Þjóðviljinn - 09.10.1985, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI
RIKISSPITALARNIR
Lausar stöður
Staða yfirlæknis
við syklarannsoknadeild
Staða yfirlæknis við sýklarannsóknadeild Landspítal-
ans er laus til umsóknar.
Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 22.
október 1985.
Reykjavík 7. október 1985.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
óskast við Barnaspítala Hringsins.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í
síma 29000.
Hjúkrunarfræðingur
óskast á morgun- og kvöldvaktir á öldrunarlaekninga-
deild Landspítalans.
Úrvalið í H-húsinu Auðbrekku 9 í Kópavogi er geysimikið. Þessar tvær blómarósir sjá um að afgreiða viðskiptavinina. Ljósm. E.ÓI.
Sjúkraliði
óskast á fastar næturvaktir á öldrunarlækningadeild.
einnig óskast sjúkraliðar á allar vaktir á öldrunarlækni-
ngadeild.
Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunar-
framkvæmdastjóri öldrunarlækningadeildar í síma
29000.
Fóstrur
óskast sem fyrst eða eftir samkomulagi á dagheimilið
Stubbasel við Kópavogshæli.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 44024.
Starfsmenn
óskast nú þegar við dagheimili Landspítalans við
Engihlíð.
Upplýsingar veitir forstöðumaður dagheimilisins í
síma 29000-591.
Læknaritari
óskast við krabbameinslækningadeild Landspítalans.
Stúdentspróf eða sambærileg menntun áskilin ásamt
góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu.
Upplýsingar veitir læknafulltrúi krabbameinslækn-
ingadeildar í síma 29000.
Starfsfólk
óskast til vinnu við þvottahús ríkisspítalanna Tungu-
hálsi 2.
Boðið er upp á akstur til og frá vinnustað að Hlemmi.
Upplýsingar veitir forstöðumaður þvottahúss í síma
671677.
Starfsfólk
óskast til vaktavinnu við Tjaldanesheimilið í Mosfells-
sveit.
Upplýsingar veittar í símum 666147 og 666266.
Starfsmenn
óskast á allar deildir og við ræstingar á Kópavogshæli.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 41500.
Reykjavík 8. október 1985.
VGSKULYÐSFYLKINGIN
Miðvikudagur 9. okt.
Undirbúningsfundur
Á miðvikudaginn kl. 20 ætla fulltrúar ÆFR á landsfund AB að hittast að
H-105 og undirbúa sig fyrir fundinn. Þeir sem vilja taka þátt í þessu eru
velkomnir með tillögur og áþendingar.
Verkalýðsmálaráð ÆFAB
Opinn fundur verður í
Verkalýðsmálaráði ÆFAB
fimmtudaginn 10. okt. nk. kl. 20.30. Einar Olgeirsson mun koma á fundinn
og ræða um sögu verkalýðshreyfingarinnar og tengsl flokksins við hana.
Fjölmennum og mætum öll hress og jákvæð til umræðu um ofangreint
má|efn|. stjómin.
Kaffihús-Rauða risið
Næsta sunnudag verður áfram haldið hinu vinsæla kaffihúsi að Hverfisgötu
105, efstu hæð, Rauða risinu.
Dagskráin að þessu sinni er með þeim hætti að kl. 14.00 verður húsið
opnað og létt músík líður um salinn. Kl. 15.00 les Silja Aðalsteinsdóttir úr
verkum kvenna. Þá ræða þær Margrét Björnsdóttir og Gerður G. Ósk-
arsdóttir um efnið: Kvenréttindi, jafnrétti, forréttindi - Hvað viljum við?
Kl. 19.00 verður húsinu lokað og allir fara heim.
ÆFR
Ný verslun í Kópavogi
H-húsið með útsölur
Nýstárleg verslun tók nýíega til
starfa í Kópavogi að Auðbrekku
9. Hún heitir H-húsið og þar er
útsala í gangi allt árið um kring.
Ástæðan er sú að H-húsið selur
umframbirgðir frá verksmiðjum,
heildsölum og verslunum á afar
hagstæðu verði og í frétt frá
versluninni segir að þar sé hægt
að gera afar hagstæð kaup.
I H-húsinu geta menn sparað
verulegar fjárhæðir með hag-
stæðum innkaupum og meðal
vörutegunda má nefna hand-
klæði, sængurverasett, skó,
skyrtur, snyrtivörur, nærföt,
gallabuxur, b'arnaföt, skartgripi,
sælgæti, leikföng og búsáhöld.
H-húsið er opið virka daga frá
kl. 10-20. Síminn er 44440.
Mikið fjölmenni var á fjölskylduhátíöinni
Kjötdögum sem Afuröasala Sambandsins
efndi til 21 .-22. september sl.
Happdrœtti
Goða-
vinningar
Dregið hefur verið í happdrætti
Goða úr þeim númerum sem
dreift var meðal gesta á fjöl-
skylduhátíðinni „Kjötdögum"
sem haldin var helgina 21. og 22.
sept. s.l. íhúsi Afurðasölunnarað
Kirkjusandi í Reykjavík.
Vinningar eru tíu og eru tvær
hátíðarsteikur frá Goða í hverj-
um vinningi. Vinningar komu
upp á eftirtalin númer: 378, 891,
1500, 2115, 2312, 3080, 3511,
3903, 4304, 4750.
Vinningshafar vinsamlegast
hringi í síma 686366.
Heimsfræg
myndavál afhent
á Lækjartorgi
Nýlega afhenti ACO hf.
auglýsingastofunni Svona ger-
um við nýja grafíska myndavél af
gerðinni Eskofot.
Vélin er sú fullkomnasta sinnar
tegundar hérlendis, m.a. með al-
sjálfvirkum stærðarstillibúnaði,
stillingum fyrir myndun texta og
ljósmynda.
En það er ekki nóg með að nýja
myndavélin hjá Svona gerum við
sé sú fyrsta og fullkomnasta á
landinu. Hún er jafnframt fræg-
asta eintak sinnar tegundar í
heiminum. Þegar vélin var sett
saman og prófuð í húsakynnum
ACO við Nóatún varð geysiöflug
sprenging sem stafaði af því að
perur í lýsingarbúnaði vélarinnar
voru 110voltístað220volta.
AUGLfólNG
UM INNLAUSNARVERD
VERÐTRYGGÐRA
SFARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*> Á KR. 100,00
1980-2.fl. 25.10.1985-25.10.1986 kr. 768,42
1982-2.fl. 01.10.1985-01.10.1986 kr. 332,09
*> Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt
frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
c Reykjavík, september 1985
SEÐLABANKI ÍSLANDS