Þjóðviljinn - 11.09.1985, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.09.1985, Síða 16
Aðalsfmi: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Mlðvikudagur 11. september 1985 208. tölublað 50. örgangur DJOÐVILJINN Flugstöðin Miðneshreppur í mál Elsa Kristjánsdóttir oddviti: erum orðin langþreytt á varnarmáladeild. Hreppurinn telursig eiga heimtingu á byggingarleyfisgjöldum afnýju flugstöðinni. Lögtaks krafist í haust? Sveitarstjórnarmenn á Suður- nesjum hvar í flokki sem þeir standa eru orðnir langþreyttir á varnarmáladeild. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona mál eða svipað kemur upp, en þeir hafa alltaf haft þennan viðskiptamáta á, neita að fara að lögum, sagði Elsa Kristjánsdóttir oddviti Miðneshrepps í samtali við Þjóð- viljann í gær. Miðneshreppur hefur ákveðið að fara í mál við utanríkisráðu- neytið vegna þes að varnarmála- deild neitar að greiða lögboðin byggingarleyfisgjöld að upphæð kr. 572 þúsund af nýju flugstöð- inni, sem er í landi Miðnes- hrepps. Málið hefur verið falið Ólafi Ragnarssyni lögfræðingi og er hann nú að fara í saumana á því „Eg lít svo á að þetta muni Austurland liýlyng- tegund Páll Sveinsson: fann plöntuna 18. júnísl. Nýr borgari bættist í gróður- ríki iandsins þegar Páll Sveinsson bóndi í Hvannstóði í Borgarfirði eystra fann nýja lyngtegund í júní síðastliðnum. Lyngið nefnist Ijósalyng (Andromeda poiifolia). Það ber nokkur fölbleik blóm saman í klasa efst á stöngli. Lyng- tegund þessi vex bæði í Skandin- avíu og á Bretiandseyjum. Páll Sveinsson sagði í samtali við Þjóðviljann að hann hefði aldrei lært neitt í grasafræði utan það sem stendur í íslenskum bókum. Ég hef mikinn áhuga fyrir grasafræði, sagði Páll. „Veðrið var búið að vera mjög gott þegar ég fann þessa tegund. Það var 18. júní. En síðan hefur verið leiðinda veður hér í Borgar- firði. Ég sá strax að þetta var teg- und sem ég hafði aldrei séð áður, því fletti ég upp í stóru Fjölva bókinni og fann út að þetta er svonefnt ljósalyng.“ Páll sagði að lyngið yxi á um tveggja fermetra svæði. I Borgarfirði eru um 20-30 tegundir plantna sem búið er að friða, sagði Páll í Hvannstóði að lokum. -SA Noregur Til lykke! Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sendi í gær heillaskeyti til Gro Harlem Brundtland, formanns Verka- mannaflokksins í Noregi, og Hanne Kvanmo, varaformanns sósíalíska vinstri flokksins, í ti- lefni kosningasigurs þeirra um helgina. í skeytinu sagði meðal annars, að sigurinn væri hvatning fyrir vinstri öfl hvarvetna til bar- áttu gegn frjálshyggju hægri sinna. -ÖS verða prófmál fyrir dómstólurn. Það virðist engin önnur leið en að innheimta þessa upphæð með lögsókn og lögtaks verður vænt- anlega krafist í haust. Það sem um er að ræða er að íslensk lög og ákvæði í varnarsamningi stangast á. En samkvæmt íslenskum lögum mega sveitarfélög inn- Fargjöld í Strætisvagna Rcykjavíkur hækkuðu í gær um 13,6% að meðaltali. Eftir hækkun kostar staðgreiðsiufar- gjald fullorðinna 25 krónur, 26 miða kort kosta nú 500 kr. og lítil kort, 4 miðar, kosta 100 kr. Þau kort er hægt að kaupa í vögnun- um og athygli vekur að með því að kaupa þau kort borga farþegar heimta byggingarleyfisgjöld af öllum byggingum innan þeirra lögsögu. Varnarmáladeild skýlir sér á bak við varnarsamninginn, en staðreyndin er sú að flugstöðin er ekki hernaðarmannvirki, það er íslenska ríkið sem byggir en ekki herinn", sagði Ólafur í sam- tali við Þjóðviljann í gær. jafnmikið fyrir farið og ef stað- greitt er. Þá hækkuðu barnafar- gjöld um 1 krónu eða úr 6 kr. í 7 kr. Guðrún Ágústsdóttir fulltrúi Abl. í stjórn SVR greiddi atkvæði gegn fyrrgreindri hækkun. Kvað hún ekki óeðlilegt að borgarsjóð- ur greiddi fargjöldin meira niður því flestir notendur vagnanna „Svipuð mál sem áður hafa komið upp hér á Suðumesjum hafa alltaf verið þögguð niður eða afgreidd