Þjóðviljinn - 09.10.1985, Side 15

Þjóðviljinn - 09.10.1985, Side 15
 IÞROTTIR Evrópuleikir Erfiðir mótherjar Öll íslensku liðin sem taka þátt í Evrópumótunum í handknattleik fengu erfiða mótherja þegar dregið var til 2. umferðarinnar í gær. FH leikur við Redbergslid frá Svíþjóð í Evrópu- keppni meistaraliða. Redbergslid er mjög sterkt lið, skartar m.a. stórskyttunni Birni Jilson, og það verð- ur þungur róður hjá hinu unga liði Hafnfirðinga. Valur mætir Lugi frá Svíþjóð, gömlum kunning- jum íslenskra handknattleiksmanna í IHF- keppninni. Lugi hefur margoft dregist gegn íslensk- um liðum í Evrópukeppni og má búast við tvísýnum leikjum þarna. Víkingar leika gegn spænska félaginu Crypo Dep- ortieco Teka frá Santander í Evrópukeppni bika- rhafa. Peir ættu að eiga þokkalega möguleika en samkvæmt reynslu eru Spánverjar erfiðir andstæð- ingar. Valur leikur gegn Rödovre frá Danmörku í Evr- ópukeppni bikarhafa í kvennaflokki. Danskur kvennahandknattleikur er heldur sterkari en ís- lenskur þannig að sjálfsagt verður við ramman reip að draga hjá Valsstúlkunum. FH og Víkingur eiga heimaleiki sína fyrst en bæði karla- og kvennalið Vals drögust fyrst á útivelli. Karlaleikirnir verða í kringum næstu mánaðamót en konurnar keppa ekki fyrr en eftir áramót. - VS. Úrvalsdeildin Annar sigur meistaranna Öruggt gegn KR, 24 stig í hálfleik England Naumt hjá Arsenal Arsenal þurfti framlengingu til að sigrast á 4. deildarliðinu Here- ford í enska mjólkurbikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi. Liðin höfðu gert jafntefli, 0-0, i Here- ford, og í gærkvöldi stóð 1-1 að loknum 90 mínútum á Highbury. En Arscnal bjargaði andlitinu með því að Charlie Nicholas skoraði sigurmark í framleng- ingu og vann því samanlagt 2-1. Meirihluti leikja 2. umferðar, síðari leikir, fór fram í gærkvöldi. Úrslit urðu þessi, samanlögð úrslit í svigum: Arsenat-Hereford...........2-1 (2-1) Barnsley-Newcastle.........1-1 (1-1) Birmingham-Bristol Rovers..2-1 (5-3) Blackburn-Wimbledon........2-1 (2-6) Bolton-Nottm.Forest........0-3 (0-7) Bournemouth-Everton........0-2 (2-5) Bradford C -Brighton.......0-2 (2-7) Darlington-lpswich.........1-4 (1-7) Huddersfield-Shrewsbury....0-2 (3-4) Hull-Q.P.R.................1-5 (1-8) Luton-Sheff. Utd...........3-1 (5-2) Manch. City-Bury...........2-1 (4-2) Northampton-Oxford.........0-2 (1-4) Bílslys NottsCounty-Fulham.......2-4 (3-5) Portsmouth-Gillingham.... .2-1 (5-2) Southampton-Millwall......0-0 (0-0) Swansea-West Ham..........2-3 (2-6) Swindon-Sunderland........3-1 (5-4) Walsall-Leeds...................0-3 (0-3) Watford-Crewe...................3-2 (6-3) York-Grimsby....................2-3 (3-4) Newcastle komst áfram á úti- marki eftir að ekkert mark hafði verið gert í framlengingu í Barns- ley og Southamtpon vann Millwall á vítaspyrnukeppni. Leik Sheff. Wed. og Brentford var frestað til 15. okt. en aðrir leikir í umferðinni fara fram í kvöld. -VS/Reuter Charlie Nicholas bjargaði Arsen- al gegn Hereford í gærkvöldi. Njarðvíkingar hafa hafíð titil- vörn sína af krafti - ekki er hægt að segja annað. Þeir fylgdu eftir sigrinum á Val með því að leggja Reykjavíkurmeistara KR í gær- kvöldi, 77-65, og virðast ekkert síðri nú en sl. vetur þó margir hafi spáð öðru. Njarðvík náði yfirburðaforystu strax í byrjun og leiddi með 24 stigum í hálfleik. Liðið slakaði á í byrjun seinni hálfleiks og KR sótti sig en náði aldrei að ógna sigri heimamanna, þrátt fyrir tvær mótmælaferðir Jóns Si- gurðssonar þjálfara inná völlinn Úrvalsdeildin ÍBK-Valur Annar leikurinn í 2. umferð úrvals- deildarinnar í körfuknattleik fer fram í Keflavík í kvöld. Þar taka nýliðar ÍBK á móti Valsmönnum og hefst viðureignin kl. 20. Keflvíkingar komu mjög á óvart með því að sigra Hauka í fyrstu umferð en Valsmenn töpuðu fyrir Njarðvíkingum. Handbolti Coeck í lífshættu