Þjóðviljinn - 15.10.1985, Side 13
þingi íhaldsmanna. Járnfrúin heldurfast við sína stefnu - Fylgið hraðminnkar
Vaxandi óánægja breskra
kjósenda með íhaldsstjórn Marg-
aret Thatcher sló rækilega inn á
þingi íhaldsflokksins sem fram
fór í Blackpool í fyrri viku. Öflugur
andófshópur innan flokksins hélt
uppi gagnrýni á ósveigjanlega
„frjálshyggju" frúarinnar og
krafðist þess að ríkisstjórnin
gerði eitthvað sem um munaði til
aðdragi úratvinnuleysi, sem hef-
ur þrefaldast í stjórnartíð Thatc-
her og tekur nú til nær fjögurra
miljóna manna. En í lokaræðu
sinni á föstudag vísaði forsætis-
ráðherrann þessari gagnrýni á
bug, ítrekaði að hún ætlaði ekki
að standa í neinum opinberum
fjárfestingum til þess að draga úr
atvinnuleysi.
Margaret Thatcher og dátar
hennar eins og t.a.m. flokksfor-
maðurinn Norman Tebbit, hafa
jafnan sagt sem svo, að atvinnu-
leysið væri óhjákvæmilegur fylgi-
fiskur þjóðfélags örra breytinga
og alls ekki á færi ríkisstjórnar að
grípa þar inn í svo vel færi. Þessi
afstaða var ítrekuð í lokaræðu
forsætisráðherra. Hún sagði
meðal annars á þessa leið:
„Okkur er stundum sagt að
fólk geti hugsað sér að búa við
meiri verðbólgu og minna
atvinnuleysi. En það er ekki hægt
að velja á milli verðbólgu og at-
vinnuleysis“. Síðan sló hún á þá
strengi, að það gengi vel að færa
niður verðbólgu en vék hvergi að
því, hvenær vonast mætti til þess
að úr atvinnuleysi dragi í landinu.
Ovinsældir og
andlitslyfting
Afstaða af þessu tagi mun ekki
líklega til pólitísks árangurs að
ekki sé meira sagt. Skoðana-
kannanir og útkoma íhalds-
flokksins í aukakosningum sýna
glöggt, að menn hlusta ekki
lengur á slíkt tal. íhaldsflokkur-
inn hefur hvað eftir annað lent í
þriðja sæti á vinsældalista í skoð-
anakönnunum - þessa daga ætla
um 70% kjósenda að kjósa
stjórnarandstöðuna, Verka-
mannaflokkinn eða Miðjubanda-
lagið, og aðeins 27% þeirra sem
spurðir eru eru reiðbúnir að játa
það að Margaret Thatcher standi
sig vel sem forsætisráðherra.
Sömu kannanir segja líka frá því,
að Margaret Thatcher naut áður
nokkurrar virðingar fyrir að vera
„hörð í horn að taka“ eins og það
heitir - en sami eiginleiki leiðir
nú til þess að hún er talin
ósveigjanleg og köld og þykir
hvorugt gott í vinsældaslagnum.
Að undanförnu hefur Margar-
et Thatcher reynt að bæta úr
hnignandi gengi sínu með því að
ráða sér nýjan auglýsingastjóra,
sem á að fríkka ímynd hennar
upp í augum almennings. Heitir
sá Harvey Thomas og hefur áður
unnið m.a. að því að auglýsa upp
bandaríska farandprédíkarann
Billy Graham. Harvey þessi hef-
ur brugðið á það ráð, að láta
Margaret Thacther heimsækja að
undaförnu ótt og títt barnaheimi-
li og stofnanir fyrir fötluð börn og
þar fram eftir götum og er þess
gætt að hafa sjónvarpsvélar með
til að hægt sé að filma frúna í
„umhyggjuaðstæðum" eins og
fjölmiðlastjórar segja. En ekki
hefur herferð þessi skilað árang-
ri.
Andstaðan
Hinir íhaldssömu umbóta-
menn, sem svo kalla sig, eru farn-
ir að átta sig á því að stjórnin
verður að sýna lit í baráttu gegn
atvinnuleysi ef ekki á að fara
mjög illa. f þeim hópi eru ráð-
herrar sem Margaret Thatcher
hefur áður rekið eins og James
Prior áður atvinnumálaráðherra,
Whitkal fyrrum innanríkisráð-
herra og Francis Pym áður utan-
ríkisráðherra. í hópinn hafa einn-
ig slegist ráðherrar sem enn sitja í
stjórninni eins og Peter Walker
orkumálaráðherra og Michael
Heaseltine varnarmálaráðherra.
En sem fyrr segir lætur það lið
sem Margaret Thatcher hefur
raðað í kringum sig ekki bilbug á
sér finna og heldur fast við það,
að þótt hennar frjálshyggjubylt-
ing hafi enn ekki sigrað, þá muni
að þeirri fögru stund koma áður
en líður.
