Þjóðviljinn - 15.10.1985, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 15.10.1985, Qupperneq 9
Jóhanna K. Magnúsdóttir Jóhanna Katrín Mágnúsdóttir var fædd 31. j úlí 1923 að Ásgarði í Dölum. Foreldrar hennar voru Jóhanna dóttir Bjarna í Ásgarði og maður hennar Magnús Lárus- son, kennari. Ég kynntist Hönnu í félags- starfi á blómatíma vinstri hreyf- ingar á styrjaldarárunum er hún bjó ásamt móður sinni og stjúpa, Jóni Bjarnasyni blaðamanni, í Þjóðviljahúsinu Skólavörðustíg 19. Hún tók þá mikinn og virkan þátt í sívaxandi starfi Æskulýðs- fylkingarinnar. Gegndi hún þar mörgum trúnaðarstörfum og reyndist bæði traust og ötul í öllu því sem henni var falið og m.a. varð hún einn fyrsti starfsmaður Æskulýðsfylkingarinnar, þegar verkefnin voru sem mest. Auk al- mennu félagsstarfanna var þá unnið að uppbyggingu útivistar- og skemmtisvæðis að Rauðhól- um, skíðaskála á Hellisheiði og efnt til kynnis- og skemmtiferða vítt og breitt um landið. Öll sín störf vann Hanna af stakri ró og samviskusemi en gat reynst bæði skapmikil og ákveðin. Hanna kynntist vini mínum og skólabróður Ingvari Hallgríms- syni og þau giftu sig árið 1948. Fluttu þau þá rakleitt til Noregs, þar sem Ingvar stundaði nám í fiskifræði. Þau komu síðar heim aftur árið 1954 með tvíburadætur sínar ársgamlar. Þær eru báðar læknar nú, og er Brynhildur gift Magnúsi Ingimundarsyni, cand. mag. en Ósk er gift Ragnari Jónssyni, lækni. Þriðja dóttirin, Elísabet Valgerður sem er fædd 1956 er innanhúsarkitekt. Barnabörnin eru tvö, drengur og telpa. Hanna helgaði fjölskyldunni líf sitt og starfskrafta, fyrst erlendis og síðar er þau byggðu sér myndarlegt heimili í Skerjafirði á Fœdd 31. bernskuslóðum Ingvars. Um- hyggjan fyrir börnunum og upp- eldið var ætíð í fyrirrúmi hjá þeim hjónum og kom það óspart í hlut húsmóðurinnar þar sem eigin- maðurinn var oft langdvölum fjarverandi á sjó. Einnig hefur Hanna reynst afar vel tengdaföð- ur sínum hinum aldna ferða- manni og fræðaþul Hallgrími Jónassyni. Um langt árabil gekk hún þó ekki heil til skógar eftir veikindi og hún kenndi jafnan sjúkdóms þess er háði henni æ síðan. En með eindæma viljastyrk gegndi hún þó störfum sínum. Og þegar um hægðist á heimilinu þá hóf hún auk þess virka þátttöku í heimsóknarþjónustu Rauða krossins síðustu árin. Það var jafnan gott að eiga þau hjónin að vinum og kynnast hreinskilnum skoðunum þeirra á mönnum og málefnum sem voru vissulega fastmótaðar en sann- gjarnar og iðulega settar fram með góðlátlegrí kímni. Nú er stórt skarð fyrir skildi hjá ástvinum við fráfall Hönnu Magg, en minningin um hana í hugum þeirra og vinahópsins stendur föstum fótum, eins og öll hennar skapgerð. Haraldur Steinþórsson. „Verst að hún Hanna skuli vera fjarverandi,” var viðkvæði, sem ég heyrði félaga mína í Æskulýðsfylkingunni oft segja haustið 1945, þegar einhvern vanda bar að höndum, sem skjótt hefði þurft að bæta úr. Hún Hanna var Jóhanna Magnúsdótt- ir, sem til moldar er borin í dag. Ég sá hana aldrei þennan vetur og raunar ekki fyrr en þremur árum seinna úti í Osló. Atvikin skipuðu því svo, að ég átti eftir að júlí 1923 - Dáin 4. kynnast henni mjög mikið næstu