Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN
ÞJÓÐMÁL
Söngfólk
Samkór Trésmiöafélags Reykjavíkur
óskar eftir fólki í allar raddir. Uppl.
gefa söngstjóri í síma 30807, Guðjón
og formaður í síma 71684, Guð-
mundur.
Trabant ’80
Til sölu í varahluti. Er með góðan gír-
kassa, vél í lagi og margt annað brúk-
legt. Uppl. eftirkl. 19, í síma671901.
Píanókennsla
Einkatímar fyrir píanónemendur.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra
komna. Uppl. í síma 18625 eftir klukk-
an 18. Kolbrún.
Til sölu
ungbarnavagga á hjólum 2.500 kr.,
hoppróla á 800.- kr, ungbarnastóll á
500.- kr og göngugrind á 600.- kr.
Uppl. í síma 74003.
Herbergi til leigu
í miðbænum (við Tjörnina). Reglu-
semi áskilin. Hringið í síma 23115
eftir kl. 20.
Dagmamma óskast
Óska eftir dagmömmu eftir hádegi
fyrir 4 ára stelpu. Fura, sími 10335.
Selst ódýrt
Juno hitapoki, þvottavél, hilla og
nokkrir stólar. Uppl. í síma 24739.
Kona óskast
til að gæta tveggja barna, 10 ára og
þriggja mánaða, 2-3 daga í viku. Eng-
in heimilisstörf. Hringið í síma 18052.
Til sölu
Tveir sturtubotnar til sölu. Á sama
stað fæst barnabílstóll. Uppl. í síma
621737 á kvöldin.
Barnavagn
Nýlegur barnavagn til sölu. Vagninn
er vel útlítandi. Uppl. í síma 32618.
Ræsting
Karl eða kona óskast til að ræsta
stigagang í húsi við Þórsgötu. Uppl. í
síma 24299.
Til sölu
ógangfær Lada station árg. '76. Selst
ódýrt. Uppl. I síma 622888.
Fótur
Til sölu fótur undir sýningartjald. A
sama stað er hægt aö fá fyrir lítið
lampa og pottablóm.
Uppl. eftir kl. 17.00 í síma 26482. -
Gudrun.
Eldhúsinnrétting
Til sölu er eldhúsinnrétting, vel með
farin, með vaski og blöndunartækj-
um. Selst ódýrt. Uppl. í síma 72152
og í síma 611204.
Báturinn í garðinn
Er ekki einhver sem vill losna við
gamla bátinn sinn? Ef svo er erum við
tilbúin til að sækja hann. Hringið í
síma 71667 fyrir hádegi.
SAAB til sölu
Til sölu er SAAB 96, árgerð 1973,
skoðaður 1985. Möguleiki er einnig á
bílaskiptum og þá á bíl í ca 110-120
þúsund krónaverðflokki (85 þús. í
milligjöf). Nánari upplýsingar í síma
15731.
Nýtt Galleri - Textíll
Módelfatnaður, myndvefnaður, tau-
þrykk, skúlptúr, smámyndir og
skartgripir.
Gallerí Langbrók-Textíll á horni
Laufásvegar og Bókhlöðustígs.
Opið frá 12 - 18 virka daga.
Herbergi til leigu
fyrir geymslu á húsgögnum eða
hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og
upphitað. Uppl. í síma 81455.
Saumanámskeið
bæði fyrir byrjendur og lengra
komna. Morguntímar, dagtímar og
síðdegistímar. Uppl. og innritun í
símum 83069 og 46050.
Giitarkennsla
Gítarkennsla fyrir byrjendur og longra
komna. Uppl. í sima 621126 milli kl.
18 og 20.
Trérennibekkir
Tvö stykki trérennibekkir til sölu.
Sanngjarnt verð. Uppl. I síma 41785
eftir kl. 18.
Skólaritvél óskast
Upplýsingar I síma 671238.
Marshall bassabox
og Farfisa Lesley til sölu. Upplýsingar
í síma 28947 eftir kl. 17.
Til sölu
Barnavagn, sem er burðarrúm, vagn
og kerra, 4.000 kr. Göngugrind 800
kr. Baby Björn ungbarnastól 800 kr,
og pelahitari 500 kr. Upplýsingar í
síma 42085.
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Starfsmann vantar á skrifstofu skólans (símavarsla) í hálfs
dags starf, fyrir hádegi.
Upplýsingar í skólanum.
Rektor
• Blikkiðjan
Iðnbúð 3, Garðabæ
Önnumst þakrennusmiöi og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmiði.
Gerum föst verötilboð
SIMI 46711
Komið úr felum!
Samtök aðstandenda
vímuefnasjúkra
SAVES
Kjörorð okkar: „Eitur af eyju66
Stofnað 9.5. 1985. Gíró 63890-0 Áheita óskað
Nánari upplýsingar SAVES Post restante R-9 Reykjavík
Byggjum hvíldarheimili fyrir þreytta aðstandendur.
Skráning almennra félaga er að hefjast.
Auglýsið í Þjóðviljanum
Blysför við alþingi íslendinga í lok stéttaátakanna si. haust.
rauninni lágu öll málsatvik alveg
ljós fyrir.
