Þjóðviljinn - 09.10.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.10.1985, Blaðsíða 8
MENNING Alþýðuleikhúsið Þulur af Akraborginni Alþýðuleikhúsið sýnir: Rím við bláa strönd eftir Valgarð Egilsson. Leikgerð og leikstjórn: Svanhildur Jóhannesdóttir. Leikmynd og búningar: Ragnhildur Hrafnkelsdóttir. Hfjóðlist: Lárus Halldór Grímsson. Það er dálítið kyndugur texti sem Valgarður Egilsson hefur gert í tilraun sinni til að endur- vekja þuluformið. Hann yrkir eins konar þulubálk um ferðalag með Akraborginni frá Reykjavík upp á Skaga, lýsir því sem fyrir augun ber, farþegum, eyjum, fjöllum, bílum. Og svo er sérstak- ur kafli sem greinir frá fiskunum í sjónum. Valgarður skyggnist því nokkuð víða um í þjóðlífinu í þessum stutta texta og hefur uppi margháttaðar spaklegar athuga- semdir um mannlífið almennt og líf okkar hér og nú sérstaklega. En þulur hans eru kannski fyrst og fremst leikur með orð og rím, sums staðar allhaglega gerður, sums staðar aftur býsna flatn- eskjulegur. En það er gaman að þessum kveðskap, gaman að menn skuli fást við að leika sér með gömul og góð form og takast að gera þau ný og lifandi. Hitt er annað mál hvert erindi þessi texti á upp á svið. Hann er ekki leikrænn, heldur frásagnar- kenndur, og þó að í honum bregði fyrir röddum og persónum þá er það allt næsta óljóst, eins og kemur skýrt í ljós þegar hann er sviðsettur. Þó er leikgerð Svan- hildar að mörgu leyti hug- kvæmnislegt verk og sviðsetning- in mjög snotur, en leikararnir eru að fara með texta, ekki túlka per- sónur, þannig að hér er á ferðinni Svanhildur Jó- hannesdóttir (í miðið) leikstjóri, Ragnheiður Tryggvadóttir (t.v.) og Kristín Á. Ólafs- dóttir (t.h.), tveiraf leikururum sem koma fram í Ferju- þulum Valgarðs Egilssonar. Ljósm. E. Ól. ljóðaflutningur, ekki sjálfstætt leikverk. En það má vissulega hafa ánægju af leikrænum ljóðaflutn- ingi, einkum þegar hann er felld- ur inn í smekklegan ramma eins og ágæta leikmynd og búninga Ragnheiðar Hrafnkelsdóttur, og framsögnin er með eins miklum ágætum og hjá leikurunum Kristínu Ólafsdóttur, Ragnheiði Tryggvadóttur, Guðnýju Helga- dóttur og Eyþóri Árnasyni. Eink- um hefur Kristín alveg sérstak- lega blæbrigðaríka og skýra fram- sögn. En þó manni leiddist ekki þennan rúma hálftíma sem sýn- ingin stendur yfir verður manni á að spyrja á eftir: var þörf á þessu? Alþýðuleikhúsið er húsnæðis- laust leikhús sem berst í bökkum. Til þess að tryggja tilverurétt sinn þarf það að halda áfram að sanna að það sé ómissandi, og það gerir það einungis með því að set j a upp sýningar sem við finnum sterkt fyrir að hafi verið nauðsynlegt að setja upp. En það þótti mér ekki um þessa sýningu. Sverrir Hólmarsson. Tónskáldakeppni Þrjú verk bám aff Verðlaun afhentítónskóldakeppni ríkisútvarpsins fyrir tónskóld yngri en 30 óra Atli Ingólfsson hlautfyrstu verðlaun, 100 þúsund krónur fyrir verk sitt Kvintett í E-moll í tónskáldakeppni ríkisútvarps- ins fy rir tónskáld yngri en þrjátíu ára. Önnur verðlaun 50 þúsund krónur fékk Mist Þorkelsdóttir fyrir verk sitt Þrenning og Kjart- an Ólafsson hlaut þriðju