- arinn snjalli frá Tottenham, fær nýtt tækifæri til að sanna sig en hann stóð sig einnig vel í ferðinni. Lið Robsons er þannig skipað: Peter Shilton, Southampton Gary Stevens, Everton Kenny Sansom, Arsenal Mark Wright, Southampton Terry Fenwick, QPR Glenn Hoddle, Tottenham Bryan Robson, Man. Utd. Peter Reid, Everton Gary Lineker, Everton Mark Hateley, AC Milano Chris Waddle, Tottenham Englendingar eru með mjög góða stöðu í 3. riðli og ættu að vera öruggir með annað af tveimur efstu sætunum sem gefa rétt til þátttöku í lokakeppn- inni í Mexíkó. Ekki spillir fyrir að þeir eiga eintóma heimaleiki eftir. Staðan í riðlinum er þessi: England.............5 3 2 0 15-1 8 Rúmenía.............5 2 2 1 8-4 6 N-lrland............5 3 0 2 7-5 6 Finnland............7 2 2 3 6-12 6 Tyrkland............4 0 0 4 1-15 0 Tyrkland og Norður-írland mætast einnig í kvöld. -VS/Reuter ísland og England mætast í unglingalandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum í dag. Liðin eru skipuð leikmönnum 18 ára og yngri og er þetta fyrsti leikurinn í síðari umferð Evrópukeppninn- ar. ísland tapaði 5-3 fyrir Eng- lendingum ytra og 2-0 gegn Skotum og 2-1 gegn írum hér heima í fyrri umferðinni. í seinni umferðinni er nánast skipt um lið, eldri leikmenn ganga upp og eru ekki gjaldgengir en í staðinn koma piltar sem voru í 16-ára landsliðunum. í íslenska liðinu eru aðeins tveir eftir frá því í fyrri umferðinni, KR-ingurinn Sigurð- ur Valtýsson og Skagamaðurinn Stefán Viðarsson. Lið Englendinga er eingöngu skipað leikmönnum sem komnir eru á samning hjá ensku atvinnu- félögunum. Þar er fremstur í flokki Tony Daley frá Aston Villa, eitt mesta efni sem fram hefur komið í ensku knattspyrn- unni síðustu árin. Nokkrir íslend- ingar sáu hann leika með Aston Villa í 1. deildinni í haust og eiga vart orð til að lýsa hæfileikum hans. Leikurinn hefst kl. 17.30 og er fyllsta ástæða til að hvetja knatt- spyrnuáhugamenn til að mæta og sjá framtíðarleikmenn íslands og Englands eigast við. -VS Jock Stein, landsliðseinvaldur Skota í knattspyrnu, lést í Cardiff í Wales í gærkvöldi eftir að Skotar höfðu gert jafntefli þar við Walesbúa, 1-1, í undankeppni HM. Stein var einn litríkasti framkvæmdastjóri í skosku knattspyrnunni um áraraðir og var lengst við stjórnvölinn hjá stórliðunum Celtic og Rangers. Mark Hughes kom Walesbú- um yfir eftir 12 mínútna leik og staðan var 1-0 allt þar til 10 mín- útur voru til leiksloka. Þá fengu Skotar vítaspyrnu og úr henni jafnaði David Cooper. Rétt fyrir leikslok reis Jock Stein á fætur og stuggaði við ljósmyndara sem hafði angrað hann allan leikinn. Á leið sinni til sætis á ný hné hann niður og lést síðan á leiðinni á sjúkrahús. Stðan í 7. riðli eftir leikinn: Skotland............6 3 1 2 8-4 7 Wales...............6 3 1 2 7-6 7 Spánn...............5 3 0 2 7-7 6 ísland..............5 "1 0 4 3-8 2 Spánverjar þurfa sigur gegn ís- lendingum í Sevilla þann 25. sept- ember til að komast í lokakeppn- ina í Mexíkó. Lið númer tvö í riðlinum leikur aukaleiki við sig- urvegarann í riðli Ástralíu, Nýja- Sjálands, ísraels og Taiwan um sæti í lokakeppninni í Mexíkó. Tapi ísland á Spáni er því Wales úr leik - en nái íslenska liðið stigi eða stigum fara Skotar beint í lokakeppnina og Walesbúar í aukaleikina. -VS/Reuter Knattspyrna Belgía Gerets valinn á ný! Rúmu ári eftir að hafa verið dœmdur íþriggja ára bann Eric Gerets, fyrrum landsliðs- fyrirliði Belga í knattspyrnu sem dæmdur var í þriggja ára keppn- isbann í fyrra eftir mútumálið