Þjóðviljinn - 23.10.1985, Side 8
MENNING
Þjóðleikhúsið
Víf í lúkum
Þjóðleikhúsið sýnir
Með vífið i lúkunum
eftir Ray Cooney
Leikstjóri: Benedikt Árnason
Leikmynd: Guðrún S. Haraldsdóttir
Þýðing: Árni Ibsen
Fátt er skemmtilegra en að
hlæja, en alræmt er hversu mis-
jafnt það er sem mennirnir hlæja
að. Það er dálítið skrítin tilfínn-
ing að sitja í leikhúsi og hlusta á
fólk skellihlæja allt í kringum sig
en stökkva varla bros sjálfum.
Þetta kom alloft fyrir mig á frum-
sýningunni í Þjóðleikhúsinu um
daginn, og held ég þó ég hafí ver-
ið almennt heldur jákvætt
stemmdur og alveg tilbúinn að
láta skemmta mér. En það tókst
ekki nema stundum. Og þá fer ég
að hugsa, hvemig stendur á
SVERRIR
HÓLMARSSON
þessu? Var ég í rauninni svona
neikvæður þetta kvöld? Var
þetta mér að kenna? Þykja mér
farsar almennt leiðinlegir? Er ég
kannski með einhver merkileg-
heit gagnvart försum?
Svona hlýt ég að spyrja, en
þegar út í málið er gruflað minn-
ist ég þess að hafa séð alveg bráð-
fyndna farsa og hlegið heil lifand-
is býsn. Þeir hafa að vísu oftast
verið eftir Feydau og Dario Fo,
sem líklega eru mestir snillingar
farsans fyrr og síðar. Farsinn er
nefnilega vandasöm listgrein,
bæði hvað ritun og leik snertir.
Það þarf að feta einhverja hárfína
slóð alveg út á ystu nöf geggjun-
arinnar og vega þar salt lengi án
þess að detta fram af. Þett er
furðu mikill vandi.
Mér fannst þetta ekki takast
nema endmm og sinnum í þessari
sýningu. Sumpart hygg ég það
stafa af því að verkið er ekki nógu
vel skrifað. Farsinn er eins og
flókið gangverk þar sem hvert
tannhjólið grípur í annað og allt
gengur vel smurt, en hér hrikti í
gangvirkinu á köflum. Það er
ekki nema sjálfsagt að farsinn
byggi á dálítið fáránlegum for-
sendum og ótrúlegum tilviljun-
um, en þessi vesalings leigubíl-
stjóri sem hafði komið sér upp
tveimur eiginkonum teygði ein-
hvern veginn einum um of á trú-
verðugleikatilfínninguna. Hins
vegar batnar verkið þegar frá líð-
ur og flækjurnar verða sífellt óra-
kenndari og verkið er orðið
frjálslegur hugarburður um
margvísleg kynlífstilbrigði, þá
kemst verkið nægilega langt frá
öllu vemleikaskyni til að verða
skemmtilegt um hríð.
En það var líka ýmislegt bogið
við uppsetninguna. Farsinn
krefst mikillar nákvæmni í stíl,
útfærslu og tímasetningu. Allt
verður að smella saman eins og
hjól í vél, því að það er einmitt
Eitt verka á sýningu Bjargar á Gallerí Borg. Því miður komast litir ekki til
skila í dagblaðssvertunni.
Gallerí Borg
Björg sýnir krít
Á morgun hefst sýning Bjarg-
ar Þorsteinsdóttur í Gallerí
Borg á30 þurrkrítarmyndum, í
litog svarthvítu, og stendur
sýningin til 5. nóvember.
Þetta er níunda einkasýning
Bjargar, en hún hefur að auki
sýnt með öðmm heima og er-
lendis. Björg er fædd 1940 og
menntúð í Reykjavík, Stuttgart
og París. Síðasta einkasýning
Bjargar var í Norræna húsinu í
apríl og sýndi hún þar „collage“-
myndir.
Verkin á sýningunni í Gallerí
Borg em flest frá þessu ári. Sýn-
ingin er opin frá tólf til sex virka
daga, tvö til sex um helgar.
Sigurður Skúlason, örn Árnason og Þórunn Magnea Magnúsdóttir á fjölum Þjóðleikhússins með ýmislegt í lúkunum.
