Þjóðviljinn - 01.10.1985, Blaðsíða 14
HEIMURINN
Kínverskir kommúnistar:
Tilkynning til
skattgreiðenda
Dráttarvextir vegna vangreiddra þinggjalda verða
reiknaðir að kvöldi föstudagsins 4. október n.k.
Vinsamlegast gerið skil fyrir þann tíma.
Fjármálaráðuneytið 27. september 1985.
Læknastofa
Frá og með 1. október hef ég störf sem heimilislæknir í
Reykjavík. Læknastofa mín verður í Austurbæjarapó-
teki, Háteigsvegi 1.
Símaviðtalstími frá ki. 9-9.30.
Tímapantanir og upplýsingar frá kl. 9-18.
Vitjanabeiðnir fyrir kl. 17.
Viðtalstími frá kl. 9.30.
Guðmundur Ólafsson, læknir
sími 10380.
Ný verslun
Höfum opnað húsgagna- og svampvöru-
verslun á horni Suðurstrandar og Nesvegs,
Seltjarnarnesi.
Þar verða allar framleiðsluvörur fyrirtækisins
til sölu og sýnis.
Frá og með 1. október mun verslunin Heima-
list, Síðumúla 23, einnig annast sölu og taka
á móti pöntunum á framleiðsluvörum okkar.
Pétur Snæland hf.
Auglýsing
um nafnbreytingu þeirra sem veittur hefur verið ís-
lenskur ríkisborgararéttur með lögum.
Með lögum nr. 45,24. júní 1985 um veitingu ríkisborg-
araréttarer þeim sem fengið hafa íslenskan ríkisborg-
ararétt með lögum að uppfylltu því skilyrði að þeir
tækju upp íslensk nöfn samkvæmt lögum um manna-
nöfn nr. 54/1925 veitt heimild til að fá núverandi
nöfnum sínum breytt að nýju þannig að þau samrýmist
ákvæðum þeim sem gilda um þá sem fá ríkisborgara-
rétt með lögum nr. 45/1985. A þetta við um þá sem
fengið hafa ríkisborgararétt á tímabilinu 1952-1980.
Ákvæði þessa efnis er í 2. gr. laga nr. 45/1985 og
hljóðar svo:
„Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkis-
fang með lögum og skulu þá börn hans, fædd síðan,
heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um
mannanöfn en hann skal, þá er hann hlýtur íslenskt
ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn - ásamt því sem
hann ber fyrir - er börn hans taka sem kenningarnafn.
Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta
svo eiginnafni sínu að það fullnægi kröfum laga um
mannanöfn.
Þeim sem hafa áður fengið íslenskt ríkisfang með
lögum með því skilyrði að þeir breyttu nafni sínu í
samræmi við ákvæði þeirra laga sem verið hafa með
öðrum hætti í því efni en hér að ofan greinir, skal
heimilt, til ársloka 1985, að fá nöfnum sínum breytt
þannig að þau samrýmist ákvæðum þessara laga.”
Samkvæmt þessu ákvæði getur maður sem t.d. hét
John Smith og breytti nafni sínu t.d. í Sigurður Sig-
urðsson við töku íslensks ríkisfangs fengið því breytt
að nýju í samræmi við núgildandi ákvæði og tékið upp
t.d. nafnið John Sigurður Smith. Börn hans sem fædd
eru eftir að hann fékk íslenskt ríkisfang skulu kenna
sig til Sigurðarnafnsins. Börn sem fengið hafa rikis-
borgararétt með foreldri sínu geta fengið nafn-
breytingu á sama hátt og foreldrið.
Athygli er vakin á því að þessi heimild gildir aðeins til
ársloka 1985. Umsóknir um slíka nafnbreytingu skal
senda dómsmálaráðuneytinu, Arnarhvoli.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
25. september 1985.
