Þjóðviljinn - 15.10.1985, Side 15
MINNING
Asta Thorstensen
Það er erfitt að venjast tilhugs-
uninni um að svo kraftmiklar
manngerðir eins og Ásta Jónas-
dóttir Thorstensen hverfi burt
héðan úr leiknum þá hæst hann
stendur. Þeir sem þekktu hana
Ástu voru gulltryggðir fyrir
hversdagslegum smámunum og
leiðinlegu búsorgahjali í návist
hennar. Nokkrum dögum fyrir
andlátið sagði hún hlæjandi við
Guðnýju frænku sína og systur
mína: „Jæja væna mín, sérðu
hvað ég er orðin mikill og fjölfatl-
aður aumingi. En þetta blóð sem
ég fæ hér í æð er úr vörpulegum
ungum sjómanni.” Það var nú
bót í máli. Svo var sjúkdómurinn
útræddur og Ásta stýrði rabbi
þeirra frænkna inn á glaðlegri
brautir. „Hvernig ætli það væri
að dvelja á Kanaríeyjum á að-
fangadagskvöld? ”
Ásta Thorstensen var hávaxin
kona, stór, stóreyg með mikið
hár og hafði fallega rödd sem var
full af blæbrigðum. Fór allt eftir
því hvar hún var stödd í frásögn-
inni, hún hafði dramatísk svip-
brigði án þess að vita af því. Þeg-
ar hún sagði frá og kom að há-
punkti hjá henni í frásögninni
varð röddin djúp, augun graf-
alvarleg og svolítið starandi og
hún teygði upp hálsinn, þá var
maður oftast farinn að hlæja. En
stundum var þetta saga þar sem
maður átti ekki orð, var aldeilis
hlessa. Hún hafði sérstakt orð-
færi, tungan var henni í blóð bor-
in í báðar ættir. Margt lærði hún
af löngu nábýli við föður sinn,
Jónas Thorstensen.
Jónas þekkti afskaplega marga
kalla. Flestir voru einstæðingar,
oft uppflosnaðir sveitamenn, eða
verkamenn úr sláturhúsi borgar-
innar. Eftir að Jónas Thorstensen
dó hefðu nú margir haldið að
karlarnir gufuðu upp af heimili
þeirraÁstu, Gunnars og Jónasar.
En svo varð ekki. Ásta tók við af
föður sínum að gleðja og gleðjast
með, hús hennar stóð þeim opið
áfram. Þeir settust inn. Sumir
með tóbaksklútinn þvældan milli
handanna, aðrir vanir að fá svo-
lítið tár hjá Jónasi. Ásta gaf þeim
pönsur og tár og talaði djúpum og
fjálglegum rómi um réttir, slátr-
un og markaskrár. Samt var
leitun að jafn lítilli strjálsbýlis-
konu og lélegum fjárbónda og
henni Ástu, mér sýndist hún
aldrei vita vel hvað sneri aftur og
fram á hundi. En áhugi hennar á
fólki var einlægur og trygglyndið
eðlislægt.
Ásta var öfundsverð kona á
þann hátt að hún gerði alla hluti
stóra. Fyrir nokkrum árum sigld-
um við saman uppá Akranes með
bátnum í drusluveðri einsog það
getur leiðinlegast orðið í
marsmánuði. Grátt í gegn. Ferð-
inni var heitið á mót íslenskra
barnakóra „uppá Skipaskaga” og
skyldi barnakór Mosfellssveitar
frumflytja þar lag eftir eiginmann
Ástu, Gunnar Reyni Sveinsson.
Textinn meira að segja eftir hann
lfka: „Sumir menn líkjast eggj-
um, þeir eru svo fullir af sjálfum
sér ...” Ég sá Gunnar og Ástu
svífa um borð í Akraborgina,
frænka mín einsog hún væri að
fara til Rómaborgar á snekkju að
hlusta á eitthvað fallegt í Vatík-
aninu. Það er ekki að orðlengja
það að glæsilegri sjóferðar hafa
fáir notið. Ásta var órðin veik þá
og ég man að undir niðri fylgdist
ég með henni af aðdáun tala og
hlæja með næstum hverju einasta
manntötri um borð. Hún var að
tala um sitt hjartans áhugamál,
klassíska músík, söng, kórinn
sem henni þótti svo vænt um Pó-
lýfón, auk allra þeirra hluta sem
hún talaði um annars. Tilgerðar-
laus heimsborgari fram í fingurg-
óma. Svo sneri hún sér í miðri
ræðu að okkur Jóni Gunnari og
sagði:„Heyriði,þaðerég viss um
að hann Gunni er kominn í kass-
ana, hann má ekki sjá rauða-
krosskassa.” Þarna var hún búin
að gefa okkur ávæning af spilavíti
á þessum koppi milli Reykjavík-
ur og Akraness. Vinátta þeirra
hjóna var einstök, glæsilegt sam-
bland af virðingu og hressilegri
kímni.