Mynd J.Ó.
eðli farsans að sýna manninn
haga sér vélrænt. Það vantaði al-
gerlega heildarstíl á þessa sýn-
ingu. Tímasetningar voru mjög á
reiki og leikarar léku á mjög ólík-
um hraða. Það var t.d. erfítt að
átta sig á hvað Örn Árnason var
að gera. Hann var allan tímann
eins og út úr takt við alla hina, lék
á sínum eigin hraða með mjög
skrítnar tímasetningar, og náði
aldrei neinum föstum tökum á
hlutverki sínu.
Eini leikarinn sem mér þótti
sýna leíkmáta sem hæfði verkinu
var Sigurður Sigurjónsson. Hann
hefur ekki aðeins óbrigðult tíma-
skyn, heldur einnig framúrskar-
andi vald yfir réttum hreyfingum,
vit á að gera ekki of mikið, og það
sem kannski skiptir mestu máli,
hann getur komið þjáningu til
skila, en farsinn verður nefnilega
marklaus ef þjáninguna vantar í
hann.
Hinir leikaramir voru eins og
sitt úr hvorri áttinni. Randver
Þorláksson lék hommann á loft-
inu vel á sinn hátt, en manngerð-
in var einum of augljós skrípa-
mynd. Anna Kristín Arngríms-
dóttir og Þómnn Magnea Magn-
úsdóttir léku ærslaleik með mikl-
um fyrirgangi á köflum, og gerðu
það stundum prýðilega. Sigurður
Skúlason og Pálmi Gestsson voru
lögreglumenn og léku á allt öðr-
um nótum.
Það er því varla hægt að tala
um markvissa leikstjórn í þessu
tilviki, og þegar við bætist að leik-
myndin er skelfilega ljót og lítil-
fjörleg - að vísu sama leikmynd
og notuð var á ferðalagi, og slíkt
fer alltaf illa - þá verður að segj-
ast að vinnubrögð við þessa sýn-
ingu eru ekki nægilega vönduð.
Þýðing Árna Ibsens var hins
vegar afbragð, á lifandi máli og
oft alveg bráðfyndin.
Sverrir Hólmarsson.
Kvikmyndir
Meistaraverk
Heiður Prizzianna/Prizzi’s Honor
Bandaríkin 1985
Leikstjóri: John Huston
Handrit: Richard Condon og Janet
Roach.
Kvikmyndataka:Andrzej Bartkowiak
Leikarar: Jack Nicholson, Kathlecn
Turner, Robert Loggia, Anjelica
Huston, William Hickey ofl. ofl.
Bíóhöllin
Kvenrödd syngur Ave Maria
og á tjaldinu birtast freskur með
dýrlingum, myndavélin færist aft-
ar og í ljós koma grátur í kirkju,
hægt aftar, og við sjáum kaþólsk-
an prest ásamt hjálparmönnum.
Ave Maria heldur áfram, mynda-
vélin líka og nú sjást brúðhjón,
síðan svaramenn og sveinar og
meyjar, og síðan aftar, kirkju-
gestir, fyrstur gamall maður sof-
andi, svo fleiri, loks Jack NichoJ-
son aftarlega, hann fer að kíkja í
kringum sig og kemur auga á
Kathleen Turner uppá svölum;
og síðan fer af stað kvikmyndin
Heiður Prizzianna/Prizzi’s
Honor, ein besta mynd sem ég
hef séð lengi.
Kvikmyndir
■ ■
Omurlegt
Ástríðuglæpir/Crimes of Passion
Bandaríkin 1984
Leikstjóri: Ken Russel
Handrit: Barry Sandler, Ken Russel
Leikarar: Kathleen Turner, Anthony
Perkins ofl.
Nýja bíó
Bretanum Ken Russel hefur
sem fleirum þótt forvitnilegt
hvernig tvær andstæðar fylk-
ingar, klámiðnaðarmenn og trú-
arofstækismenn grassera í
Bandaríkjunum, hlið við hlið. í
Ástríðuglœpum fylgjumst við
með vændiskonu sem kallar sig
China Blue og geðveikum
predikara, John Shayne, sem
smýgur um melluhverfið eins og
grár köttur. John Shayne er mik-
ið í mun að frelsa China Blue,
sem í rauninni heitir Joanne Cane
og lifir tvöföldu lífi sem vændis-
kona á kvöldin og fatahönnuður
hjá virtu fyrirtæki á daginn. Upp
úr dúrnum kemur að John Sha-
yne álítur að þau séu ein og sama
persónan, a.m.k. að hann sé hún
(sbr. nöfnin - John Shayne - Jo-
anne Cane).
