Þjóðviljinn - 09.10.1985, Blaðsíða 4
____________LEIÐARI________
Kosningar hið fyrsta
Síöustu vikur hefurforysta Sjálfstæöisflokks-
ins reynt aö túlka veruleikann þannig aö
ástæöa þess aö Þorsteinn Pálsson þyrfti aö
komast inní ríkisstjórnina væri sú, aö fjárlaga-
frumvarpiö væri ónýtt. Þaö fjárlagafrumvarp
sem alger samstaöa náöist um milli ráöherra og
þingflokka Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins var sem sagt orðið handónýtt plagg
10 dögum síðar á miöstjórnar- og þingflokks-
fundi Sjálfstæöisflokksins í Stykkishólmi.
Á fundinum í Stykkishólmi var fullyrt aö niöur-
stööur þjóðhagsáætlunar heföu borist efnislega
svo seint aö þær heföu breytt forsendum fjár-
lagafrumvarpsins og áliti Sjálfstæðisflokksins á
því. Þess vegna þyrfti aö kollvarpa frumvarpinu
og Þorsteinn Pálsson aö fara inní ríkisstjórnina
til aö stjórna verkinu.
Einnig þetta reynist vera rangt. Páll Péturs-
son þingflokksformaður Framsóknarflokksins
afhjúpar í DV í gær, aö niðurstöður þjóöhagsá-
ætlunar heföu verið báöum flokkum kunnar í
öllum meginatriöum um miðjan ágústmánuö, -
áöur en fjárlagafrumvarpið var samþykkt í þing-
flokkum ríkisstjórnarinnar. Þannig reynist engin
stoö vera undir kenningum flokksformannsins
um fjárlagafrumvarpið né ráðherraskiptin sem
hin nýja vitneskja um þjóöhagsáætlun átti aö
leiða af sér.
En það er athyglisvert aö ástandið og horf-
urnar í efnahagsmálum voru morgunljósar í ág-
ústmánuði, en svo skemmtilega vill til að einmitt
í þeim mánuöi hvíslaöi Geir Hallgrímsson því aö
Þorsteini Pálssyni aö hann væri í fórnarlund
sinni reiðubúinn aö standa upp úr ráðherrastól.
Og þegar kom aö hinu dramatíska augnabliki í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins að Þorsteinn
Pálsson ætti aö skýra frá niðurstöðum sínum
um ráðherraskipti og uppstokkun, þá var þaö
ekki Þorsteinn sem sté á stokk eins og í Stykkis-
hólmi á dögunum, heldur Geir nokkur Hall-
grímsson sem endurtók ummæli sín; einu sinni
á ágústkveldi. Eins og í farsa. í gær fékk svo
Þorsteinn leyfi til þess aö hrókera á taflborðinu
eftir aö peöinu haföi verið fórnaö. Þaö breytir
engu, ráðherrarnir eru allir á svörtu reitunum.
Meira aö segja Morgunblaöiö kann ekki aö
meta þessa hirðsiði flokksforystunnar og hirtir
hana í leiðara í gær. Þar er Sjálfstæðisflokknum
líkt viö ormagarö og kveðið á um aö „margir
hefðu talið heppilegast að rjúfa þing og efna
til kosninga, til þess að línur yrðu skýrari og
Alþingi fengi nýtt umboð frá kjósendum til
að takast á við aðsteðjandi vanda“.
Togstreitan innan ríkisstjórnarinnar minnkar
ekki við það aö einn strákur komi þar til viðbótar
og heiðursforseti Nató hætti aö sitja ríkis-
stjórnarfundi, hann var hvort eö er á flandri útí
heimi. Stefna ríkisstjórnarinnar miöast hér eftir
sem hingaö til viö frekari kjaraskerðingu, niður-
skurð framkvæmda og félagslegrar þjónustu
eins og bent er á í miðstjórnarályktun Alþýðu-
bandalagsins um sl. helgi. Og þar segir enn
fremur:
„Miðstjórn Alþýðubandalagsins telur
óhjákvæmilegt að ríkisstjórnin segi nú þeg-
ar af sér og að efnt verði til kosninga hið
fyrsta“.
