Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.10.1985, Blaðsíða 1
Hugmyndir um nýtt BSRB Spenna á BSRB-þingi. Hugmynd Porsteins Óskarssonar um starfsgreinafélög vekur mikla athygli. Konursœkja ísig veðrið á þinginu. Ögmundur Jónasson: Baráttutœkin þurfa að híta vel Nokkur spenna var á BSRB þinginu í gær, í kjölfar tillögu Þorsteins Óskarssonar símvirkja um möguleika á breyttu skipulagi BSRB með starfsgreinafélögum. „Ég trúi varla að þessi tillaga muni mæta verulegri andstöðu á þinginu þar sem hún miðar að því að koma í veg fyrir frekari flótta úr BSRB“ sagði Þorsteinn í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Ög- mundur Jónasson sagði í ræðu á þinginu í gær að hugmyndin um starfsgreinafélög væri í raun í samræmi við þróun sem þegar hefði orðið. Á þinginu í gær tóku konur höndum saman um breytingar m.a. á kjörnefnd, þar sem tillaga um Einar Ólafsson SFR var dregin til baka og í hans stað kom Guðrún Árnadóttir meinatæknir úr SFR. Þar með eru konur komnar í meirihluta í kjörnefnd. Þetta þýðir grundvallar- breytingu á BSRB, sögðu heimildarmenn blaðsins um starfsgreinafélögin, „nýtt BSRB gæti verið í uppsiglingu“. „Hug- myndin um starfsgreinafélög myndu tvímælalaust styrkja heildarsamtökin, og breytingar eru í raun nauðsynlegar nú“ sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB í samtali við blaðið í gær- kvöldi. Sú hugmynd var rædd í bak- sölum í gærdag að koma tillögu um sérstakt aukaþing BSRB eftir nokkra mánuði, þar sem fjallað verði um skipulagsbreytingar með það fyrir augum að allir verði áfram innan heildarsamtak- anna. „Samtök eru ekki takmark heldur tæki, baráttutæki. Það þarf jafnan að sjá til þess að það bíti vel“ sagði Ogmundur í ræðu sinni. Að undanförnu hafa konur hist innan BSRB. Þær eru víða í meirihluta meðal aðildarfélaga, en hafa ekki haft áhrif í því hlut- falli. Síðustu fréttir um það leyti sem blaðið fór í prentun eru þær að lögð var fram tillaga um auka- þing BSRB í júní á næsta ári sem fjalla á um skipulagsmál. Flutn- ingsmenn tillögunnar voru Ög- mundur Jónasson, Haukur Helgason, Guðrún Árnadóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir. gg/óg Kvennasmiðja Áhersla á launa- kjör Sýning kvenna í Seðlabankahúsinu opnuð á morgun Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar opnar sýn- inguna kl. 11 á fimmtudaginn, sagði Jóhanna Sigurðardóttir ai- þingismaður og ein sjö kvenna í undirbúningshópnum fyrir að- gerðir 24. október. Kjörorð sýningarinnar í Seðla- bankahúsinu eru Konan - Vinnan - Kjörin og er markmið hennar að sýna fram á mikilvægi vinnufram- lags kvenna. Rúmlega 70 starfs- stéttir taka þátt í sýningunni og mynda starfsgreinarnar ákveðnar heildir, uppeldisstétt, heilbrigð- isstétt og svo framvegis. Að sögn Jóhönnu mun sýning- in gefa góða mynd af því hvar láglaunastéttirnar er að finna og verður megináhersla lögð á launakjör og þann gífurlega mis- mun sem ríkir milli kynjanna í þeim efnum. Á sýningunni verður ýmislegt í gangi og munu konur vinna þar að störfum sínum. Meðal annars ætla konur úr blaðamannastétt að gefa út blöð alls sjö að tölu með fréttum af sýningunni. Á kvöldin verður einnig ýmislegt um að vera og seldar veitingar meðan á sýningunni stendur. Kvennasmiðjan er opin frá kl. 16 - 22 og um helgina verður opið frá kl. 14 - 22 en sýningunni lýkur 31. október. Aðrar aðgerðir sem undirbún- ingshópurinn hefur unnið að er útifundur á Lækjartorgi kl. 14 og vinnustöðvun allan daginn 24. október. - aró. Hluti undirbúningshópsins í bás uppeldisstéttanna. Fr.v.: Elísabet Cochran hönnuður sýningarunnar, Ragnheiður Harvey, framkvæmdastjóri sýningarinn- ar, Þórunn Gestsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir úr undirbúningshópnum og Ólöf Þorvaldsdóttir hönnuður. Ljósm.: E.ÓI. 24. október Konur leggja niður vinnu Askorun til reykvískra kvenna um að leggja niður vinnu 24. október hefur hlotið mjög góðar Hjúkrunarfrœðingar hvetja tilþátttöku. Dagvistarstofnanir að mestu lokaðar. Búist við góðriþátttöku verkakvenna Kvennafrí Rúta frá Selfossi Konur á Selfossi hafa komið sér saman um að fjölmenna á úti- fundinn á Lækjartorgi sem hald- inn verður á morgun í tilefni aí lokum kvennaáratugarins. Fund- urinn á Lækjartorgi hefst kl. 14 og konumar á Selfossi fara til Reykjavíkur með rútu kl. 12.45. Allar konur eru hvattar til að mæta á útifundinn. gg- undirtektir, sagði Jóhanna Sig- urðardóttir aiþingismaður, sem sæti á í undirbúningsnefnd fyrir aðgerðirnar á morgun. Hjúkrunarfélag fslands og Fé- lag háskólamenntaðra hjúkmn- arfræðinga hvetja til að félags- menn taki þátt í dagskrá kvenna- frídagsins og hagræði störfum þannig að sem flestir komist á fundi dagsins. Dagvistarheimilin verða að mestu eða öllu leyti lok- uð þar sem fóstmr og aðrir starfs- menn munu ekki mæta til vinnu. Á skrifstofu Verkakvennafélags- ins Framsóknar fengust þær upp- lýsingar að konur í félaginu hefðu verið hvattar til að leggja niður störf og mæta á útifundinn og bú- ist er við góðri þátttöku verka- kvenna. Talsmaður VR í Reykja- vík sagði að samkvæmt ákvæðum samninga ættu konur að mæta í vinnu þennan dag en taldi það siðferðilega rétt að konur legðu niður vinnu og bjóst við mjög al- mennri þátttöku í aðgerðum dagsins, Dagskrá útifundarins á Lækj- artorgi er birt í auglýsingu á bls. 2 en hann hefst kl. 14. „Kvenna- smiðjan" verðuropnuð kl. 11 f.h. og verður opin allan daginn nema á meðan á útifundinum stendur. - aró.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.