Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 9
VTOHORF Sóknarstarfsfólk Stöðvunarskylda framundan! Núna á döfinni er svokallað kjarnanámskeið fyrir starfsfólk Sóknar og stendur það frá 14. október til 28. nóvember. Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 15.30 til 19.00. í framhaldi af þessu námskeiði verða önnur nám- skeið þar sem fólk getur valið þá grein sem það starfar við. Fyrir Sóknarfólk táknar þetta 2,4% hækkun við hvert námskeið (sem eru 2-3), eða u.þ.b. 450-500 krónur samkvæmt Sóknar-taxta. Með því að stunda þetta nám- skeið þarf því 100 kr. í strætis- vagnafargjöld á viku eða 600 kr. allt námskeiðið. Hver er svo gróði Sóknarfólks af náms- keiðinu? Jú, fólk heldur áfram að fá sinn kartöflupoka eða 450 krónurnar eftir námskeiðið, en missir vinnuálag þessar 6 vikur. Og hvað verður þess langt að bíða að Sókn stokki launaflokka- kerfið upp eða að kaupkjör okk- ar hrapi niður á við? Hvað er hægt að láta bjóða sér svona nokkuð, lengi enn? Það vill svo til að fólk er vanafast og kann vel við sig í þeim störfum sem það iðkar, en ef svona strit á að standa lengi yfir þá teljum við að stöðvunarskylda okkar sé fram- undan. Við Sóknarfólk dagvistar- heimilisins Dyngjuborgar höfum frá tæplega 17 þúsund krónum upp í 19 þúsund krónur í fasta- kaup. Þar af dregst frá kaupi okk- ar í lífeyrissjóð - hvemig svo sem við getum nýtt okkur hann nægi- lega vel - og greiðsla í starfs- mannafélag, það var nefnilega það. Þessi hækkun færi von bráðar meira og minna í frádrátt. Svo við snúum okkar að ógift- um starfskrafti undir 26 ára aldri þá er einnig frádráttur í spari- merki - allt í lagi það er gott og blessað, en það dregst einnig frá þessum gífurlegu launum okkar. Samtals u.þ.b. 3-4 þúsund krónur á mánuði til eða frá. Þá kemur Sóknarstarfsmaðurinn með mán- aðarlaun sín, frá kr. 12-14 þúsund útborgað. Þá er eftir að greiða skatta og fæðiskostnað auk þess Hvar er peningur fyrir mat, bensíni, strætis vagnamiðum, eða rafmagni, hita og síma? Hver ersvo gróði Sóknarfólks af námskeiðinu? Jú, fólk heldur áfram aðfásinn kartöflupoka eða 450 kr. fyrir námskeiðið en missir vinnuálag þessaró vikur. sem matarhlé er ekki greitt. Margar okkar og þá vel flestar einar leigja íbúðir eða herbergi. Sumar hverjar mega teljast heppnar með leigugjald, en það er á bilinu 8-14 þúsund krónur á mánuði. Nú spyrjum við: Hvar er svo peningur fyrir mat, fyrir bensíni eða strætisvagnamiðum og fyrir rafmagni, hita og síma? Kannski eigum við að naga skóna okkar í annað hvert mál (Kínaskó í kaff- inu varla efni á dýrari skóm). Mundið þið sem ekki vinnið hjá Sókn láta bjóða ykkur þessi laun? Eða er sama dæmið á ykkar vinnustað? Það sem bíður okkar nú er ann- að hvort að ganga út og gera þá eitthvað í málinu eða lifa áfram í skuldum sem hlaða endalaust utan á sig. Eða jú, einn kosturinn gæti verið sá að finna sér vel launaða fyrirvinnu, því okkur þykir slæmt að hverfa frá starfi okkar!! f lokin ef einhver hefur áhuga á því að athuga hvort við séum þess verðar að fá hærra kaup, þá er velkomið að kynnast starfssem- inni. Við notum sýndarmennsku ekki sem aðalsmerki okkar eins og mörgum hættir til. Taki þeir til sín sem eiga. Reykjavík, 26.09.1985 Fh. Sóknarstarfsfólk dagvistar- heimilisins Dyngjuborgar Þórhildur Jónsdóttir _________MINNING_________ Pálmi Einarsson fyrrv. landnámsstjóri Þegar manni berast dánar- fregnir gamalla vina, þá leitar hugurinn jafnan til baka, ekki síst þegar maður veit að hinn látni hefur lifað langa ævi og skilað þjóð sinni miklu og farsælu ævi- starfi. Svo fór mér, er ég frétti lát manns, hér