fræga hjá Standard Liege, er á ný kominn í belgíska landsliðið og leikur með því gegn Pólverjum í dag. Gerets fékk fljótlega bannið stytt niður í 15 mánuði og í mars sl. aflétti FIFA, Alþjóða knatt- spyrnusambandið, banninu algerlega. Guy Thys, landsliðseinvaldur Belga, fylgdist með Gerets í leik með PSV Ein- dhoven í hollensku 1. deildinni á sunnudag. Þar leikur hann stöðu „sweepers“ en Thys ætlar samt sem áður að láta hann leika í sinni gömlu stöðu sem bakvörður í dag. Leikur Pólverja og Belga ræður úrslitum um hvort liðið kemst beint í lokakeppni HM í Mexíkó. Liðin eru jöfn með 7 stig úr 5 leikjum en Pólverjar hafa betri markatölu. Þeim dugar því jafntefli í dag en Belgar þurfa sigur. Liðið sem verður númer tvö í riðlinum leikur aukaleiki við Hollendinga um sæti í loka- keppninni. Leikurinn í dag fer fram í „nornapottinum“ í Chorzow í Póllandi en leikvangurinn, Siles- ia, er kallaður það vegna ærandi hávaðans sem 70 þúsund áhorf- endur þar framleiða. -VS/Reuter Socrates í Flamengo? Nú bendir allt til þess að Flam- engo, brasilíska liðið sem hinn snjalli Zico leikur með, kaupi Socrates frá ítalska félaginu Fior- entina. Ekkert varð af kaupum Ponte Preta á brasilíska landsliðsfyrir- liðanum þrátt fyrir að allt benti til þess að þau næðu fram að ganga. Forseti Flamengo sagði í gær að hann vonaðist eftir því að geta gefið nánari upplýsingar um mál- ið innan tveggja sólarhringa. -VS/Reuter Frjálsar Stórveldin í Japan Bandaríkin, Sovétríkin og Jap- an heyja landskeppni í frjálsum íþróttum í Tókíó, höfuðborg Jap- ans, dagana 21.-22. september. Beðið er eftir kcppninni mcð mikilli eftirvæntingu þar sem reiknað er með því að bæði stór- veldin sendi sín sterkustu lið. Carl Lewis og Calvin Smith verða í fararbroddi hjá Banda- ríkjamönnum en að vísu verður Grand Prix meistarinn Mary Slaney fjarri góðu gamni. Heimsmethafarnir Sergei Bubka og Yuri Sedykh verða í fremstu víglínu Sovétmanna ef að líkum lætur. -VS/Reuter Miðvíkudagur 11. september 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Spánn Erfitt hjá Hercules Spœnskt blað gagnrýnir kaupin á Pétri og Kempes Frá Sigurdóri Sigurdórssyni fréttamanni Þjóðviljans á Spáni: Hercules, íið Péturs Péturs- sonar, á greinilega erfiðan vetur framundan í hinni hörðu 1. deildarkeppni í knattspyrnu. Ég sá leik Osasuna og Hercules í sjónvarpi nú um helgina og hann lofaði ekki góðu fyrir framhaldið hjá liðinu. Osasuna er ekki hátt skrifað í spænskri knattspyrnu en liðið hafði mikla yfirburði gegn Hercules og sigurinn, 1-0, var alltof lítill. Pétur Pétursson og Argentínumaðurinn frægi Mario Kempes sáust varla í leiknum, enda fengu þeir sáralítið til að vinna úr vegna stanslausrar sókn- ar Osasuna. Eitt spænsku blaðanna Pétur Pétursson er strax kominn á milli tannanna á spænsku pressunni. gagnrýndi nú á dögunum harka- lega kaup Hercules á þeim Pétri og Kempes. Blaðið sagði að Hercules hefði fengið 280 miljón- ir peseta til umráða til kaupa á tveimur erlendum leikmönnum en hefði ekki nýtt þær viturlega. Pétur hefði kostað aðeins 5 milj- ónir peseta (27 þúsund pund) og félagið hefði hæglega getað varið peningunum betur. Það verður því greinilega mikil pressa á Pétri á næstunni. Út- lendingar í spænsku knattspyrn- unni eru litnir gagnrýnari augum en heimamenn, enda eðlilegt þar sem fjöldi þeirra hjá hverju liði er takmarkaður. Ekki bætir yfirvof- andi fallbarátta úr skák og nú reynir virkilega á Skagamanninn að standa fyrir sínu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.