Vertu með
Umferðarvikan í Reykjavík hófst á mánudag-
inn og lýkur nk. föstudag. Þessi vika er jákvætt
framlag Umferöarnefndar Reykjavíkur, lögregl-
unnar, barna og unglinga sem taka virkan þátt í
þessari upplýsingastarfsemi auk allra þeirra
sem nú fara gætilegar í umferðinni. Reynslan
hefur sýnt, aö umferðarslysum fækkar í réttu
hlutfalli við aukinn áróður og upplýsingar. Þess
vegna er allt sem gert er í þágu áróöurs og
upplýsinga í umferðinni af hinu góða.
Sú staöreynd blasir og við að íslendingar
gjalda umferðinni háan toll í mannslífum og
slysum. Þess vegna skorar Þjóðviljinn á alla aö
verða við áskorun Umferðarvikunnar í Reykja-
vík í þessari og á öðrum tímum; vertu meö.
Bægjum frá slysum og komumst hjá manns-
látum á öld hraöans. Förum okkur hægar. Ver-
um varkár í umferðinni. -óg.
Þorsteinn í ríkisstiórn
Heiðursforseta Nató sparicað >t
--Víiivuvii Ull 1 uo .
KLIPPT OG SKORIÐi
Ríkisstjórnin
haldirósinni
■ \ |mM11* 'kkslU
I ‘I 'I'
I. , kl '.t 11 I I I kl'-l I' •!
........
II. lí.t l»V»•! •• lllll -
I „Fáðu þér sæti Þorsteinn“!
■'lk-ll.tlliti S,.,lM.,-,Vll,.U.
Mlir ráðhcrrar Sjálfsteðisflokksins fá ný ráðuncyti:
Þeir segja í Staksteinum Morg-
unblaðsins í gær að nú sé fjör á
Fróni og eiga þar við pólitíkina.
Svo gæti reyndar sýnst af frétt-
um. En kannski er ekki úr vegi að
minnast á það, að eitt er fjör og
annað óróleiki og taugaveiklun
sem gengur út á það að sýnast
vera nýr og ferskur og eldhress án
þess nokkuð hafi gerst.
Flokkur
fer í kerfi
Tökum til dæmis Bandalag
jafnaðarmanna sem upplifði
mikla sláturtíð á opnum lands-
nefndarfundi um helgina. Um
allangt skeið hefur sá flokkur
notið 6-8% fylgis í skoðanakönn-
unum út á það að hann væri á
móti „kerfinu", væri nýr og fersk-
ur og til margs góðs vís þess
vegna. Þegar menn hafa bent á
margar furðulegar þverstæður í
málatilbúnaði þess flokks (eins
og þær, að boðuð er valddreifing
með því að kjósa valdamikinn
forsætisráðherra beint) þá hafa
menn látið slíkt sem vind um
eyrun þjóta. Líka það, að einmitt
sú tilhögun BJ að forðast fulltrúa-
lýðræði leiddi varla til annars en
þess að mestallt vald í flokkunum
safnaðist á hendur þingmanna
einna.
Og svo er ævintýrið skyndilega
búið og upp kemur að það sem
nýtt var í flokki þessum verður
ekki til annars en gera hann
fullkomlega óstarfhæfan um leið
og á bjátar og ágreiningur kemur
upp.
Og loks er eins og ekkert hafi
gerst.
Að vera
og sýnast
Svipað má reyndar segja um þá
„andlitslyftingu" í ríkisstjórninni
sem fjölmiðlar hafa staðið á önd-
inni yfir dögum saman. Sá gaura-
gangur hefur reyndar haft í för
með sér vissa skemmtun og til-
breytingu, eins og þegar þeir
slógu því upp í NT að nú væri
þvflíkur móður hlaupinn í þing-
menn Sjálfstæðismanna að þeir
heimtuðu „breytingar á ráðherr-
um Framsóknar“. Eins og von-
legt var fór ímyndunaraflið fljótt
og vel af stað í vangaveltur um
hugsanlega lagfærslur á eðli og
útliti Steingríms og Halldórs og
Alexanders og Jóns.
