Þjóðviljinn - 09.10.1985, Side 9
MENNING
Konur karla
Forvitnileg póstkortsýning í Norrœna húsinu
finna má á póstkortum. Það er
engu líkara en framleiðendur
þeirra hafi einsett sér að mynd-
skreyta alian Freud eins og hann
leggur sig. Því miður verða þeir
vissri einhæfni að bráð, en það er
einmitt sú einhæfni sem fólgin er í
ofuráherslu á úrsérgenginni
kvenímynd og kynhlutverki kon-
unnar. Carin Hartmann vill að
konur blási í herlúðra gegn þess-
ari niðurlægingu og vonandi
verður henni að ósk sinni og að
konur styrki til muna ímynd sína.
E.t.v. þá fyrst fáum við að sjá
öðruvísi bílæti og uppbyggilegri.
Mér býður þó í grun um að seint
hætti menn að senda hver öðrum
blautleg póstkort.
HBR.
Hvernig sjá karlmenn konur og
hvernig sjá þeir sjálfa sig? í kjall-
ara Norræna hússins hefur nú
verið sett upp sýning sem nefnist
„Konur karla" og „Karlar“.
Sýningin er sett saman úr
póstkortasafni Carinar nokkurrar
Hartmann, sænsks listmálara og
listfræðings. Carin hefur á und-
anförnum árum safnað um 4000
póstkortum víðs vegar að, sem
sýna hefðbundna kynjaskipt-
ingu; hvernig karlar líta konur og
sjálfa sig. Einnig eru nokkur
pióstkort gerð af konum og fjalla
þau um konur.
Sýning Carinar Hartmann er
hin forvitnilegasta og vekur upp
margvíslegar spurningar um hlut-
verk kynjanna, ímynd þeirra og
aðstöðu, sem og þær klisjur sem
sprottið hafa upp í aldanna rás
um konuna og karlmanninn. Car-
in hefur flokkað póstkort sín eftir
ýmsum þemum og eru skyldar
myndir settar undir gler í einn
ramma. Þannig eiga gestir
auðveldara með að átta sig á hlut-
unum, sem ella yrðu ruglingslegir
og marklausir. En vissulega eru
um leið dregnar nokkuð grófar
h'nur og boðskapnum lætt inn hjá
... og á næsta korti liggur hún á
bakinu, bundin, að mestu flett
klæðum, gjarnan fyrir framan
stuðara á bíl með skammbyssu
við gagnaugað - ógnað - af
fullkomlega skefjalausu ytra
valdi og innri angist". Þannig far-
ast Carinu Hartmann orð í sýn-
ingarskrá og um leið eru allir
karlmenn stimplaðir sadískir
ruddar, eins og þeir eru sagðir
hafa verið alla tíð, þrátt fyrir
miklar ytri breytingar á þjóðfé-
laginu og stöðu kynjanna hin
seinni ár.
Það er þetta blæbrigðaleysi
sem háir sýningunni og gerir hana
helsti einfeldnislega. Með örlítið
meiri vinnu og gleggra auga hefði
þessi fjöldi póstkorta getað leitt
miklu meira í ljós. Það skal þó
sagt hinum sænska listfræðingi til
hróss að hann lætur efniviðinn
ekki algjörlega hlaupa með sig í
gönur. I mörgum römmunum má
nefnilega sjá hina athyglisverð-
ustu hluti og gleymi sýningargest-
urinn flokkuninni um stund, get-
ur hann skemmt sér við að móta
eigin niðurstöður um það sem
fyrir augu ber.
Það er nefnilega ótrúlegt hvað
dómurinn sneri þessu við og taldi
nektina syndsamlega. Fyrir nú-
tímafólk hlýtur það þó að vera
aðalatriði hvernig nektin er opin-
beruð. Carin Hartmann verður
það á að alhæfa þegar hún leggur
að jöfnu áhuga karla á nöktum
kvenlíkama og ánægju sumra
þeirra af að sjá nöktum konum
misþyrmt á hrottalegan hátt.
„Karlar gera grín að konunni
áhorfendum, hvort heldur um
altæk eða sértæk atriði er að
ræða.