skal lítillega minnst. Pálmi Einarsson fæddist að Svalbarði í Miðdölum 22. ágúst 1897. Foreldrar hans voru Einar, bóndi þar, Guðmundsson, bónda á Giljalandi í Haukadal, Magnús- sonar og kona hans Sigríður Pálmadóttir, Ólafssonar, bónda á Svalbarði. Ungur mun Pálmi hafa ákveð- ið að helga landbúnaðinum starfskrafta sína því árið 1916 fer hann til náms í bændaskólann á Hólum og útskrifaðist þaðan vor- ið 1918, en tveggja vetra nám var þá hinn ákveðni námstími bændaskólanna. Hann lét þó ekki lengi staðar numið við þann áfanga, því fljót- lega hélt hann til Danmerkur til framhaldsnáms. Mun hann fyrst hafa byrjað á að vinna algeng landbúnaðarstörf en hóf þó fljótt nám við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og vann jafn- framt á sumrin við danskar til- raunastöðvar. Vorið 1923 lauk hann prófi frá Búnaðarháskólan- um og hélt þá heim. Næstu tvo vetur kenndi hann við Bænda- skólann á Hvanneyri, en réðist síðan jarðræktarráðunautur til Búnaðarfélags íslands árið 1925. Fór hann þá jafnframt í námsferð til Norðurlanda og Þýskalands. Síðan starfar hann óslitið hjá Búnaðarfélaginu til 1947 en tekur þá við nýstofnuðu starfi landnámsstjóra, er hann gegnir til 1968. Hafði þá unnið í þjón- ustu landbúnaðarins og stofnana hans samfellt í 45 ár. Þegar Pálmi Einarsson réðist sem jarðræktarráðunautur til Búnaðarfélags íslands voru til- tölulega nýhafnar allmiklar skipulagsbreytingar á öllu leiðbeiningastarfi í þágu land- búnaðarins. Áður hafði það að vísu haft sér- fróða menn í þjónustu sinni menn sem unnið höfðu af dugnaði og ósérhlífni að störfum sínum, við hinar erfiðustu aðstæður. En setning hinna nýju jarðræktar- laga kallaði beinlínis á enn frek- ari skipulagsbreytingu og stór- aukna leiðbeiningastarfsemi. Að taka við starfi jarðræktar- ráðunautar hefir án efa verið heillandi fyrir ungan og áhuga- saman mann en jafnframt erfitt á þeim tíma. Um allt landið þurfti að ferðast til að kynnast ástandi landbúnaðarins frá rótum, kanna alla umbótamöguleika og freista að gefa leiðbeiningar í samræmi við aðstæður á hverjum stað. Slíkt gat ekki verið létt verk, þar sem engar innlendar rannsóknir eða tilraunir var við að styðjast. Þá var vegakerfið þannig að ná- lega hvergi var hægt að ferðast nema á hestum eða jafnvel fót- gangandi ef um vetrarferðir var að ræða. Það má því hafa verið fullljóst að engin þægindi biðu þeirra manna, er þessi störf tóku að sér, og ekki voru heldur eftir- sóknarverð vegna launa. En eng- an mann hef ég fyrirhitt kunnug- an þessum málum, að ekki telji hann Pálma hafa unnið sér óskorað traust allra þeirra, er þekktu til starfa hans öll þau 22 ár, er hann starfaði hjá Búnað- arfélagi íslands. Kynni okkar hófust þó fyrst fyrir alvöru, er hann tók við starfi landnámsstjóra 1947. Var þó orðið ljóst að ný og stórkostleg tæknibylting stóð fyrir dyrum í landbúnaðinum. Jafnframt var það augljóst, að í öllu því um- brotafári, er styrjöldin og herset- an leiddu yfir okkar frumstæða þjóðfélag, hlyti byggðaskipu- lagið að taka breytingum. Nýju lögin um landnám nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum, er þá höfðu tekið gildi, gáfu möguleika til að hafa nokkra stjóm á þeirri þróun. Eitt af fyrstu verkum nýkjör- innar Nýbýlastjórnar, er sam- kvæmt lögunum átti að annast framkvæmd þeirra, var að velja framkvæmdastjóra. Á fundi þeim, er ganga skyldi frá því máli, reyndust allir stjórnar- menn, fimm að tölu, sammála um að velja Pálma Einarsson til starfsins. Segir það nokkuð um það traust, sem hann hafði þá unnið sér með störfum sínum fyrir landbúnaðinn. Var öllum ljóst að hér var