Margt fók sem er stórbrotið er
jafnframt frændrækið. í hléi á
þessu kóramóti í slyddunni
veifaði Ásta á leigubíl sem flutti
okkur í kaffiboð hjá frænkum
okkar sem hún þurfti að heilsa
uppá. Þar var búið að setja á borð
kaffi og fínar kökur og Ásta
kynnti mig fyrir frænkum og fólki
sem var okkur báðum jafnskylt.
Ræktarsemin var henni sjálfsögð
og ánægjuleg. Eigi maður ætt-
ingja einhversstaðar þá fer mað-
ur þangað og heilsar með handa-
bandi, rekur ættir svolitla stund
og segir svo tíðindin. Ásta hafði í
ríkum mæli sambland af afslöpp-
un og myndugleik sem er góð
vöggugjöf.
Það var aldursmunur á okkur
Ástu. Við Guðný urðum full-
orðnar og sá tími kom að stóra
raddmikla konan hún Ásta
frænka varð vinkona okkar. Litlu
telpurnar hennar og Gunnars
urðu barnfóstrur hjá mér, sam-
band okkar varð náið.
Eftir að Ástu varð ljóst að hún
gengi með sjúkdóm sem gæti
dregið hana til dauða notaði hún
hvert tækifæri til þess að skoða
Evrópu með dætrunum og Gunn-
ari Reyni. Einhvern tíma sagði
hún við mig: „Veistu það, mér
finnst miklu skemmtilegra að
þvælast um hafnarborgir í sudda
frammí morgunsárið heldur en
liggja uppí loft á sólarströnd.”
Þetta var áður en hún veiktist.
Hún var líka með þeim ósköpum
gerð að hún þurfti ekki að vera
nema einn dag í stórborg þá
kunni hún hana utanað. Rataði
inn og útúr hverju einasta öng-
stræti. Síðustu sumur ævinnar
notaði hún í návist sólarinnar.
Spánn og ftalía léttu henni kvíð-
ann, og hún skrifaði heim:
„Svona ætti hver einasti íslenskur
púlsari að fá að njóta lífsins, sitja
að kvöldi í hlýju tunglskini og
skrifa langt bréf til íslands.”
Það kemur í annarra hlut að
skrifa ártöl og ættfæra Ástu
frænku mína. Segja frá því sem
hún lærði, að hún var einbirni,
var teikni- og söngkennari, hafði
einstaklega fallega söngrödd,
gafst Gunnari Reyni tónskáldi og
var gestrisin húsfreyja. Átti dæt-
urnar Sigríði Helgu og Ingunni
Ástu sem nú sjá á bak móður
sinni. Faðir þeirra Gunnar
Reynir á eftir að hafa minning-
una um konu sína í hávegum við
þær. Ástvinur þeirra þriggja
hverfur aldrei alveg. Það er svo
fljótlegt að sjá hana Ástu fyrir
sér, hún hafði eitt fallegasta bros
sem maður sá. Breitt og blíðlynt,
svo kom í það brestur eins og hún
sæi allt í einu eitthvað hlægilegt
eða alvarlegt, það var erfitt að
greina á milli.
Barnabörn Sigríðar Halldórs-
dóttur og Guðjóns Helgasonar í
Laxnesi urðu aldrei mörg. Hall-
dór átti Maríu og Einar, seinna
okkur, Sigríði og Guðnýju. Sig-
ríður systir hans átti eina dóttur,
Ástu. Helga Guðjónsdóttir er
barnlaus. Eftir lát Sigríðar systur
sinnar varð Helga mikill styrkur
systurdótturinni Ástu. Þær höfðu
ekki einungis gaman af samband-
inu, þær gengu hvor annarri í
móður og systur stað. Helga
föðursystir okkar sér nú á bak
frænku sinni og bestu vinkonu.
Við kveðjum Ástu stolt.
Eigum eftir að vitna í hana, og
Iæra af henni eins lengi og okkur
endist atgervi til.
Við eigum ekki önnur orð í bili
en vertu nú blessuð og sæl. Sjálf
kvaddi Ásta þannig á íslenska
vísu.
Minningin um þessa stór-
brotnu konu verður ungum dætr-
um hennar mikils virði í lífinu.
Við Jón Gunnar vottum Gunnari
Reyni Sveinssyni og systrunum
Siggu og Ingu dýpstu samúð okk-
ar.
Sigríður Halldórsdóttir.
