Þjóðviljinn - 15.10.1985, Side 14

Þjóðviljinn - 15.10.1985, Side 14
Nóbel Rannsóknir á kólesteróli verðlaunaðar Stokkhólmi - Tveir bandaríksir læknar, Michael S. Brown og Joseph L. Goldstein, sem báð- ir eru prófessorar við Texashá- skóla fengu í gær nóbelsverð- launin í læknisfræði fyrir rann- sóknir og uppgötvanir sem tengjast „stjórnun efnaskipta kólesteróls" í blóði mannslík- amans. Talsmaður Karolinska Instit- utet sem veitir verðlaunin sagði að starf þeirra félaga hefði valdið byltingu í meðferð sjúkdóma sem orsakast af of miklu kólesteróli í blóðinu. Einkum nýtist það til að meðhöndla og koma í veg fyrir fituhrörnun en einkenni þess sjúkdóms er að slagæðar þrengj- ast vegna fitumyndunar og veldur það hjartaslagi eða blóðtappa. Fituhrörnun er í mörgum til- vikum arfgeng og stafar af því að líkamann skortir ákveðið efni sem hraðar upptöku kólesteróls úr blóði. Þetta efni verður til í lifrinni og í umsögn Karolinska er vitnað til aðgerðar sem gerð var á sex ára stúlku í Bandaríkjunum í fyrra. Skipt var um lifur í stúlk- unni og við það snarminnkaði kólesterólið í blóðinu. Upphleðsla kólesteróls í blóð- inu gerist á mörgum árum. Helstu orsakavaldar, auk erfða- þátta, eru háþrýstingur, mikil neysla á dýrafitu, streita og reykingar. Talsmenn Karolinska sögðu að þeir Brown og Gold- stein hefðu unnið undirbúnings- starfið, nú væri það hlutverk ann- arra vísindamanna og lyfjafyrir- tækja að finna upp þau lyf sem þarf til að framlag þeirra nýtist. REUTER Umsjón: ÞRÖSTUR HARALDSSON HEIMURINN Belgía Stjómin hélt velli Brussel - Stjórn Wilfried Mart- ens í Belgíu heldur velli eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu á sunnudag. Fiokkarn- ir fjórir sem mynda stjórnina bættu við sig 2 þingsætum samaniagt og hafa nú 16 sæta Pólland Deilt um þátttöku kjósenda Varsjá - Pólsk stjórnvöld gáfu í dag til kynna að þátttaka í þingkosningum helgarinnar hefði ekki verið eins mikil og vonir stjórnarinnar stóðu til. Hún hafði fyrir kosningar sett sér það mark að kosningaþátt- takan yrði ekki undir 80% en hin ólöglegu verkalýðs- samtök, Eining, hvöttu kjós- endur til að sitja heima. Blaðafulltrúi pólsku stjórnar- innar, Jerzy Urban, sagði í gær að samkvæmt bráðabirgðatölum væri þátttakan aðeins undir 77%. Hann benti hins vegar á að hún væri talsvert meiri en í sveitar- stjórnarkosningum í fyrra en þá var þátttakan 75%. Kvað hann þessar tölur sýna að mikill meiri- hluti pólverja væri hlynntur þjóð- félagskerfinu og stefnu stjórnar- innar. Leiðtogi Einingar, Lech Wa- lesa, var ekki sáttur við tölur stjórnarinnar og sagði að sam- kvæmt talningu fulltrúa Einingar í þremur Eystrasaltsborgum hefði þátttakan verið 45-47% í Gdansk og 35-43% í Gdynia og Sopot. Kaþólska kirkjan tók undir hvatningu Einingar og Ur- ban viðurkenndi að aðeins fjórð- ungur presta hefði skilað sér á kjörstaði. Vonaðist hann til að geta kunngert endanlegar kosn- ingatölur í dag, þriðjudag. meirihluta á belgíska þinginu en þar eru 212 þingmenn. Nokkrar tilfærslur urðu milli flokkanna fjögurra. Flokkur Martens, kristilegir í Flandern, bætti við sig 6 sætum og er nú stærsti flokkur þingsins með 49 þingmenn. Systurflokkurinn í Walloníu bætti við sig 2 þingsæt- um og hefur nú 20. Frjálslyndir fóru verr út úr kosningunum, þeir flæmsku töpuðu 6 þingsætum og hafa nú 22 en þeir vallónsku héldu sínum hlut, 24 þingsætum. Flæmski sósíalistaflokkurinn bætti stöðu sína og vann 6 þing- sæti, hefur nú 32. Vallónskir sósí- alistar héldu sínum 35 þingsæt- um. Umhverfisverndarmenn bættu við sig 5 þingsætum og hafa nú 9 en kommúnistar duttu út af þingi þar sem þeir höfðu tvo menn fyrir kosningar. Helstu tíðindi kosninganna voru þau að smáflokkar yst á köntunum og svo þeir sem biðl- uðu til fólks á grundvelli tungum- álaþrætunnar