Þjóðviljinn - 09.10.1985, Síða 16
DJOÐVIUINN
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663. Miðvikudagur 9. október 1985 232. tölublað 50. órgangur
Fiskveiðasjóður
Togarar bráðlega á söluskrá
Fiskveiðasjóður að verða einn afstœrri skipaeigendum ílandinu.
Már Elíssonforstjóri sjóðsins: Efastekki um að viðfáum tilboð. Sjóðurinn leggurtil að
opnað verðifyrir innflutning til endurnýjunar flotans
Togarinn Sigurfari II frá
Grundarfirði var tekinn í
slipp á Akranesi í gær, en nýr
eigandi, Fiskveiðasjóður Islands,
sem eignaðist togarann á
nauðungaruppboði á dögunum
ætlar að láta yfirfara togarann
áður en hann verður boðinn til
sölu. I slipp í Reykjavík er annar
togari Fiskveiðasjóðs, Sölvi
Bjarnason sem áður var gerður
út frá Tálknafirði, en hann verð-
ur einnig fljótlega settur á sölu-
lista hjá Fiskveiðasjóði. Þriðji
togarinn, Kolbeinsey frá Húsavík
bætist að ölium líkindum í togara-
safn sjóðsins um næstu mánaða-
mót þegar annað og síðara upp-
boð á togaranum fer fram.
„Við verðum væntanlega
nokkuð stórir skipaeigendur um
skeið en samt ekki með þeim
stærsta í landinu", sagði Már
Elísson forstjóri Fiskveiðasjóðs í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Fiskveiðasjóður mun bráðlega
óska eftir tilboðum í áðurnefnda,
togara og sagði Már að enn væri
ekki búið að ákveða á hvaða
kjörum togararnir byðust. „Ég
skal ekki segja hvernig gengur að
selja þá, en ég efast ekki um að
við fáum tilboð“, sagði Már.
Stjórn Fiskveiðasjóðs hefur
nýlega lagt til við stjórnvöld að
vegna endurnýjunar á fiskiskip-
aflotanum verði innflutningur á
Reuter
Ruglfrétt
um Geir
Þorsteinn Thorarensen
sendir út óskiljanlega
frétt
Fréttastofan Reuter segir í fyrra-
kvöld frá þeirri ákvörðun
Geirs Haligrímssonar utanríkis-
ráðherra að segja af sér embætti
um áramót. í fréttinni, sem merkt
er TT sem væntanlega er skamm-
stöfun Þorsteins Thorararensen,
eru alls fjórar málsgreinar og
tvær furðulegar staðreyndavill-
ur.
í fyrsta lagi segir að Geir hafi
tilkynnt afsögn sína „eftir að hafa
sætt gagnrýni fyrir að sitja á ráð-
herrastóli án þess að hafa náð
kjöri til alþingis". Ekki kannast
blaðamenn við að hafa heyrt
þessari röksemd haldið fram.
í öðru lagi segir í fréttinni að
Geir hafi verið skipaður ráðherra
„í krafti kosningalaga sem kveða
á um 11 af 60 þingsætum á alþingi
skuli úthlutað eftir atkvæða-
magni flokkanna". Hvað kemur
reglan um uppbótarsæti á alþingi
ráðherradómi Geirs Hallgríms-
sonar við?
í þriðja lagi er hvergi í fréttinni
minnst orði á Þorstein Pálsson
sem hefur verið í aðalhlutverki í
yfirstandandi ríkisstjórnar-
drama.
Fyrir hönd íslenskra áhuga-
manna um erlendar fréttir sem og
eigenda fréttastofunnar sem
væntanlega er annt um heiður
hennar skulum við vona að svona
fréttaflutningur sé frekar undan-
tekning en regla.
-ÞH
skipum heimilaður að nýju gegn
ákveðnum skilyrðum. Síðustu
þrjú ár hefur sjóðurinn ekkert
lánað til nýsmíða hérlendis og al-
Hálfgert umsátursástand var í
kvennaathvarflnu í Reykjavík
aðfararnótt þriðjudags. Tveir
lögreglumenn voru á vakt í hús-
inu vegna hótana eiginrnarms einn-
ar konunnar sem þar dvelst.
„Þetta sýnir hversu nauðsynlegt
það er, að halda heimilisfangi at-
hvarfsins Ieyndu“, sagði Vil-
fríður Þórðardóttir, starfsmaður
athvarfsins í gær.
gert bann hefur á sama tíma verið
í gildi á innflutningi fiskiskipa.