Þessi litli sálfræðimoli er kann-
ski það eina sem nokkurt hald er
í, í mynd sem er jafn ömurleg og
hún er vitlaus. Ken Russel
gengur feti framar í samlíkingu
sinni og gerir China Blue að eins-
og vitlaust
konar líknara allra þeirra per-
verta og vonlausra undirmáls-
manna sem til hennar leita. Pre-
dikarinn er hinsvegar rekinn
áfram af eyðileggingarhvöt: í
svörtu töskunni sinni geymir
hann gríðarstóran járndildó með
hvössum oddi. Örskotsmyndir af
þessum dildó, alblóðugum, eru
klipptar inn í atburðarásina með
vissu millibili, ásamt myndum af
nakinni konu sem liggur í blóði
sínu. Tvískinnungurinn sem Ken
Russel leikur sér að í þessari
mynd er hræðilegur.
Joanne Cane er kona sem er
ekki öll þar sem hún er séð, svo
mikið er víst í upphafi myndar-
innar. Áhorfandinn býst við að
hún búi yfír einhverju ægilegu
leyndarmáli. Síðar kemur á vett-
vang ungur maður, fagurlega iim-
aður, og hrífst af China Blue og
hún af honum. Ken Russel hefur
fundist að kvenhetja sín ætti
skilið að verða loks hamingjusöm
í lífinu. í ljós kemur að Joanne
Cane á engin hræðileg leyndar-
mál, hún hefur bara aldrei kynnst
manni áður sem þótti pínulítið
væntum hana sjálfa, en ekki
t.a.m. háhæluðu skóna hennar
eða ljósu hárkolluna. Með sam-
bandi þeirra Bobbys (unga
mannsins) og Jóhönnu hefst síð-
asti kapítulinn í persónulýsingu
hennar. En myndin rennur sitt
skeið á enda áður en áhorfandinn
fer nokkuð að botna í þessari
konu, eða þeim skötuhjúum yfir-
leitt. Þó berst Kathleen Turner til
þrautar.
Þetta er einfaldlega verst skrif-
aða handrit sem maður hefur
lengi komist í kynni við.
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 23. október 1985
Hér hjálpast allt að. Fyrst hæfí-
leikar og gríðarleg reynsla gamla
leikstjórajaxlsins John Huston,
svo frásagnartækni skrifuð á
sama reikning, töfrabrögð í kvik-
myndatöku, frábær filmutónlist,
og góður leikur í öllum hlutverk-
um: Kathleen Turner ástfangið
MÖRÐUR
ÁRNASON
glæpakvendi, Robert Loggia
kaldtempraður guðfaðir, Anjel-
ica Huston útfarin afbrýðis-
fammfatal.
Að ógleymdum og síðast en
ekki síst Jack Nicholson sem er
besti leikari í Ameríku og fer hér
á þeim kostum að meiraaðsegja
mig vantar lýsingarorð.
Efnið er innanhússraunir mafí-
ósa þar sem peningar toga í eina
rófu, ástin í aðra og heiður Fjöl-
skyldunnar í þá þriðju. Húmor
frá upphafi til endis en geirnegld-
ur í innrabyrðið á áhorfendum
með nokkrum yfirþyrmilegum
byssutörnum. Fjölskyldan er að
lokum sigurvegarinn; þetta gæti
þessvegna verið brosmild nú-
tímaútgáfa af íslendingasögum.
Ekki fleiri orð um Prizzi og
Nicholson. Að þeim er hvorteðer
h'tið gagn annað en að geta bent
lesendum á leiðina upp að Bíó-
höllinni í Breiðholti.
Bœkur
Endur-
minningar
Einars Braga
Mál og menning hefur nú gef-
ið út endurminningar Einars
Braga rithöfundar, og nefnist
bókin Af mönnum ertu kom-
inn.
Einar Bragi fæddist og ólst upp
á Eskifirði og Eskifjörður er
helsta sögusvið þessarar bókar,
en einnig eru raktar minningar af
Austfjörðum öðrum og Skafta-
fellssýslum.
Fjölmargir Eskfirðingar koma
við sögu, en í frásagnarmiðju eru
foreldrar skáldsins, Sigurður Jó-
hannsson skipstjóri og Borghild-
ur Einarsdóttir, lífsbarátta þeirra
og kjör.