En svo sprakk blaðran í fyrra-
dag. Þorsteinn Pálsson hafði
fengið alræðisvald til að stokka
upp ríkisstjórnina og það var til-
kynnt að hann kæmi inn vegna
þess að Geir væri svo vænn mað-
ur og kurteis að hann væri tilbú-
inn að ganga um áramót úr starfi
sem honum þó þykir skemmti-
legt. Og landslýður klóraði sér í
hausnum og vissi ekki hvort hann
átti að nenna að hlægja.
Morgunblaðið lætur reyndar
að því liggja í gær að meira standi
til. Það á að reyna að gera Albert
að iðnaðarráðherra, Matthías
Bjarnason að viðskiptaráðherra,
Ragnhildi að heilbrigðisráðherra
og Sverri Hermannsson að
menntamálaráðherra. Sem þýðir
væntanlega að Þorsteinn Pálsson
verði fjármálaráðherra og Matt-
hías Matthíasson utanríkisráð-
herra. Eða eitthvað svoleiðis.
En til hvers?
Það veit í rauninni enginn. Og
enginn kenning haldbærari en sú,
að þreytt ríkisstjórn þurfi að sýn-
ast ný í þeirri von að hún taki sig
eitthvað betur út í fjölmiðlahas-
arnum mikla. Eða eins og frans-
menn segja; Allt breytist til þess
að ekkert breytist.
Það er ekki einu sinni víst að
það stólaboðhlaup sem Morgun-
blaðið er að boða gangi upp. Eða
hvað segir Albert Guðmundsson
í samtali við NT í gær? Hann
segir, að það sé nauðsyn að hafa
formann Sjálfstæðisflokksins
innan stjórnar. En hann tekur
það skýrt fram í leiðinni að „ég
get ekki ímyndað mér að Þor-
steinn komi með einhverja þá til-
lögu um skipan ráðherra sem ég
get ekki sætt mig við“.
Semsagt: Þorsteinn má koma
inn fyrir dyrnar, en hann á að vita
það fyrirfram, að hann má ekki
ráða neinu sem heitir.
Rósemdar-
menn
Hitt er svo annað mál, að
Framsóknarmenn virðast
skemmta sér vel yfir öllu saman.
Þeir segjast hafa það mannval að
þeir þurfi engar breytingar að
gera hjá sér. NT finnst mál til
komið að taka við þeim landsföð-
urlega tóni sem Morgunblaðið
telur sig venjulega hafa einkarétt
á og skrifar feiknarlega ábyrgan
leiðara sem heitir „Ríkisstjórnin
haldi ró sinni“. Boðskapurinn er
þessi: Engan æsing piltar, jafnvel
þótt Sjálfstæðismenn ætli af
göflum að ganga, þá er til sú
hrygglengja í þjóðarlíkamanum
sem óhagganleg er með öllu og
það er Framsóknarflokkurinn.
Pólitísk tíska er skrýtin.
Kannski fer það að verða álitlegt
aftur að vera hundleiðinlegur
kerfisflokkur og rósemdin upp-
máluð?
í ormagryfju
Svo mikið er víst, að eitthvað
það hefur gerst, sem Morgun-
blaðið sættir sig ekki við. Það
skrifar leiðara um stólaleik ráð-
herranna í gær. Og getur ekki
stillt sig um að veita nokkra ráðn-
ingu sínum mönnum fyrir þá
„innri veikleika í starfi“ sem
blaðið telur bersýnilega ekki
lítinn andlegan og pólitískan
heilsubrest.
„Hreinskipti þarf að ríkja milli
manna í Sjálfstæðisflokknum.
...Svona merkur stjórnmála-
flokkur má ekki breytast í orma-
gryfju“.
Það er semsagt „fjör á Fróni“
eins og segir í Staksteinum. Og
eins víst að við megi bæta að nú
„frýs í æðum blóð“ þeirra sem í
ormagryfjunni sitja og reyna að
halda eiturkvikindum frá sér með
söngli nokkru. ÁB
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýöshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir.
Husmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýslngastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð I lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
Áskrift á mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 9. október 1985