Stefna Dengs sigrar
en sætir gagnrýni
Efnahagslegar umbœtur skila verulegum árangri, enfélagslegar
afleiðingarþeirra vekja ugg
Deng Xiaoping yngir upp hjá sér eöa „gangan langa áriö 1985“.
Eins og menn höföu búist viö
var mikið um mannaskipti á
fimmta þingi Kommúnistaflokks
Kína sem lauk í fyrri viku. Um 90
nýir menn voru kosnir í miöstjórn
flokksins, flestir yngri en þeir sem
úr henni víkja og stuðningsmenn
efnahagsstefnu Dengs Xiao-
pings. Samt var þingið ekki
beinlínis sigurhátíö fyrir þann
aldna leiötoga: þar kom fram
mjög hörö gagnrýni á afleiðingar
efnahagsstefnu hans, sem bygg-
ist á því aö gefa markaðsöflum
og einkaframtaki lausan tauminn
í þeim mæli sem áður er óþekktur
í löndum sem kommúnistaflokkar
stjórna.
Þessi stefna byggist á því, að
kommúnurnar stóru í sveitum
landsins hafa verið leystar upp,
bændur selja mjög stóran hluta
framleiðslu sinnar á frjálsum
markaði og opnað hefur verið
fyrir smærri einkafyrirtæki í
framleiðslu og þjónustu í borgum
og svo lítil samvinnufyrirtæki
framleiðenda án miðstýringar.
Yfirlýstur tilgangur er að hraða
framförum í landinu með því að
hinir framtaksamari gangi á
undan og tosi hina á eftir sér upp í
almenna velmegun.
Groöavon og
hugsjónir
En eins og fram kom á þinginu
eru margir hinna eldri kommún-
ista áhyggjufullir yfir því að spill-
ing, mútuþægni og óprúttin
græðgi breiði úr sér í kjölfar hinn-
ar nýju stefnu og telja sig sjá í
þessum fyrirbærum mjög háska-
lega skugga fortíðarinnar. Ýmsir
þeirra sem á þinginu töluðu
hvöttu „unga“ foringja til að lesa
sér betur til í marxískum fræðum
og að hafna eindregið kapítal-
isma sem framtíðarlausn fyrir
Kína. Sá sem einkum hafði orð
fyrir þessum gagnrýnendum var
hagfræðingurinn Chen Jun, sem
sæti á í stjórnmálanefnd mið-
stjórnar.
„Ýmsir menn, meðal þeirra
flokksmenn, hafa hafnað hug-
sjón sósíalismans og kommún-
ismans og snúið baki við því verk-
efni sínu að þjóna alþýðunni“
sagði hann meðal annars í ræðu
sinni.
Chen Jun, sem er um áttrætt
eins og Deng Xiaoping, sakaði
kínversk blöð um að ýkja stór-
lega þegar þau reikna það út hve
margar fjölskyldur séu „wanju-
anhu“ - eða ríkar orðnar fyrir
sakir frammistöðu sinnar á mark-
aðnum. Hann gagnrýndi þær
tölur um hraða framleiðslu-
aukningu og framboðs á vöru
sem birtar eru um árangur hinnar
nýju stefnu og segir að þær dylji
það m.a. að peningafíknin fái
menn til að hverfa frá kornrækt,
vegna þess að hún sé ekki nógu
arðsöm. Þar með sé grafið undan
því höfuðverkefni að tryggja
miljarði Kínverja nógan mat.
Chen Jen studdi að vísu margt
sem í endurskoðunarstefnu
Dengs hefur falist. En hann taldi
að menn hefðu flýtt sér um of að
skera niður miðstýrðan áætlun-
arbúskap og taka upp trú á fram-
boð og eftirspurn leystu vanda
landsmanna.
Hann gagnrýndi og mjög það
sem hann kallaði minnkandi aga í
Kommúnistaflokknum sem síðan
breiddi út frá sér í samfélaginu. f
framhaldi af því vitnaði hann til
margvíslegra svindlmála og gróð-
abralls, sem ekkert kæmu dugn-
aði og framleiðni við, og uppvíst
hafa orðið síðan flokkurinn slak-
aði á sínu eftirliti.
