Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Útboðið á heilsugæslunni
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er nú kom-
inn í alvarlegar ógöngur með fyrirhugað útboð
sitt á rekstri heilsugæslustöðvarinnar í Drápu-
hlíð. Það er í sjálfu sér ekki skrítið, því fram-
ganga borgarfulltrúa flokksins í málinu hefur
verið með ólíkindum. Það liggur við að venju-
lega borgara í höfuðstaðnum sé farið að gruna
hæstvirta borgarfulltrúa stærsta flokks þjóðar-
innar um að vera hættir að hugsa.
Tökum dæmi: Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins keyrðu af miklu offorsi og ótrúlegu
hugsunarleysi í gegn tillögu um að rekstur
Drápuhlíðarstöðvarinnar skyldi boðinn út. Það
var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar að þeir
vöknuðu upp við vondan draum og uppgötvuðu
að það sem þeir höfðu verið að samþykkja var
ólöglegt. Allar viðvaranir Öddu Báru Sigfús-
dóttur, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, um
að það væri andstætt gildandi lögum að bjóða
Drápuhlíðarstöðina út, reyndust réttar.
Annað dæmi: Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins sem sjálf er læknir, hefur
gengið fram fyrir skjöldu og beitt sér manna
mest fyrir útboðinu. Eins og aðrir frjálshyggju-
sinnar er hún þeirrar skoðunar að útboð þjóni
fyrst og fremst þeim tilgangi að lækka kostnað
af viðkomandi einingu. En hvað segir hún sjálf
um rekstur hinnar opinberu heilsugæslu í borg-
inni? í grein sem hún birti fyrir skömmu í Morg-
unblaðinu var skoðun hennar þessi:
„Að auki virðist reksturinn víðast hvar
vera ótrúlega hagkvæmur þannig að maður
spyr sig, hvort einkarekstur geti í rauninni
orðið ódýrari“.
Þetta er merkileg yfirlýsing. Inntak hennar er
það, að Katrín Fjeldsted er þeirrar skoðunar, að
tæpast sé hægt að gera rekstur heilsugæslunn-
ar betri en hann er í dag. í framhaldi af því er
réttmætt að við spyrjum eftirfarandi spurningar:
Ef Katrín Fjeldsted og aðrir Sjálfstæðismenn
eru þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að minnka
kostnaðinn við rekstur hinnar opinberu heilsu-
gæslu, af því borg og ríki reki þær svo mæta vel,
hver er þá tilgangurinn með því að bjóða út
rekstur Drápuhlíðarstöðvarinnar? Flvað fæst
við það? - Auðvitað ekki neitt. Alls ekki neitt.
Útboðsfíkn Sjálfstæðisflokksins á sér ein-
falda skýringu. Flann er á valdi úreltrar kreddu,
sem svo fáránlega hefur verið nefnd frjáls-
hyggja. Frjálshyggjan er hugmyndafræði sér-
hyggjunnar, sérgæskunnar, mannfyrirlitningar
og fégræðgi. Samkvæmt henni eiga peningarn-
KLIPPT OG SKORHD
ir að ráða öllu. Peningaöflunum skal heimilt að
græða á öllum. Líka sjúkum og öldruðum sem
þurfa að leita á náðir heilsugæslunnar. Frjáls-
hyggjan er búin að sporðrenna Sjálfstæðis-
flokknum, einsog kom gleggst í Ijós á nýaf-
stöðnu þingi Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna. Fyrirhugað útboð Drápuhlíðarstöðvar-
innar er einungis til að fullnægja þessari úreltu
hugmyndafræði, sem skipar að markaðurinn
ráði öllu. Það eru engin efnisleg rök fyrir útboð-
inu, einsog yfirlýsing Katrínar Fjeldsted sýnir
best. Kreddan er einfaldlega orðin aðalatriði en
fólkið komið í hlutverk aukaleikaranna.
Það er fróðlegt að skoða, hver viðbrögð
læknanna sjálfra eru við þessari fyrstu atrennu
Sjálfstæðisflokksins að því að ofurselja stolt ís-
lenska velferðarkerfisins, heilsugæsluna, lög-
málum fjármagnsins:
Á aðalfundi Félags íslenskra heimilis-
lækna í síðustu viku var felldur stuðningur
við útboðið á Drápuhlíðarstöðinni. Lækn-
arnir sjálfir treystu sér þannig ekki til að
styðja hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um
útboð á heilsugæslunni.
Segir það ekki nóg?
-ÖS
Eins og mörgum er kunnugt
hefur á undanförnum árum stað-
ið allmikið stríð um túlkun á
þjóðsögum og barnabókum
ýmiskonar. Lærðir hugsjóna-
menn hafa risið upp og útskýrt
fyrir þeim, sem hlusta vildu, að
ævintýri þau og sögur sem menn
höfðu sporðrennt grunlausir í
bernsku eða jafnvel lesið fyrir
börn sín hefðu að geyma marg-
skonar varhugavert
hugmyndafræðilegt eitur.
Það stríð rifjaðist upp fyrir
blaðalesendum í síðustu viku'
þegar frétt frá Bretlandi greindi
frá því, að í smábarnaskóla þar
sem Vilhjálmur prins á að safna
þroska á næstunni, hafði fundist
ískyggileg bók. Bók, sem hefur
nú og fyrr, verið sökuð um að
innihalda svívirðilegt hatur á
svörtu fólki, bera í sér vondan arf
nýlendutímans og hinnar bresku
heimsveldisstefnu. Og væri stór-
hneyksli að ekki skuli fyrir löngu
verið búið að fjarlægja bókina úr
ábyrgum leikskólum og bóka-
söfnum.