um að ræða bæði vandasamt verk og vinnufrekt að skipuleggja nýja stofnun og starf hennar frá grunni. En framkvæmdastjórinn tók á verkefninu með þeim dugnaði og samviskusemi, sem honum var eiginleg. Enda get ég um það bor- ið að öll þau rúmlega tuttugu ár, sem hann gegndi starfinu, var samstarf allt til fyrirmyndar bæði meðal stjórnar og starfsfólks. Auk þess að sinna erilsömu starfi landnámsstjóra var hann oft kvaddur til að sinna ýmsum verkum öðrum, er ríkisstjórn eða Alþingi þurftu að láta vinna. Svo og hvers konar nefndarstörf, er fjölluðu um landbúnaðarmál á ýmsum sviðum. Verður minnst af því talið hér. Þó má nefna Verk- færanefnd ríkisins og Tilraunaráð jarðræktar, en í því átti hann sæti um tuttugu og fimm ára bil og þar af formaður í tuttugu ár. Var mér nokkuð kunnugt um starf hans að uppbyggingu og rekstri tilraun- astöðvanna, og hefir hann þá sennilega notið þeirrar reynslu, sem hann hafði fengið af rekstri fjölda erinda um landbúnaðar- mál, er ýmist voru flutt í útvarp, eða á bændafundum víðsvegar um land. Að öllu samanlögðu hika ég ekki við að fullyrða að Pálmi Einarsson hafi verið einn af allra atorkumestu og hæfustu starfsmönnum, er landbúnaður- inn og stofnanir hans hafa haft í sinni þjónustu, að öllum öðrum ólöstuðum. f einkalífi sínu var Pálmi Ein- arsson gæfumaður. 17. ágúst 1925 kvæntist hann sinni ágætu konu, Soffíu Sigurhjartardóttur frá Urðum í Svarfaðardal. Voru foreldar hennar Sigurhjörtur Jó- hannesson, bóndi þar og kona hans Sigríður Friðrika Sigurðar- dóttir frá Þóroddsstað í Ljósa- vatnshreppi. Börn þeirra: Sigurhjörtur verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Unni Vilhjálmsdóttur. Anna, gift Guðmundi Guðm- undssyni bifreiðastjóra í Reykja- vík. Haukur verkfræðingur í Reykjavík, kvæntur Aðalheiði Jóhannesdóttur. Hreinn skrif- stofustjóri í Reykjavík, kvæntur Sigurlaugu Vigfúsdóttur. Friðrik búfræðikandídat í Reykjavík, kvæntur þýskri konu Carolu Pálmason hjúkrunarkonu. Sig- ríður barnamúsíkkennari, gift Kristjáni Sæmundssyni, jarð- fræðingi. Tvö börn misstu þau ung, dreng um tíu ára aldur og stúlku á fyrsta ári. Árið 1928 reistu þessi ungu hjón nýbýli í landi Reykjavíkur og ráku þar búskap til ársins 1940. Nefndu þau býlið Urðir eftir æskuheimili húsfreyjunnar. En ekki hefir mátt slá slöku við að stunda þann búskap ásamt er- ilsömu starfi jarðræktarráðu- nautar, er tók til allra sveita landsins. Mun þá æði mikið hafa hvílt á eiginkonunni og uppvax- andi börnum. Um leið og ég þakka þessum látna vini mínum kynningu og samstarf um áratuga skeið viljum við hjónin bæði votta eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu allri innilegustu samúð. Ásmundur Sigurðsson. Þriöjudagur 1. október 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13 LESENDAHORNIÐ Albert Hver borgaði veisluna? Þegar franska knattspyrnuliðið Nantes kom hingð til lands til að leika gegn Val í evrópukeppni bauð Albert Guðmundsson Vals- ari og fjármálaráðherra til veislu einnar glæsilegrar. Þar voru mættir framámenn í Sjálfstæðis- flokki, íhaldið í íþróttahreyfing- unni og ýmsir aðrir minni spá- menn. Það vakti athygli þeirra sem fengu boðskort til þessarar veislu Alberts, að boðsmiðinn var með haus fjármálaráðuneytisins og stimpli ríkissjóðs íslands. Og í ræðu sem Pétur Sveinbjarnarson hélt í veislunni miðri kom m.a. þessi setning: „Verður þessi veisla til að minnka fjárlagagatið fræga?” Það væri fróðlegt að vita hvort fjármálaráðherra hefur borgað þessa veislu sína sjálfur eða þurftum við hin að borga? Knattspyrnuáhugamaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.