Yfirheyrslur
hjá lögreglunni
Rannsóknarlögreglan hélt nú
áfram af kappi rannsókn málsins.
Þann 1. nóvember hefjast yfir-
heyrslurnar og eru teknir fyrir
stjórnarmenn í starfsmannafé-
lögunum báðurn. Þeir staðfesta
altt sem áður er fram komið auk
þess sem fram kemur í máli þeirra
að vakt var allan tímann til staðar
í Ríkisútvarpinu, - og hægt með
engum fyrirvara að hefja útsend-
ingar hvenær sem var ef á þyrfti
að halda.
Yfirheyrslur þessar yfir
stjórnarmönnum starfsmannafé-
laganna virðast hafa staðið yfir
frá 1. nóvember til 13. sama mán-
aðar og þá væntanlega verið af-
hent sem upplýsingargögn. til
ríkissaksóknara að nýju til frek-
ari ákvörðunar.
Þegar Walesa
var kallaður fyrir
Eins og nærri má geta var póli-
tískt loft lævi blandið í verkfallinu
og yfirlýsingar einstaka ráðherra
svo sem Ragnhildar Helgadóttur
menntamálaráðherra og Alberts
Guðmundssonar fjármálaráð-
herra vöktu athygli langt út fyrir
landsteinana. Báðar útvarps-
stöðvarnar ólöglegu sem kærðu
starfsmenn ríkisútvarpsins stóðu
harkalega gegn verkfallsfólkinu -
og þegar þing kom saman mátti
glöggt sjá og finna að ráðherrarn-
ir voru komnir í hefndarhug.
Ragnhildur lagði fram frum-
varp um löggildingu „frjálsra út-
varpsstöðva” og í frumvarpinu
var gert ráð fyrir að það færi nán-
ast umræðulaust í gegnum þingið
og gildistaka þeirra sem laga sett
á 1. nóvember. Ráðherrann lét
svo ummælt að „frjálsu útvarps-
stöðvarnar” þyrftu að skoðast í
samræmi við „neyðarrétt” og
gera þyrfti öll hugsanleg sakamál
uppíeinueftirverkfallið. Það gaf
þeim orðrómi byr undir báða
vængi að ákæra ríkisvaldsins gegn
starfsfólki útvarps og sjónvarps
ætti að nota sem pólitíska skipti-
mynt vegna kærumála á hendur
Valhallarútvarpinu og DV-
útvarpinu.
Útvarpslagafrumvarpið þvæld-
ist ögn fyrir þinginu og Fram-
sóknarþingmenn virtust lengi vel
ekki ætla að kokgleypa frumvarp
menntamálaráðherra. Á meðan
söfnuðu „rannsóknargögnin”
ryki hjá ríkissaksóknara, en hon-
um var þá þegar í lófa lagið að
láta málið niður falla, m.a. þar-
sem meint kæruatriði eru of létt-
væg.
Líður svo og bíður fram í jan-
úar, að skyndilega berast fregnir
frá embætti saksóknarans að nú
ætti að taka málið fyrir og það
sent Sakadómi Reykjavíkur.
En þá vill svo óheppilega til
fyrir þá sem áfram er um þessa
kæru, að kennarar standa í mikl-
um kjaraátökum, sjómenn fara í
verkfall og hundruð erlendra
fréttamanna koma hingað til
lands vegna Norðurlandaráðs-
þings. Engu er líkara en að í því
andrúmslofti hafi viðkomandi
stjórnvöld ekki þorað að láta kné
fylgja kviði. Ekki var það til að
bæta vígstöðu þessara
stjórnvalda að í fréttum um þetta
leyti bar mikið á þeirri frá Pól-
landi, að í Gdansk hefði Lech
Walesa enn einu sinni verið kall-
aður fyrir saksóknarann, -
ákærður fyrir að hafa forgöngu
um ólöglegt verkfall. Walesa
kallaði það réttu nafni; aðför að
frjálsri verklýðshreyfingu.
Nú er lag
Sakadómur birti svo stjórn-
aimönnum kæruna í síðustu viku.
Dómari er Ármann Kristinsson
systrungur Þórs Vilhjálmssonar
forseta Hæstaréttar og eigin-
manns Ragnhildar Helgadóttur
ráðherra.
Þeir Ævar Kjartansson og Ög-
mundur Jónasson talsmenn
starfsmannafélaganna sögðu í
Þjóðviljaviðtali sl. miðvikudag,
að þegar hætt var við að taka upp
málið sl. vetur hefði læðst að
mönnum grunur um að pólitíkin
hefði komið nærri, þar sem
spennan var svo mikil í loftinu.
„Nú er hins vegar lygn sjór og
málið án efa til lykta leitt fyrir
næstu kjarasamninga”.
Pólitísk aðför
Þessi aðför ákæruvaldsins er
um margt merkileg. Ástæða þess
að fólkið leggur niður vinnu er
sú, að í lögum nr. 38 frá 1954, 20.
grein er kveðið á um að föst laun
skuli greiðast fyrirfram mánaðar-
lega fyrsta starfsdag hvers mán-
aðar. Starfsmenn telja að sam-
kvæmt lögum hafi stjórnvöld
brotið á sér og leggja niður vinnu
samkvæmt vinnurétti þá þegar.
