Þjóðviljinn - 15.10.1985, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.10.1985, Qupperneq 8
MANNUF Tannlækningar Valda tann- fyllingar eitrun? Sagt frá umræöum lækna um 1 blöndu kvikasilfurs sem m.a. er notuð í tannfyllingar Fyrr í sumar hittust 120 tannlæknará lokaðri ráð- stefnu í Kings College í Cambridge. Nafnið á þessari ráðstefnu var: „Háski í tannlækningum: kvikasilf- ursumræðan11. Ástæðan var sú að undnfarið hafa verið í gangi umræður um þá blöndu kvikasilfurs og annarra efna í tannfylling- um sem notaðar eru víða, sérstaklega í börnum. Dr. John Mclean, tyrrverandí forseti bresku tannlæknasamtak- anna hafði nýlega uppi miklar efasemdir um stöðuga notkun þessarar kvikasilfursblöndu við einfaldar tannviðgerðir í börn- um. Hann sagði að þar eð til væru aðrar hættuminni efnasamsetn- ingar í tannfyllingar væri í raun engin ástæða til að halda sig að- eins við kvikasilfursblönduna. Kvikasilfur er eitt af hættuleg- ustu efnum sem þekkjast, það er vel eitrað. Mjög lítill skammtur af því getur verið mjög skað- legur. En hver er þá ástæðan fyrir því að kvikasilfur er ennþá notað í tannfyllingar? Ástæðan er aðallega söguiegs eðlis. Allt frá því fyrst var farið að nota þessa blöndu kvikasilfurs, tins, silfurs, kopars og sinks í tannfyllingar snemma á 19. öld- inni, hafa tanniæknar notað hana mikið vegna þess hve auðveld hún er í notkun og endingargóð. Aðeins gullið dýra hefur jafnast á við þessa blöndu. En það eru tvær ástæður fyrir því að um- ræðan um þessi mál hefur aukist að miklum mun upp á síðkastið. í fyrsta lagi aukin þekking á eitrun hinna hörðu málma og í öðru lagi vegna þess, að magn það sem menn telja sig geta notað af kvik- asilfri, án áhættu, fer árlega minnkandi. Fyrrnefndur Mclean segir: „Þó við þurfum enn um sinn að nota þessa kvikasilfursblöndu í stórar fyllingar, er ég sannfærður um að við ættum að hætta að nota þessa blöndu í einfaldari fyllingar í tönnum barna.“ Mclean segir ennfremur að nú séu komnar fram ýmsar efnasam- setningar sem vel megi notast við og í þeim sé ekkert kvikasilfur. Nýlegar rannsóknir Þar til nýlega töldu tannlæknar að kvoða sú sem sett er í botn tannrýmisins verndaði tannvef- ina fyrir málmunum í kvikasilf- ursblöndunni. En nýlegar rann- sóknir sýna að kvoðan seinkar því aðeins að kvikasilfur komist inn í vefina. Og þaðan getur kvikasilfrið komist inn í blóð- rásarkerfi líkamans og haft áhrif á aðra hluta hans. Víða um heim fara nú fram rannsóknir á áhrifum kvikasilfurs á líkamann. Á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi hafa rann- sóknir undir stjórn Magnusar Ny- lander sýnt að það magn af kvik- asilfri sem finnst í heila látinna tengist beint fjölda silfursblöndu- fyllinga í tönnum viðkomandi. Og önnur könnun sem nú er orð- in þekkt, tengir kvikasilfurs- Qitrun við sköddun í ófæddum börnum. Könnun sem birt var 1982 sýndi greinileg tengsl milli kvikasilfursmagns í blóði móður við fæðingu andavana barns. Og fleiri rannsóknir vekja áhyggjur manna. Ein þeirra var gerð í Bandaríkjunum. Þar sýna frumniðurstöður að ónæmiskerfi líkamans getur orðið fyrir áhrif- um af kvikasilfri sem finna má í fyllingarefni í tönnum. David Eg- gleston, aðstoðarprófessor við tannlæknadeild Suður-Kali- forníuháskóla hefur fundið á- Minnstu munaði að tannfyliingarnar í Helen Roper kæmu henni í hjólastólinn til lífstíðar en fyrir snarræði tókst að greina sjúkdómsvaldinn í tannfyllingum hennar. kveðna minnkun á magni ákveð- innar tegundar einkjarna hvítra blóðkorna hjá sjúklingum sem voru með tannfyllingar með kvik- asilfursblöndu. Þó að breyting- arnar séu ekki eins stórvægilegar og í hinum svokölluðu AIDS til- fellum hefur þessi minnkun vakið með honum áhyggjur. í þessum frumrannsóknum sínum notaðist Eggleston aðeins við þrjá sjúkl- inga. En hann segir að ef nánari rannsóknir sýni fram á samband milli kvikasilfurseitrunar og efna sem notuð eru í tannviðgerðum, muni það hafa geysileg áhrif á tannlækningar og almenna lækn- isfræði. Ein spurningin er hversu næmt fólk er fyrir kvikasilfri. Þar eru ekki allir sammála. Rannsóknir búlgaranna Djerassi og Berova frá 1969 á 240 manns sýndu að 5,8% þeirra voru ofurviðkvæmir fyrir kvikasilfursblöndufyllingum