þannig að þau hafa ekki farið hátt, en svo mun ekki verða um þetta. Þetta er spurning um hvaða lög gilda í landinu", sagði Elsa. væru tekjulágir. Eftir hækkunina standa fargjöldin undir um 75% af rekstri vagnanna. Á fundinum í gær lagði Guð- rún einnig til að framhalds- skólanemendur gætu keypt mán- aðarkort fyrir andvirði 20 miða fyrir fullorðna, þ.e. á 500 krónur. Sagði Guðrún í samtali við Þjóð- viljann í gær að í Árbœjarsafn Styðja Guðnýju Gerði Þrír umsœkjendur um stöðu borgarminjavarðar draga umsóknir sínar til baka. Þrír starfsmenn Árbæjarsafns drógu í gær til baka umsóknir sínar um stöðu borgarminjavarð- ar. Þær Salvör Jónsdóttir, Kristín H. Sigurðardóttir og Júl- íana Gottskálksdóttir lýstu jafn- framt stuðningi við umsókn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdótt- ur, sem hefur starfað lengst um- sækjenda við safnið. 10 sóttu um starf borgarminja- varðar frá og með 1. nóvember n.k., þeirra á meðal Ragnheiður Þórarinsdóttir sem gegnt hefur stöðunni í ársleyfi Nönnu Her- mannsson. Auk hennar og Guð- nýjar Gerðar sóttu eftirtaldir um: Bjarni Einarsson, Gunnlaugur Haraldsson, Magnús Þorkelsson, Sólveig Georgsdóttir og Jóhann Jakobsson. Ekki er búist við að ráðið verði í stöðuna fyrir en Davíð Oddsson er kominn úr sumarleyfi sínu. -ÁI Dagvistir Enginn vilji til samráðs Tillaga um samráðsnefnd felld í borgarráði Tillaga um að þegar í stað yrði skipuð samráðsnefnd með aðild fóstra, félagsmálaráðs og for- eldra barna á dagvistarstofnun- um var felld í borgarráði í gær. Tillagan hlaut aðeins 1 atkvæði flutningsmanns, Sigurjóns Pét- urssonar, en fulltrúi Kvenna- framboðs, sem ekki hefur atkvæðisrétt, lýsti stuðningi við hana. Framsókn og Sjálfstæðisflokksmenn sátu hjá. Sigurjón sagðist í gær hafa vilj- að láta reyna á þann vilja sem borgaryfirvöld hefðu marglýst yfir til að leysa þann alvarlega vanda sem upp er kominn á dag- vistarheimilunum vegna skorts á fagmenntuðu starfsfólki. Sá vilji væri hins vegar greinilega ekki fyrir hendi. Tillagan gerði ráð fyrir að nefndin hraðaði störfum og skilaði tillögum til úrbóta fyrir 1. október n.k.. -ÁI nágrannasveitarfélögunum tíðk- aðist það fyrirkomulag og svo væri einnig í flestum siðm- enntuðum löndu. Kvað hún það borginni til vansæmdar að veita ekki skólanemendum þessa að- stoð og því hefði hún flutt til- löguna. Tillaga Guðrúnar verður afgreidd á næsta fundi stjórnar SVR. -v -€g Tónlist Við eram bjartsýn! Guðmundur Emilsson ííslensku hljómsveitinni: stöndum íharðri samkeppni Islenska hljómsveitin fer nú senn að hefja sitt fjórða starfsár. Af því tilefni átti Þjóðviljinn örstutt spjall við Guðmund Emilsson, fram- kvæmdastjóra hljóm- sveitarinnar, um þetta áhuga- verða og sérstæða fyrirbæri, sem Islenska hljómsveitin ó- neitanlega er. „Markmið íslensku hljóm- sveitarinnar getum við sagt að hafi verið fjórþætt: Að annast tónlistarflutning fyrir hljóm- sveitir, einleikara og kammer- hópa. Að efla skilning á gildi tónlistar og auka tónlistará- huga með þjóðinni. Að auðvelda ungum hljóðfæral- eikurum, stjórnendum og tónskáldum að stunda list sína hér á landi. Að veita íbúum landsbyggðarinnar aukna möguieika á að hlýða á lifandi tónlist. Hvernig til hefur tek- ist er kannski frekar annarra um að dæma en við höfum ekki ástæðu til að vera óá- nægð með árangurinn. Fjárhagurinn? Við stönd- um í harðri samkeppni. Að- stoð hins opinbera hefur farið hlutfallslega síminnkandi. Er nú svo komið að við greiðum meira til þess en það lætur af hendi rakna. Við erum í per- sónuiegri ábyrgð fyrir miklum lánum. En við erum bjartsýn- isfólk. Við trúm á það, sem við erum að gera.“ -mhg. Borgin 13,6% hækkun í strætó Núkostar orðið25 kr. ístrœtó. GuðrúnÁgústsdóttir: Geri tillögu um að framhaldsskólanemendur fái mánaðrkort eins og tíðkast annars staðar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.