Framhald af bls. 13
mér fannst hann aldrei sami mað-
ur eftir. Eftir að Guðlaugur hafði
hætt rekstri fyrirtækis síns og hætt
hjá Landssímanum, þar sem
hann var yfirburðastarfsmaður
sökum tækniþekkingar sinnar,
venti hann sínu kvæði í kross og
vann heima hjá sér við skatta-
framtöl og bókhald. Við það
starfaði hann til dauðadags og var
í því starfi mjög eftirsóttur ekki
síst hjá þeim sem voru með flókn-
ar framtalsskýrlsur og bókhald.
Guðlaugur var mikill fjöl-
skyldumaður og kona hans og
böm vom honum ákaflega kær,
þá og foreldrar hans sem eru ein-
stök heiðurshjón.
Aðstandendum hans öllum
sendi ég hlýjar samúðarkveðjur.
Sósíalistar allir hafa misst mik-
inn og traustan liðsmann og þó
.Guðlaugur E. Jónsson væri öðm
fremur vísindamaður þá átti hann
sér hugsjónir, sem hann barðist
fyrir og var trúr til æviloka. Sjálf-
ur á ég honum stóra skuld að
ojalda, hann uppfræddi mig ung-
an og ærið oft ef Dagsbrún átti
við vandamál að stríða þá leitaði
ég álits hans og ráða. Og maður-
inn var mér ákaflega kær.
Um tíma vann Guðlaugur að
uppfinningu og hlaut til þess
nokkurs fjárhagsstyrk en tak-
markaðan þó. M.a. vann hann
við hugmynd að nýrri beitningar-
vél honum var oft hugsað til
æskuáranna í Grindavík, þegar
hann horfði eftir litlum bátum
fara út á ólgandi haf við brim-
mikla strönd.
Nú hefur Guðlaugur sjálfur
farið í sinn hinsta róður og við
sem eftir stöndum á brimsamri
ströndinni þökkum honum sam-
fylgdina og biðjum ástvinum
hans blessunar.
Guðm. J. Guðmundsson.
Útförin fór fram í gær.
ORKUSTOFNUN ERLENDIS HF.
FRAMKVÆMDASTJÓRI
Orkustofnun erlendis h.f., hlutafélag sem stofnaö er
með lögum nr. 53/1985 til að markaðsfæra erlendis þá
þekkingu, sem Orkustofnun ræður yfir á sviði
rannsókna, vinnslu og notkunar jarðhita,
vatnsorkurannsókna og áætlanagerðar í orkumálum,
auglýsir starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. des. 1985.
Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólapróf í verk-
fræði, eða sambærilega menntun, og reynslu í er-
lendum samskiptum er varða markaðsfærslu erlendis
á þeim sviðum sem að ofan eru tilgreind. Hlutastarf
kemur til greina fyrst um sinn.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu stílaðar á stjórn Orkustofnunar erlendis
h.f., en sendar starfsmannastjóra Orkustofnunar,
Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Með umsóknir verður
farið sem trúnaðarmál.
Kópavogsbúar
Byggung Kópavogi og Kópavogskaupstaður boða hér
með til kynningarfundar með lóðahöfum bygginga
aldraðra í Sæbólsreit, miðvikudaginn 16. október, kl.
21 í Félagsheimili Kópavogs, 2. hæð. Þar sem enn er
óráðstafað lóðum, er þeim Kópavogsbúum, sem náð
hafa 60 ára aldri og áhuga hafa á að kynna sér þessar
framkvæmdir, boðið sérstaklega að koma á þennan
fund.
Ægisborg v/Ægissíðu
Fóstra og starfsmaður óskast til starfa sem fyrst.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14810.
íbúðir aldraðra
félagsmanna V.R.
Útboð á heimilistækjum (eldavélum, þvottavélum,
þurrkurum og viftum).
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur (V.R.) óskar eftir
tilboðum í eldavélar, þvottavélar, þurrkara og viftur í
60 íbúðir aldraðra félagsmanna að Hvassaleiti 56-58 í
Reykjavík.
Heimilt er að bjóða í einn verkþátt eða fleiri. Útboðs-
gögn eru afhent hjá Hönnun H/F, Síðumúla 1, Reykja-
vík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu V.R. á 8. hæð
Húss verslunarinnar, mánudaginn 4. nóvember n.k.
kl. 16.00.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
Póstafgreiðslumenn
Sendimenn
Bréfbera
til starfa við Póst- og símstöðina í
Hafnarfirði.
Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í Hafnarfirði.
Móðir okkar
Valgerður Guðmundsdóttir,
hjúkrunarkona
lést á Droplaugarstöðum, laugardaginn 12. október.
Jakob Tryggvason
Bjarney Tryggvadóttir
Jónína Tryggvadóttir.
Þriðjudagur 15. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19