Deng viðurkennir
vandann
Deng Xiaoping hefur með
þeim mannaskiptum sem fyrr var
sagt frá, tryggt sér öruggan meiri-
hluta í ráðandi stofnunum
Kommúnistaflokksins. En hann
tók sjálfur að nokkru leyti undir
þá gagnrýni sem Chen Jen bar
fram. Stingur það nokkuð í stúf
við allfræga ræðu sem Deng hélt
fyrir ári síðan, þar sem hann gerði
lítið úr áhyggjum ýmissa félaga
sinna og samferðamanna af því
að umbótastefna hans mundi
leiða til þess að Kína þróaðist til
kapítalisma.
A þinginu nú sagði Deng Xiao-
ping hins vegar á þessa leið:
„Skaðleg áhrif kapítalismans
og aðalsveldisins hafa ekki kom-
ist í lágmark. Þvert á móti: ýmis-
legt gamalt, sem hefur nú um
skeið verið útafdautt, hefur nú
lifnað við aftur eftir að við
breyttum um stefnu... Það er sós-
íalisminn einn sem getur útrýmt
ágirnd, spillingu og óréttlæti, sem
er nátengt kapítalismanum."
Deng játaði að mjög hefði
dregið úr aga meðal hinna 40
miljóna meðlima Kommúnista-
flokks Kína. Hann útskýrði það
með tilvísun til sérhagsmunapots
og misheppnaðs pólitísks
áróðursstarfs. Um þetta sagði
hann m.a.:
„ Við náum aldrei árangri ef við
treystum á efnahagslegan hvata
einan saman. Ýmsirfélagarskilja
nú um stundir ekki hafa ekki
lengur skarpan skilning á þessu
atriði".
Hvert skal halda?
En hvað sem þessum ágrein-
ingi líður, þá er víst, að áfram
verður haldið með stefnu Dengs
Xiaopings og einnig menn eins og
Chen Jen kjósa hana heldur en
tvísýn og skaðleg ævintýri eins og
þau sem einkenndu stjórnartíma
Maó Tsedongs („Stóra stökkið
framávið“ og fleira þesslegt). En
þingið endurspeglar ekki aðeins
áhyggjur margra þeirra, sem
virkir voru í hinni kínversku bylt-
ingu, af aukaverkunum markaðs-
búskapar. Málflutningur þar
endurspeglar sjálfan vanda kerf-
isins: hvernig er hægt að halda til
lengdar uppi blönduðu hagkerfi
en fela allt pólitískt vald einum
flokki? Hvernig er hægt að nýta
einkaframtak án þess að mikill
auður safnist á fárra hendur og
þar með komi upp meira bil milli
efnaðra og láglaunafólks en stætt
er á?
Vandi sem að nokkru er skyld-
ur hinum kínverska nú, kom upp
í Sovétríkjunum eftir að NEP-
stefna Leníns, sem gerði ráð fyrir
einkaframtaki undir nkiseftirliti,
og við hlið stórra þjóðnýttra fyr-
irtækja og einkabúskap í sveit-
um, hafði fleytt Sovétríkjunum
yfir umbrotaár upp úr borgara; -
stríðinu eftir byltinguna.Stalín hjó
á þann hnút með því að gera
einkareksturinn upptækan og
smala bændum í samyrkjubú. Til
þess var beitt aðferðum sem efldu
mjög mistjórnarvald og lögreglu-
hramm þess og kostuðu gífur-
legar fómir í mannslífum og verð-
mætum.
Hið sovéska dæmi er ekki rifj-
að hér upp svo sem til spásagnar.
En það minnir á það, að í því
ástandi sem er að skapast í Kína
er fólgin mikil þjóðfélagsleg
spenna, sem erfitt er að sjá fyrir
hvern farveg muni ryðja sér.
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. október 1985