sem voru fimm ára gamlar og yngri. Og það sama mátti segja um 22,5% af fólkinu sem var með yfir fimm ára gamlar fyllingar. Eitrun Helen Roper En prósentur segja ekki alla söguna. Sjúklingar hafa lítið upp úr því að velta þeim fyrir sér. Hel- en Roper, breskur hjúkrunar- fræðingur, er ein þeirra sem talin er hafa fengið eitrun af kvikasilf- ursblönduðum tannfyllingum. Helen sem er frá Doncaster í Englandi var að vinna í Guate- mala á vegum Mormónakirkj- unnar þegar hún fór einn daginn að finna til yfirþyrmandi þreytu og fannst sem fætur hennar gætu ekki borið hana lengur. í fyrstu hélt hún að þetta væri vegna salt- skorts en brátt fór hún að finna til ógleði og háls hennar fór að stífna upp „Ég hélt áfram að vinna og það var langur vinnudagur. Ég fór á fætur klukkan 06 og vann til 21.30. Eitt kvöldið komst ég ekki upp stigann til herbergis míns. Fæturnir urðu þungir sem blý - þetta var einkennileg tilfinning, það var sem líkami minn snerti Nýtíska: Ég trúi því að þú getir vaðið eld Hver man ekki undarlegar frá- sagnir af fakírum á Indlandi sem óðu eld berfættir eins og ekkert væri? Nú er svo komið að list þessi er komin úr hönd- um austrænna dulfræða. Hún erorðin að nýjustu tísku í Bandaríkjunum. Sagt er að þegar hafi um 15 þúsundir manna lært þá list aö labba á brennandi kolum (hitastig meir en 1000 gráður) án þess aðbrennasig. Og menn gera þetta ekki yegna þess að þeir séu svona langt komnir í hugarþjálfun. Svo er sagt að í New York þyki þetta fyrst og fremst bera vott um þá einbeitingu sem þarf til að „gera það gott”. „Þeir halda að kannski bæti þetta hæfni þeirra til að græða peninga,” segir einn blaðasnáp- En það er líka til, bæði vestan hafs og nú síðast í Bretlandi, að menn líti á eldgöngu sem lykil að afli sem menn áður ekki vissu að þeir byggju yfir. Það skrýtna er, að læknar gef- ast upp við að útskýra þetta fyrir- bæri. Sumir halda að ef iljar manna eru blautar eða sveittar þá geti það um stund verndað fæt- urna fyrir hitanum. En samt - varla svo miklum hita sem hér um ræðir. Þeir sérfræðingar sem nú selja námskeið í eldgöngu segja að kunnátta þessi sé eingöngu háf hugarástandinu. Menn verði að' undirbúa sig rækilega. Meðal annars með því að snúa sér að næsta manni og segja honum frá því, hvað þú óttast mest. Einnig eiga menn að rifja upp hvenær þeir nutu ástar og mests veraldar- gengis. Svo eiga menn að snúa sér að félaga sínum í eldgöngu og segja ákveðið: „Ég trúi því að þú getir vaðið eld í kvöld.” aldrei jörðina. Ég var stíf í hálsin- um og þar sem ég var hjúkrunar- kona datt mér fyrst í hug heila- himnubólga.” MS? Helen Roper var stax send á spítala í Guatemala borg. Þar meðhöndluðu læknar hana við þornun líkamsvefja og sníkjudýr- um. Þeir sögðu henni að hvílast og þá mundi hún ná sér um leið. Hún fór aftur að vinna en fann stöðugt til þreytu og þyngsla og var nú farin að fá riðu. Helen sá að svona gekk þetta ekki lengur og ákvað að fara til Bandaríkj- anna og leita sér einhverrar sér- fræðiaðstoðar þar. Henni hafði dottið í dug að hún væri með MS (multiple sclerosis, sjúkdómur í miðtaugakerfi; lýsir sér þannig að sjúklingur finnur til magnleysis ásamt hreyfi-, tal- og sjóntruflun- um). í Nevada fann hún sérfræð- ing sem gengið hafði vel með erf- ið tilfelli ýmis konar. Hann sagði henni að hún ætti eftir ár í hjóla- stólinn og hefðbundin læknavís- indi myndu úrskurða hana með MS sjúkdóminn. Sérfræðingurinn í Nevada mældi rafbylgjur sem komu úr tannfyllingum og fann háa svörun. Hann gerði fleiri mæling- ar og sendi hana síðan til tannsérfræðings. Hann tók úr henni allar kvikasilfursblandaðar fyllingar og setti í staðinn fylling- ar með Occlusin sem er nýtt gerviefni. Hann sagði að ástand hennar hefði orsakast af kvika- silfri í tannfyllingum hennar. Helen Roper var með níu slík- ar fyllingar. Tannlæknirinn taldi að vandræðin muni hafa byrjað þegar sett var ný kvikasilfurs- blönduð fylling í tennur hennar í Guatemalaborg í desember 1983, veikindi hennar hófust í janúar 1984. í mars 1985 var Helen Roper aftur komin til starfa sem hjúkr- unarkona en það var nokkuð sem hún hélt að hún myndi aldrei fá heilsu til á ný. IH 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.