Ríkisstjórnin telur að sjálfsögðu
að þrátt fyrir umrædda grein
laga, séu til aðrar heimildir í
lögum sem hafi boðið henni að
brjóta á starfsmönnum með því
að borga þeim ekki út samkvæmt
lögum. Um þetta atriði er mála-
rekstur og enn hefur ekki verið
kveðinn upp dómur. En svo virð-
ist sem það hljóti að hafa skipt
máli, hvers vegna starfsmenn
lögðu niður vinnu.
Ákæruvaldið virðist hafa fram-
an af einnig litið svo á málið amk.
spyr ríkissaksóknari fyrst og
fremst um það hvers vegna starfs-
menn hafi lagt niður vinnu? Hins
vegar er ekkert gengið á eftir því
atriði frekar.
Fólkiö lítilsvirt
Ákæruvaldið virðist heldur
ekki vera með á hreinu hvern það
átti að lögsækja. Ef sakarefnið er
það, að fólkið hafi lagt niður
vinnu, þá virðist einboðið að
lögsækja alla sem það gerðu, -
bæði starfsfólk Ríkisútvarpsins
og allan þann mikla fjölda ríkis-
Starfsmanna annars staðar sem
lögðu niður vinnu af sömu ástæð-
um. En ríkisstjórnin virðist ekki
hafa treyst sér til þess að efna til
fjöldaréttarhalda, enda erfitt
meðan hún hefur ekki sett á her-
lög í landinu.
Þess vegna þurfti ákæruvaldið
að velja einhverja. Af ruddalegu
orðfæri í bréfi til rannsóknarlög-
reglustjóra er engu líkara en
Andrés Björnsson hafi átt að
verða fyrir barðinu, ásamt for-
svarsmönnum félaganna. En
hvers konar lítilsvirðing er það
gagnvart öllu fólkinu að telja það
óábyrgt sinna gerða? Af hverju
eru ekki allir lögsóttir sem grun-
aðir eru um „sekt” í málinu?
Að undirlagi
Ragnhildar?
Nú leggur pólitískan hægri
fnyk af þessum málatilbúnaði
öllum og menn telja sig muna sér-
staklega eftir því, að þegar samn-
ingar voru undirritaðir eftir
BSRB verkfallið sl. haust, með
hefðbundnum viðauka um að öll
ágreiningsmál milli aðila sem upp
hefðu komið í verkfallinu féllu
niður, hafi Ragnhildur Helga-
dóttir menntamálaráðherra þrýst
á um að „sakamál” útvarps-
manna yrðu undanskilin.
Hefði Þórður Björnsson farið
af stað með þetta mál ef ekki
hefði verið pólitískur vilji fyrir
því innan ríkisstjórnarinnar?
Um þetta er skýrt kveðið á um í
lögum. í 21. grein laga nr. 74 frá
1974 segir svo: „Áður en ríkis-
saksóknari ákveður málshöfðun
á hendur opinberum starfsmanni
fyrir brot í starfi, skal hann jafn-
an leita umsagnar ráðuneytis
þess, sem í hlut á. Ráðuneytinu
ber að láta ríkissaksóknara í té
rökstudda umsögn og tillögur svo
fyótt sem verða má”.
Nú er menntamálaráðherra
æðsti yfirmaður og „verndari”
starfsfólksins sem vinnur hjá
Ríkisútvarpinu. Annað hvort
hefur ríkissaksóknari farið að
lögum, - og þá er málsóknin
beinlínis að tillögu Ragnhildar
Helgadóttur, eða þá að ríkissak-
sóknari hefur ekki farið að lögum
og málið því úr sögunni.
Það eru óhugnanleg kaflaskipti
í samskiptum ríkisvalds og verk-
lýðshreyfingar í landinu með
þessari fangelsishótun. Þetta er
ótvíræð aðför að frjálsri verklýðs-
hreyfingu, að undirlagi hægri
öfgahópa sem kenna sig við frelsi
(Frjálshyggjufélagið og Frjáls
fjölmiðlun) sem um leið eru vold-
ugt afl í stærsta stjórnmálaflokki
landsins.
Á undanförnum misserum hef-
ur margt gengið yfir íslenska
verklýðshreyfingu; um tíma var
samningsréttur hennar afnum-
inn, verðtrygging launanna
sömuleiðis, og 25% tekið af tíma-
kaupinu. Með launaskriðinu hef-
ur félagslegt vald samtaka
minnkað og það komið í hendur
yfirmanna. Þegar svo við bætist
að sjálft ákæruvaldið verður
handbendi pólitískra afla, sem
einnig af hagsmunaástæðum vilja
verklýðshreyfingu feiga, þá blasir
alvaran við. Aðför að lýðræðinu.
Viðbrögðin hljóta að verða í sam-
ræmi við það.
Óskar Guðmundsson
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. október 1985