Belgíski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu Ludo Coeck slasaðist alvar- lcga í umferðaróhappi skammt frá Brússel í fyrrinótt. Hann liggur í gjörgæslu á sjúkrahúsi og er í lífs- hættu. Coeck hefur leikið með Inter Milano á Ítalíu síðan 1983 - hefur reyndar mest megnis verið utan vallar vegna slæmra meiðsla á fæti. -VS/Reuter „Ekki til að skamm- ast sín fyrir“ Ungverjaland-Island 29-16 í kvennamótinu í Hollandi Ungverjaland sigraði ísland 29-16 í fyrsta leiknum á alþjóð- legu kvcnnamóti í handknattleik sem hófst í Slagharen í Hollandi í gær. Ungverska liðið komst í 3-0, íslensku stúlkurnar löguðu stöðu- na í 5-3 en þá breyttist hún í 8-3. Síðan jókst munurinn, 14-7 í hálf- leik og lokatölur 29-16. „Þessi úrslit eru ekki til að skammast sín fyrir", sagði Davíð B. Sigurðsson fararstjóri íslenska liðsins í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. „Ungverska liðið er geysisterkt og leikur hraðan handknattleik. Stúlkunum gekk ágætlega að halda í við það í seinni hálfleiknum og þær léku þá nokkuð vel.“ Að sögn Davíðs stóðu sig best þær Jóhanna Pálsdóttir mark- vörður, sem m.a. varði tvö víta- Tennis Námskeið hjá IK Tennisnefnd ÍK stendur fyrir byrjendanámskeiðum í tennis í íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópa- vogi. Boðið er uppá 6-vikna nám- skeið fyrir börn 10-14 ára og einn- ig kvennanámskeið. Leiðbeinandi verður Margrét Svavarsdóttir, en hún er lærður tennisþjálfari og hefur kennt íþróttina í mörg ár erlendis. Hún er án efa besti kventennisleikari hér á landi. Námskeiðið fyrir börn verður á sunnudögum kl. 15.15-16 og hefst sunnudaginn 13. okt. Kvennanámskeiðið verður einn- ig á sunnudögum, kl. 16-16.45, og hefst sama dag. Þátttökutilkynningar skulu berast Guðnýju Eiríksdóttur í síma 45991 sem fyrst. Hámarks- fjöldi á námskeið er 8. Látið þetta tækifæri ekki framhjá ykk- ur fara, frábær tenniskennsla þar sem veður skiptir ekki máli. MR Tjarnarhlaupið Tjarnarhlaupið, minningar- hlaup um Jóhannes Sæmunds- son, íþróttakeppara við MR, verður háð sunnudaginn 13. okt- óber. Fyrst verður keppt í boð- hlaupum, 4-manna karlasveitum og 3-manna kvennasveitum. Síð- an verður skemmtiskokk ein- staklinga. Hver þátttakandi hleypur um 2 km kringum Tjörn- ina og Hljómskálagarðinn. Keppendur komi til skráningar sunnudaginn 13. október, kl. 9, í anddyri MR. Keppnin hefst síðan kl. 10. Um hádegi, að keppni lok- inni, fer fram verðlaunaafhend- ing og veitingar verða á Sal MR. Miðvikudagur 9. október 1985 Körfubolti Evrópumótin á fullu í tilefni af góðum árangri Hauka í Evrópukeppni bikarhafa í körfuknattleik eru hér þau úrslit í Evrópmótunum sem okkur hafa borist. Þetta eru allt fyrri leikir 1. umferðar. Evrópukeppni meistaraliða: Real Madrid (Spáni)-Murray Edinburgh (Skotlandi)................75-65 Slovnaft Bratislava (Tékkósi.)-Zhalgirir Kaunas(Sovét)..........97-123 Bayern Leverkusen (V-Þýsk.)-Aris Saloniki (Grikklandi)..........76-93 Solna (Svíþjóð)-Nashua Den Bosch (Hollandi).....................95-93 Simac Milano (Ítaiíu)-Dudelange (Luxemburg)....................116-48 Limoges (Frakklandi)-Sunair Ostende (Blgíu).....................87-78 Honved (Ungverjalandi)-OB Friburg (Sviss).......................84-80 Kingston (Englandi)-Maccabi Tel Aviv (Israel)...................93-112 Galataseray (Tyrklandi)-Cibona Zagreb (Júgóslavíu)..............97-110 Evrópukeppni bikarhafa: Haukar(lslandi)-TábyBasket(Svíþjóð).............................88-83 Chemosvit (Tékkósl.)-Fenerbache (Tyrklandi)....................104-76 Manch. United (Englandi)-Permalens Haaksbergen (Holl.)..........95-58 Sparta Bertrange (Luxemb.)