verð- laun 25 þúsund krónur fyrir tón- verkið Dimma. Verðlaunaaf- hendingin fór fram í útvarpssal á Iaugardag og voru tónverkin síð- an flutt í beinni útsendingu. Dómnefndinni sem Guðmund- ur Emilsson, Halldór Haralds- son, John Speight og Hjálmar H. Ragnarsson skipuðu, bárust alls 14 verk öll undir dulnefni. Þótti dómnefnd þessi þrjú verk bera af og komst að einróma niðurstöðu um að veita þeim verðlaun. Verðlaun afhent: Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri, Kjartan Ólafsson, Atli Ingólfsson og Mist Þorkelsdóttir tónskáld og Jón Örn Marinósson tónlsitarstjóri útvarps. Ljósm. Sig. Daði Harðarson. Glit Iðnhönnuður Daði Harðarson hefur verið ráöinn iðnhönnuður hjá Glit hf. og verður verksvið hans vöruþróun og mótagerð. Daði mun einnig sjá um gler- unga hjá fyrirtækinu en hann hef- ur sérhæft sig á því sviði. í loka- verkefni sínu í Myndlista- og handíðaskólanum notaði Daði ís- lensk gosefni í glerunga og hefur haldið þeim tilraunum áfram síð- an. Gallerí Borg Hólmfríður sýnir pappírsverk Hólmfríður Árnadóttir opnar sýningu á pappírsverkum á morgun 10. október. Hún kemur úr Myndlista- og handíðaskólanum 1951 - síðar nemandi Kurt Zier. Hólmfríður hefur stöðugt unnið við listir síð- an, bæði á einkavinnustofu og sem lektor við K.H.Í. og farið utan í margar náms- og kynnis- ferðir. Hún hefur sýnt á mörgum samsýningum hérlendis og er- lendis en þetta er 2. einkasýning hennar á pappírsverkum en sú fyrri var í Listmunahúsinu 1983. Laugarneskirkja Barnakór stofnaður Á morgun fimmtudag verður stofnaður barnakór við Laug- arneskirkju og geta börn frá 8 ára aldri orðið meðlimir. Stjórnendur kórsins verða org- anistar Laugarneskirkju þau Þröstur Eiríksson og Ann Toril Lindstad. Innritun fer fram í kirkjunni milli klukkan 17 og 18 á fimmtudag og verða æfingar vikulega. Listahótíð Safnskrá oa miðasala v== □ -7' □ □ Listahátíð kvenna hefur látið gera sérstaka safnskrá sem nú er til sölu á öllum megin sýningar- stöðum hátíðarínnar og í bleika garðhýsinu, Vesturgötu 3. Safn- skráin hefur að geyma bæklinga yfir allar þær sýningar sem staðið hafa yfir á vegum listahátíðar. Eru þeir allt frá einni opnu að stærð og upp í 40 síður. Flestallir veglega myndskreyttir og hafa að geyma ýmiskonar upplýsingar sem hvergi annars staðar eru til á prenti. Um útlit og hönnun sá auglýsingastofan Krass með að- stoð sigríðar Bragadóttur. Þessi heimild um haustlistahátíðina 1985 er seld á kostnaðarverði og kostar kr. 500. í bleika garðhýsinu fer sömu- leiðis fram miðasala hátíðarinnar og eru þar seldir miðar á tónlist- ar- og leiklistarviðburði þá sem á annað borð kostar eitthvað inn á. Listahátíð kvenna hófst 20. sept. og mun standa til 20. okt. í garðhýsinu Vesturgötu 3 er ennfremur upplýsingaþjónusta listahátíðar. Þar er opið milli kl. 15.00 og 19.00 og er síminn þar 19650. Ennfremur er hægt að fá upplýsingar um listahátíð í síma 21500 allan daginn. □ Bleika garðhýsið. Myndin er eftir Gylfa Gíslason myndlistarmann. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. október 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.