Það hlýtur t.d. að vera álitamál
hvort nekt sé niðurlægjandi.
Grikkir til forna töldu þá menn
frumstæða sem ekki þoldu að sjá
líkamann afhjúpaðan. Kristin-
HALLDÓR
B. RUNÓLFSSOf
Myndverk á sýn-
ingu Eyjólfs.
Innan um gömlu
ismana
Eyjólfur Einarsson sýnir í Listmunahúsinu
Eyjólfur Einarsson er Ijóðrænn
maður og þess vegna verða verk
hans Ijóðræn. Reyndar veit hann
þetta sjálfur og þess vegna hefur
hann skeytt Ijóðum við margar
myndir sínar á einkasýningunni
sem hann heldur um þessar
mundir í Listmunahúsinu við
Lækjargötu. Þessi Ijóð eru ekki
áföst við myndirnar, heldur fylgja
þeim sem nokkurs konar formáli
eða inngangur.
Allar 44 myndirnar sem Eyj-
ólfur sýnir eru skyldar innbyrðis.
Þær eru súrrealískar á þá sérís-
lensku vísu sem við þekkjum ein-
na helst af kvæðum Steins
Steinarrs. Einhverra hluta vegna
verður áhorfandanum hugsað til
Tímans og vatnsins þegar hann
stendur frammi fyrir myndum
Eyjólfs. Það er einnig eins og tím-
inn hafi staðið kyrr fyrir málaran-
um því stíll hans heyrir til annarri
öld. Myndir hans eru fullar af
söknuði eftir þeim tímum þegar
nútímalistin var ennþá fersk og
óspillt af eigin þversögnum.
Þessi söknuður birtist í ótal
myndum sem tilvitnanir í eldri
stefnur og horfna meistara.
Þannig læðist íslenskur expressi-
onismi Engilberts inn í súrreal-
ískt landslag Eyjólfs og beinir því
inn á þjóðlegar brautir. Annað
einkenni á myndum Eyjólfs er að
þær eru hálft í hvoru hlutbundnar
og óhlutbundnar. Þannig getur
lína sem sveigist eftir fletinum
verið útlína forms og vegur sem
hlykkjast eftir ávölum heiðum.
Slíkur tvískinnungur veldur
ákveðinni spennu í bestu mynd-
um Eyjólfs, en hann þyrfti að
tefla fleiri slíkum atriðum fram
og dýpka þau svo myndir hans
losnuðu úr fortíðarviðjunum.
Það er nefnilega svo að Eyjólfur
er varfærinn málari og helsti
feiminn við að þróa fram nýja sýn
eða leið. Þess vegna hallar hann
sér um of að stflbrigðum og stefn-
um sem þegar hafa verið til lykta
leidd.
Það er ávallt erfitt að brydda
upp á nýjungum í heimi sem virð-
ist hafa séð allt og heyrt allt.
Sumir listamenn eru úrkula von-
ar um að nokkuð nýtt finnist
undir sólu og reyndar er sú til-
finning áleitin um þessar mundir.
Hún liggur til grundvallar hinum
margumtalaða síð-módernisma
og skoðast af mörgum
gagnrýnendum sem hugmynda-
leg og menningarleg kreppa.
Þrátt fyrir það halda menn áfram
að segja hlutina með nýjum
hætti, jafnvel þótt kenna megi
ýmsa grunntóna í fórum þeirra.
Að þessu leyti sver Eyjólfur sig
í ætt við tíðarandann. Verk hans
byggja á aðfengnum grunntón-
um. En það sem verk hans skortir
er sálarstríðið sem þetta ákveðna
ástand veldur. Það eru m.ö.o.
engin innri átök til í þessum verk-
um og þ.a.l. ná þau ekki að
spegla þá samtíð sem er sundurt-
ætt af skorti á nýrri framtíðarsýn.
Verk Eyjólfs eru maníerísk, en
laus við öll innri átök. Listamað-
urinn hefur búið sér þægilegan
bólstað innan um gamla isma,
laus við þær áhyggjur sem verald-
leg tímamörk setja flestum lista-
mönnum.
HBR.