-Panathinaikos (Grikklandi)...........73-101 CSKA (Búlgaríu)-Jogoplastika Split (Júgóslavíu).................85-84 Merksem BBC (Belgíu)-Scavolini Basket Pesaro (Italíu)...........84-87 Korac-keppnin: Solent (Englandi)-Standard Liege (Belgíu).......................68-77 Manchester (Englandi)-Real Zaragoza (Spáni).....................83-90 Hapoel T el Aviv (Israel)-Keravnos Nicosia (Kýpur).............127-58 (Hapoel vann fyrri leikinn 140-48, samanlagt því 267-96) AEK (Grikklandi)-MAFC Budapest (Ungverjalandi).................105-107 Tarsus CS (Tyrklandi)-Torino CB (Italíu)........................86-93 Eczacibasi (T yrklandi)-SO Bayeruth (V-Þýskalandi)..............86-79 Hapoel Holon (Israel)-AntibesOlympique (Frakklandi).............74-62 Challanas BC Vendee (Frakklandi)-Spirale Liege(Belgíu)..........99-94 Panionios (Grikklandi)-BBC Ghent (Belgíu).......................72-64 Uudenkaupungin (Finnlandi)-Charlottenburg (V-Þýsk.)............103-95 Regenerin Klagenfurt (Austurríki)-Racing Maes Pils (Belg.)......71-103 SC Werkendam (Hollandi)-Alava Vitoria (Spáni)...................73-88 UBVTyrolia (Austurríki)-SSV Hagen (V-Þýskalandi)................70-84 Amicale Steinsel(Luxemb.)-Granollers(Spáni).....................59-105 Contern (Luxemburg)-Partizan Belgrad (Júgóslavíu)...............83-108 sem látnar voru óáreittar af ann- ars ágætum dómurunum. Njarðvíkurliðið var sann- færandi með Helga Rafnsson sem besta mann. Hann er orðinn geysisterkur í fráköstunum, í sókn og vörn, og mikilvægur arf- taki Jónasar Jóhannessonar. Val- ur er alltaf samur við sig og skoraði nokkrar þriggja stiga körfur og þeir Hreiðar og Krist- inn léku ágætlega. Það var ekki að sjá á KR- ingum að þar færu Reykjavík- urmeistarar. Valsmenn virkuðu mun sterkari á dögunum. Þeir hittu illa, sérstaklega í fyrri hálf- leiknum. Matthías átti mjög góð- an leik, Garðar lék vel og Birgir Mikalesson sýndi góð tilþrif. En KR er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum og þarf greinilega að taka sig á ef spárnar um gott gengi liðsins í vetur eiga að ræt- ast. -SOM/Suðurnesjum Njarövík 8. okt. UMFN-KR 77-65 (49-25) 10-3, 21-11, 38-23, 49-25, - 59-40, 63-48, 77-65 Stig UMFN: Valur Ingimurtdarson 26, Helgi Rafnsson 18, Kristinn Ein- arsson 11, Árni Lárusson 8, Hreiðar Hreiðarsson 6, Isak Tómasson 4, Jó- hannes Kristbjörnsson 3 og Ellert Magnússon 1. Stig KR: Birgir Mikaelsson 18, Matthias Einarsson 18, Páll Kolbeins- son 15, Garðar Jóhannsson 7, Birgir Jóhannsson 4, Guðmundur Jóhanns- son 2 og Ástþór Ingason 1. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jóhann Dagur Björnsson - ágaetir. Maður leiksins: Helgi Rafnsson, UMFN. köst og nokkur skot úr hraðaupp- hlaupum, Erla Rafnsdóttir, Erna Lúðvíksdóttir og Sigrún Blom- sterberg. Erna skoraði flest mörk, 4, og Sigrún skoraði 3. íslenska liðið leikur við Noreg í dag en til viðbótar taka Frakkar og A- og B-lið Hollendinga þátt í mótinu. - VS. Handbolti Valur-KR Valur og KR leika í 1. deild karla í handknattlcik í kvöld og hefst leikur- inn í Laugardalshöllinni kl. 20. A sama tíma hefst í Digranesi í Kópavogi leikur HK og Hauka í 2. deild karla. Blak Þróttartap Víkingar unnu nijög óvæntan sigur á Þrótti, 3-2, í fyrstu umferð Reykja- víkurmótsins í karlaflokki í blaki á sunnudagskvöldið. ÍS lenti í vand- ræðum með Fram en náði að knýja fram sigur, 3-2. HM Gott hjá Áströlum Unnuí TelAviv Ástralir unnu þýðingarmikinn sigur á Israelsmönnum í Tel Aviv í gær í undankeppni HM í knatt- spyrnu. Þeir sigruðu 2-1, dýrmæt stig þar á útivelli, og það var fyrirliðinn John Kosmina, sem fyrir nokkrum árum var á bókum Arsenal, sem skoraði bæði mörkin. Arabinn Ziya Armeli gerði mark fsraelsmanna. Staðan í „Eyjaálfuriðli“: Israel..........3 2 0 1 12-2 4 Nýja-Sjáland....2 110 5-1 3 Ástralia........2 110 2-1 3 Taiwan..........3 0 0 3 1-16 0 Ástralía á nú einungis heimaleiki eftir. þar af tvo gegn Taiwan sem leikur alla sína leiki á útivöllum. Sig- urliðið í riðlinum mætir Skotum í úr- slitaleikjum sem sæti í lokakeppninni í Mexíkó. -VS/Reuter ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.