árin, eða allt þar til ég fór alfarinn heim til íslands 1952, og þá skildi ég vel, hvað piltarnir í Fylking- unni meintu forðum. Kynnin við Jóhönnu þessi ár skilja eftir minningu um einn vandaðasta persónuleika, sem ég hefi þekkt, sannkallaða hefðarkonu í besta skilningi þess orðs. fbúð Jóhönnu og Ingvars manns hennar á stúd- entaheimilinu í Hansteensgötu var mér athvarf þessi ár eins og hjá systkinum. Maður gat komið þangað á hvaða tíma sólarhringsins sem var eins og heim til sín. Og ótald- ar eru næturnar, sem ég gisti hjá þeim í litlu íbúðinni, sem þó var stór í þeim skilningi, að það var opinn faðmur, sem tók á móti okkur og alltaf bauð okkur vel- komna. Jóhanna Magnúsdóttir fæddist í Ásgarði í Dölum 30. júlí 1923. Foreldrar hennar voru Jóhanna Bjarnadóttir frá Ásgarði og Magnús Lárusson frá Gjarðey á Breiðafirði. ikt. 1985 Jóhanna móðir hennar var dóttir hins þjóðkunna bænda- höfðingja Bjarna Jenssonar í Ás- garði og Salbjargar Ásgeirsdótt- ur. Kona Lárusar í Gjarðey var Katrín Eiríksdóttir frá Högna- stöðum í Hrunamannahreppi, Magnússonar, Andréssonar alþm. í Syðra-Langholti. Jóhanna frá Ásgarði og Magn- ús skildu. Var Jóhanna yngri eftir það með móður sinni og var reyndar mikið hjá afa sínum í Ás- garði á bernsku- og unglingsárun- um. Mæðgurnar fluttu suður fyrir stríð og systkini Jóhönnu tvö, Salbjörg sem giftist Kristjáni Andréssyni í Hafnarfirði og Bjarni, sem fluttist síðar til Am- eríku. Jóhanna eldri giftist síðar Jóni Bjarnasyni, blaðamanni og fréttastjóra Þjóðviljans. í Hafnarfirði gekk Jóhanna yngri í Flensborgarskólann og brautskráðist þaðan sem gagn- fræðingur 1939. Veturinn 1945- 46 var hún á Kvennaskólanum á Blönduósi og það var einmitt þann vetur sem félagar hennar úr Fylkingunni söknuðu hennar úr starfinu þar, eins og nefnt var hér í upphafi. Arið 1948 giftist Jóhanna eftir- lifandi eiginmanni, Ingvari Hall- grímssyni, fiskifræðingi, sem þá stundaði nám við Oslóarháskóla. Kom Jóhanna þá út með Ingvari um haustið. Bjuggu þau í örlítilli íbúð á stúdentaheimilinu í Han- steensgötu til vorsins 1954, er Ingvar hafði lokið meistaraprófi í sjávarlíffræði og sneri heim til starfa á Fiskideild Atvinnu- deiidar Háskólans, sem síðar varð Hafrannsóknarstofnunin. Oslóarárin stundaði Jóhanna ýmsa vinnu eins og gengur. Han- steensgatan er skammt frá borg- armiðju í Osló og fyrir því var oft gestkvæmt hjá þeim, myndar- skapurinn var einstakur og oft var glatt á hjalla í litlu íbúðinni. Eftir heimkomuna til íslands sáumst við sjáldan, eins og nærri má geta, búandi sitt á hvoru landshorni, en alltaf fylgdi Jó- hönnu hin sama tignarlega reisn, sem var einkenni hennar. Heimili þeirra bar þess líka merki í óvenjulega ríkum mæli. Þau Jóhanna og Ingvar eignuð- ust þrjár dætur: Tvíburana Bryn- hildi og Ósk, sem fæddust í Osló 1953 og Elísabetu Valgerði,_ sem fæddist 1956. Jóhönnu var ákaf- lega mikið áhugamál að dæturnar menntuðust vel, því að sjálfa hafði hana langað til að njóta meiri menntunar en atvikin leyfðu. Tvíburarnir eru báðar læknar, en Elísabet innanhúsarkitekt. Jóhanna vann aldrei utan heimilis eftir heimkomuna til ís- lands fyrr en um 1980, að hún starfaði mikið