„Það liggur Ijóst fyrir að þó
flotinn sé í heildina of stór, þá
Umræddur eiginmaður hafði
ráðist að konu sinni með hníf á
mánudag og lét hann öllum illum
látum fyrir utan húsið og hótaði
að bera eld að því og skjóta alla
sem inni voru þegar nótt skylli á.
„Konan slapp við áverka“, sagði
Vilfríður, „og þar sem þetta gerð-
ist eftir skrifstofutíma hjá
Rannsóknarlögreglunni, var
þarf að endurnýja hann og við
óttumst holskeflu ef ekki verður
hugað að þeirri endurnýjun í
tíma. Þessi bönn sem hafa verið í
ekkert hægt að gera. Almenna
lögreglan mátti víst ekki taka
manninn. Hins vegar stóð lög-
reglan sig mjög vel og bauðst til
að vakta húsið en aðeins innan
dyra þar sem þeir hefðu ekki
mannskap til að umkringja það
nógu vel. Nóttin leið svo rólega
eftir að búið var að loka síma
mannsins, sem hélt alltaf
gildi ganga ekki til langframa og
það verður- að heimila mönnum
endurnýjun“, sagði Már Elísson.
-Jg-
neyðarsímanúmerinu hér upp-
teknu“, sagði Vilfríður.
Hún sagði að athvarfið hefði
hingað til fengið að mestu að vera
í friði fyrir árásarseggjum af
þessu tagi. Þar dvöldust í gær 5
konur og 8 börn, það elsta 7 ára
og hið yngsta 9 mánaða. Maður-
inn sem um ræðir mun hafa verið
kærður í gær.
Óskar Ólason yfirlögregluþjónn hefur eins og aðrir lagt hðnd á plóginn við það verkefni að efla umferðarmenningu í Reykjavik. Myndina tók E.ÓI. i önn dagsins.
Umferðarvika
Lítið tillit til gangbrauta
Amánudag, í upphafl umferð-
arviku, sem hefur það mark-
mið að bæta umferðarmenningu
og draga úr slysum í Reykjavík,
gerðu nemendur úr 18 skólum
umfangsmikla könnun á umferð í
viðkomandi skólahverfi.
Heildarniðurstöður úr skóla-
hverfum voru þær að 6930 öku-
menn tóku tillit til gangbrauta en
6225 ekki. 23755 ökumenn not-
uðu ekki bílbelti og aðeins 8347
Nemendur í 18 skólum hafa kannað umferð við skólana. Langflestir
ökumanna nota ekki bílbelti. Löggan íþeim hópi!
Tóku nemendur úr nokkrum
skólum sérstaklega til þess að
ökumenn lögreglubíla, leigubíla
voru með beltin spennt. Þá var
mældur of hraður akstur bæði
með radarmælingum og skeið-
klukku en í þremur hverfum var
hraðinn metinn. Niðurstaðan var
sú að 4124 ökumenn óku of hratt
en 10374 voru á réttum hraða.
3984 vegfarendur gengu rétt yfir
götu, það er gengu beint yfir og
litu til beggja hliða, en 4085
gengu „vitlaust“ yfir götu. Hjól
með ljósabúnaði voru 902 en ljós-
laus hjól 1078.
og strætisvagna notuðu ekki bíl-
belti og voru leigubflstjórar oft
ásakaðir um of hraðan akstur.
Ólafur Jónsson, starfsmaður
umferðarviku kynnti einnig
myndbandasamkeppni umferð-
arnefndar Reykjavíkur og
íþrótta- og tómstundaráðs. Efni
myndbandsins á að vera hraði og
skynsemi og er markmiðið að
auka umferðaröryggi og vekja
ungt fólk til umhugsunar um um-
ferðaröryggi. Myndbandasam-
keppninni lýkur 6. janúar 1986.
Vegleg verðlaun eru í boði 30
þúsund fyrir bestu myndina,
önnur verðlaun eru 20 þúsund og
þriðju verðlaun 10 þúsund.
Myndin má vera 5 til 20 mínútur
og verða nöfn vinningshafa birt í
fjölmiðlum og efnið boðið til sýn-
ingar í sjónvarpi.
-aró
Kvennaathvarfið
Umsátursástand í fyrsta sinn
Eiginmaður hótaði íkveikju ogskothríð. Lögregluvakt í
athvarfinu ífyrrinótt. 8 börn á aldrinum 9 mánaða til 7 ára og
5 konur í athvarfinu í gær