Bœkur og
bókaskreytingar
Sýning í Gerðubergi
Bækur og bókaskreytingar
heitir sýning sem stendur yfir í
Gerðubergi, félagsmiöstööinni í
Breiðholti. Sýningunni er i tengs-
lum við Listahátíð kvenna sem nú
stendur yfir í Reykjavíkurborg.
Sýningin er m.ö.o. ætlað að
bregða Ijósi á bókaskreytingar
kvenna og bókverk, þ.e. bækur
sem listaverk.
Sýningunni er ekki ætlað að
gera tæmandi úttekt á vinnu
kvenna hvað þetta varðar, en það
er einmitt bent á það í sýningar-
skrá að mikið af frummyndum
skreyttra bóka sé með öllu
glatað, og því sé ómögulegt að
koma öllum slíkum verkum á
framfæri.
En þetta er ekki einungis sýn-
ing á myndskreyttum bókum og
bókakápum, heldur eru einnig í
Gerðubergi bækur sem gerðar
eru beinlínis sem listaverk. Eru
það 8 listakonur sem sýna slík
verk. Hins vegar eru mynd-
skreytingar eftir nær 40 konur.
Þessi mikli fjöldi þátttakenda er
þó eins og áður sagði, langt frá
því að vera tæmandi og er sýning-
in því eins konar sýnishorn af af-
rekum kvenna á þessu sviði. Sem
uppbót fyrir gloppurnar fylgir
sýnirígarsicrá, heildarskrá yfir
skáldverk íslenskra kvenna sem
birst hafa á prenti.
Þetta er geðþekk sýning þótt
ekki sé þar að finna mikinn frum-
leik, nema þá í bókverkunum.
Skreytingarnar eru vandaðar og
vel unnar. Þær skiptast í bóka-
kápur og svo myndskreytingar
við texta. í sumum tilvikum eru
listamennirnir sjálfir höfundar
texta og er árangurinn yfirleitt
persónulegri en þegar skreytand-
inn lýsir texta eftir aðra.
Þrátt fyrir það getur maður
ekki varist þeirri hugsun að ís-
lenskar bókaskreytingar séu fá-
gætari og fátæklegri en efni standi
til. Bókaþjóðin hefur gefið lista-
mönnum sínum lítil tækifæri til að
spreyta sig í lýsingarkúnstinni. Er
af sem áður var, þegar handrit
voru skreytt í bak og fyrir með
óviðjafnanlegum myndum. Þeim
listamönnum hlyti að bregða sem
handrit skreyttu á ofanverðum
miðöldum, ef þeir sæju bækur
þær sem prýða venjulega bóka-
skápa nú á tímum.
En ekki er við konur að sakast í
þessum efnum. Þó er einkenni-
legt að sjá hvergi róttækar til-
raunir til skreytinga í Gerðu-
bergi. Sýnii það best hvað bóka-
útgefendur láta lítið af hendi
rakna til þeirrar iðju. Þá skortir
algjörlega innlendar myndasögu-
bækur, ef frá er talin ein tilraun,
eftir Sigrúnu Eldjárn. Er það
furðulegt að enginn skuli hafa
lagt fyrir sig teiknimyndasögu-
gerð hér á landi, þegar fyrir-
myndirnar flæða yfir okkur frá
öðrum löndum.
Sýningin í Gerðubergi opin-
berar sorglega stöðu bóka-
skreytinga hér á landi. Svo virðist
sem skreytingum fari fækkandi
fremur en hitt. Fyrir svo sem
aldarfjórðungi var snöggtum
meiri fjölbreytni og þá var ekki
óalgengt að bækur væru ríkulega
lýstar, einkum ferðasögur og
þjóðlffsbókmenntir. Þar áttu
konur drjúgan þátt eins og sjá
má. E.t.v. mun þeim einnig tak-
ast að snúa við þessari öfugþróun
og vonandi verður sýningin í
Gerðubergi til þess að vekja
menn til umhugsunar um þann
mikilvæga þátt myndlistar sem
bókaskreyting er. Annað væri
þjóð til vansæmdar sem kenna
vill sig við bækur.
Miðvikudagur 9. október 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9