hjá Rauða Kross- inum. Árið 1971 varð Jóhanna í fyrsta skipti fyrir áfalli, er hún fékk heilablæðingu, en náði sér þó allvel eftir það. í ágústlok í sumar fékk hún svo aftur slæmt áfall, sem leiddi til endalokanna. Hún átti miklu láni að fagna í einkalífi sínu. Hjónabandið var einstakt, að ég held, þar sem ást- úð, virðing og nærgætni réðu. Og bamalánið var mikið. í minningu minni er Jóhanna Magnúsdóttir eða Hanna, eins og við kölluðum hana alltaf - með bestu mann- eskjum, sem ég heti kynnst. Þar fór allt saman góðar gáfur, göfug- lyndi, samviskusemi og tryggð, sem átti sér vart líka. Ég votta Ingvari og dætrunum innilega samúð okkar Guðrúnar. Sigurður Blöndal. Fyrir u.þ.b. ári frétti ég að vin- ur minn Guðlaugur E. Jónsson væri á sjúkrahúsi haldinn þekkt- um hjartasjúkdómi. En dvöl hans þar varð ekki löng og á skömmum tíma virtist hann ná undragóðum bata og við vinir hans fögnuðum þegar hann var tekinn til starfa aftur og við viss- um að heilsa hans var orðin góð á ný, og við gætum áfram leitað til hans þegar okkur væri vandi á höndum. í september s.l. fór hann í orlof með konu sinni til sólarstranda og var staddur á eyjunni Mallorka þegar hann hné skyndilega niður og var þegar látinn. Guðlaugur var fæddur í Grindavík 24. sept. 1922. For- eldrar hans eru Jón Sigurðsson, trésmiður og Guðríður Einars- dóttir, ljósmóðir. Þau eru bæði á lífi háöldruð. Guðlaugur var elst- ur fimm systkina. Eftirlifandi systkini hans eru: Guðjóna hjúkrunarfræðingur búsett að Sturlu-Reykjum í Borgarfirði, Guðjón B. tónmenntakennari við Breiðholstsskóla, Guðmund- ur rafvirki Rvíkur og Gunnar Þór læknir við Slysavarðstofuna. Guðlaugur sleit barnsskónum í Grindavík og strax í barnaskóla kom fram sérstök námshæfni hans. Og þegar barnaskólanámi hans var lokið vann hann a.m.k. í heilt ár sem beitningamaður í Staðarhverfi í Grindavík. Krepp- Guðlaugur E. Jónsson Fœddur 24. september 1922 - Dáinn 29. september 1985 an var í algleymi og börn úr ai- þýðustétt áttu ekki greiðan að- gang að langskólanámi - kreppan sá fyrir því. En þó fór svo að eftir starf hans við beitningar fór hann í Gagn- fræðaskólann í Reykjavík (Ing- imarsskólann) og þar var hann í tvo vetur og síðan einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík. Þó Guðlaugi hafi sóst námið vel, þá ákvað hann að hætti námi í bili í Menntaskólanum og fór í Lofts- keytaskólann. Ég hygg að tvennt hafi valdið þessum umskiptum hans. Fjárhagurinn var erfiður og hánn ekki viljað vera foreldrum sínum fjárhagsleg byrði og hitt að stríðið var skollið á óg miklar tekjur var hægt að hafa af störf- um loftskeytamanns á þeim árum. Loftskeytaskólinn var þá 9 mánuðir og á þessum 9 mánuðum fór a.m.k. þriðjungur tímans í að leysa aðra loftskeytamenn af sem sigldu á togurum til Bretlands á stríðsárunum. Engu að síður lauk hann frábæru prófi frá Lofts- keytaskólanum. Síðan sigldi hann á togurum til stríðsloka a.m.k. Mér er kunnugt um að Guð- laugur ætlaði sér alltaf í áfram- haldandi nám og frítíma sína á sjónum nýtti hann í þeint tilgangi. Éftir að hann kom í land skömmu eftir stríð vann hann við vanda- samar rafvélaviðgerðir og réðst síðan til Landssíma