Þjóðviljinn - 09.10.1985, Side 2
FRÉTTIR
Kvótinn
Aðför að tilverurétti okkar
Smábátasjómenn á Hellissandi og í Ólafsvík álykta gegn
frumvarpi sjávarútvegsráðherra
Almennur fundur smábáta-
eigenda á Hellissandi og í Ól-
afsvík sem haldinn var í fyrra-
kvöid mótmælti frumvarpi sjáv-
arútvegsráðherra um stjórnun
veiða á bátum undir 10 tonnum.
Telja sjómennirnir að veðurfar
hamli veiðum þeirra nóg.
„Þetta frumvarp er alvarleg að-
för að tilverurétti okkar sem
hluta að fiskveiðiflota landsins og
óskum eftir svari frá ráðherra
hvort hann telji þessa útgerð eiga
rétt á sér eða ekki“, segir í álykt-
un sjómannanna.
Fundarmenn segjast sætta sig
við 116 daga veiðibann á næsta
ári með þeim skilyrðum að smá-
bátafélögin við Breiðafjörð ráði
hvenær stoppin verða og að þau
séu ákveðin íyrirfram. Ekki sé
miðað við nein aflamörk. Neta-
veiðar séu leyfðar frá 6. mars til 5
júní þannig að hver bátur megi
veiða 100 tonn í nót og stunda
síðan línu og skak frjálst.
-•g-
Af hverju var Karpov ekki
skákað inn í stjórnina?
Sættir
Ávarp frá
sr. Gunnari
Björnssyni
Að sömdum góðum sáttum í
deilu minni og safnaðarstjórnar
Fríkirkjunnar í Reykjavík, lang-
ar mig til þess að segja eftirfar-
andi:
Öllu því fjölmarga fólki, sem
gladdi mig þessa fögru haustdaga
með gjöfum, blómum, skeyturn,
bréfum og símhringingum, aðó-
gleymdum okítar góðu tónleika-
gestum,þakka ég innilega.
Við hjónin leggjum nú upp í
tónleikaferð til Vestur-Þýska-
lands, þar sem við dveljum í tíu
daga.
Heimkominn hinn 15. október
hlakka ég til að taka við störfum í
Fríkirkjunni að nýju.
Lifið heil, vinir!
Gunnar Björnsson
fríkirkjuprestur.
Strœtó
Guli liturinn
Kennarasambandið
áfa"9! verk3mar!nýbústaöa f Grafarvogi hófust fyrir skömmu með bví að félagsmálaráðherra tók skóflustungu. I þeim áfanga verða byggðar 64 íbúðir í fjórum
SSTtanda^v" FrSSsm töl * *** ' ^ 'bÚðimar Sein‘ á næS‘a ári °9 30 á,an9inn veÆfnn í árslok 1987.
blívur
Sérstæð kynning
á skólastarfi
- í bili a.m.k.
Stjórn Strætó samþykkti í gær
að þrír fyrstu Scanía-vagnarnir
sem koma til landsins verði
sprautaðir í rauðgulum lit, sem
skreytt hefur einn vagna borgar-
innar til reynslu að undanförnu.
„Stjórnin taldi rétt að láta
Reykvíkinga sjá þennan lit á göt-
unum eftir að haustmyrkrið
skellur á“, sagði Guðrún Ágústs-
dóttir eftir fundinn, „en endanleg
ákvörðun verður tekin þegar að
4rða vagninum kemur“.
Kynningarnefnd Kennarasam-
bands íslands mun í samráði
við menntamálaráðuneytið gang-
ast fyrir sérstakri kynningu á al-
mennu skólastarfi. Samþykkt var
að velja laugardaginn 2. nóvem-
ber n.k. sem kynningardag í
grunnskólum landsins. I staðinn
falli niður kennsla mánudaginn 4.
nóvember en kennt verði sam-
kvæmt stundaskrá þess dags á
laugardaginn.
Markmið með slíkum degi er
að kynna aðstandendum barna
og öðrum það starf sem fram fer í
grunnskólum landsins og vinnu-
aðstöðu kennara og nemenda.
Laugardagurinn er valinn til
þess sem flestir eigi möguleika á
að koma í heimsókn.
Ljóst er að kennsla á laugar-
degi getur valdið einhverri
röskun og er þess vænst að allir
sem vinna með börnum og ung-
lingum á laugardögum og aðrir
þeir sem hafa aðstöðu í kennslu-
húsnæði á þessum degi hliðri til
og sýni þessu skilning.
