Þjóðviljinn - 09.10.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 09.10.1985, Blaðsíða 13
HEIMURINN Kjarnorkuleynd Ekki hemaðarleg heldur pólitisk Koma bandaríska herskipsins Iowa vekur hvarvetna mótmœlaöldu Osló - Oryggisgæsla var efld við bandaríska herskipið þar sem það liggur við bryggju í Osló eftir að til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda við skipshlið í fyrrakvöld. 25 manns voru handteknir. Ferðum Iowa um norrænar slóðir hefur nú verið mótmælt í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Ástæðan fyrir mótmælunum er sú að fólk vill ekki una því lengur að bandarísk herskip komi í heim- sókn meðan ekki fæst úr því skorið hvort um borð í þeim leynast kjarnorkuvopn. Bandarísk yfirvöld hafa þá stefnu að játa hvorki né neita til- vist kjarnorkuvopna um borð í herskipum. Að sögn bandaríska friðarrannsóknarmannsins Ric- hard Fieldhouse er ástæðan ekki fyrst og fremst hernaðarleg eins og haldið er fram heldur aðallega pólitísk. í norska blaðinu Ny Tid vitnar hann í bandarísk þingskjöl þar sem fram kemur að óskin um leynd er komin frá „þeim ríkjum þar sem kjarnorkuvopnin eru staðsett“ og ástæðan sögð sú að bandarísku kjarnorkuvopnin séu viðkvæmt mál í þessum löndum. Fieldhouse bætir því við að leyndin hafi enga þýðingu gagnvart sovétmönnum því bæði stórveldin fylgi þeirri reglu að gera ráð fyrir að kjarnorkuvopn séu um borð í öllum þeim skipum sem hafa útbúnað til að taka við þeim. Iowa hefur útbúnað til að skjóta á loft svonefndum Toma- hawk eldflaugum en í þeim er kjarnorkuhleðsla. Skipið fer frá Osló á föstudag áleiðis inn í Eystrasalt til að taka þátt í flotaæfingum Nató. And- stæðingar heimsóknarinnar í Noregi hafa skorað á Ólaf kon- ung að aflýsa heimsókn um borð í skipið. Sjórán Bandarískir farþegar drepnir Nicosia - ítalska farþegaskipið Achille Lauro sem hópur pal- estínumanna tók á sitt vald í fyrradag og lónað hefur fyrir botni Miðjarðarhafs tók síð- degis í gær stefnuna á Kýpur eftir að hafa, að því er virðist, farið fýluferð upp að strönd Sýrlands. Margt er óljóst um ástandið um borð en talið var fullvíst að ræningjarnir hefðu myrt einn eða jafnvel tvo bandaríska farþega. Skipið sem er 23.600 lestir að stærð var á skemmtisiglingu um Miðjarðarhaf þegar því var rænt. Rúmlega 400 manns eru um borð en á sjöunda hundrað farþega varð eftir í Alexandríu og ætlaði að stíga eftur um borð í Port Said. Ræningjarnir segjast tilheyra Frelsisfylkingu Palestínu sem er eitt af fjölmörgum aðildarsam- tökum PLO. Forysta PLO hefur svarið af sér hlutdeild í sjóráninu og nú er skip með nokkrum leið- togum PLO á leið frá Alexandríu til móts við Achille Lauro. Ætla þeir að freista þess að tala ræn- ingjana til. Fjölmörg önnur skip eru á lóni í nágrenni við skipið, þ. á m. ítölsk og bandarísk herskip. Ekki er fullljóst hvernig skipsránið bar að. Skipinu var rænt utan 12 mílna lögsögu Eg- yptalands þegar það var á leiðinni frá Alexandríu til Port Said. Eg- ypsk yfirvöld fullyrða að ræningj- arnir hafi komið um borð úti á hafi en sjónarvottur í Alexandríu telur ekki ólíklegt að þeir hafi komið um borð þar því engar sér- stakar öryggisráðstafanir hafi verið gerðar. Ránið átti sér stað seinnihluta mánudags og lengi vel var ekkert vitað um ferðir þess. Þegar það fannst var það á leiðinni til Beirut en sveigði síðan til norðurs og stefndi að hafnarborginni Tarto- us á strönd Sýrlands. Þar er talið að þeir hafi gert kröfu um að sendiherrar Bandaríkjanna og ít- alíu í Damaskus miðluðu málum milli þeirra og stjórnvalda í ísrael en kröfur sjóræningjanna eru þær áð 50 palestínumönnum verði sleppt úr fangelsum í ísrael. Meðan þeir biðu úrlausnar sinna mála úti fyrir Tartous virð- ast þeir hafa myrt einn banda- rísku farþeganna til þess að leggja áherslu á að þeim væri al- vara. Áður höfðu þeir hótað að drepa alla breska og bandaríska farþega á skipinu ef ríki Vestur- landa beittu ekki ísraelsmenn þrýstingi. Og þetta líka... ... Reagan forseti Bandaríkjanna meinaði í gær kúbönskum stjórn- arerindrekum að koma til landsins nema þeir ættu beint erindi í alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna eða störfuðu fyrir kúbönsku send- inefndina i Washington. Þetta var túlkað sem svar Reagans við þeirri ákvörðun Kubustjornar á dögun- um að segja upp samningi milli ríkjanna um innflytjendur til Bandaríkjanna. Kúbumenn tóku þá ákvörðun eftir að bandaríska stjórnin hóf útvarpssendingar til Kúbu undir nafni kúbönsku þjóð- hetjunnar