Þeir hugga sig við það, að hag-
vöxtur hefur verið talsverður
undanfarna tólf mánuði eða svo
eða um 4%. Verðbólga hefur og
verið á niðurleið og er nú komin
niður í 6,2%. En sérfróðir efast
mjög um að þessi hagvöxtur geti
haldist til lengdar. Nú þegar hafa
pantanir hjá breskum útflutn-
ingsaðilum dregist saman vegna
þess að staða pundsins hefur
styrkst og líklegt þykir að hag-
vöxtur fari aftur talsvert niður
fyrir tvö prósent á næsta misseri.
Það stenst ekki
Það er ótal margt sem ekki
stenst í útreikningum íhalds-
stjórnarinnar. Niðurskurður fé-
lagslegrar þjónustu hefur ekki
dregið úr ríkisútgjöldum vegna
þess, að meiru er veitt til hersins
en áður og vegna þess að það
kostar vaxandi upphæðir að
halda lífinu í hinum mikla her at-
vinnuleysingja. Fyrirhugaðar
skattalækkanir hafa mjög orðið í
skötulíki og hafa mest komið að
gagni þeim sem best voru settir.
Varfærnir íhaldsmenn hafa
reyndar af því miklar áhyggjur,
hve opinskátt er hlaðið undir
hina best settu í stjórnartíð Marg-
aret Thatcher. Það er lagst með
lagasetningum, lögregluvaldi og
fjölmiðlaáróðri á verklýðs-
samtök, unga atvinnuleysingja
(„sumir nenna nú ekki að vinna“
sagði varaformaður íhaldsflokks-
ins, Jeffrey Archer, á dögunum)
íbúa í leiguhúsnæði og þar fram
eftir götum. En þeir ríku leika
lausum hala.
Og enginn dregur þá til
ábyrgðar fyrir „fínna manna
glæpi“ eða „auðgunarbrot" sem
framin eru í óvenjuríkum mæli í
kauphallarhverfi Lundúna nú um
stundir „meðan íhaldsstjórnin
veit enga refsingu nógu harða
fyrir smáþjófa og fanta þá sem
fótboltann elta“ (Max Hastings í
Sunday Times). Sú íhaldsbylting
sem átti að vekja þjóðina hefur
skerpt andstæður í þjóðfélaginu
að miklum mun. Og mörgum
fyrri aðdáenda Margaret Thatc-
her finnst það kannski hlálegast
af öllu, að þessi íhaldsbylting,
sem hafði sett sér það takmark að
„frelsa“ lýðinn undan þrúgandi
ríkisvaldi, undan „kerfinu"
skelfilega, hefur í reynd skapað
, valdamaskínu, sem þeim þykir
frekari og voldugri en nokkur sú
Verkamannaflokksstjórn sem
menn hafa hamast eða nöldrað
gegn í fortiðinni, kom sér upp.
Sjálfsmynd
frúarinnar
Margaret Thatcher hefur í
ræðu einni lýst sjálfri sér á þessa
leið:
„Stefna mín í stjórnmálum er
ekki byggð á neinni fræðikenn-
ingu í efnahgasmálum, heldur á
nokkrum grundvallarreglum sem
ég hefi alist upp við rétt eins og
miljónir annarra landa minna.
Þær eru helst þessar: Fáðu
heiðarlega borgun fyrir heiðar-
lega vinnu, legðu eitthvað til hlið-
ar til mögru áranna, borgaðu
reikningana þína skilvíslega og
hjálpaðu lögreglunni“.
Segja má að hér sé í einkar
stuttu máli saman dregin
heimspeki þeirra miðstéttar-
manna, sem tekst að þoka sér
upp eftir þjóðfélagsstiganum án
þess að gá að því hvað öðrum
líður - þess fólks sem Margaret
Thatcher hefur samsamað sig og
telur sig ypparlegastan fulltrúa
fyrir. En sá bakhjarl virðist held-
ur betur farinn að gliðna eins og
fallandi gengi íhaldsflokksins ber
vitni um. Ofmælt væri þó að
segja, að þar með væri vinstri-
sveifla að rísa í Bretlandi. Til
þessa er það einkum Miðju-
bandalag Sósíaldemókrata og
hins aldna Frjálslynda flokks,
sem hefur safnað fylgi úr á hörku
og kreddufestu íhaldsstjórnar-
innar. Og Verkamannaflokkur-
inn hefur þurft að halla sér nokk-
uð að miðju til að ná því forystu-
sæti, sem hann nú skipar í skoð-
anakönnunum eftir að formaður
flokksins, Neil Kinnock efndi til
uppgjörs við þá róttækustu í
flokknum á landsfundi hans fyrir
skemmstu.
-ÁB
Borgaðu j
reikningana!
þína og
hjálpaðu
lögreglunni.
Þriðjudagur 15. október 1985 ,ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17