Geti skóli af ’einhverjum
ástæðum ekki komið því við að
nota laugardaginn hefur verið
mælst til þess að mánudagurinn
4. nóvember verði valinn í stað-
inn.
í tilefni dagsins mun Kennslu-
miðstöð Námsgagnastofnunar að
Laugavegi 166 í Reykjavík verða
opin frá kl. 11-15.
Merki kynningardags verður
afhent öllum grunnskólanem-
endum og er það jafnframt
happdrættismiði.
Það er ósk kynningarnefndar-
innar að aðstandendur barna og
aðrir velunnarar skóla noti þetta
tækifæri til að kynnast aðbúnaði á
vinnustað kennara og nemenda
og því fjölbreytta starfi sem fram
fer í skólum, einnig að dagurinn
takist sem best, verði öllum þeim
er hlut eiga að máli til ánægju og
fróðleiks og stuðli að auknum
samskiptum milli heimila og
skóla.
Kjörorð dagsins er:
MENNT ER MÁTTUR.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Utanríkismál
ísland utan hemaöarbandalaga
Stefna ÆFA B að ísland segi sig úr NA TO og herinnfari á brott
Utanríkismál skipa sérstakan
sess í stjórnmálaumræðu
ungs fólks og þá einkum meðal
vinstri manna. Landsþing Æsku-
lýðsfylkingarinnar var engin
undantekning þar á, og meðal
málefna sem settu mikinn svip á
þingið og umræðuna þar voru
hernaðarbiokkir, kjarnorku-
vopnalaus svæði, byltingin í Nic-
aragua og fleira. Hér á eftir fer
úrdráttur úr ályktun landsþing-
sins um utanríkismál:
„Hernaðarblokkirnar tvær,
NATO og Varsjárbandalagið,
stuðla báðar að því að aðildarrík-
in kasti sér æ lengra útí vígbún-
aðaræðið. Báðir aðilar lúta for-
ystu risaveldis, sem byggja hern-
aðaráætlanir sínar á notkun
kjarnorkuvopna í Evrópu. ísland
gegnir veigamiklu hlutverki í
áætlunum Bandaríkjanna og
NATO.
Það er stefna ÆFAB að ísland
segi sig úr NATO og herinn fari á
brott. ísland á að standa utan
hernaðarbandalaga, lýsa yfir
hlutleysi sínu gagnvart öðrum
þjóðum, og styðja alla baráttu al-
þýðumanna fyrir friði, lýðræði og
réttlátu þjóðskipulagi.
ÆFAB styður kröfuna um að
Norðurlöndin lýsi sig kjarnorku-
vopnalaust svæði, jafnt á friðar-
sem stríðstímum. Friðlýsing
Norður-Atlantshafsins er íslend-
ingum lífsnauðsyn, enda eigum
við allt undir því að fiskistofnun-
um í hafinu umhverfis okkur sé
ekki stefnt í hættu með kjarnork-
ubrölti stórveldanna. Norður-
landaþjóðirnar eiga ekki einung-
is að frábiðja sér umferð með
kjarnorkuvopn eða staðsetningu
þeirra í löndum sínum og hafi,
heldur eiga þær einnig að krefjast
yfirlýsinga kjarnorkuveldanna
um að þau muni hvorki nota
kjarnorkuvopn frá, né gegn
Norðurlöndunum. Slíkar yfirlýs-
ingar myndu draga mjög úr
núverandi spennu í okkar heims-
hluta.
ÆFAB vill sósíalisma, sem á
öllum sviðum byggir á lýðræði.
Mikilvægar ákvarðanir um efna-
hagsmál og í atvinnulífinu á að
taka á lýðræðislegan hátt. Okkar
stefna þýðir milliliðalaust lýð-
ræði, sjálfsstjórn fólks og réttláta
skiptingu þjóðarauðsins.
Við gerum ekki bara kröfu um
betra þjóðfélag til handa íslend-
ingum, við gerum kröfu um betri
heim. Þess vegna mótmælum við
undir öllum kringumstæðum
íhlutun stórveldanna í málefnum
smærri ríkja. Við höfnum kúgun
og arðráni og skiptingu heimsins í
áhrifasvæði risaveldanna - en
viljum sjálfsákvörðunarrétt
þjóða, slökun spennu og frið.“
gg