Þjóðviljinn - 09.10.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 09.10.1985, Page 1
9 október 1985 miðviku- dagur 232. tölublað 50. órgangur DJðÐVIUINN MANNUF MENNING Ráðherraskiptin Hrókað stutt og peði fómað Sú er niðurstaða ráðherraskiptanna hjá Sjálfstœðisflokki. Albert Guðmundsson lýsiryfir megnri óánœgju með að skipta úrfjármála- yfir í iðnaðarráðuneyti. Sverri Hermannsson segist munu huga að z-málinu sem öðrum málum sem menntamálaráðherra Eftir að hafa fórnað peði í stöðunni í fyrradag, hrókaði Sjálfstæðisflokkurinn stutt í gær, en samt virðist staðan ekkert hafa batnað og tap blasa við í skákinni. Eftir aðeins 7 mínútna þing- Valddreifing Kosið um klósett Vaduz - íbúar Vaduz, höfuð- borgar smáríkisins Lichtenstein, ganga síðar í þessum mánuði að kjörborðinu og greiða atkvæði um það hvort borgarráðinu skuli heimilað að setja upp almenn- ingssalerni i miðborginni. Deilan um salernið hefur stað- ið í þrjú ár en hún hófst árið 1982 þegar borgarráð kunngerði þá ætlan sína að reisa listamiðstöð í borginni en í henni átti að vera almenningssaierni. Þetta þótti mörgum þegnum Vaduz fulllangt gengið og kröfðust allsherjarat- kvæðagreiðslu um salernið. Borgarráð lagði áætlanir um listamiðstöð á hilluna en ákvað þess í stað að leggja fram fé í al- menningssalerni sem vera skyldi í verslunarmiðstöð í miðborginni. Dómstóll ákvað síðan að skylt væri að efna til allsherjarat- kvæðagreiðslu um málið og þar við situr. Einhverjum hlýtur að vera orðið illa mál í miðbænum. -ÞH/reuter flokksfund í gær var tilkynnt um hvernig ráðherrum hefur verið hrókað til innan ríkisstjórnarinn- ar hjá Sjálfstæðisflokki. Lending- in hjá hverjum og einum er með þessum hætti. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins fer með fjármálaráðuneytið og Hagstofu fslands. Albert Guðmundsson fer með iðnaðarráðuneytið. Matthí- as Bjarnason fer með samgöngu- ráðuneytið og viðskiptaráðuneytið. Ragnhildur Helgadóttir fer með heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið. Sverrir Hermannsson fer með mennta- málaráðuneytið. Geir Hallgríms- son fer með utanríkisráðuneytið þar til í janúar 1986 er hann lætur af ráðherrastörfum að eigin ósk. Matthías Á. Mathiesen lætur af störfum viðskiptaráðherra en tekur við embætti utanríkisráð- herra af Geir Hallgrímssyni í jan- úar 1986. Ég þarf að hugsa um þá hluti alla vandlega eins og margt fleira, sagði Sverrir Hermannsson verð- andi menntamálaráðherra að- spurður um hvort hann myndi berjast fyrir því að zetan yrði aft- ur tekin inní ritmálið, enn hann var sem kunnugt er harðasti and- stæðingur þess að hún væri tekin út á sínum tíma. Albert Guðmundsson sagði iðnaðarráðuneytið ekki sítt upp- áhaldsráðuneyti, enda vissi hann ekkert hvað biði sín þar. Hann sagðist ekki hafa viljað yfirgefa fjármálin, en um annað hefði ekki verið að ræða. Albert sagð- ist heldur hefði viljað fara í við- skiptaráðuneytið hefði hann mátt velja en um það hefði ekki verið að ræða. -S.dór VfsaA á dyr. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra varð á endanum að sætta sig við það hlutskipti að víkja úr fjármálaráðuneytinu fyrir Þorsteini Pálssyni. Ljósm. E.ÓI. Skattrannsóknarmenn Anægðir með úthlaupið Garðar Valdimarsson skattrannsóknarstjóri: Náðum til allra sem við œtluðum að skoða. Niðurstöður kynntar mjög bráðlega Reykjavík 17000 án heimilis- læknis 17000 Reykvíkingar hafa eng- an heimilis- eða heilsugæslulækni en við hliðina á þessum tveimur kerfum er að spretta upp hið þriðja: einkareksturinn sem væntanlega telur sig hólpinn eftir hrókeringar frjálshyggjúnnar í dag. Matthías Bjarnason sem lætur af embætti heilbrigðisráð- herra í næstu viku er hins vegar ekkert of ánægður með hug- myndirnar um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Sjá bls. 5-6. Starfsmenn skattrannsóknar- deildar ríkisskattstjóra hafa nýlokið skyndiheimsóknum í nær 400 þjónustufyrirtæki í Reykja- vík, á Reykjanesi og í Norður- landskjördæmi eystra þar sem könnuð voru bókhaldsgögn fyrir- tækjanna og athugað hvort farið væri að lögum um útgáfu á greiðslukvittunum fyrir selda þjónustu. „Þetta úthlaup gekk bæði hratt og vel fyrir sig og við náðum til allra þeirra sem við ætluðum að skoða“, sagði Garðar Valdimars- son Skattrannsóknarstjóri í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Garðar sagði að móttökur hjá forsvarsmönnum fyrirtækjanna hefðu yfirleitt verið góðar. At- hugunin hefði gengið hraðar fyrir sig, menn hefðu þorað að vona og væntanlega yrðu niðurstöður kynntar fyrir almenningi mjög bráðlega. „Það er verið að vinna úr nið- urstöðum og það á eftir að koma í ljós hvort við þurfum að fylgja málum eftir í einstökum tilfell- um. Það er því ekki hægt að segja á þessu stigi hvert framhaldið verður fyrr en við sjáum endan- lega hvernig ástandið er í einstök- um greinum og hjá einstaka mönnum“, sagði Garðar Valdi- marsson. -•g- Ráðherrastólar Sjálfstæðisflokkur eins og ormagryfja Leiðari Morgunblaðsinsígœr: Veikleikar í Sjálfstœðisflokknum. Margir hefðu heldur viljað þingrofog kosningar. A ugljósþreytumerki á ríkisstjórninni „Svona merkur stjórnmála- flokkur má ekki breytast í orma- gryfju“ segir í leiðara Morgun- blaðsins í gær um ráðherra- skiptin og andrúmsloftið í Sjálf- stæðisflokknum. „í innra starfl Sjálfstæðisflokksins eru veik- leikar sem alltaf eru fyrir hendi í öllum stórnmálaflokkum en hafa aldrei verið meira áberandi í starfi Sjálfstæðisflokksins og nú“, segir enn fremur í leiðaranum. Gleði Morgunblaðsins yfir ráð- herrastóli Þorsteins Pálssonar og missi Geirs Hallgrímssonar er greinilega galli blandin. „Ríkis- stjórnin hefur sýnt á sér augljós þreytumerki síðustu mánuði raunar svo mjög að margir hefðu talið heppilegast að rjúfa þing og efna til kosninga til þess að línur yrðu skýrari innan flokka og utan, og Alþingi fengi nýtt um- boð frá kjósendum til þess að tak- ast á við aðsteðjandi vanda“. -óg Sjá bls. 4.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.