í landinu fóru hal- loka en stóru flokkarnir bættu við sig. Baldvin konungur kallaði Martens á sinn fund í gær og var búist við því að konungur myndi fela honum stjórnarmyndun en svo verður einhver annar forsæt- isráðherra. Myndun stjórnar gæti þó tekið drjúgan tíma, hún tók td. tæplega 4 mánuði árið 1978 og deilur hafa ríkt innbyrðis milli stjórnarflokka undanfarið. Aflimun Hann virkaði! Sydney - 34 ára gömul kona í Sydney í Ástralíu hlaut í gær þriggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa skorið getnaðarliminn af eiginmanni sínum. Gaf hún þá skýringu á verknaðinum að maðurinn hefði hótað að yfir- gefa hana. Hinn afskorni limur hafnaði í ruslafötu sjúkrahúss en þaðan var honum bjargað og skurð- læknar eyddu mörgum klukku- tímum í að græða liminn á mann- inn aftur. Þetta gerðist í júlí og nokkrum vikum seinna birtist maðurinn í sjónvarpi og kvaðst hafa kannað það með heimsókn til vændiskonu hvort ágræðslan hefði heppnast. - Það var allt í fínu standi, sagði maðurinn. Svíþjóð Skipt um utanríkisráðherra Stokkhólmi - Olof Palme lagði í gær fram ráðherralista nýrrar stjórnar í Svíþjóð en hann hélt velli sem forsætisráðherra í þingkosningum í síðasta mán- uði. Það sem mest kom á óvart var að Paime hefur skipt um utanríkisráðherra. Lennart Bodström fráfarandi utanríkisráðherra má nú láta sér nægja ráðuneyti kennslumála. Hann kom stjórninni í talsverðan bobba í vetur þegar hann ve- fengdi þá niðurstöðu sænska hersins að sovéskir kafbátar hefðu rofið landhelgi Svíþjóðar. Palme kom honum til bjargar og forðaði honum frá því að fá sam- þykkta á sig vantrauststillögu. Nýi utanríkisráðherrann er Sten Andersson, 63 ára, fyrrum ritari flokks sósíaldemókrata og gegndi embætti félagsmálaráð- herra. Hann hefur löngum verið talinn til róttækari arms flokksins og var mjög virkur í andófi gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam á sínum tíma. Stóð hann ma. fyrir því að safna undirskrift- um 3,5 miljóna svía gegn stríð- inu. Hann tók þátt í að skipu- leggja fyrstu mótmælin gegn að- skilnaðarstefnunni í Suður- Afríku á 6. áratugnum og vann mikið að því að treysta böndin milli sænskra jafnaðarmanna og frelsishreyfinga í Rómönsku Am- eríku og Afríku. Aðrar breytingar voru minni- háttar tilfærslur sem snertu sex embætti af 21. Af þeim má nefna að Palme skipaði blindan mann í embætti aðstoðarráðherra félags- mála. Bengt Lindquist sem er 49 ára les þingræður sínar af blindra- letri og mætir til þings með Ieiðsöguhundi. Og þetta líka... ...14 ára drengur og 26 ára karlmaður hafa verið ákærðir fyrir morðið á lög- regluþjóninum sem framið var í hita götubardaganna í Tottenhamhverf- inu í London í síðustu viku. Auk þess hefur 15 ára drengur verið ákærður fyrir aðild að morðinu. Allir þrír eru blökkumenn. Yfir 220 lögreglumenn urðu fyrir meiðslum í óeirðunum, þar af eru nokkrir með skotsár... ...Borgaryfirvöld í Teheran, höfuð- borg írans, hafa lagt að velli 40 þús að því að bæta heilbrigðisástandið í borginni. Hundarnir voru grafnir fjarri mannabyggðum. Ekki var herferðin með öllu áfallalaus því smali einn var skotinn í misgripum fyrir hund... ...Elísabet englandsdrottning fer á næsta ári í opinbera heimsókn til Kína og dvelur þar í vikutíma. Hefur þetta heimboð verið í gildi í nokkur ár en ekki var talið heþpilegt að af heimsókninni yrði fyrr en löndin höfðu sett niður deilur sínar um framtíð Hong Kong... Sjórán Hverjum hentar rónið á Achille Lauro? ftalska stjórnin komst í mestu klípu þegar farþegaskipinu Achille Lauro var rænt með rúmlega 400 manns innanborðs. Italir hafa reynt að halda góðu sambandi við palestínuaraba en þegar skiþinu var rænt sendu þeir herskip á vettvang. Meðan ítalska farþegaskipið Achille Lauro lónaði um Mið- jarðarhafið með rúmlega 400 