íslands við Loftskeytastöðina í Rjúpnahæð. Árið 1945 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Ástu Guðjóns- dóttur frá Litla-Kollabæ f Fljóts- hlíð. Þau eignuðust 5 börn. Hrafn f. 1945 verkamann sem lést af slysförum 1976. Kona hans var Steinunn Sigurðardóttir. Freyja f. 1947 gift Svanlaugi Sveinssyni tæknifræðingi. Hörður f. 1948 blikksmíðameistari. Kona hans Soffía Guðbergsdóttir. Gýmir f. 1949 bifreiðastjóri hjá Olís, hann er kvæntur Ingileif Hákonardótt- ur. Freyr f. 1950 skrifstofumað- ur. Hans kona er Kristín Ingólfs- dóttir. Og barnabörn Guðlaugs og Ástu eru orðin fjölmörg. Ég kynntist Guðlaugi í stríðs- lok. Kunningar mínir buðu mér í leshring um sósíalisma. Þessi les- hringur var í kjallaraherbergi við Egilsgötu. Leiðbeinandinn var ungur rauðhærður maður, sem sagðist heita Guðlaugur E. Jóns- son. Ég bjóst við einhverjum öldnum fræðaþul, en Guðlaugur reyndist valda sínu verkefni vel. Hann hafði afburðagott vald á þjóðfélagsvísindum og fræði- kenningum sósíalismanns. Við urðum strax góðir vinir, en ég held að hann hafi aldrei verið ánægður með mig sem nemanda - hann vildi beita kenningunni vísindalega, en honum fannst ég fara nokkuð frjálslega með vís- indin. Stundum fékk hann þek- kta menn eins og Einar Olgeirs- son til að fara með okkur yfir vissa þætti. Þessi leshringur stóð í heilan vetur og var alltaf á sunnu- dagsmorgnum. Upp úr þessu þróaðist góð vinátta sem entist meðan Guðlaugur lifði. Við áttum mjög náið samstarf í samtökum ungra sósíalista og lögðum á okkur mikið starf. Það varð aldrei úr því - því miður að Guðlaugur héldi áfram skólanámi. Fjölskyldan var stór og skólamir ekki þannig upp- byggðir að það væri mögulegt. Guðlaugur hefði getað flogið í gegnum hvaða háskóla sem var og það er ekkert mjög langt síðan að hann trúði mér fyrir því að draumur sinn hefði verið raf- magnsverkfræði. Um tíma rak hann ásamt nokkrum félögum sínum fyrirtæki sem framleiddi og setti upp nýtt rafmagnshita- kerfi til upphitunar húsa. í hugs- un allri og vinnubrögðum var hann framúrstefnumaður. Þegar hann byggði sér hús í Smáíbúða- hverfinu, þá var það ekki við það komandi að hann byggði eins og venjulegir menn, heldur var hann að hugsa um, hvemig hægt væri að sameina steypu og einangrun. Og steypti hús sitt úr vikri. Þessi tilraun varð honum að vísu nokk- uð dýr og mistókst að hluta, þannig að vikursteypan þoldi ekki íslenska veðráttu nema með sérstakri utanhússklæðningu, semþá var ekki komin til sögunn- ar. Eg nefndi þetta því aðeins, að þetta lýsir hversu Guðlaugur var fjarri allri hversdagsmennsku og fór ótroðnar slóðir. En hann var mjög djarfur og þessar tilraunir tóku oft mjög á fjárhag hans. Maður var stundum eins og bam við hliðina á honum - hann meira segja reiknaði ekki eins og aðrir menn. Hann notaði formúlur sem hann hafði fundið upp sjálfur eða formúlur sem hann hafði lært úr erlendum tímaritum. Hugvit hans og gáfur voru einstakar. Eitthvað skömmu fyrir árið 1960 veiktist Guðlaugur mjög al- varlega og var lengi tvísýnt um líf hans. Hann náði sér að mestu, en Framhald á bls. 19 Þriðjudagur 15. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.