Bókin sem hér um ræðir er Sag-
an af litla svarta Sambó.
Klippara finnst sér málið skylt,
þótt ekki væri nema vegna þess,
að þessi bók var sú fyrsta sem
hann eignaðist. Og honum þótti
þetta nokkuð góð saga með hæfi-
legum sálarháska og farsælum
málalokum. Og hefur aldrei
skilið með hvaða hætti þetta
sögutetur er orðið erindreki kyn-
þáttahaturs eða einhvers sem er
ámóta vont.
Drengur og
tígrisdýr
Þeir sem ekki muna eða þekkja
þessa sögu skulu minntir á þetta
hér:
Mamma hans litla svarta Sam-
bó saumar á hann spariföt og skó
og gefur honum regnhlíf og hann
fer heldur betur hróðugur út í
frumskóg að spásséra. En þá
tekur verra við. Eitt af öðru
koma tígrisdýrin í skóginum og
ætla að éta drenginn. Hann
kaupir sér líf með því að láta
fyrsta tígrisdýr hafa buxurnar
sínar, annað jakkann hárauða,
hið þriðja prýðir eyru sín með
skónum hans og hið fjórða hnýtir
skottinu um regnhlífina. Nú er
aumingja Sambó allslaus og græt-
ur beisklega. En sem betur fer
fara tígrisdýrin í hár saman út af
því, hvert þeirra sé fallegast og
glæsilegast í skóginum eftir að
þau prýddu sig með
ránsfengnum. Leggja þau frá sér
eigur Sambós og fara í undarlegt
og fáránlegt kapphlaup sem
endar með því, að þau bráðna og
verða að smjöri. Sambó fær aftur
fötin sín og fulla krús af tígrisfeiti
sem móðir hans hefur í pönnu-
kökur handa fjölskyldunni.
Þetta hefur klippara allar götur
síðan hann var fimm ára fundist
nokkuð gott. Og nú síðast á tím-
um félagssálfræði, táknsæis og of-
túlkunar, tekst honum ekki með
neinu móti að sjá í sögunni
eitthvað það sem hæpið er fyrir
svartar þjóðir Afríku. Manni gæti
einna helst dottið það í hug, að
framsæknum barnabókmennta-
fræðingum þætti réttara að Sam-
bó kallaði á leikbræður sína og
samfylkti þeim og þeir endur-
heimtu þýfið af tígrisdýrunum
með harðsnúinni og útsmoginni
baráttu við kúgarana.
Hver veit?
Lævísleg
gagnrýni
En með því að við lifum á túlk-
unartímum, þá skulum við rétt til
gamans brydda upp á annarri
túlkun. Samkvæmt henni er Sag-
an af litla svarta Sambó í rauninni
lævísleg gagnrýni á heimsvalda-
stefnuna sem allsráðandi var í
Afríku þegar Helene Banner-
mann setti saman söguna. Henni
er þá ætlað að sá fræi efasemda
um eigið ágæti í sálir uppvaxandi
heimsveldiskrakka og setja von
hinna kúguðu í sögulegt sam-
hengi jákvæðrar framtíðarsýnar!
Hvernig förum við að því?
Jú. Tígrisdýrin eru náttúrlega
stórveldi Evrópu sem hafa skipt
Afríku á milli sín og keppast um
að ræna auðæfum hinnar miklu
álfu. Sambó er samnefnari fyrir
þjóðir álfunnar og stendur uppi
slyppur og snauður eftir að bóf-
arnir hafa farið um með alvæpni
(kraftar og tennur tígrisdýrsins
eru tákn um fallbyssur og byss-
ustingi). Honum er nær að ör-
vænta, sem vonlegt er. En þegar
neyðin er stærst er hjálpin næst.
Heimsveldin hafa öll verið
önnum kafin að skipta með sér
löndum Afríkumannsins, en þau
geta ekki setið á sátts höfði. Eitt
þeirra vill vera meira en annað.
Þau fara að deila um ránsfenginn.
Og í þeim átökum, sem fram
komu í fáránleika heimsstyrjald-
arinnar fyrri og í fáránleika
kapphlaups tígrisdýranna kring-
um tréð í Sambósögu, munu þau
eyða mætti hvers annars. Og þá
rennur upp betri tíð með blóm í
haga og pönnukökur á borði fyrir
nýfrjálsa Afríku.
Þannig er nú það.
Við fáum ekki betur séð í fljótu
bragði, en að þessi túlkun hér sé
að minnsta kosti eins pottþétt
eins og ómaklegar árásir á
Sambósögu svarta fyrir að þar
fari hneykslanleg heimsskoðun,
sem halda verði sem lengst frá
börnum og einkum og sérílagi
væntanlegum kóngi á Bretlandi.
DJÚDVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rltstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Filöðversson.
Bloðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Fljörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljóamyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Lftlft: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir.
Husmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrif8tofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslu8tjóri: Sigríður Pótursdóttir.
Auglý8ingar: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsbiað: 40 kr.
Áskrift á mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 1. október 1985