manns innanborðs veltu menn því mikið fyrir sér hverjir sjó- ræningjarnir væru og hvað vekti raunverulega fyrir þeim. Sjálfir sögðust þeir vera úr samtökunum PLF - Frelsis- fylking Palestínu - sem eiga aðild að heildarsamtökum pal- estínuaraba, PLO. Aðalkrafa þeirra var sú að 50 palestínskir skæruliðar sem sitja i fangels- um í ísrael skyldu látnir lausir. Nú er það ekki alveg einhlítt til skilnings þótt vitað sé að sjóræn- ingjarnir tilheyri PLF. Þau samtök klofnuðu nefnilega í þrennt árið 1983. Einn hlutinn hélt áfram stuðningi við PLO og Arafat sem laut forystu Abu Musa og fylgdi sýrlendingum að málum en var á móti Arafat. Þessar tvær fylkingar sem og PLO tóku strax harða afstöðu gegn sjóráninu. Það gerði þriðji klofningshóp- urinn hins vegar ekki. Sá hefur höfuðstöðvar í Tripoli, höfuð- borg Lýbíu, og nýtur að sögn bæði pólitísks sem fjárhagslegs stuðnings Gaddafis forseta Lý- bíu. Hvort sem það voru þessi samtök eða ekki sem stóðu að baki sjóráninu tókst þeim að varpa miður góðu ljósi á PLO og Yasser Arafat sem stendur í margháttuðum tilraunum til að styrkja stöðu palestínuaraba. Sjóránið kemur sér einkar illa fyrir þær tilraunir til friðarsamn- inga sem nú eru í gangi. Fyrir það fyrsta bitnaði það mest á ítölum sem hafa verið heldur vinsam- legir PLO að undanförnu og eg- yptum sem standa í afar flóknum og viðkvæmum tilraunum til að ná sáttum við stjórnina í Túnis og þar með afganginn af hinum arabíska heimi, en egyptar voru settir út af sakramentinu fyrir sex árum þegar þeir gerðu friðar- samninga við Israel. Egyptar eru að reyna að koma því til leiðar að höfuðstöðvar PLO verði fluttar frá Túnis - þar sem ísraelsher gerði árás á þær nýverið - til Ka- író. Egyptar hafa einnig veitt Hussein konungi í Jórdaníu stuðning í friðartilraunum sem hann hefur staðið í. Sjóránið kemur sér illa fyrir allflesta þá sem flæktir eru í þær tilraunir sem eiga sér stað og hafa frið í Mið-Austurlöndum að markmiði. Þeir sem geta hlakkað yfir óförum egypta, ítala og PLO eru erkifjendurnir Lýbía og ísael. Kannski var það engin tilviljun að sjóránið var gert sama dag og lýbíumenn minntust þess að 15 ár voru liðin frá því ítölskum þegn- um var byggt út úr Lýbíu. ísraelsmenn geta líka fylgst með egyptum, ítölum og PLO klóra sig út úr þeim vanda sem sjóránið hefur komið þeim í og bent á að þarna sýni það sig og sanni hvað menn hafi upp úr því að manga til við hryðjuverka- menn. En á hinn bóginn er ekki víst að ísaelsmenn hagnist svo mjög á þessum viðsjám þegar til lengri tíma er litið. Þeir hafa fylgt þeirri stefnu af mikilli ákefð að gjalda líku líkt og segja að það eina sem arabar skilji sé hefnd og ofbeldi. En sjóránið og morðin á ísraelsmönnum þremur á Kýpur á dögunum sýna að ofbeldi kallar á meira ofbeldi þannig að víta- hringurinn er enn við lýði og eng- ar líkur á að hann rofni í bráð. - ÞH - byggt á Information. PLO Viðræðum aflýst London, New York - Breska stjórnin tilkynnti í gær að hún hefði aflýst fyrirhuguðum við- ræðum við fulltrúa PLO um friðarhorfur í Mið- Austurlöndum og stöðu pal- estínumanna. Að sögn Howe utanríkisráðherra er ástæðan sú að fulltrúar PLO hafa neitað að undirrita yfirlýsingu þar sem ofbeidi er fordæmt. fsraelska stjórnin fagnaði ákaft þessari ákvörðun bresku stjórn- arinnar. Þá var ákveðið í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna að draga til baka tillögu þess efnis að Yasser Arafat leiðtoga PLO. yrði boðið að taka þátt í 10 daga hátíðar- höldum í tilefni af 40 ára afmæli samtakanna en þau hófust í gær. Ástæðan fyrir því að tillagan var dregin til baka var sú að fulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hafði beitt sér eindregið gegn henni og hót- að ma. að hundsa veisluna. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.