Jose Marti ... ... í gær lagði kanadískt strand- gæsluskip úr höfn í Cork á frlandi til þess að taka þátt í leiðangri sem hefur það markmið að bjarga fiaki indversku farþegaflugvélarinnar sem fórst úti fyrir írlandsströnd í júnímánuði sl. Flakið er á 2000 metra dýpi og verður notast við sjálfvirkan kafbát og vélmenni til að losa um hluti og festa þá við krana um borð í skipinu. Leiðang- urinn segist hafa mánuð til stefnu því eftir það verði veður orðið of slæmt til þess að skipið geti at- hafnað sig ... ... Tyrkneskur prestur mætti í gær fyrir rétti i Ankara ákræður fyrir að niðurlægja múhameðstrú. Prest- urinn hafði unnið það til saka að gefa út 700 síðna leiðbeiningarrit um kynlíf. Hann segist hins vegar einungis hafa tekið sig til og leiðbeint mönnum um það hvaða kynlífsvenjur og aðfarir sam- ræmdust trúnni. Bókin hefur selst grimmt eftir að ákæran var iögð fram ... ... Niu kílóa þungt stykki úr hjóla- búnaði svissneskrar farþegaþotu losnaði yfir London í gær og braut sér leið gegnum þakið á stærsta grænmetismarkaði Lundúna í New Covent Garden. Mesta mildi var að engan sakaði en hlunkurinn kom niður skammt frá hópi fólks ... REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON Mannréttindi Ástandið hvorki betra né verra Aftökumfjölgar íBandaríkjunum. 21 líflátinn ífyrra. Arsskýrsla Amnesty komin út I ársskýrslu Amnesty segir að öryggissveitir stjórnarinnar í El Salvador beri ábyrgð á dauða flestra þeirra 40 þúsunda sem látist hafa í margra ára borgarastyrjöld. Líkin eru oftast skilin eftir á víðavangi, öðrum til viðvörunar. London - í ársskýrslu samtakanna Amn- esty International fyrir árið 1984 segir að í 123 af 172 ríkjum heims hafi mannréttindi verið brotin og víða hafi fólk verið ofsótt, sætt pyndingum og verið tekið af lífi. „Almenningsálitið i heiminum má ekki lengur umbera að ríkisstjórnir beiti dauðarefsingu, hvorki til að leysa pólitískan vanda né til þess að halda uppi lögum og reglu“, segir í skýrslunni. Þar segir ennfremur frá því að í Banda- ríkjunum hafi 21 verið tekinn af lífi í fyrra en það er mesti fjöldi síðan árið 1963. Alls eru skráð 1.500 dauðadómar sem fullnægt hefur verið víðs vegar um heim en þess er jafnframt getið að það sé aðeins brot af þeim fjölda sem hefur verið líflátinn. Af einstökum dæmum sem nefnd eru í skýrslunni má nefna að í Suður-Afríku voru 114 hengdir, þar af 111 blökkumenn, auk þess sem mikill fjöldi fólks hafi verið hand- tekinn í nafni hinna illræmdu vegabréfalaga sem brjóti í bága við almenn mannréttindi. í íran átti sér stað 661 aftaka og þar var fundin upp sérstök vél til að aflima fólk. í Súdan og Saudi-Arabíu tíðkast einnig að aflima fólk í refsingarskyni. í Kamerún voru stjórnarandstæðingar neyddir til að skríða naktir um grýtta slóð og ausið hlandi yfir þá um leið. í Pakistan er algengt að fangar séu geymdir í hand- og fótjárnum. Flestir þeirra 40 þúsunda sem fallið hafa undanfarin ár í borgarastyrjöldinni í E1 Sal- vador urðu fyrir barðinu á öryggissveitum stjórnarinnar sem skildu líkin eftir á al- mannafæri öðrum til viðvörunar. { Kenýa áttu sér stað fjöldahandtökur, pyndingar og aftökur á hundruðum eða þúsundum fólks af sómölskum uppruna og þar voru einnig að verki öryggissveitir ríkisins. Þótt stærstur hluti mannréttindabrota sé framinn í Asíu, Afríku og Rómönsku Am- eríku fer því fjarri að Vesturlandabúar séu saklausir af slíkum glæpum. Víða komu þar fyrir pyndingar, fangelsanir á fólki sem neitaði að gegna herskyldu af siðferðisá- stæðum áttu sér stað í Frakklandi, Vestur- Þýskalandi og Grikklandi. Á Ítalíu hafa pólitískir fangar setið í gæsluvarðhaldi í allt að fjögur ár án þess að mál þeirra komi fyrir rétt. Pyndingar áttu sér stað á Norður- írlandi og líkur benda til að svo hafi einnig verið á Spáni þar sem baskar urðu fyrir Íieim. Breskar öryggissveitir á Norður- rlandi liggja einnig undir grun um að hafa skotið fólk til bana af ásettu ráði. í Austur-Evrópu voru andstæðingar stjórnvalda lokaðir inni á geðsjúkrahúsum og aftökur áttu sér stað í Búlgaríu, Ung- verjalandi, Póllandi og Sovétríkjunum. Áuk þessa er að finna í ársskýrslunni frá- sagnir af því hvernig fólk hefur verið pynd- að og brennt til ólífis, konum nauðgað og fangar dáið í fangelsum vegna vísvitandi vanræktar. Niðurstaða Amnesty er sú að ekki sé hægt að segja til um hvort mannréttindabrot hafi verið tíðari eða sjaldgæfari en áður ef litið er á allan heim- inn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.